180 likes | 370 Views
Íslenskar bókmenntir til 1550 Biskupasögur Bls. 64-67. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Yfirlit. Biskupasögur eru ævisögur biskupa .
E N D
Íslenskar bókmenntir til 1550BiskupasögurBls. 64-67 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Yfirlit • Biskupasögur eru ævisögur biskupa. • Til er nokkurn veginn samfelld saga Skálholtsbiskupa frá hinum fyrsta, Ísleifi Gissurarsyni, til Páls biskups Jónssonar (d. 1211). • Auk þess er til saga Árna biskups Þorlákssonar; Staða-Árna, (d. 1298).
Yfirlit • Um Hólabiskupa hafa aðeins geymst sögur af: • Jóni helga Ögmundssyni (d. 1121), • Guðmundi góða Arasyni (d. 1237) • Lárentíusi Kálfssyni (d. 1330). • Ritun biskupasagna byrjaði um 1200 en yngsta sagan er rituð um 1350.
Yfirlit • Margar biskupasagnann fjalla um samtímaviðburði og eru því ágætis heimildir um Íslandssöguna, einkum sögu kirkjunnar.
Upphaf – einstakar sögur • Ari fróði skrifaði um hina fyrstu Skálholtsbiskupa í Íslendingabók. • Ekkert er hins vegar skrifað um kirkjuhöfðingja mestalla 12. öldina.
Upphaf – einstakar sögur • Undir lok 12. aldar, og um 1200, nær þjóðveldiskirkjan hátindi sínum með lögtöku tveggja dýrlinga: • Þorláks Þórhallssonar í Skálholti • Jóns Ögmundssonar á Hólum • Í kjölfar þessa færist líf í ritun biskupasagna.
Upphaf – einstakar sögur • Þorlákur helgi var tekinn í dýrlingatölu á Alþingi 1198. • Ári síðar var lesin upp á Alþingi Jarteinabók Þorláks sem inniheldur frásagnir af kraftaverkum sem áttu að hafa gerst eftir að menn höfðu heitið á hinn látna biskup (d. 1193). • Þessi áheit urðu drjúg tekjulind fyrir Skálholtsstað.
Upphaf – einstakar sögur • Árið 1200 fengu Norðlendingar helgi Jóns Ögmundssonar lögtekna á Alþingi. • Skömmu síðar ritaði Gunnlaugur Leifsson á Þingeyrum Sögu Jóns biskups. • Þessi saga er ein elsta heimild um störf kirkjunnar á fyrsta fjórðungi 12. aldar; skólann á Hólum, lærdóm – og dansa.
Upphaf – einstakar sögur • Frásagnir af Jóni Ögmundssyni eru þó mjög ýktar og helgisagnakenndar. • Saga Jóns biskups er frumsamin á latínu en hefur varðveist í íslenskri þýðingu.
Upphaf – einstakar sögur • Hungurvaka fjallar um Skálholtsstað og ævi fimm fyrstu biskupanna þar: • Ísleifs Gissurarsonar • Gissurar Ísleifssonar • Þorláks Runólfssonar • Magnúsar Einarssonar • Klængs Þorsteinssonar
Upphaf – einstakar sögur • Hungurvaka er ólík Sögu Jóns biskups í því að hún er hófsamleg þótt oft sé talað um biskupana af aðdáun og lotningu. • Bókin minnir um sumt á „hina fróðu menn“ og er vel rituð. • Sagan er talin rituð um 1210. • Nafn sitt dregur sagan af því að höfundur vill vekja hungur lesandans eftir meiri vitneskju um efnið, þ.e. ævi biskupanna.
Upphaf – einstakar sögur • Þorlákssaga helga og Pálssaga mynda framhald af Hungurvöku og af þessum sögum verður til samfellt yfirlit um Skálholtsbiskupa til 1211. • Ýmsar gerðir eru til af Jarteinabók Þorláks og eru þær á margan hátt merkilegar, t.d. í því að þær þykja gefa innsýn um daglegt líf alþýðu manna og málið sem þær eru ritaðar á máli sem stendur líklega nokkuð nærri daglegu máli fólks á þessum tíma.
Upphaf – einstakar sögur • Pálssaga mun rituð skömmu eftir dauða Páls. • Stíll sögunnar virðist vera hinn sami og á Hungurvöku; einfaldur og karlmannlegur en þó hlýr og lotningarfullur.
Upphaf – einstakar sögur • Höfundar sagna um Skálholtsbiskupa eru ókunnir. • Miklu síðar (um 1300) var rituð Saga Árna biskups Þorlákssonar (1237-98). • Sú saga er rituð eftir samtímaheimildum og þykir því traust sagnfræði. Hún er ein aðalheimildin um sinn tíma. • Þar segir m.a. frá því hvernig Árni biskup leiddi staðamál kirkjunnar til lykta.
Upphaf – einstakar sögur • Aftur um Hólabiskupa: • Til eru sögur um Guðmund Arason sem var biskup á Hólum 1203-37. • Ein þeirra er oft nefnd Prestssagan (talin rituð um 1249) og nær yfir ævi biskups fram til þess er hann var vígður. • Sú saga er talin fremur ótraust heimild þar sem hún mun samin sem eins konar varnarrit biskups.
Upphaf – einstakar sögur • Heildarævisaga Guðmundar biskups er til í tveimur gerðum: • Guðmundarsaga hin elsta • Miðsaga Guðmundar • Báðar þessar sögur eiga rætur að rekja til eldri frumgerðar sem mun rituð um 1300.
Upphaf – einstakar sögur • Síðar var saga Guðmundar rituð af Arngrími Brandssyni ábóta á Þingeyrum (um 1350). • Hún var skrifuð á latínu og til þess ætluð að tala máli biskups á hæstu stöðum og sanna heilagleika hans. • Sagan minnir nokkuð á Jóns sögu helga en inn í hana hefur verið felld stutt Íslandslýsing, sú elsta sinnar tegundar, og er því merk.
Upphaf – einstakar sögur • Lárentíusarsaga er ævisaga Lárentíusar Kálfssonar Hólabiskups (1267-1330). • Höfundur hennar er vinur Lárentíusar og trúnaðarmaður, Einar prestur Hafliðason, sem einnig ritaði Lögmannsannál. • Sagan er nákvæm og vel rituð enda aðalheimild okkar um þessa tíma.