220 likes | 354 Views
Staða raunfærnimats á Íslandi Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir. Samningur. Samningur ASÍ og SA við menntamála-ráðuneytið frá árinu 2003 Nýr þjónustusamningur í janúar 2006
E N D
Staða raunfærnimats á Íslandi Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir
Samningur • Samningur ASÍ og SA við menntamála-ráðuneytið frá árinu 2003 • Nýr þjónustusamningur í janúar 2006 • Að þróa aðferðir við mat á óformlegu námi og námsárangri í samvinnu við menntamálaráðuneytið, atvinnulífið og fræðsluaðila ásamt því að þróa aðferðir við mat á raunfærni einstaklinga. FA skal vinna með menntamálaráðuneytinu að stefnumótun, uppbyggingu kerfis og prófun á því bæði fyrir fólk á vinnumarkaði með litla grunnmenntun svo og faglærða starfsmenn á vinnumarkaði. Unnið skal að öllum þáttum raunfærnimats; til styttingar á námi, bættrar stöðu á vinnumarkaði, svo og almennrar færniuppbyggingar. Einnig skal FA þróa aðferðir við uppbyggingu námsferilsskrár (nemendabókhalds) í samstarfi við fræðsluaðila og menntamálaráðuneytið þar sem tekið verði mið af mati á óformlegu námi og raunfærni.
Forgangsverkefni • Forgangsverkefni að meta raunfærni til styttingar á námi á framhaldsskólastigi. • 2004 Upplýsingaröflun m.a frá Noregi • Ráðstefnur • Tilraunaverkefni
EQF - NQF • Evrópskur hæfnirammi EQF • ESB flokkunarkerfi fyrir færni-, þekkingar- og hæfnimarkmið • Íslenskur hæfnirammi NQF • Íslenskt flokkunarkerfi sem byggir á því evrópska • Skýrsla “Menntun og þjálfun til 2010”
Hvað er raunfærnimat? • Raunfærnimat er staðfesting og mat á raunfærni einstaklings án tillits til þess hvernig eða hvar hennar hefur verið aflað • Kaupmannahafnaryfirlýsingin 2002 – Evrópskar viðmiðunarreglur • Hlutverk aðila atvinnulífsins
Hvers vegna raunfærnimat? • Ástæður raunfærnimats • Mikilvægi mannauðsins • Hagvöxtur eykst með jöfnuði í menntun • Dýrt að læra aftur það sem maður kann fyrir • Þörf atvinnulífsins fyrir þekkingu - 1996 • Þeir sem nýta tíma sinn í símenntun þurfa að geta fengið þekkingu sína metna af óháðum aðila • Könnun fyrir Samtök iðnaðarins 2004 • 66,8% svarenda eru hlynntir því að starfsfólk geti fengið vottað nám á vinnustöðum, sem gefi starfsréttindi
Forsendur raunfærnimats • Samkvæmt eigin óskum einstaklingsins og honum til framdráttar – upplýst ákvörðun • Traust og trúnaður á milli aðila • Gagnsætt og auðvelt í notkun • Óhlutdrægni og skilgreindir staðlar • Niðurstöður gildar á milli fræðsluaðila
Tillögur • Fullorðnir eiga rétt á raunfærnimati • Stór hópur fullorðinna sem ekki hefur lokið framhaldsskólanámi • Tvær leiðir í boði • Framhaldsskólaleið • Fullorðinsfræðsluleið
Tvær leiðir • Framhaldsskólaleið • Í aðalnámskrá framhaldsskólanna segir • Skólameistari ber ábyrgð á að meta fyrra nám nemenda, hvort sem um formlegt eða óformlegt nám er að ræða • Nemandinn á þess kost að fá metna starfsreynslu sem hann hefur aflað sér í upphafi starfsnáms • Leiki vafi á hvernig rétt sé að meta nám er eðlilegt að láta nemandann njóta vafans eða vísa honum í stöðupróf
Tvær leiðir • Framhaldsskólaleið • Framhaldsskólarnir hafa það hlutverk að raunfærnimeta einstaklinga sem þess óska • FA hefur verið í samstarfi við framhaldsskóla og fleiri aðila í tilraunaverkefnum í raunfærni-mati • Einstaklingar eiga oft erfitt með að fóta sig innan framhaldsskólans að loknu matinu
Tillögur • Framhaldsskólaleið • Raunfærnimatið þarf að vera hluti af fram-kvæmdaráætlun starfseminnar og gefið vægi innan hennar • Fjármagna þarf raunfærnimat innan skólanna • Víðtækt samstarf þarf að nást við atvinnulífið og starfsgreinaráðin • Raunfærnimatið sé framkvæmt eftir gæðavið-miðum sem byggja á evrópskum leiðbeiningum
Tvær leiðir • Fullorðinsfræðsluleið • Símenntunar- og fræðslumiðstöðvar hafa nú möguleika á að bjóða upp á vottaðar námsleiðir • Þær geta einnig boðið náms- og starfsráðgjöf, sem er mikilvæg í raunfærnimatsferlinu • Opnar val á milli formlegrar og óformlegrar nálgunar að raunfærnimati • Hlutleysi aukið gagnvart námi og námskrám
Tillögur • Fullorðinsfræðsluleið • Fullorðinsfræðsluaðilar taki á móti fólki í raunfærnimat vegna návígis við vinnumarkað og sérhæfingu í fullorðinsfræðslu • Fái heimild til að votta nám á framhaldsskólastigi – FA fái heimild í upphafi • Víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins í allri þróun • Gæðaviðmið og evrópskar leiðbeiningar hafðar að leiðarljósi
Einstaklingurinn velur sér leið til raunfærnimats Framhaldsskólar Fullorðinsfræðsluaðilar Matskerfi Þjálfun/Gæði Vottun Sérhannaðar námsleiðir Framhalds- skólar Háskólar Þróun raunfærnimats
Tillögur • Niðurstöður raunfærnimats séu gildar á milli fræðsluaðila á sama stigi og innan hverrar stofnunar • Tryggja yfirfærslumöguleika matsins milli formlegra og formlegra aðila – þróun NQF • Raunfærnimat sé framkvæmt samkvæmt lýsingum námskrár – ekki kennslumiðað • Árangursmiða námsmarkmið – gátlistar • Stofnanir/skólar geti ekki hafnað mati, sem framkvæmt er af viðurkenndum aðilum
Tillögur • Réttur fullorðinna til náms á framhalds-skólastigi • Framhaldsskólar þurfa að geta tekið á móti fullorðnu fólki í nám – jafn réttur • Fullorðinsfræðsluaðilar þurfa að geta boðið nám á framhaldsskólastigi – sérhannaðar leiðir • Kostur á að taka hluta af námsáföngum í samræmi við niðurstöður mats • Tryggja rétt fullorðinna til námslána
Tillögur • Gæði raunfærnimatskerfisins séu tryggð • Tilgangur raunfærnimatsins þarf að vera skýr – gagnsætt ferli • Réttur einstaklingsins í brennidepli – trúnaður, eignarréttur niðurstöðu - áfrýjunarmöguleiki • Ábyrgð stofnana og hagsmunaaðila skýr – ráðgjöf, stuðningur, lögmætar niðurstöður • Trúnaður og traust er grundvöllurinn – ferlið í lagi • Hlutleysi matsaðila sé tryggt –hlutverk og ábyrgð skýr • Lögmæti og trúverðugleiki sé fyrir hendi – hagsmunaaðilar með
Raunfærni – yfirlit ferlis Upplýsingar Skráning á raunfærni Sjálfsmat Greining á raunfærni matssamtal Staðfesting á raunfærni Viðurkenning vottun Portfolio Self-assessment Assessment interview Verification/confirmation process Recognition Information Education Nám Starf Work Endurgjöf - ráðgjöf Feedback - guidance Uppfyllir viðmið Meets standards Nánari staðfesting Further verification Nám Education Uppfyllir ekki viðmið Does not meet standards Work Starf
Tillögur • Samstarfshópur FA og menntamálaráðuneytis vinni að útfærslu • Aðaláherslan á mat til styttingar náms á framhaldsskólastigi eftir tveimur leiðum • Aðferðirnar byggi á sama grunni hvað varðar aðferðafræði og gæðamál • Hópurinn útbúi aðgerðaáætlun og þrói nánari útfærslu
Tillögur • Tilraunatímabil til þriggja ára • Aðgerðaáætlun • Aðlögun laga og reglugerða • Áhersla á samstarf hagsmunaaðila • Þjálfun matsaðila • Leiðir til að leysa ágreiningsmál • Þróun í samræmi við markmið EQF/NQF • Breytingar á framhaldsskólakerfi • Greinar sem best henta í forgangi á tilraunatímabili
Þróun raunfærnimats • Endurskoðun á tillögu í ljósi reynslu eigi sér stað 2010 • Mat og endurskoðun verði gerð með hliðsjón af reynslugreiningu og eftir gæðastöðlum