1 / 28

LYF 103

LYF 103. Kafli 7 Húðlyf. Efnisyfirlit. 1. Barksterar – lyf við exemi o.fl. 2. Lyf við psoriasis 3. Sveppalyf. Húðin. Húðin inniheldur 10-15% vatn svo hún springi ekki og þess vegna er mikilvægt að vernda hana gegn ofþornun Íslensk veðrátta reynir mjög á húðina

bryga
Download Presentation

LYF 103

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. LYF 103 Kafli 7 Húðlyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  2. Efnisyfirlit • 1. Barksterar – lyf við exemi o.fl. • 2. Lyf við psoriasis • 3. Sveppalyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  3. Húðin • Húðin inniheldur 10-15% vatn svo hún springi ekki og þess vegna er mikilvægt að vernda hana gegn ofþornun • Íslensk veðrátta reynir mjög á húðina • Næðingur, frost og sterkir sólargeislar valda því að húðin missir raka og verður þurr og getur sprungið • Með húðlyfjum er oftast verið að sækjast eftir stað-bundinni verkun, á skaddaða eða óskaddaða húð • Lyf fer þá í gegnum hornlagið, án þess að frásogast © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  4. Húðlyf • Lyf notuð á húðina geta verið í fljótandi formi, föstu formi eða sem smyrsli • Púður, pasta, smyrsli, krem, áburðir, gel, lausnir… • Einnig getur verið um að ræða plástra, sem notaðir eru þegar óskað er eftir almennri verkun • Með notkun plástranna næst forðaverkun © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  5. Val á lyfjaformi • Fer eftir ástandi húðar og sjúkdómi sem um ræðir: • Þurr og hreistruð húð; => nota smyrsli, eða krem sem innihalda vatnsbindandi efni (t.d. glýceról) • Vellandi exem, blöðrur eða sár; => húðin oft böðuð með lausn • Rauð eða bólgin húð; => aðallega notuð púður eða áburður • Húðfellingar eða rök, heit og opin húð; => nota lausnir, áburð eða krem • Í hársvörð; => nota lausnir eða áburði © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  6. 1. Barksterar • Í lausasölu má kaupa barksterar sem hafa væga verkun (flokkur I) • Sterkari barksterar eru lyfseðilsskyldir • Barksterar eru notaðir við ýmsum húðkvillum s.s. exemi og psoriasis • Þeir eru einnig notaðir við skordýrabitum, kláða (vegna ofnæmis) o.fl. • Til eru ýmsar gerðir af exemi: s.s. barnaexem, snertiexem og flösuexem © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  7. Barnaexem • Algengasta tegund exems (algengi 1:10) • Ef barnaexem í ættum => hafa börn lengi á brjósti...? • Orsök: • Ekki alveg þekkt, en það er yfirleitt ættgengt • Exem, ofnæmi og astmi erfist oft saman • Hitaveituvatn, köld veðrátta o.fl. skiptir líka máli • Einkenni: • Byrjar sem rauðleit, hreisturkennd og vessandi útbrot með kláða • Exemið gengur í bylgjum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  8. Flösuexem • Flösuexem í andliti birtist sem litlir rauðir blettir eða bólur • Annars staðar kemur exemið fram sem rauðir blettir með skánmyndun • Flösuexem líkist útbrotum eða sárum sem stundum eru þakin feitu, gulu eða hvítleitu hreistri • Ef klórað er => erting, bólga og kláði • Getur komið fram sem skóf í hársverði ungabarna © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  9. Meðferð við exemi • Rakakrem (eða smyrsli) og baðolíur (væg tilfelli) • Ekki karbamíð fyrir ung börn; getur valdið sviða • Stundum verður að forðast krem með rotvarnarefnum • Ef mikill kláði => kláðastillandi lyf (andhistamín) • Sterakrem (bólgueyðandi) með hléum (ca. 2 vikur í senn) og e.t.v. sterakúr (töflur) í slæmum tilfellum • Sýklalyf, ef sýkingar komast í húðina • Ljósameðferð (3svar í viku í 6-8 vikur) • Lausn til að þurrka upp vellandi exem; • 0,05 % klórhexidín eða 0,05 % kalíumpermanganat © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  10. Barksterar - flokkun • i) Barksterar með væga verkun (flokkur I) • ii) Barksterar með meðalsterka verkun (flokkur II) • iii) Barksterar með sterka verkun (flokkur III) • iv) Barksterar með mjög sterka verkun (flokkur IV) • v) Barksterar með væga verkun og sýklalyf í blöndu • vi) Barksterar með sterka verkun í blöndu með öðrum efnum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  11. i) Barksterar með væga verkun (flokkur I) • Hýdrókortisón 1 %: • Mildison Lipid® krem • Bólgueyðandi, ofnæmishemjandi og kláðastillandi • Ábendingar: • Exem og aðrir húðsjúkdómar (psoriasis, kláði, skordýrabit,útbrot...) • Skammtastærðir: • Borið á í þunnu lagi 1-3svar á dag • Aukaverkanir: • Húðrýrnun og rosacea líkar breytingar í andliti (langvarandi notkun) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  12. ii) Barksterar með meðalsterka verkun(flokkur II) • Hýdrókortisón bútýrat: • Locoid® (krem, smyrsli, húðlausn) • Locoid Crelo® (húðfleyti) • hentar vel á vessandi húð og hærð húðsvæði • Locoid Lipid® (krem) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  13. iii) Barksterar með sterka verkun(flokkur III) • Betametasón: • Betnovat® (húðfleyti, húðlausn) og Diproderm® (húðlausn, krem, smyrsli) • Flúócínólón: • Synalar® (krem, smyrsli) • Mómetasón: • Elocon®(húðlausn, krem, smyrsli) • Flútíkasón: • Cutivat® (krem, smyrsli) Diproderm® og Elocon®eru notuð einu sinni á dag, hin 1-2svar á dag © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  14. iv) Barksterar með mjög sterka verkun(flokkur IV) • Klóbetasól: • Dermovat® (húðlausn, krem, smyrsli) • Ekki á bleiuútbrot hjá börnum yngri en 1 árs • Ef mikið notaðir, þá geta þeir frásogast út í blóðið og valdið almennum áhrifum (aukaverkunum) • Varast ber að nota mjög sterka stera á; • húðbólgur kringum munn • rósroða • þrymlabólur • húðsýkingar © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  15. v) Barksterar með væga verkun og sýklalyf í blöndu • Hýdrókortisón í bl.: • Fucidin-Hydrocortison® (krem) • Inniheldur einnig fúsidínsýru • Notað þar sem húðbólga eða exem er einnig til staðar • Hýdrókortisón er vægur steri © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  16. vi) Barksterar með sterka verkun í blöndu með öðrum efnum • Betametasón: • Diprosalic® (húðlausn, smyrsli) • Inniheldur einnig salicýlsýru • Salicýlsýra hefur hornlagsmeyrandi og afhreistrandi verkun og hefur væga bakteríu- og sveppaeyðandi eiginleika © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  17. Mýkjandi og húðverndandi lyf • Fyrir utan stera er notaður fjöldinn allur af mýkjandi og húð-verndandi lyfjum (smyrsli, krem og olíur) við exemi og öðrum húðsjúkdómum - Þau eru öll í lausasölu og ekki skráð sem lyf • Algengt er að nota krem sem bæði gefur nokkra fitu en hefur einnig vatnsbindandi efni • Dæmi um efni sem hafa vatnsbindandi eiginleika: cetanól, glýceról og sílikón • Hafi myndast sigg eða hornlag þykknar, getur verið gott að nota krem með karbamíði, salt eða salicýlsýru • Þessi efni eru hornmeyrandi, þ.e. leysa upp ysta hornlagið; það fellur af © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  18. Mýkjandi og húðverndandi lyf • Decubal • Inniheldur lanolín, cetanól, glýceról, sílikón o.fl. • Ceridal Lipogel • Inniheldur vaselín og rokgjarnt sílikonsamband • Bláa Lóns kísileðja, rakakrem og baðsölt • Hafa reynst vel á þurra húð, exem og psoriasis • Neutrogena • Locobase og Locobase Repair • Karbamíð rakakrem 3% • Salicýlvaselín 2%, 5%, og 10% © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  19. 2. Lyf við psoriasis Psoriasis (blettahreistur, sóri) • Er algengur og (að einhverju leyti) arfgengur sjúkdómur • Er ekki smitandi og hefur ekki áhrif á lífaldur manna • Er ólæknandi sjúkdómur, en hægt að halda í skefjum • Er sjúkdómur þar sem frumumyndun í húð er óeðlilega ör og frumurnar ná ekki að mynda hornefnið sem herðir yfirborð húðarinnar • Húðin verður því hreistruð og óásjáleg • Útbrotin valda yfirleitt engum óþægindum, en e.t.v. vægum kláða / eymslum © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  20. Meðferð á psoriasis • Sólböð • Lampar með útfjólubláu ljósi • Bláa Lónið • Ceridal Lipogel og Ceridal húðolía • Tjörur • Barksterar • Sterkari lyf - psoriasislyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  21. Skráð lyf við psoriasis • Kalcípótríól: Daivonex® (krem) • D-vítamín afleiða • R-lyf • Lyfið dregur úr fjölgun þekjufrumna í húð • Kalcípótríól í bl.: Daivobet® (smyrsli, hlaup) inniheldur betametasón • Acitretín: Neotigason® (hylki) – til inntöku.... © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  22. 3. Sveppalyf • Sveppalyf eru m.a. notuð við; • a) fótsveppum • b) sveppum í nára • c) sveppum í húðfellingum • d) sveppasýkingu í munni (þrusku) • e) flösu © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  23. a) Fótsveppur • Ca. fjórði hver einstaklingur fær fótsveppi • Sjúkdómurinn er algengari meðal karla • Orsakast af dermatófýtum; þrífast best í hita og raka • Sveppurinn vex á milli tánna, undir þeim eða á iljum; • Roði, hreistrun og húðflögnun • Kláði, sviti og e.t.v. slæm lykt • Áhættuhópur: • Fótrakir, stígvél, íþróttir, sund… © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  24. c) Sveppur í húðfellingum • Stafar oftast af gersveppi (Candida albicans), sem þrífst best í heitu og röku umhverfi • Getur komið fram í: • handarkrika, nára, kynfærum, undir brjóstum eða í fitufellingum • Húðin verður rauð og vatnskennd... • Meðferð: • Pensla slímuga húð með kalíum permanganati 1 % og nota síðan sveppalyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  25. d) Sveppir í munni (þruska) • Stafa oftast af gersveppi; Candida albicans • Sami sveppur veldur einnig sveppasýkingu í leggöngum • Einkennist af gráhvítri skán og veikri slímhimnu • Meðferð: • Glýcerín • Methylrosanilin 0,5 - 1% lausn • Þruskusaft (hætt...?) • Mycostatin®(R-lyf) © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  26. e) Sveppur í hársverði (flasa) • Offramleiðsla húðfruma í hársverði leiðir til hreisturs, kláða og flögumyndunar (flösu) • Helstu orsök: Sveppurinn Pityrosporum ovale • Flasa er mjög algeng og er talin erfast, en aðrar orsakir eru t.d. loftslag og streita • Meðferð: • Fungoral®, Dermatín® o.fl. hársápa (ketókónazól) • Selsun® • T/Gel shampoo (inniheldur tjöru) • Ceridal tjöruhársápa o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  27. Sveppalyf • Klótrímazól: Canesten® krem • Ekónazól: Pevaryl® krem • Ekónazól og tríamcínólón: Pevisone® krem (innih. stera) • Míkónazól og hýdrókortisón: Daktacort® krem (innih. stera) • Hámark sem selja má í lausasölu eru 15 g • Terbínafín: Lamisil® krem og Lamisil Once® húðlausn • Hámark sem selja má í lausasölu eru 15 g © Bryndís Þóra Þórsdóttir

  28. Skammtastærðir • Pevaryl®, Canesten®, Daktacort®: • Notað 2svar á dag • Meðferð tekur u.þ.b. 4 vikur • Notist ekki fyrir börn yngri en 10 ára (Pevaryl) eða 15 ára (Canesten), nema samkvæmt læknisráði • Lamisil®: • Borið á sýkt húðsvæði 1 sinni á dag í 1-2 vikur • Notist ekki á börn yngri en 15 ára, nema samkvæmt læknisráði • Pevisone®: • Við exemlíkum sveppasýkingum - 2svar á dag í max. 10 daga © Bryndís Þóra Þórsdóttir

More Related