320 likes | 957 Views
Nýrómantík 1900-1930. Þórarinn B. Þorláksson, Þingvellir 1900. Ný - rómantík. Hver er munurinn á nýrómantíkinni og rómantíkinni? Nýrómantíkin er persónulegri, fjallar meira um tilfinningar einstaklingsins og er táknrænni, innhverfari og torræðari.
E N D
Nýrómantík 1900-1930 Þórarinn B. Þorláksson, Þingvellir1900
Ný - rómantík • Hver er munurinn á nýrómantíkinni og rómantíkinni? • Nýrómantíkin er persónulegri, fjallar meira um tilfinningar einstaklingsins og er táknrænni, innhverfari og torræðari. • Þjóðernishyggjan ekki eins allsráðandi en þó til staðar enda Íslendingar enn í sjálfstæðisbaráttu, fullveldi 1918 og sjálfstæði 1944.
Ljóðið "inni" • Ljóð voru mjög vinsæl, sérstaklega þau sem samin voru sönglög við. Dægurlög þess tíma, ss. Komdu inn í kofann minn eftir Davíð, Hótel Jörð eftir Tómas... • Ljóðstíllinn var mjög léttur og lipur, ljóðin vel ort. Minna um kenningar en í gömlu rómantíkinni. Bundin ljóð allsráðandi þó nokkrir módernistar stígi fram á tímabilinu. • Ljóðin gengu manna á milli, munnlega og skriflega, með bréfum, en samgöngur milli landshluta voru enn mjög erfiðar.
Ungskáld • Hópur ungra skálda kom fram í aldarbyrjun og birti ljóð sín í blöðum og tímaritum. • Jóhann Sigurjónsson, 1898, 18 ára nemandi í Lærða skólanum. • Jóhann Gunnar Sigurðsson, 1901, 19 ára skólapiltur. • Hulda birti þrjú "smákvæði" 1901, 20 ára. • Sigurður Sigurðarson frá Arnarholti, 1902, rúmlega tvítugur. • Jónas Guðlaugsson, 1904, 17 ára. Þrjú þessara skálda deyja ung, Sigurður og Hulda hætta að mestu leyti að yrkja.
Þéttbýli • Miklar þjóðfélagsbreytingar. • Fjöldi bænda flyst í þéttbýli. • Landnemar í nýjum veruleika. • Borgin oft líkt við Sódómu, lastabæli. • Náttúru- og sveitalífsdýrkun mjög mikil í skáldskap. Barn náttúrunnar eftir Halldór L. • Tómas Guðmundsson og fleiri yrkja um fegurð borgarinnar. Austurstrætið og fleira, Mjög nýstárlegt á þeim tíma.
Sveit - Borg Búsetuþróun þús
,,Ó, borg mín borg“ Vilhjálmur frá SkálholtiÁrið 1904 skrifar Guðmundur Björnsson landlæknir í blaðið Ísafold lofræðu um borgina: ,,Oss verður oft að líta til annarra landa, á allar hinar miklu framfarir nágrannaþjóðanna á síðari tímum. Þar hafa menn flutt saman í bæi. Þar eru það bæirnir, bæjarmenn, sem hafa haft forustuna í flestum framförum. Þetta er eðlilegt. Því að strjálbygðin elur deyfð og sundurlyndi. En þéttbýlið eykur fjör og dug og félagsskap.”
,,Blessuð sértu sveitin mín”Sigurður Sigurðsson búfræðingur segir í ræðu um sveitina 1914: ,,Það er líka talið að bestu mennirnir í hverju þjóðfélagi komi úr sveitum. Sveitafólkið sé þróttmeira andlega og líkamlega, hugsi meira og betur, sjóndeildarhringurinn víðari. Sveitafólkið er kjarni hverrar þjóðar, undirstaða þjóðfélagstilverunnar. Kaupstaðirnir eru að verða hrein landplága. Þeir eru að eyðileggja okkar þjóðerni og allt íslenskt... Ef kaupstaðirnir vaxa á kostnað sveitanna er þjóðinni hætta búin.”
Aldamótastemmning - bjartsýni,,Sú öld, sem nú hefst, á hlutverk að inna - sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls.” (Einar Ben.) Iðnbylting á Íslandi, þilskipaútgerð, kaupfélög, búnaðarskólar, gagnfræðaskólar, stýrimannaskóli. Vatnsaflið virkjað, fyrsti bíllinn. Nýjir stjórnmálaflokkar, Framsóknar- og Alþýðuflokkur. Í Evrópu var stefnan tengd lífsþreyttum borgurum, afturhvarf til náttúrunnar, timburmenn iðnbyltingar og vísindatrúar.
Nietzsche – hugmynd tengd Darwin um að mannkynið þróist. Ofurmennið var snillingur, hátt hafinn yfir borgaralega meðalmennsku. Einar Ben. yrkir um Egil Skallagrímsson og Jóhann Sigurjónsson um Galdra Loft, uppgjör reyndar. Der Übermensch Útlaginn eftir Einar Jónsson
Að lifa í dag og deyja á morgun Skáldin dýrkuðu hið villta og frjálsa. Fuglar svo sem fálkar, haukar og ernir eru oft tákn ofurmennisis. Í mörgum ljóðum eru miklar tilfinningasveiflur og hömluleysi, svo sem ljóði Sigurðar frá Arnarholti ,,Í dag”. (Háð/angurværð,þunglyndi/gáski, blíða/grimmd, hreinlífi/losti, hæverska/dramb) Lífsnautnastefna einkennandi, markmiðið er að lifa í botn, tæma bikarinn. Allt er annað hvort eða sbr. ljóðið ,,Strax eða aldrei” eftir Jóhann Sigurjónsson.
Í dagSigurður Sigurðsson fráArnarholti Í dag er ég glaður – í dag vil ég syngja og dansa til morguns við hverja sem er. Við flakkarann allt eins og kóng vil ég klingja – ég kæri mig ekkert um nafnið á þér. Þú ert vinur minn, víst Eins og veröldin snýst – Á víxla ég skrifa nú eins og þér er lýst! Í dag er ég reiður - í dag vil ég brjóta, drepa og brenna hér allt nið'r í svörð; hengja og skjóta' alla helvítis þrjóta. Hræki nú skýin á sökkvandi jörð! Farðu' í heitasta hel! Skaki hörmungarél hnöttinn af brautinni', og þá er vel!
Innblásnir snillingar,bóhemar og heimsborgarar Skáldin voru bóhemar, ætluðu að sigra heiminn. Einar Ben. dæmi um athafnaskáld, 35 ára um aldamót, sér á parti, orðmargur heimspekilegur, með meitlaðan, málsháttarstíl.
Úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Ben Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við birturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka.
Frægð norrænna listamanna hvatning Á Íslandi var mjög lítill markaður fyrir bækur. 1900-10 voru gefin út 46 lausamálsrit og um 100 ljóðabækur. Fá eintök prentuð af hverri bók. Ekki glæst framtíð fyrir ung skáld. Norrænir höfundar og listamenn voru komnir á kortið í Evrópu, ss. Ibsen, Strindberg, Hamsun, Munch, Grieg og Sibelius.
Væringjar • Skáldin leituðu fyrst og fremst til Danmerkur eða Noregs. • Rithöfundar fluttu til útlanda að reyna fyrir sér á stærri markaði. • Halldór Laxness var líklegast fyrsti íslenski rithöfundurinn sem hafði ritstörf sem aðalstarf. • Af íslenskum höfundum (Væringjum) sem störfuðu erlendis og skrifuðu jöfnum höndum á dönsku og íslensku má nefna: Jóhann Sigurjónsson, Gunnar Gunnarsson Jónas Guðlaugsson, Guðmund Kamban, Kristmann Guðmundsson Halldór Laxness
,,Guð er dauður” Trúarkreppa við aldamót samfara vísindakenningu Darwins. Lúterskur rétttrúnaður undanhaldi. „Guð er dauður“ sagði Nietzsche. Ekki tómhyggja heldur gagnrýni á kristin viðhorf og skynsemishyggju. Tómarúmið verður til þess að margir leita í spíritisma, guðspeki, kaþólsku, jóga..., ss. Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson.
Fyrri heimstyrjöldin Heimstyrjöldin fyrri minnkar enn trúna á Guð og bölsýni einkennir skáldskapinn. Dæmi ,,Bikarinn” eftir Jóhann Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson sagði: Sál mín varð sem sviðið land, saurgað fúlum valköstum; hver urinn akur minnti mig á skotplægða mold, mengaða nýsundurtættum mannahræjum. Mér blæddi inn.
Táknsæi - symbólismi Einar Jónsson: Engill ljóssins 1910-11
Freud Kenningar Freuds um undirvitundina koma fram um aldamótin og áhugi á sálarlífi einstaklingsins eykst. Ljóðin eru innhverfari, táknrænni og torræðari. Dæmi um bældar hvatir má finna í ljóðinu ,,Óráði” eftir Davíð Stefánsson.
Þjóðlegur arfur • Um leið og kafað var í mannssálina var spáð í hið yfirnáttúrulega og órökræna. Sótt var í þjóðsögur um álfa, drauga og þessháttar. • Gamlir bragarhættir voru endurvaktir, svo sem þuluformið hjá Huldu og Theodóru. Þulur eru frjálsar að formi, með mislöngum línum og endurtekningum. Kvenlegt form?
Langlífi nýrómantíkur • Nýrómantíski stíllinn vinsæll • Bubbi orti 1990 (brot): Vornóttin siglir seglum þöndum silfurstjarna í himni skín. Sem svartur spegill sjórinn geymir söngva dagsins, ástin mín. Í skjóli fjalla fálkinn svífur, fimur yfir bráð hann gín. Við lyngið brúna liggur rjúpa, í ljósan blett á baki skín.
Efni einstaklingurinn, frjáls ofurmennið, snilligáfa tilvistin tilfinningarsveiflur/óheftar óreiða/tilgangsleysi/hið órökræna ástin, oft platónsk/togstreita holds og anda söknuður sorg bölsýni/þunglyndi heimþrá draumar yfirnáttúrulegir hlutir/sálarlíf náttúran borgin þjóðernisbarátta skynjun Form ljóð bundin nýir bragarhættir, bæði erlendir og endurnýjaðir ss. þula. tákn vísanir samþjöppun/fá orð fágaður og lipur ljóðstíll Einkenni nýrómantíkur