1 / 15

Hvar viljum við vera stödd árið 2020 ?

Hvar viljum við vera stödd árið 2020 ?. Málþing ASÍ um menntamál 21. september 2012 Skúli Helgason varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Menntamarkmið 2020. Allir stundi nám við sitt hæfi Nám miðist við að virkja styrkleika nemenda

ajaxe
Download Presentation

Hvar viljum við vera stödd árið 2020 ?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hvar viljum við vera stödd árið 2020? Málþing ASÍ um menntamál 21. september 2012 Skúli Helgason varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis

  2. Menntamarkmið 2020 • Allir stundi nám við sitt hæfi • Nám miðist við að virkja styrkleika nemenda • Brotthvarf sé ekki meira en í Evrópu • Öllum nemendum í framhaldsskóla séu tryggð viðurkennd námslok við 18 ára aldur. • Skýrt samhengi sémilli skipulags og framboðs náms og færniþarfa atvinnulífs til framtíðar.

  3. Leiðarljós stjórnarskrárinnar 76. gr. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.

  4. Risavaxið verkefni • Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa sett sér það sameiginlega markmið að fækka þeim einstaklingum á vinnumarkaði sem eingöngu hafa grunnskólamenntun úr30% í 10%. • Þessa stefnu þarf að útfæra með aðgerðaáætlun og tímasettum markmiðum.

  5. Helstu áskoranir • Hæsta brotthvarf úrframhaldsskólum í Evrópu • Yfirgnæfandi áhersla á bóknám • Gjá á milli menntakerfis og vinnumarkaðar • Skortur á menntuðu vinnuafli með verk- og tæknimenntun • Námsleiði, áhugaleysi hjá mörgum nemendum • Langur námstími til stúdentsprófs • Óskilvirkni í menntakerfinu

  6. Ráðast gegn rótum brotthvarfs • Mikið talað um brotthvarf en árangur lítill • Áhersla verið á aðgerðir í framhaldsskólum einkum til að auka framboð og sveigjanleika náms • Þurfum að ráðast að rótum brotthvarfs og hefja forvarnir og skimun í grunnskólunum • Persónubundið nám – nemandi í brennidepli

  7. Frá orðum til athafna • Áhersla á einstaklingsmiðað nám í lögum frá 1974 „Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sinum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hversog eins.“ • Áhersluatriði hjá Reykjavíkurborg frá 1997 • Misbrestur á framkvæmd lögbundinnar stefnu • Ósamræmi milli sveitarfélaga og skólastiga

  8. Hvað kostar brottfallið? • Reynsla annarra þjóða. • Þarf að kostnaðarmeta brotthvarfið á Íslandi og móta aðgerðaáætlun sem dregur markvisst úr brotthvarfi í áföngum á næstu 10-15 árum • Slíkt átak þarf að taka til grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla og framhaldsfræðslu

  9. Færniþarfir atvinnulífsins séu þekktar • Byggja upp þekkingargrunn um hverjar séu þarfir atvinnulifsins fyrir færni og þekkingu til næstu 5,10 og 20 ára. • Taka þátt í evrópsku samstarfi á vegum Cedefop • Gagnasöfnun og úrvinnsla hjá Hagstofu

  10. Nemendamiðað • Persónubundnar námsáætlanir • Skimun fyrir áhættuhópum brottfalls • Fjölbreytt menntaúrræði m.a. í samstarfi skóla og atvinnulífs • Áhersla á verklega kennslu og verkefnavinnu • Nútímalegir kennsluhættir og námsgögn

  11. Áhersla á verklegt nám • Nemendur læri undirstöðugreinar eins og stærðfræði, líffræði, samfélagsgreinar og íslensku í gegnum hagnýt verkefni • Samstarf milli skóla og atvinnulífs um uppbyggingu fjölbreytilegrar aðstöðu til verklegrar kennslu í eða við alla skóla

  12. Námsgögn frá 21. öldinni • Nýta tölvur, netið og margmiðlun í miklu ríkari mæli til að örva áhuga og sköpun nemenda á öllum skólastigum • Efla útgáfu námsgagna sem nýta sér rafræna upplýsingatækni og margmiðlun • Nýta íslenska upplýsingatækni og leikjaiðnað

  13. Bætt kjör og starfsumhverfi kennara • Skoða hugmyndir um styttingu grunn- og framhaldsskóla í samhengi við bætt kjör og starfsumhverfi kennara. • Við endurskoðun kjarasamninga kennara verði þess freistað að ná samningum um bætt kjör samhliða brýnum umbótum á skólastarfi.

  14. Verk- og tækninám eftirsótt • Markviss kynning á fjölbreytileika verk- og tæknináms sem í boði er. • Kynning á störfum á vinnumarkaði allt niður í grunnskóla. • Aðilar vinnumarkaðar í lykilhlutverki.

  15. Lifi byltingin! • Það var fólk eins og við sem mótaði menntakerfið á sínum tíma • Það þarf bara fólk eins og okkur til að breyta menntakerfinu

More Related