1.51k likes | 1.87k Views
Rósaklúbbsfundur 23.apríl 2008 . Kynning á rósum fluttum inn sérstaklega fyrir rósaklúbbinn ásamt mörgum öðrum rósayrkjum, sem voru flutt inn áður fyrr fyrir rósaklúbbinn og bjóðast enn. Myndir ýmist eftir höfund sjálfan eða fengnar að láni hjá framleiðendum finnsku rósayrkjanna.
E N D
Rósaklúbbsfundur 23.apríl 2008. Kynning á rósum fluttum inn sérstaklega fyrir rósaklúbbinn ásamt mörgum öðrum rósayrkjum, sem voru flutt inn áður fyrr fyrir rósaklúbbinn og bjóðast enn. Myndir ýmist eftir höfund sjálfan eða fengnar að láni hjá framleiðendum finnsku rósayrkjanna. Allar finnskar rósir eru á eigin rót, ekki ágræddar, en danskinnfluttar rósir eru flestar ágræddar! Ólafur Sturla Njálsson Nátthaga, Ölfusi.
Óskalisti rósaklúbbsins haustið 2007 og hvað skilaði sér svo vorið 2008: Allar danskar rósir eru ágræddar á grunnstofn, en þær finnsku eru ræktaðar af græðlingum, sem sagt á eigin rót. Rosa alba ‘Felicité Parmentier’ kom frá Dk. 10 pl. 5 pantaðar. 5 afgangs. Rosa alba ‘Pompon Blanc Parfait’ kom frá Dk 10 pl. 2 pantaðar. 8 afgangs. Rosa centifolia ‘Cristata’ kom frá Dk. 10 pl. 4 pantaðar. 6 afgangs. Rosa x francofurtana ‘Agatha’ kom frá Fin. 15pl. 11 pantaðar / á eigin rót! 4 afgangs. Rosa x pimpinellifolia ‘Irish Rich Marbled’fékkst ekki. 8 pantanir, og þetta var þriðja tilraun!!!! Rosa pimpinellifolia x majalis? ‘Kerisalo’ kom frá Fin. aðeins 2 pl. 2 pantaðar, reyni aftur haustið 2008! Rosa pimpinellifolia ‘Old Yellow Scotch’ kom frá Dk. 10 pl. 4 pantaðar. 6 afgangs. Rosa pimpinellifolia ‘Papula’ kom frá Fin. 25 pl. 11 pantaðar. 14 afgangs. Rosa pimpinellifolia x rugosa? ‘Ristinummi’ kom frá Fin. 3 pl. 7 pantaðar, reyni aftur haustið 2008! Rosa pimpinellifolia ‘Ruskela’ kom frá Fin. 25 pl. 5 pantaðar. 20 afgangs. Rosa pimpinellifolia ‘Seager Wheeler’ kom frá Dk. 10 pl. 3 pantaðar. 7 afgangs. Rosa pimpinellifolia ‘William III’ kom frá Fin. 4 pl. 6 pantaðar, reyni aftur haustið 2008. Rosa rugosa ‘Dr. Eckener’ fékkst ekki. 9 pantanir. Rosa rugosa ‘Hunter’ fékkst ekki. 5 pantanir. Rosa rugosa ‘Lac Majeau’ kom frá Fin. 10 pl. 7 pantaðar. 3 afgangs. Rosa rugosa ‘Ritausma’ syn ‘Polareis’ kom frá Fin. 25 pl. 5 pantaðar. 20 afgangs. Rosa rugosa ‘Roseraie de l’Hay’ kom frá Dk. 10 pl. 7 pantaðar. 3 afgangs. Rosa rugosa ‘Scarlet Pavement’ syn. ‘Rote Apart’ kom frá Fin. 10 pl. 8 pantaðar. 2 afgangs. Rosa rugosa ‘Polarsonne’ kom frá D. via Dk. 20 pl. 11 pantaðar. 9 afgangs. Rosa x reversa fékkst ekki. 3 pantanir. Rosa x paulii fékkst ekki. 2 pantanir. Rosa woodsii var. Fenderlii fékkst ekki. 4 pantanir, en 2 önnur afbrigði fengust, sjá hér á eftir. Rosa ‘American Pillar’ klifurrós kom frá Dk. 5 pl. 4 pantanir. 1 afgangs. Niðurstaða: 6 rósayrki fengust ekki núna, en 17 komu. En MIKLU meira náðist að fá frá Finnlandi, sjá kynningu hér á eftir.
Bjarmarós - Rosa x alba ‘Félicité Parmentier‘Louise-Joseph-Ghislain Parmentier, Belgía frá því fyrir 1836 Nr. 1 Undurfalleg bjarmarós. Ljósbleik þéttfyllt blóm sem lýsast með aldri. Meðalstór blóm í stórum klösum. Blómstrar á eldri greinar. Blómstrar júlí. Sterkur sætur ilmur. Þéttvaxin runni (1,2 x 0,9 m). Skuggþolin Harðgerði 5 Óreynd hérlendis.
Bjarmarós - Rosa x alba ‘Pompon Blanc Parfait’Louise-EUGÉNE-Jules Verdier, Frakkland ca. 1876 Nr. 2 Ljósbleik fyllt blóm sem lýsast upp. Blómstrar í júlí-ágúst. Meðalsterkur kryddilmur 1,5 x 1,2 m Þéttvaxinn runni. Blómgun júlí-ágúst. Skuggþolin Harðgerði 5
Rosa centifolia ‘Cristata’syn. Chapeau de Napoléon – Fannst árið 1827 af Kirche Nr. 3 Sérstök rós þar sem knúpar minna á hatt Napoléons. Fannst við klausturvegg í Sviss í kringum 1820. Bleik þéttfyllt blóm. Blómstrar í júlí – ágúst. Yndislegur sterkur ilmur. Runnkenndur vöxtur. 1,5 x 1,2 m Harðgerði 5
Skáldarós - Rosa x francofurtana ‘Agata‘frá 1880, óþekktur uppruni Nr. 4 Karminbleik-lillableik blóm. Meðalstór- stór hálffyllt-fyllt blóm, blómviljug. Blómgun júlí-ágúst. Sætur blómailmur. Runnarós 2 x 1,5 m. Skuggþolin Harðgerði 6 Þrífst í mögrum og sendnum jarðvegi. Hentar við sumarbústaði.
Þyrnirós – Rosa pimpinellifolia‘Irish Rich Marbled’ Nr. 5 Dökk rósa, með lilla. Meðalstór blóm, blómstrar mikið. Blóm hálffyllt. Ilmur sætur og meðalsterkur. Fær mikið af nýpum. 1,5 x 1,2 m Harðgerði 6, skuggþolin. Líkist ‘Double Pink’. Fékkst því miður ekki núna, í þriðju tilraun!!!
Þyrnirós – Rosa pimpinellifolia ‘Kerisalo’Er sennilega blendingur pimpinellifolia x majalis. Nr. 6 Finnsk rós. Blóm laxableik. Blómin tvöföld og yfir 7 cm stór. Blómstrar í júní-júlí. Góður ilmur. Runni getur orðið yfir 2 m hár. Harðgerði ekki vitað. Talin geta vaxið í norður Finnlandi.
Þyrnirós – Rosa pimpinellifolia ‘Old Yellow Scotch’ Nr. 7 Skosk þyrnirós. Blóm ljósgul sem lýsast ekki upp. Hálffyllt Snemmblómstrandi í júni. Sveigður vöxtur. Þéttvaxinn runni 1,5 x 1,5 m Harðgerði ekki vitað, líklega ca. H6.
Þyrnirós - Rosa pimpinellifolia ‘Papula’ syn. ‘Pfingstrose’ Nr. 8 Finnsk rós. Var flutt til bóndagarðsins Papula í Finnlandi frá Þýskalandi í kringum 1859-1880.Þá var rósin kölluð Pfingstrose. Frændur okkar telja hana eina af sínum bestu rósum. Fær einkunnina 5 á skala 1-5 fyrir blómgun, harðgerði og heilbrigði. Getur orðið 2m há.
Þyrnirós - Rosa pimpinellifolia ‘Ristinummi’Sennilega blendingur rugosa x pimpinellifolia og fundin viltvið hliðina á járnbrautarteinum í Finnlandi. Nr. 9 Finnsk rós sem fannst nálægt Helsinki. Ljósbleik blóm með hvítri miðju. Blómin einföld og yfir 7 cm stór. Blómgun júní-júlí. Stór kröftugur runni. Harðgerði 6 Þyrnirósablendingur sem líklega má rekja til rugosu.
Þyrnirós - Rosa pimpinellifolia‘Ruskela’Hendikson (1998) Nr. 10 Gæti hugsanlega verið ‘Lady Hamilton’ sem var seld í St. Pétursborg fyrir byltinguna. Ljósbleik-lillableik blóm þar sem krónublöð eru ljós að neðan. Lítill ilmur. Rauðar nýpur. Ein af þeim rósum sem frændur okkar finnar mæla sterklega með sökum harðgerði, blómgunar og heilbrigði. Harðgerði 5 á finnska skalanum 1-5.
Þyrnirós- Rosa pimpinellifolia ‘Seager Wheeler’Percy Wheeler, Kanada (1947) Nr. 11 Kanadísk rós Ljósbleik blóm sem lýsast upp með aldri. Tvöföld, 5 - 5,5 cm stór blóm. Lítill ilmur. Hæð 1,85 m. Harðgerði er ekki vitað. Líklega ca. H5-6. Foreldrar R. spinosissima var. altaica Rehder x ‘Betty Bland’.
Þyrnirós- Rosa pimpinellifolia‘William III’ Nr. 12 Karminrauð sem lýsast yfir í violett blómlit. Hvítt auga. Bakhlið krónblaðanna er ljós með einstaka rauðri rönd. Lítil hálffyllt blóm. Þéttvaxinn runni um 0,8 m. Getur skriðið. Harðgerði 6 Kryddaður ilmur. Fær brúnar nýpur. Reynd hér á landi. Svíar mæla með henni í Norður- Svíþjóð.
Ígulrósablendingur - Rosa rugosa ‘Dr. Eckener‘Vincenz Berger / Teschendorff, Þýskaland (1930) Nr.13 Gul, kopar- appelsínugul með bleikum lit á blómum. Stór hálffyllt blóm, yfir 13 cm stór . Harðgerði líklega ca. H4-5. 2,5 x 2 m Léttilmandi Myndar sjaldan nýpur. Foreldrar ‘Golden Emblem’ x hybrid af Rosa rugosa (Thunbergii). Getur endurtekið blómstrun síðsumars. Fékkst ekki núna!
Ígulrósablendingur- Rosa rugosa ‘Hunter’Mattok, Bretland (1961) Nr. 14 Rauð fyllt blóm. Óvenjulega rauð fyrir ígulrós. Meðalstór fyllt blóm. Endurtekur blómstrun stundum síðla sumars. Harðgerði líklega í kringum H4-5. 1,5 x 1,2m Sterkur ilmur. Foreldrar R. paulii x ‘Independence’. Fékkst ekki núna!
Ígulrós- Rosa rugosa ‘Lac Majeau’George Bugnet, Kanada Nr. 15 Hvít blóm. Hálfyllt Harðgerði 5 Reynist harðgerð í Svíþjóð. Vakti mikla hrifningu hjá þeim sem sáu hana í ferðinni til Finnlands!
Ígulrós - Rosa rugosa‘Ritausma’ syn. ‘Polareis’, ‘Polar Ice’, Dr. Dzidra A. Rieskta, Lettlandi (1963) Nr. 16 Rós frá Lettlandi sem hefur líka verið kölluð ‘Polareis’ og var pöntuð undir því nafni haustið 2004. Ljósbleik – hvít blóm. Meðalstór tvöföld-fyllt blóm 7-8 cm stór. Runnavöxtur kröftugur. Harðgerði a.m.k. 4. 2,5 x 4 m Ilmur í meðalagi. Hefur reynst vel hér á landi.
Ígulrós- Rosa rugosa‘Rosaeraie de l´Hay’Cochet-Cochet 1901 Nr. 17 Karminrauð fyllt blóm Sterkur ilmur sem minnir á krydd og plómur. Runnavöxtur 2 x 1,8 m Harðgerði 6 Hefur gengið vel í Norður- Svíþjóð.
Ígulrós – Rosa rugosa‘Rote Apart’ syn. ‘Scarlet Pavement’ Nr. 18 Ræktuð í Þýskalandi af Uhl. Reynd hér á landi. Bleikfyllt Harðgerði ekki vitað, líklega ca. H6-7 Stærð 1,5 x 1,5 m Foreldrar ‘Frau Dagmar Hastrup’ x ‘Moje Hammarberg’
Ígulrós - Rosa rugosa ‘Polarsonne’ syn. ‘Polar Sun’ eða ‘Strolen’BKN Strobel GmbH & co, Þýskaland (1991) Nr. 19 Upprunni Rússland Reynd hér á landi Meðalbleik hálffyllt blóm í klösum Ilmar Runnkenndur vöxtur Hraustar plöntur Harðgerði ekki vitað, líklega ca. H6-7
Runnarós- Rosa x reversaSuðaustur evrópa 1820 Nr. 20 Einföld dökkbleik til bleik m. hvítu og áberandi gulum fræflum. Þéttvaxinn runni um 2 x 1,8 m. Mikið af dökkrauðum-brúnrauðum nýpum. Blómstrar í júní-júlí. Ilmar lítið. Skuggþolin og heilbrigð í Evrópu. Harðgerði 7 Náttúrulegur blendingur milli R. pendulina og R. pimpinellifolia. Fékkst ekki núna!
Rosa x paulii var. roseasyn. Rosa rugosa var. repens rosea, ‘Newry Pink’Óþekktur ræktandi fyrir 1912 Nr. 21 Mjög falleg rósa-ljósbleik blóm með kremgulu auga. Blóm stór einföld ca. 7-10 cm. Klasablómstrun. Ilmur lítill-meðalsterkur. Notuð sem þekjuplanta. Blómgun júlí. Harðgerði 4-5. Stærð 0,90-2,0 x 1,85-4m Þyrnótt (alveg gjeggað þyrnótt!) Blendingur af Rosa paulii (Rehder). Fékkst ekki núna!
Valrós - Rosa woodsii var. fenderliisyn. R. fimbriatula (Greene), R. deserta (Lunell), R. woodsii (Lindley), R. woodsii var woodsii Nr. 22 Í ræktun síðan 1880. Upprunnin frá vesturhluta Norður-Ameríku. Lillableik einföld blóm ca. 5 cm. Blómstrar seinnipart júni-júli Lítill ilmur. Skrautlegar 1 cm nýpur sem hanga lengi á runnanum. Harðgerði 6 Stærð 1,2 -1,8 m, runnarós / klifurrós. Fékkst ekki núna, en önnur afbrigði fengust, sjá hér á eftir.
Klifurrós – “Rambler”rós - Rosa ‘American Pillar’Dr. Walter Van Fleet, USA 1902. Nr. 23 Klifurrós. Reynd hérlendis. Brauð-dökk karminbleik blóm með hvítri miðju. Stór einföld-tvöföld blóm í klösum. Blómstrar á eldri greinum. Ilmur lítill. Harðgerði 3 Stærð 1,5 x 3,5 m Þarf að standa við vegg. Foreldri (Rosa wichuriana x Rosa setigera) x rauð remontant rós.
Þetta voru rósirnar á pöntunarlista haustsins 2007. Næst kynnumst við fleiri finnskum rósum og síðan fleiri rósayrkjum sem í boði eru ef tími vinnst til. Yrkjunum á skyggnusýningunni er raðað nokkurn veginn í sömu röð og á verðlistanum frá Nátthaga. En tímans vegna byrjum við fyrst á rósum sem fengust frá Finnlandi:
Skáldarós – Rosa x francofurtana ‘Agatha’ 15 plöntur frá Finnlandi. Áður á pöntunarlista 2006. Á pöntunarlistanum 2007. Þarf skjól, sennilega H3 í íslenska kerfinu.
Lórós - Rosa villosa ‘Ainola’ 5 plöntur til frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa pimpinellifolia x foetida ‘Aurora’ 25 plöntur til frá Finnlandi. “Most intense yellow” sagði Peter Joy! Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
‘Ensio’ er sögð blendingur: Rosa rugosa f. alba x Rosa x malyi ‘Kempeleen Kaunotar’ 5 plöntur til frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu. ‘Kempeleen Kaunotar’
Rosa rugosa ‘George Will’ öðru nafni ‘Vuosaari’ í Finnlandi. 4 plöntur eftir af þessum finnska stofni Mín eigin framleiðsla er ‘George Will’! Mjög harðgerð H1 í ísl. kerfi.
Rosa rugosa ‘Hailuoto’ 10 plöntur til frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa blanda ‘Hertoniemi’ 5 plöntur til frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa ‘Huldra’ (‘Poppius’ x Rosa rubiginosa) 10 plöntur til frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa rugosa ‘Katri Vala’ 10 plöntur frá Finnlandi. Sögð breiða mikið úr sér, mynda teppi með rótarskotum. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa rugosa ‘Lac Majeau’ 10 plöntur til frá Finnlandi. Á pöntunarlistanum 2007 og græðlingalista 2007. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa ‘Lapsenruusu’ 5 plöntur frá Finnlandi. Verður um 1,5- 2 metra hár í Finnlandi. (Muut ruusut 2007) Finn ekkert um hvað grúppu hún heyrir til. Þarf skjól, sennilega H3 í íslenska kerfinu.
Rosa rugosa x ‘Splendens’(‘Francofort’) ‘Leskelä’ 5 plöntur frá Finnlandi. Þarf skjól, sennilega H3 í íslenska kerfinu.
Rosa x majorugosa 5 plöntur frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Svaka spennandi rós! Bara engar myndir fundnar en nafnið er flott! He he Rosa x majorugosa ‘Kaisaniemi’ 3 plöntur frá Finnlandi. Harðgerði?
Rosa rugosa ‘Marie Bugnet’ er ein af þessum harðgerðu kanadísku rugosayrkjum (Explorer rós). Hún verður um 50-80 cm há og ilmar vel. 10 plöntur frá Finnlandi á eigin rót! Áður á pöntunarlista 2004. Þokkalega harðgerð, H2 í íslenska kerfinu.
Rosa pimpinellifolia ‘Hesperia Matti’ 5 plöntur frá Finnlandi. Er einnig á græðlingalista 2007. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa rugosa x ? ‘Mimmi’ 5 plöntur frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa rugosa ‘Mont Blanc’ 5 plöntur frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa rugosa ‘Monte Cassino’ 5 plöntur frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa rugosa ‘Monte Rosa’ 5 plöntur frá Finnlandi. Þokkalega harðgerð, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Apótekararós - Rosa gallica ‘Officinalis’ 5 pl. frá Finnlandi (á eigin rót) og 10 plöntur frá Danmörk (ágræddar). Þarf skjól, sennilega H3 í íslenska kerfinu.
Rosa gallica ‘Olkkala’ 3 pl. til. Er á græðlingalista 2007. Þarf skjól, sennilega H2 í íslenska kerfinu.
Rosa ‘Onni’ (er talin vera Centifolia-rós) 15 plöntur til. Harðgerð og komin góð reynsla á hana hérlendis. Var fyrst til sölu í Nátthaga árið 2004. Er á græðlingalista 2007 Þokkalega harðgerð, H2 í íslenska kerfinu.
Rosa pimpinellifolia ‘Johannusmorsian’ Ilmar vel og harðgerð. 2 plöntur til og einhverjar fleiri er líður á sumarið, íslensk framleiðsla. Áður á pöntunarlista árið 2003. Sennilega mjög harðgerð, H1 í ísl. kerfinu.