311 likes | 1.97k Views
LYF 103. Kafli 7 Húðlyf. Efnisyfirlit. 1. Barksterar – lyf við exemi o.fl. 2. Lyf við psoriasis 3. Sveppalyf. Húðin. Húðin inniheldur 10-15% vatn svo hún springi ekki og þess vegna er mikilvægt að vernda hana gegn ofþornun Íslensk veðrátta reynir mjög á húðina
E N D
LYF 103 Kafli 7 Húðlyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Efnisyfirlit • 1. Barksterar – lyf við exemi o.fl. • 2. Lyf við psoriasis • 3. Sveppalyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Húðin • Húðin inniheldur 10-15% vatn svo hún springi ekki og þess vegna er mikilvægt að vernda hana gegn ofþornun • Íslensk veðrátta reynir mjög á húðina • Næðingur, frost og sterkir sólargeislar valda því að húðin missir raka og verður þurr og getur sprungið • Með húðlyfjum er oftast verið að sækjast eftir stað-bundinni verkun, á skaddaða eða óskaddaða húð • Lyf fer þá í gegnum hornlagið, án þess að frásogast © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Húðlyf • Lyf notuð á húðina geta verið í fljótandi formi, föstu formi eða sem smyrsli • Púður, pasta, smyrsli, krem, áburðir, gel, lausnir… • Einnig getur verið um að ræða plástra, sem notaðir eru þegar óskað er eftir almennri verkun • Með notkun plástranna næst forðaverkun © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Val á lyfjaformi • Fer eftir ástandi húðar og sjúkdómi sem um ræðir: • Þurr og hreistruð húð; => nota smyrsli, eða krem sem innihalda vatnsbindandi efni (t.d. glýceról) • Vellandi exem, blöðrur eða sár; => húðin oft böðuð með lausn • Rauð eða bólgin húð; => aðallega notuð púður eða áburður • Húðfellingar eða rök, heit og opin húð; => nota lausnir, áburð eða krem • Í hársvörð; => nota lausnir eða áburði © Bryndís Þóra Þórsdóttir
1. Barksterar • Í lausasölu má kaupa barksterar sem hafa væga verkun (flokkur I) • Sterkari barksterar eru lyfseðilsskyldir • Barksterar eru notaðir við ýmsum húðkvillum s.s. exemi og psoriasis • Þeir eru einnig notaðir við skordýrabitum, kláða (vegna ofnæmis) o.fl. • Til eru ýmsar gerðir af exemi: s.s. barnaexem, snertiexem og flösuexem © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Barnaexem • Algengasta tegund exems (algengi 1:10) • Ef barnaexem í ættum => hafa börn lengi á brjósti...? • Orsök: • Ekki alveg þekkt, en það er yfirleitt ættgengt • Exem, ofnæmi og astmi erfist oft saman • Hitaveituvatn, köld veðrátta o.fl. skiptir líka máli • Einkenni: • Byrjar sem rauðleit, hreisturkennd og vessandi útbrot með kláða • Exemið gengur í bylgjum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Flösuexem • Flösuexem í andliti birtist sem litlir rauðir blettir eða bólur • Annars staðar kemur exemið fram sem rauðir blettir með skánmyndun • Flösuexem líkist útbrotum eða sárum sem stundum eru þakin feitu, gulu eða hvítleitu hreistri • Ef klórað er => erting, bólga og kláði • Getur komið fram sem skóf í hársverði ungabarna © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Meðferð við exemi • Rakakrem (eða smyrsli) og baðolíur (væg tilfelli) • Ekki karbamíð fyrir ung börn; getur valdið sviða • Stundum verður að forðast krem með rotvarnarefnum • Ef mikill kláði => kláðastillandi lyf (andhistamín) • Sterakrem (bólgueyðandi) með hléum (ca. 2 vikur í senn) og e.t.v. sterakúr (töflur) í slæmum tilfellum • Sýklalyf, ef sýkingar komast í húðina • Ljósameðferð (3svar í viku í 6-8 vikur) • Lausn til að þurrka upp vellandi exem; • 0,05 % klórhexidín eða 0,05 % kalíumpermanganat © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Barksterar - flokkun • i) Barksterar með væga verkun (flokkur I) • ii) Barksterar með meðalsterka verkun (flokkur II) • iii) Barksterar með sterka verkun (flokkur III) • iv) Barksterar með mjög sterka verkun (flokkur IV) • v) Barksterar með væga verkun og sýklalyf í blöndu • vi) Barksterar með sterka verkun í blöndu með öðrum efnum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
i) Barksterar með væga verkun (flokkur I) • Hýdrókortisón 1 %: • Mildison Lipid® krem • Bólgueyðandi, ofnæmishemjandi og kláðastillandi • Ábendingar: • Exem og aðrir húðsjúkdómar (psoriasis, kláði, skordýrabit,útbrot...) • Skammtastærðir: • Borið á í þunnu lagi 1-3svar á dag • Aukaverkanir: • Húðrýrnun og rosacea líkar breytingar í andliti (langvarandi notkun) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
ii) Barksterar með meðalsterka verkun(flokkur II) • Hýdrókortisón bútýrat: • Locoid® (krem, smyrsli, húðlausn) • Locoid Crelo® (húðfleyti) • hentar vel á vessandi húð og hærð húðsvæði • Locoid Lipid® (krem) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
iii) Barksterar með sterka verkun(flokkur III) • Betametasón: • Betnovat® (húðfleyti, húðlausn) og Diproderm® (húðlausn, krem, smyrsli) • Flúócínólón: • Synalar® (krem, smyrsli) • Mómetasón: • Elocon®(húðlausn, krem, smyrsli) • Flútíkasón: • Cutivat® (krem, smyrsli) Diproderm® og Elocon®eru notuð einu sinni á dag, hin 1-2svar á dag © Bryndís Þóra Þórsdóttir
iv) Barksterar með mjög sterka verkun(flokkur IV) • Klóbetasól: • Dermovat® (húðlausn, krem, smyrsli) • Ekki á bleiuútbrot hjá börnum yngri en 1 árs • Ef mikið notaðir, þá geta þeir frásogast út í blóðið og valdið almennum áhrifum (aukaverkunum) • Varast ber að nota mjög sterka stera á; • húðbólgur kringum munn • rósroða • þrymlabólur • húðsýkingar © Bryndís Þóra Þórsdóttir
v) Barksterar með væga verkun og sýklalyf í blöndu • Hýdrókortisón í bl.: • Fucidin-Hydrocortison® (krem) • Inniheldur einnig fúsidínsýru • Notað þar sem húðbólga eða exem er einnig til staðar • Hýdrókortisón er vægur steri © Bryndís Þóra Þórsdóttir
vi) Barksterar með sterka verkun í blöndu með öðrum efnum • Betametasón: • Diprosalic® (húðlausn, smyrsli) • Inniheldur einnig salicýlsýru • Salicýlsýra hefur hornlagsmeyrandi og afhreistrandi verkun og hefur væga bakteríu- og sveppaeyðandi eiginleika © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Mýkjandi og húðverndandi lyf • Fyrir utan stera er notaður fjöldinn allur af mýkjandi og húð-verndandi lyfjum (smyrsli, krem og olíur) við exemi og öðrum húðsjúkdómum - Þau eru öll í lausasölu og ekki skráð sem lyf • Algengt er að nota krem sem bæði gefur nokkra fitu en hefur einnig vatnsbindandi efni • Dæmi um efni sem hafa vatnsbindandi eiginleika: cetanól, glýceról og sílikón • Hafi myndast sigg eða hornlag þykknar, getur verið gott að nota krem með karbamíði, salt eða salicýlsýru • Þessi efni eru hornmeyrandi, þ.e. leysa upp ysta hornlagið; það fellur af © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Mýkjandi og húðverndandi lyf • Decubal • Inniheldur lanolín, cetanól, glýceról, sílikón o.fl. • Ceridal Lipogel • Inniheldur vaselín og rokgjarnt sílikonsamband • Bláa Lóns kísileðja, rakakrem og baðsölt • Hafa reynst vel á þurra húð, exem og psoriasis • Neutrogena • Locobase og Locobase Repair • Karbamíð rakakrem 3% • Salicýlvaselín 2%, 5%, og 10% © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Lyf við psoriasis Psoriasis (blettahreistur, sóri) • Er algengur og (að einhverju leyti) arfgengur sjúkdómur • Er ekki smitandi og hefur ekki áhrif á lífaldur manna • Er ólæknandi sjúkdómur, en hægt að halda í skefjum • Er sjúkdómur þar sem frumumyndun í húð er óeðlilega ör og frumurnar ná ekki að mynda hornefnið sem herðir yfirborð húðarinnar • Húðin verður því hreistruð og óásjáleg • Útbrotin valda yfirleitt engum óþægindum, en e.t.v. vægum kláða / eymslum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Meðferð á psoriasis • Sólböð • Lampar með útfjólubláu ljósi • Bláa Lónið • Ceridal Lipogel og Ceridal húðolía • Tjörur • Barksterar • Sterkari lyf - psoriasislyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skráð lyf við psoriasis • Kalcípótríól: Daivonex® (krem) • D-vítamín afleiða • R-lyf • Lyfið dregur úr fjölgun þekjufrumna í húð • Kalcípótríól í bl.: Daivobet® (smyrsli, hlaup) inniheldur betametasón • Acitretín: Neotigason® (hylki) – til inntöku.... © Bryndís Þóra Þórsdóttir
3. Sveppalyf • Sveppalyf eru m.a. notuð við; • a) fótsveppum • b) sveppum í nára • c) sveppum í húðfellingum • d) sveppasýkingu í munni (þrusku) • e) flösu © Bryndís Þóra Þórsdóttir
a) Fótsveppur • Ca. fjórði hver einstaklingur fær fótsveppi • Sjúkdómurinn er algengari meðal karla • Orsakast af dermatófýtum; þrífast best í hita og raka • Sveppurinn vex á milli tánna, undir þeim eða á iljum; • Roði, hreistrun og húðflögnun • Kláði, sviti og e.t.v. slæm lykt • Áhættuhópur: • Fótrakir, stígvél, íþróttir, sund… © Bryndís Þóra Þórsdóttir
c) Sveppur í húðfellingum • Stafar oftast af gersveppi (Candida albicans), sem þrífst best í heitu og röku umhverfi • Getur komið fram í: • handarkrika, nára, kynfærum, undir brjóstum eða í fitufellingum • Húðin verður rauð og vatnskennd... • Meðferð: • Pensla slímuga húð með kalíum permanganati 1 % og nota síðan sveppalyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
d) Sveppir í munni (þruska) • Stafa oftast af gersveppi; Candida albicans • Sami sveppur veldur einnig sveppasýkingu í leggöngum • Einkennist af gráhvítri skán og veikri slímhimnu • Meðferð: • Glýcerín • Methylrosanilin 0,5 - 1% lausn • Þruskusaft (hætt...?) • Mycostatin®(R-lyf) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
e) Sveppur í hársverði (flasa) • Offramleiðsla húðfruma í hársverði leiðir til hreisturs, kláða og flögumyndunar (flösu) • Helstu orsök: Sveppurinn Pityrosporum ovale • Flasa er mjög algeng og er talin erfast, en aðrar orsakir eru t.d. loftslag og streita • Meðferð: • Fungoral®, Dermatín® o.fl. hársápa (ketókónazól) • Selsun® • T/Gel shampoo (inniheldur tjöru) • Ceridal tjöruhársápa o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Sveppalyf • Klótrímazól: Canesten® krem • Ekónazól: Pevaryl® krem • Ekónazól og tríamcínólón: Pevisone® krem (innih. stera) • Míkónazól og hýdrókortisón: Daktacort® krem (innih. stera) • Hámark sem selja má í lausasölu eru 15 g • Terbínafín: Lamisil® krem og Lamisil Once® húðlausn • Hámark sem selja má í lausasölu eru 15 g © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skammtastærðir • Pevaryl®, Canesten®, Daktacort®: • Notað 2svar á dag • Meðferð tekur u.þ.b. 4 vikur • Notist ekki fyrir börn yngri en 10 ára (Pevaryl) eða 15 ára (Canesten), nema samkvæmt læknisráði • Lamisil®: • Borið á sýkt húðsvæði 1 sinni á dag í 1-2 vikur • Notist ekki á börn yngri en 15 ára, nema samkvæmt læknisráði • Pevisone®: • Við exemlíkum sveppasýkingum - 2svar á dag í max. 10 daga © Bryndís Þóra Þórsdóttir