1 / 18

Íslenskar bókmenntir til 1550 Biskupasögur Bls. 64-67

Íslenskar bókmenntir til 1550 Biskupasögur Bls. 64-67. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Yfirlit. Biskupasögur eru ævisögur biskupa .

karsen
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir til 1550 Biskupasögur Bls. 64-67

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir til 1550BiskupasögurBls. 64-67 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Yfirlit • Biskupasögur eru ævisögur biskupa. • Til er nokkurn veginn samfelld saga Skálholtsbiskupa frá hinum fyrsta, Ísleifi Gissurarsyni, til Páls biskups Jónssonar (d. 1211). • Auk þess er til saga Árna biskups Þorlákssonar; Staða-Árna, (d. 1298).

  3. Yfirlit • Um Hólabiskupa hafa aðeins geymst sögur af: • Jóni helga Ögmundssyni (d. 1121), • Guðmundi góða Arasyni (d. 1237) • Lárentíusi Kálfssyni (d. 1330). • Ritun biskupasagna byrjaði um 1200 en yngsta sagan er rituð um 1350.

  4. Yfirlit • Margar biskupasagnann fjalla um samtímaviðburði og eru því ágætis heimildir um Íslandssöguna, einkum sögu kirkjunnar.

  5. Upphaf – einstakar sögur • Ari fróði skrifaði um hina fyrstu Skálholtsbiskupa í Íslendingabók. • Ekkert er hins vegar skrifað um kirkjuhöfðingja mestalla 12. öldina.

  6. Upphaf – einstakar sögur • Undir lok 12. aldar, og um 1200, nær þjóðveldiskirkjan hátindi sínum með lögtöku tveggja dýrlinga: • Þorláks Þórhallssonar í Skálholti • Jóns Ögmundssonar á Hólum • Í kjölfar þessa færist líf í ritun biskupasagna.

  7. Upphaf – einstakar sögur • Þorlákur helgi var tekinn í dýrlingatölu á Alþingi 1198. • Ári síðar var lesin upp á Alþingi Jarteinabók Þorláks sem inniheldur frásagnir af kraftaverkum sem áttu að hafa gerst eftir að menn höfðu heitið á hinn látna biskup (d. 1193). • Þessi áheit urðu drjúg tekjulind fyrir Skálholtsstað.

  8. Upphaf – einstakar sögur • Árið 1200 fengu Norðlendingar helgi Jóns Ögmundssonar lögtekna á Alþingi. • Skömmu síðar ritaði Gunnlaugur Leifsson á Þingeyrum Sögu Jóns biskups. • Þessi saga er ein elsta heimild um störf kirkjunnar á fyrsta fjórðungi 12. aldar; skólann á Hólum, lærdóm – og dansa.

  9. Upphaf – einstakar sögur • Frásagnir af Jóni Ögmundssyni eru þó mjög ýktar og helgisagnakenndar. • Saga Jóns biskups er frumsamin á latínu en hefur varðveist í íslenskri þýðingu.

  10. Upphaf – einstakar sögur • Hungurvaka fjallar um Skálholtsstað og ævi fimm fyrstu biskupanna þar: • Ísleifs Gissurarsonar • Gissurar Ísleifssonar • Þorláks Runólfssonar • Magnúsar Einarssonar • Klængs Þorsteinssonar

  11. Upphaf – einstakar sögur • Hungurvaka er ólík Sögu Jóns biskups í því að hún er hófsamleg þótt oft sé talað um biskupana af aðdáun og lotningu. • Bókin minnir um sumt á „hina fróðu menn“ og er vel rituð. • Sagan er talin rituð um 1210. • Nafn sitt dregur sagan af því að höfundur vill vekja hungur lesandans eftir meiri vitneskju um efnið, þ.e. ævi biskupanna.

  12. Upphaf – einstakar sögur • Þorlákssaga helga og Pálssaga mynda framhald af Hungurvöku og af þessum sögum verður til samfellt yfirlit um Skálholtsbiskupa til 1211. • Ýmsar gerðir eru til af Jarteinabók Þorláks og eru þær á margan hátt merkilegar, t.d. í því að þær þykja gefa innsýn um daglegt líf alþýðu manna og málið sem þær eru ritaðar á máli sem stendur líklega nokkuð nærri daglegu máli fólks á þessum tíma.

  13. Upphaf – einstakar sögur • Pálssaga mun rituð skömmu eftir dauða Páls. • Stíll sögunnar virðist vera hinn sami og á Hungurvöku; einfaldur og karlmannlegur en þó hlýr og lotningarfullur.

  14. Upphaf – einstakar sögur • Höfundar sagna um Skálholtsbiskupa eru ókunnir. • Miklu síðar (um 1300) var rituð Saga Árna biskups Þorlákssonar (1237-98). • Sú saga er rituð eftir samtímaheimildum og þykir því traust sagnfræði. Hún er ein aðalheimildin um sinn tíma. • Þar segir m.a. frá því hvernig Árni biskup leiddi staðamál kirkjunnar til lykta.

  15. Upphaf – einstakar sögur • Aftur um Hólabiskupa: • Til eru sögur um Guðmund Arason sem var biskup á Hólum 1203-37. • Ein þeirra er oft nefnd Prestssagan (talin rituð um 1249) og nær yfir ævi biskups fram til þess er hann var vígður. • Sú saga er talin fremur ótraust heimild þar sem hún mun samin sem eins konar varnarrit biskups.

  16. Upphaf – einstakar sögur • Heildarævisaga Guðmundar biskups er til í tveimur gerðum: • Guðmundarsaga hin elsta • Miðsaga Guðmundar • Báðar þessar sögur eiga rætur að rekja til eldri frumgerðar sem mun rituð um 1300.

  17. Upphaf – einstakar sögur • Síðar var saga Guðmundar rituð af Arngrími Brandssyni ábóta á Þingeyrum (um 1350). • Hún var skrifuð á latínu og til þess ætluð að tala máli biskups á hæstu stöðum og sanna heilagleika hans. • Sagan minnir nokkuð á Jóns sögu helga en inn í hana hefur verið felld stutt Íslandslýsing, sú elsta sinnar tegundar, og er því merk.

  18. Upphaf – einstakar sögur • Lárentíusarsaga er ævisaga Lárentíusar Kálfssonar Hólabiskups (1267-1330). • Höfundur hennar er vinur Lárentíusar og trúnaðarmaður, Einar prestur Hafliðason, sem einnig ritaði Lögmannsannál. • Sagan er nákvæm og vel rituð enda aðalheimild okkar um þessa tíma.

More Related