90 likes | 701 Views
Bakteríur og veirur. 2.kafli. Bakteríur = gerlar. Eru út um allt og eru bæði gagnlegar og skaðlegar Einfrumungar , þ.e. bara úr einni frumu Fyrstu lifandi verurnar á jörðinni Fjölga sér með skiptingu http://www.youtube.com/watch?v=J6akNYlkehY&list=PL7D5E421ACEEB647D
E N D
Bakteríur og veirur 2.kafli
Bakteríur = gerlar • Eru út um allt og eru bæði gagnlegar og skaðlegar • Einfrumungar, þ.e. bara úr einni frumu • Fyrstu lifandi verurnar á jörðinni • Fjölga sér með skiptingu • http://www.youtube.com/watch?v=J6akNYlkehY&list=PL7D5E421ACEEB647D • Geta lagst í dvala og mynda þá dvalagró • Eru sundrendur og mikilvægar í hringrás náttúrunnar þar sem þær brjóta niður dauðar lífverur og breyta í mold
Margar ólíkar gerðir t.d. Hnettlur , stafbakteríur og gormbakteríur
Skaðlegar bakteríur • Sumar tegundir baktería geta valdið smitsjúkdómum t.d. hálsbólgu, lungnabólgu, tannskemmdum, kynsjúkdómum, stífkrampa, kíghósta og berklum. • Faraldur kallast það þegar sjúkdómar breiðast mjög hratt út og mikill fjöldi fólks veikist. • Meðgöngutími sjúkdóms er sá tími kallaður eftir að fólk hefur smitast af bakteríu, áður en þær valda sjúkdómseinkennum. • Bakteríur eiga líka sök á prumpu- og svitalykt og andfýlu
Sýklalyf • Efni sem drepa bakteríur • Pensilín er þekktasta sýklalyfið og mikið notað gegn ýmiss konar smitsjúkdómum. Það var fundið upp af Alexander Fleming, árið 1928. • Varasamt að gefa of mikið af sýklalyfjum því sumar bakteríur hafa náð að mynda ónæmi fyrir þeim þannig að þau virka ekki lengur. • Bólusetningum er ætlað að koma í veg fyrir hættulega smitsjúkdóma, bæði af völdum baktería og veira, t.d. barnaveiki(b), stífkrampa(b), mænusótt(v), mislinga(v), rauða hunda(v) og hettusótt(v) en þetta eru sjúkdómar sem lögðust áður fyrr mjög illa á fólk og ollu miklum skaða.
Baráttan við bakteríur og veirur • Mjög slæmir faraldrar hafa gengið yfir mannkynið í gegnum aldirnar t.d. Svarti dauði, berklar, kólera og spánska veikin. • Seint á 17.öld sá menn bakteríur og aðrar örverur í fyrsta sinn í smásjá • Undir lok 19. aldar áttaði LouisPasteursig á sambandinu á milli baktería og sjúkdóma. • FlorenceNightingalelagði áherslu á hreinlæti og handþvott hjúkrunarfólks • Ennþá eru ný smitefni að finnast og menn þurfa að finna upp ný lyf gegn þeim.
Matur og bakteríur • Bakteríur geta fjölgað sér í mat og valdið veikindum. Hægt er að koma í veg fyrir þetta með réttri meðhöndlun á mat t.d. með því að þurrka hann, salta, sykra eða setja hann í súr. Einnig hjálpar kæling, suða, lofttæming eða geislun. • http://www.youtube.com/watch?v=1EkehFkhWf4
Bakteríur frh. • Líftækni er þegar við notum örverur (m.a. bakteríur) til að framleiða lyf eða önnur efni • Bakteríur geta líka t.d. : • Gefið matvælum gott bragð • Komið í veg fyrir að hey í rúllum skemmist • Aðstoðað plöntur við að ná sér í næringu • Hreinsað skólp • Hreinsað upp olíu
Veirur • Eru miklu minni en bakteríur • Eru yfirleitt ekki taldar til lífvera • Geta ekki fjölgað sér sjálfar • Veirur ráðast inn í heilbrigðar frumur og þvinga þær til að framleiða nýjar veirur. • Valda ýmsum sjúkdómum, t.d. kvefi, inflúensu og hinu illskæða alnæmi • Sýklalyf virka ekki á veirur • Hægt að láta bólusetja sig gegn mörgum veirusjúkdómum.