240 likes | 670 Views
Svæðisleiðsögunám – Vestfirðir og Dalir. ÞÍA 101 - Íslandssaga, atvinnulíf og þjóðfélag 2. og 3. hluti, 1200 - 1550. 2. Höfðingjaveldi: Sturlungaöld – Í ríki konungs 3. Atvinnuhættir: Landbúnaður og fiskveiðar. Sturlungaöld 1220-1262. Tímabilið einkennist af:
E N D
Svæðisleiðsögunám – Vestfirðir og Dalir ÞÍA 101 - Íslandssaga, atvinnulíf og þjóðfélag 2. og 3. hluti, 1200 - 1550 2. Höfðingjaveldi: Sturlungaöld – Í ríki konungs 3. Atvinnuhættir: Landbúnaður og fiskveiðar
Sturlungaöld 1220-1262 • Tímabilið einkennist af: • Innbyrðis deilum og baráttu höfðingjaætta • Vaxandi ítökum norska konungsvaldins og kaþólsku kirkjunnar • Að lokum gerast Íslendingar þegnar konungs • Norska konungsríkið á hátindi: • Konungur Hákon gamli Hákonarson • Noregur, Hjaltland, Orkneyjar, Færeyjar síðar: Ísland og Grænland Sigurður Pétursson 2010
Höfðingjaættir á Sturlungaöld • Oddaverjar - Rangárvallasýsla • Haukdælir - Árnessýsla • Ásbirningar – Skagafjörður • Svínfellingar - Austurland • Sturlungar – Synir Hvamm-Sturlu • A. Dalasýsla og Snæfellsnes - Þórður • B. Eyjafjörður og Þingeyjarsýsla - Sighvatur • C. Borgarfjörður, Reykjanes og V-Hún - Snorri • Vestfirðingar: Seldælir og Vatnsfirðingar Sigurður Pétursson 2010
Sturlungaöld:Baráttan um Vestfirði -1 • Seldælir • Áhrifasvæði: Frá Barðaströnd, norður um Arnarfjörð og til Dýrafjarðar og Önundarfj. • Forysta: Hrafn Sveinbjarnarson • Höfuðból: Eyri við Arnarfjörð - Hrafnseyri • Vatnsfirðingar • Áhrifasvæði: Norður-Ísafjarðarsýsla og norðanverð Strandasýsla • Forysta: Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur • Höfuðból: Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp Sigurður Pétursson 2010
Sturlungaöld:Baráttan um Vestfirði -2 • Þorvaldur Vatnsfirðingur fer að Eyri og drepur Hrafn Sveinbjarnarson 1213 • Hrafnssynir leita á náðir Sturlu Sighvatssonar og brenna Þorvald inni 1228 • Sauðafellsför Þorvaldssona, Þórðar og Snorra • Sturla Sighvatsson að heiman ... • Þorvaldssynir leita skjóls hjá Snorra Sturlusyni, tengdaföður Þorvaldar Vatnsfirðings – en eru drepnir af Sturlu 1232 Sigurður Pétursson 2010
Sturlungar deila innbyrðis Snorri Sturluson setur Órækju son sinn yfir Vatnsfjörð Sturla Sighvatsson rekur Snorra og Órækju til Noregs Örlygsstaðabardagi 1238: Sighvatur og Sturla drepnir Snorri og Órækja snúa aftur, Snorri drepinn í Reykholti 1241 Órækja rekinn úr landi, deyr þar Sturlungaöld:Baráttan um Vestfirði -3 Sigurður Pétursson 2010
Baráttan um Vestfirði -4 Þórðar þáttur kakala • Þórður kakali Sighvatsson reynir að endurreisa veldi Sturlunga • Fær stuðning stórbænda á Vestfjörðum • Flóabardagi 1244 –eina sjóorrusta Íslendinga- • Þórður og Vestfirðingar gegn Kolbeini unga og Norðlendingum, mætast á Húnaflóa • Kolbeinn öflugri, en Þórður sleppur • Þórður fær völd á Norðurlandi við dauða Kolbeins • Þórður kakali stjórnar í umboði Noregskonungs 1247-49 • Deyr voveiflega í Noregi 1256 Sigurður Pétursson 2010
Lokaþáttur Sturlungaaldar:Endalok Þjóðveldisins • Gissur Þorvaldsson reynir sættir við Sturlunga: • Gifting Halls Gissurarsonar og Ingibjargar Sturludóttur (Þórðarsonar), endar í ... • Flugumýrarbrennu 1253 • Gissur sleppur en fjölskyldan brennur inni • Gissur verður jarl– Ísland undir konung • Hrafn Oddsson afkomandi Seldæla og Sturlunga ræður Vestfjörðum, verður síðar hirðstjóri Sigurður Pétursson 2010
Gamli sáttmáli 1262:Ísland í ríki Noregskonungs • Íslendingar játa konungi land, þegna og skatt • Konungur heitir friði, öruggri siglingu og að virða íslensk lög • Ástæður fyrir endalokum þjóðveldis: • Valdabarátta og innbyrðis átök höfðingja • Skortur á framkvæmdavaldi / ríkisstjórn • Verslun og siglingar í höndum Norðmanna • Áhrif kirkjunnar, studdi konungsvald • Uppgangur Norska konungsríkisins • Sjálfstæði skipti litlu – þjóðerniskennd ekki til ! Sigurður Pétursson 2010
Íslenskar fornbókmenntir:Blómatími á þrettándu öld • Íslendingasögur • Njálssaga, Laxdæla, Gísla saga Súrssonar • Snorri Sturluson • Heimskringla, Snorra-Edda, Egils-saga ... • Sturlunga – safn samtímasagna • Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar rituð í Breiðafirði um 1280 • Hrafns saga Sveinbjarnarsonar (tvær gerðir) • Eddukvæði • Biskupasögur, annálar, máldagar ... Sigurður Pétursson 2010
Íslenskar lögbækur - handrit Opna úr Grágásarhandriti (Staðarhólshandrit) Jónsbók var lögð fram á Alþingi 1281. Fáein ákvæði eru enn í gildi Sigurður Pétursson 2010
Breytingar á stjórnskipaninni Sigurður Pétursson 2010
Plágan mikla á Íslandi (svarti dauði) 1402-4 • Barst með skipi frá Englandi til Hvalfjarðar árið 1402. Gekk næstu tvö árin - Líklega lungnapest, sjúklingar létust innan þriggja sólarhringa - Þriðjungur til tveir þriðju þjóðarinnar dó úr plágunni (33-66%) - Áhrif á samfélagið: Eins dauði ... Sigurður Pétursson 2010
Hrun Noregsveldis – Ísland kemst undir vald Danakonungs • Noregur og Danmörk sameinast um einn konung eftir 1380 • Ísland í konungssambandi við Danmörk 1380-1944 • Kalmarsambandið • Samband allra Norðurlanda undir forystu Margrétar Valdimarsdóttur 1397 • Konungur situr í Danmörku • Valdið færist fjær Íslandi • Grænland týnist Sigurður Pétursson 2010
3. hluti - atvinnuhættir: Landbúnaðarsamfélag á Íslandi • Sjálfsþurftarbúskapur • Kvikfjárrækt, hlunnindi og fiskveiðar • Búfé: Sauðfé, nautgripir, svín, geitur, hænsni • Fiskveiðar; selur, hvalur, fugl, dúntekja, rekaviður .. • Bændastéttin: 90% leiguliðar • Jarðeigendur, bændur, hjáleigubændur • Auk þess: Vinnufólk, ómagar og börn • Búðsetumenn, þurrabúðarmenn: Lifðu fyrst og fremst á sjávarútvegi Sigurður Pétursson 2010
Mikilvægi fiskveiða fyrir Vestfirðinga – dæmi úr Sturlungu • a. Þórður í Vatnsfirði fór á vorum til fiskjar í Bolungavík vegna hallæris. Þetta var um 1200. • b. Órækja Snorrason í Vatnsfirði. Illt vor 1236. ‘Til landauðnar horfði í Ísafirði áður fiskur gekk upp á Kvíarmið’ (Stu I, 392). • c. Árið 1234: Bóndi í Fljóti á Hornströndum.‘Hann hafði komið við hval um sumarið og hafði gnótt föstumatar, riklinga og rafi og fiska …’ (Stu I, 379-80). Sigurður Pétursson 2010
Landbúnaður og sjávarútvegur • Fiskveiðar reknar sem hliðargrein í landbúnaðarsamfélaginu • Verstöðvar, verferðir, vertíðir • Vermenn(vinnumenn, leiguliðar/bændur) • Efling fiskveiða á 14. öld • Búðsetumenn og þurrabúðarmenn • Vísir að þéttbýli myndast við sjóinn • Þungamiðja atvinnu- og stjórnmála færist til Vesturlands Sigurður Pétursson 2010
Breytingar á atvinnuháttum eftir 1350: Efling fiskveiða • Útflutningsvörur Íslendinga: - Fyrir 1330: Vaðmál og vararfeldir • Eftir 1330: Skreið, lýsi (og vaðmál) • Björgvin í Noregi, miðstöð Íslandsverslunar • Hansasambandið, samband þýskra verslunarborga, nær undir sig verslun í Noregi og á Íslandi eftir 1350 Sigurður Pétursson 2010
Norsk kaupför á Vestfjörðum á 13. og 14. öld • 1252-3: Skip í Dýrafirði • 1300: Gullskórinn í Dýrafirði • 1314: Skip kom í Dýrafjörð • 1325: Tvö skip í Skutilsfirði • 1331: Glóðin í Dýrafjörð, Álftin í Skutilsfjörð • 1335: Langabússan í Dýrafjörð • 1337: Krafsinn kom í Dýrafjörð Sigurður Pétursson 2010
Arngrímur ábóti Brandsson skrifar um 1350 • ... almenningur fæðist með búnyt og sjádreginn fisk ... verður svo mikið megn þessarar orku [fisks] að öreigar verða fullríkir; má öll landsbyggðin síst missa þessarar gjafar því að þurr sjófiskur kaupist og dreifist um öll héröð (Bps. II (1878), 179). Sigurður Pétursson 2010
Enska öldin 1400-1500 • Englendingar hefja fiskveiðar og verslun við Ísland um 1400. - Allt að 100 skip á ári! • Áhrif: Auknar fiskveiðar og verslun • Ríkidæmi á Vesturlandi – Nýjar valdaættir! • Baráttan um skreiðina • Togstreita Danakonungs og enskra kaupmanna • Jóni Gerrekssyni biskupi í Skálholti drekkt í poka • Björn ríki Þorleifsson hirðstjóri drepinn á Rifi • Ólöf ríka: „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ • Þýskir kaupmenn veita Englendingum samkeppni með stuðningi konungsvaldsins • Erlendir kaupmenn stunda útgerð og fiskverkun Sigurður Pétursson 2010
Útflutningur: SKREIÐ einnig vaðmál, fálkar, hvalur og brennisteinn Innflutningur: - fatnaður og klæði - kornvörur, öl og vín, smjör og krydd - áhöld, verkfæri og vopn - timbur, tjara og veiðarfæri - kirkjumunir: altaristöflur, vax o.fl. Verslun Englendinga á 15.öld Sigurður Pétursson 2010
Píningsdómur 1490 • Stefnubreyting konungs: Erlendir kaupmenn frá leyfi til verslunar gegn gjaldi • Íslendingar og hirðstjóri konungs samþykkja á Alþingi Píningsdóm: • bann við vetursetu kaupmanna • bann við útgerð kaupmanna • banna kaupmönnum að ráða Íslendinga í vinnu • bann við búðsetu/þurrabúðum við sjávarsíðuna • vistaskylda vinnufólks (allir í vist hjá bændum) • Sameiginlegir hagsmunir innlendra landeigenda og konungsvaldsins: Að ráða framleiðslu, verslun og vinnuafli í landinu. Sigurður Pétursson 2010