1 / 7

Örsaga er stutt frásögn í lausu máli. Örsaga er skyld ljóði. Örsaga er lík prósaljóði.

Hvað er örsaga?. Örsaga er stutt frásögn í lausu máli. Örsaga er skyld ljóði. Örsaga er lík prósaljóði. Örsaga er hnitmiðuð. Örsaga er lík skyndimynd. Örsaga „fangar augnablikið“. Örsaga er áhrifarík. Örsaga vekur til umhugsunar. Örsaga: Hér er dæmi um örsögu. Snælduvitlaust

brody
Download Presentation

Örsaga er stutt frásögn í lausu máli. Örsaga er skyld ljóði. Örsaga er lík prósaljóði.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hvað er örsaga? • Örsaga er stutt frásögn í lausu máli. • Örsaga er skyld ljóði. • Örsaga er lík prósaljóði. • Örsaga er hnitmiðuð. • Örsaga er lík skyndimynd. • Örsaga „fangar augnablikið“. • Örsaga er áhrifarík. • Örsaga vekur til umhugsunar. Málbjörg / SKS

  2. Örsaga: Hér er dæmi um örsögu Snælduvitlaust Í nótt gekk lægð yfir landið. Fyrst vaknaði ég klukkan þrjú af því að glugginn minn var að skellast. Mér tókst að loka honum, klemmdi mig en sofnaði samt aftur. Klukkan fimm hélt ég að blokkin væri að fjúka. Hún hristist og skókst og ég fór að hugsa um hvað þyrfti að vera mikill vindur til að þess að heil blokk tækist á loft – allir þrír stigagangarnir. Ég sá hana fyrir mér svífa um geiminn eins og flugvél. Hvar skyldi hún lenda? Það hvein í öllu og mér fannst að ef ég sofnaði myndi eitthvað voðalegt gerast. Svo ég skreið bara upp í til mömmu og bað hana um að vaka með mér. Hún lofaði því og þá byrjaði að lygna. Kukkan sjö vaknaði ég við að karlinn á loftinu var byrjaður að hósta. Hann er eins og verkjaraklukka á hverjum morgni. Ef hann ætti mömmu væri hún fyrir löngu búin að senda hann til læknis. Nú er ég svo þreyttur að ég treysti mér alls ekki í skólann. Kristín Steinsdóttir – úr bókinni Engill í Vesturbænum Málbjörg / SKS

  3. Örsaga:Hvert er viðfangsefni örsögu? • einn atburð • upplifun • tilfinningu • einmanaleika • hamingjustund • minningu • vonbrigði • hugsun • draum • söknuð Viðfangsefni örsögu afmarkast við eitthvað ákveðið, t.d.: Málbjörg / SKS

  4. Örsaga:Hvernig er frásögnin skipulögð? • Sviðslýsingu er oft sleppt. Ef hún er til staðar kemur fram: • hvar atburðurinn gerist • hvað einkennir umhverfið • hvaða árstími er eða tími dags • Sagt er frá atburði eða tilfinningu sem skiptir máli. • Ályktun er dregin af mikilvægum atburði. • stundum þarf lesandinn að draga þessa ályktun sjálfur Málbjörg / SKS

  5. Örsaga: Hvernig er sagt frá? • Frásögnin er hlutlaus. • Persónur eru skoðaðar út frá athöfnum og orðum. • Ekki er sagt frá hugsunum annarra sögupersóna en aðalpersónu. • í textanum er algengt að nota: • andstæður vetur – sumar • hliðstæður vont veður – erfiðleikar grámi – hversdagsleiki • samþjöppun öllu sleppt sem ekki skiptir máli Málbjörg / SKS

  6. Örsaga: Persónur • Persónur eru fáar, oft ein til þrjár. • Lesandinn finnur til samkenndar með persónum. • Lesandinn getur skynjað tilfinningar persóna án þess að þeim sé lýst nákvæmlega. • Greina má sammannleg þátt – eitthvað sem er sameiginlegt með öllum manneskjum. • Skynja má tilfinningar sem aðrir geta skilið án þess endilega að hafa upplifað þær sjálfar. Málbjörg / SKS

  7. Örsaga: Töfrar örsögunnar Töfrar ösögunnar felast í nokkrum atriðum. Til dæmis: • Hún er eins og listaverk • Hún er einföld • Hún er hnitmiðuð • Hún hefur sérstaka tilfinningu • Prófaðu nú að skrifa þína eigin örsögu! Málbjörg / SKS

More Related