390 likes | 680 Views
J ón Sigurðsson og dansk-norska veldið. Jón Sigurðsson fæddist 17. Júní 1811 Ísland var þá hluti af ríki sem náði yfir Danmörku, Noreg, Slésvík-Holstein, Grænland, Ísland og Færeyjar Noregur gekk í kon.samband við Svía 1814 og Danir misstu Slésvík-Holstein 1864
E N D
Jón Sigurðsson og dansk-norska veldið • Jón Sigurðsson fæddist 17. Júní 1811 • Ísland var þá hluti af ríki sem náði yfir Danmörku, Noreg, Slésvík-Holstein, Grænland, Ísland og Færeyjar • Noregur gekk í kon.samband við Svía 1814 og Danir misstu Slésvík-Holstein 1864 • Danska ríkið náði yfir öll Norðurlönd um og eftir 1400
Jón Sigurðsson og dansk-norska ríkið • Jón bjó á Hrafnseyri við Dýrafjörð og vann á unglingsárum sínum við landbúnað og sjósókn • Jón lærði hjá föður sínum og fór 18 ára til Reykjavíkur þar sem hann tók stúdentspróf • Jón trúlofaðist frænku sinni Ingibjörgu Einarsdóttur 1833 en þau giftust ekki fyrr en 12 árum síðar
Jón Sigurðsson og dansk-norska veldið • Um 1830 fór af stað byltingaralda í Evrópu og nokkrar þjóðir í Mið- og Suður Evrópu fengu sjálfstæði • Balkanskagi mikið ófriðarsvæði líkt og verið hefur síðasta áratug
Jón Sigurðsson og dansk-norska veldið • 1789 var gerð bylting í Frakklandi þar sem konungi var steypt af stóli af þegnum landsins og stofnað þjóðríki/lýðveldi • Allir fullgildir borgarar áttu að hafa rétt til að ráða nokkru um málefni þjóðríkisins • Fullgildir borgarar = karlmenn sem áttu umtalsverðar eignir • Þjóð # ekki konur, eignalausir karlar eða verkafólk
Jón Sigurðsson og dansk-norska veldið • 1797-1815 börðust Frakkar í Evrópu undir stjórn Napóleons • Napóleon tapaði í orrustu við Waterloo • Stjórnir Evrópu urðu íhaldssamar • Krafa fólks um lýðræði og þjóðfrelsi náði aftur fram að ganga 1830 og náðu hugmyndir fólks einnig að hafa áhrif á Íslendinga
Jón Sigurðsson og dansk-norska veldið • Árið 1787 var verslun gefin frjáls á Íslandi • Stjórnvöld takmörkuðu þó aftur verslunarfrelsið • 1795 – Íslendingar krefjast umbóta í verslunarmálum • Fullt frelsi í verslunarmálum varð eitt af baráttumálum Jóns Sigurðssonar
Ingibjörg Einarsdóttir og staða kvenna á fyrri hluta 19. aldar • Jón og Ingibjörg voru bræðrabörn • Allir áttu að læra að lesa fyrir fermingu • Fátækir drengir og konur fengu sjaldan að læra að skrifa • Menntun kvenna var fólgin í því að undirbúa þær fyrir að halda heimili • Ingibjörg lærði að matbúa, vinna skyr og smjör úr mjólk, föt úr ull og lesa og skrifa
Ingibjörg Einarsdóttir og staða kvenna á fyrri hluta 19. aldar • Ingibjörg og Jón trúlofuðu sig áður en Jón hélt til Kbh. í nám • Jón lauk aldrei háskólaprófi og Ingibjörg beið hans í festum á Íslandi í 12 ár • Ingibjörg naut fulls arfs eftir föður sinn • Árið 1845 giftu þau sig Jón þá 34 ára og Ingibjörg 41 árs
Ingibjörg Einarsdóttir og staða kvenna á fyrri hluta 19. aldar • Ingibjörg varð eiginkona eins áhrifamesta Íslendings í Danaveldi • Jón vann við fræðistörf ásamt því að vera valdamikill stjórnmálamaður • Flestir Íslendingar í Kbh heimsóttu Ingibjörgu og Jón • Heimili þeirra var fyrirmannlegt að hætti Dana þar sem jafnan var boðið upp á íslenskan mat • Hjónin áttu engin börn en ólu upp systurson Jóns
Ingibjörg Einarsdóttir og staða kvenna á fyrri hluta 19. aldar • Konur á þessum tíma áttu að vera hlýðnar, duglegar, trúaðar, blíðar og umfram allt ekki skyggja á eiginmann sinn • Konur voru margfalt fleiri en karlar og margar urðu því ógiftar vinnukonur • Í frönsku stjórnarbyltingunni komu fram kröfur um breytingar á stöðu kvenna • Ekkert gerðist þó í þeim málum þó svo það hafi alltaf verið í umræðunni einkum á byltingartímum
Ingibjörg Einarsdóttir og staða kvenna á fyrri hluta 19. aldar • Kvennahreyfingar lögðu áherslu á það að forsendan fyrir raunverulegum umbótum í þjóðfélaginu væri jafnrétti kvenna og karla • Ekki fyrr en um 1900 að eitthvað fór að gerast að ráði í kvenréttindabaráttu • Kvennaskólar voru stofnsettir á Íslandi um 1870
Tveir heimar • Í sveit á Íslandi bjuggu bændur og búalið og flestir bændanna voru leiguliðar – leigðu jarðir sínar af landeigendum • Landeigendur voru konungur, kirkja og nokkrir ríkir íslenskir höfðingjar • Oft kom upp ágreiningur milli landeigenda og leiguliða um leiguverð
Tveir heimar • Flestir ríkustu og valdamestu höfðingjarnir bjuggu í Reykjavík og voru td. Sýslumenn, fógetar, amtmenn og dómarar • Í Rvk. Bjuggu einnig biskupar, kaupmenn, handverksmenn, sjómenn og launamenn • Eiginkonur ríkra manna unnu ekki úti en konur lægri settra manna voru margar í fiskvinnu eða heimilisstörfum • Vinnukonur voru einnig margar í Reykjavík
Tveir heimar – í sveitinni • Bændur leigðu kýr og kindur af landeigendum og borguðu háa leigu í smjöri • Leiga af jörðum var greidd í sauðfé og ullarvörum • Menn stunduðu sjálfsþurftarbúskap en keyptu stundum rúg til að baka brauð
Tveir heimar – í sveitinni • Í sveitum voru einnig niðursetningar og ómagar þ.e. munaðarlaus börn og umkomulaus gamalmenni • Prestar nutu sérstöðu. Voru lærðir menn sem boðuðu guðs orð ásamt því að stunda landbúnað eins og aðrir bændur • Kristið fólk sem trúði á guð, drauga, huldufólk og tröllskessur
Tveir heimar – í Reykjavík • Íslenskir embættismenn og danskir kaupmenn voru í Reykjavík • Reyndi að vera eins og fína fólkið í Kbh og stældi hámenningu Parísar • Mikill munur á klæðnaði þeirra ríku og fátæku í Reykjavík • Flestir í Reykjavík voru almúgafólk og þurrabúðarmenn ásamt iðnaðar- og handverksmönnum
Tveir heimar – í Reykjavík • Í Reykjavík ríkti dönsk-íslensk menning, blanda af erlenddri borgarmenningu, höfðingjamenningu Íslendinga og menningu íslensks þurrabúðarfólks • Sveitafólk hafði horn í síðu þessarar menningar og taldi hana tilkomna vegna stjórn Dana en var í raun eðlileg þróun
Sjálfstæðisbarátta • Barátta þjóðar fyrir að ráða eigin landi = sjálfstæðisbarátta • Þjóð er hópur fólks sem tengist m.a. vegna sameiginlegrar tungu, trúar eða menningar • Dæmi um þjóðir sem reyna að öðlast sjálfstæði eru: Færeyjingar (Danir), Baskar (Spánn og Frakkland) og N-Írar (Bretland) • Evrópuþjóðir réðu Ameríku en 1776 fékk Bandaríkin fyrst þjóða sjálfstæði og þá fá Bretum
Sjálfstæðisbarátta • Þetta voru Nýlendubúar sem kröfðust frelsis og töldu sig ekki hafa minni rétt á að stjórna sínum eigin málum en Bretar sjálfir • Evrópuþjóðir réðu einnig yfir nýlendum í Asíu og Afríku • 1945-1990 fékk öll Afríka og stór hluti Asíu frelsi og stofnuð voru þjóðríki að evrópskri fyrirmynd í flestum þessara nýlenda
Sjálfstæðisbarátta • Franska byltingin og sjálfstæðisbarátta Bandaríkjanna hafði mikil áhrif á aðrar þjóðir í Evrópu • Norðmenn, Grikkir og Serbar vildu fá sjálfstæði frá þeim ríkjum sem þeir tilheyrðu og Ítalir og Þjóðverjar sem tillheyrðu mörgum ríkjum vildu sameinast
Sjálfstæðisbarátta • Ísland naut mikillar sjálfsstjórnar þótt það væri hluti af öðru ríki 1262-1944 • Íslendingar mótmæltu oft konungi td. að þurfa að senda menn í danskan her, greiða skatta í styrjaldir og að embættismenn hér væru ekki íslenskir • Íslendingar greiddu ekki sömu skatta og aðrir í Danaveldi (lægri skatta)
Sjálfstæðisbarátta • Ísland var sérstakt landsvæði undir stjórn Danakonungs og hafði sín eigin lög • Íslensk lög voru skráð í Jónsbók og Alþingi eða konungur settu ný lög • Engin lög innan Danaveldis voru æðri öðrum • Jón Sigurðsson vildi að Íslendingar skyldu ráða sínum eigin málum – yfir sínu ríki ekki konungurinn • Ef valdið yrði ekki í höndum þjóðarinnar mundi það hindra framfarir á Íslandi
Sjálfstæðisbarátta • Reykjavík var stofnuð 1786 • Flest það sem gert var á Íslandi voru hugmyndir komnar frá Danmörku/Evrópu t.d Kaupfélagahreyfing bænda, ungmennafélagshreyfingin og kvenfélagahreyfingin sem efldu sjálfstraust og mótuðu hugmyndir Íslendinga • Krafa Íslendinga um að ráða sínum eigin málum var alltaf sterk og þegar þjóðríki efldist í Danmörku urðu Íslendingar að krefjast aðskilnaðar til að halda því áfram
Sjálfstæðisbarátta • Forsenda fyrir vexti atvinnugreina á borð við fiskveiðar, verslun, iðnaðar og þjónustu var sjálfstæði og borgarmyndun • Íslendingar vildu að gróðinn af þessum atvinnugreinum yrði hér eftir en færi ekki til að efla Kaupmannahöfn eins og hafði verið
Kaupmannahöfn • Kbh var orðin stórborg um miðja 19. öld • Þar búa nú um 12 milljónir manna • Frá Kbh stjórnuðu Danir nýlendum í öðrum heimsálfum, Ameríku, Afríku og Asíu • Kbh var ekki sérlega voldug borg og Danmörk taldist ekki stórveldi
Kaupmannahöfn • Kaupmannahöfn var mikil menningarborg • Þar bjuggu menn eins og H.C. Andersen rithöfundur, Sören Kierkegaard heimskpekingur og Bertel Thorvaldsen myndhöggvari • Á meðan Jón bjó í Kbh breyttist hún úr virkiborg í iðnaðarborg
Kaupmannahöfn • Í Kbh voru geymd handrit af íslensku fornsögunum en þau hafa nú öll verið flutt til Íslands • Á 18. og 19. öld hlutu nær allir íslenskir menntamenn menntun sína í Kbh • Íslendingar áttu mikil samskipti við Kbh og þaðan komu flestar vörur og Ísl. sendu sínar vörur þangað.
Kaupmannahöfn • Margir danskir kaupmenn stjórnuðu Íslandsversluninni og græddu sumir þeirra mikið • Jóni fannst að gróðinn ætti frekar að fara til Íslands og yfirstjórn Íslandsmála var í Kbh • Borgarmenning tók ekki að þróast hér fyrr en á 20. öld
Ísland – fátækt og vanþróað? • Jón Sigurðsson vildi efla framfarir á Íslandi og taldi að konungsstjórnin hefði ekki staðið sig nógu vel. Vildi að Íslendingar gerðu þetta sjálfir • Híbýli Íslendinga voru svipuð og var á Norðurlöndum og Írlandi • Hús voru byggð úr torfi, timbri og grjóti
Ísland – fátækt og vanþróað? • Torfhús þurfti að endurnýja á 50-70 ára fresti • Búið er að rífa flest þeirra • Heilbrigðis- og menntamál svipuð hér á landi og á Norðurlöndunum • Landlæknir hóf störf 1760 • Á 18. öld - Tilraunir gerðar til að efla atvinnuvegi • Verðlaun veitt fyrir úrbætur í landbúnaði • Útgerð hófst á skútum
Ísland – fátækt og vanþróað? • Eftir að kaupmönnum var leyfð föst búseta á Íslandi tóku að þróast fiskiþorp og bæir við ströndina • Íslenskt samfélag var framarlega í samanburði við Evrópu • Ófrelsi bænda gagnvart landeigendum eða höfðingjum þekktist ekki hér á landi • Ísland var líkt því sem nú er í þróunarlöndunum
Ísland – fátækt og vanþróað? • Íslenska yfirstéttin lík þeirri dönsku • Dýrt var að halda uppi stétt aðalsmanna og hirðar kringum konung • Mikilvægustu forsendur framfara felast í vel menntaðri og frjálsri þjóð (mannauði) • Þróun á íslensku þjóðfélagi hefði líklega orðið svipuð þó Íslendingar hefðu áfram verið hluti Danaveldis • Þróun og framfarir í fiskveiðum og verslun tengdist þróun í sjálfstæði Íslendinga
Framfarir og frelsi • Byltingar urðu í Evrópu 1848 þar sem fólk ítrekaði kröfur úr frönsku stjórnarbyltingunni jafnrétti frelsi bræðralag • 1851 – Íslendingar settu fram kröfur um sjálfstæði sem Danir höfnuðu Jón Sigurðsson: “Vér mótmælum allir!”
Framfarir og frelsi • Á þessum tíma höfðu konur og eignalausir verkamenn ekki kosningarétt • Verkamenn fóru að vinna í sínum eigin málum með skipulögðum stjórnmálaflokkum og verkalýðssamtökum • Sósíalismi – verkamenn stjórnuðu sjálfir fyrirtækjunum og beint lýðræði gilti • Verkalýðsstéttin heimtaði kosningarétt og fékk eftir 1870 og konur fengu hann í kringum fyrri heimsstyrjöld (1914-1918)
Framfarir og frelsi • Bylting í Rússlandi 1917 – Bolsévikar (sósíalismi) náðu völdum og sviptu eignastéttir Rússlands öllum eignum • Önnur ríki Evrópu snérust gegn þessari byltingu og reyndu að kveða hana niður með hervaldi • Sósíalískum ríkjum fjölgaði í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld • Í þessum ríkjum voru mannréttindi brotin, þar urðu litlar framfarir og lífskjör voru ekki góð
Framfarir og frelsi • Öll sósíalísk samfélög í Evrópu hrundu á árunum 1989-91 • Verkalýðshreyfingar tóku að starfa á Íslandi um 1910-1920 • Margir sökuðu verkalýðshreyfinguna um að vera óþjóðlega og spilla samstöðu þjóðarinnar • Verkalýðshreyfingin var/er öflugur talsmaður verkafólks og hefur barist fyrir mörgum réttindamálum almennings
Framfarir og frelsi • Þróuðustu ríki heims byggja ennþá á þeirri stjórnmálahefð sem mótaðist í byltingum 18. Aldar (Bandaríkin, Kanada, Evrópuríki og Japan). • Lýðræðisríkjum fjölgar sífellt og mannréttindi eru víða virt • Meiri jafnrétti, frelsi og framfarir er það sem hópar eins og kvenréttindahreyfingar, umhverfishreyfingar og æskulýðshreyfingar hafa verið að berjast fyrir
Hver er Jón Sigurðsson í dag? • Þessi kafli er til þess að velta því fyrir sér hvers virði Jón er Íslendingum í dag. Skiptir hann einhverju máli ? o.s.frv. Þið getið því lesið þennan kafla ykkur til ánægju en það verða ENGAR spurningar úr honum.