261 likes | 1.08k Views
LYF 103. Lyfjafræði – Sjúkraliðabraut Kafli 1 Lyfjanöfn, lyfjaskrár, skilgreiningar o.fl. Kafli 1. Lyfjanöfn Samheiti og sérheiti Lyfjaskrár Sérlyfjaskrá (Lyfjaupplýsingar á netinu) Lyfjaverðskrá Afgreiðslutilhögun lyfja Greiðsluþátttaka SÍ í lyfjakostnaði
E N D
LYF 103 Lyfjafræði – Sjúkraliðabraut Kafli 1 Lyfjanöfn, lyfjaskrár, skilgreiningar o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Kafli 1 • Lyfjanöfn • Samheiti og sérheiti • Lyfjaskrár • Sérlyfjaskrá (Lyfjaupplýsingar á netinu) • Lyfjaverðskrá • Afgreiðslutilhögun lyfja • Greiðsluþátttaka SÍ í lyfjakostnaði • Geymsla og fyrning lyfja • ATC-kerfið • Skilgreiningar sem tengjast lyfjafræði © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Lyfjanöfn • Þegar nýtt efni er fundið upp, er því gefið efnafræðilegt nafn • Ef efnið hefur lyfjafræðilega þýðingu (virkt efni) er því gefið samheiti • Samheiti er alþjóðlegt samheiti (International Non-proprietary Name INN) eða generískt nafn • Dæmi: paracetamól (virka efnið í t.d. Paratabs®) • Samheiti eru aftast í samheitaskrá í Sérlyfjaskránni • Þegar lyfjaframleiðandi setur lyf á markað gefur hann lyfinu sérheiti (sérlyf) • Dæmi: Paratabs® og Panodil® • Sérlyfjum er raðað upp í Sérlyfjaskrá í stafrófsröð © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Samheiti og sérheiti • Þar sem samheiti er eign almennings, má ekki nota það sem vörumerki (sérheiti) • Samheiti eru notuð í lyfjaskrám, efnafræðibókum, lögum og reglugerðum fyrir lyf og vísindaritum • Nafn á sérlyfi (sérheiti) er vörumerki • Vörumerki njóta verndar í ca. 10 ár (15 ár frá skrásetn-ingu) • Vörumerki er ætíð eign einhvers • Vörumerkið má ekki gefa til kynna sjúkdóms-lækningu eða líkamshluta sem á að lækna • Fyrirtæki reyna oft að gefa þetta til kynna og þarf þá að reyna nokkrum sinnum og gera smá breytingar áður en nafnið nær í gegn © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Lyfjaskrár • Sérlyfjaskráin • Upplýsingar sem finna má í henni • Afgreiðslutilhögun lyfja • Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í lyfjakostnaði (Reglugerð nr. 403/2010) • Geymsla og fyrning lyfja © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Sérlyfjaskrá(upplýsingar) • Sérlyfjaskráin er gefin út af Velferðarráðuneytinu • Í henni er að finna öll sérlyf sem skráð eru á Íslandi • Sérlyfjaskráin kom síðast úr árið 2005 (í síðasta sinn...) • Jafnframt er hún á rafrænu formi (Sérlyfjaskrá) • Í Sérlyfjaskrá er hverju lyfi gerð skil og er m.a. greint frá; • lyfjaformi (tafla, mixtúra, stungulyf...) • innihaldi (virkum efnum og hjálparefnum) • styrkleika • eiginleikum • ábendingum (notagildi lyfsins) • frábendingum • aukaverkunum og milliverkunum • skammtastærðum og pakkningum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Sérlyfjaskrá(lyfjaupplýsingar) • Í Sérlyfjaskrá kemur fram hámarksmagn sem ávísa má með lyfseðli (ef það er annað en almennar reglur segja til um) • Einnig gefur hún ýmsar aðrar upplýsingar, eins og hvort lyf eru eftirritunarskyld (X-merkt), hvort þau séu merkt rauðum aðvörunar-þríhyrningi (∆) o.fl. • Í Sérlyfjaskránni er einnig kafli um flokkun lyfja eftir s.k. ATC-kerfi (Anatomical-Therapeutical-Chemical Classification) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Lyfjaverðskrá • Lyfjaverðskráin er gefin út af lyfjagreiðslunefnd og kemur hún út í hverjum mánuði á rafrænu formi (Lyfjaverðskrá) • Í Lyfjaverðskrá er sérlyfjum raðað í stafrófsröð og fyrir hvert lyf er gefið upp form þess, styrkur, magn, verð, afgreiðslutilhögun, geymsla, þátt-taka SÍ í lyfjakostnaði o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Afgreiðslutilhögun lyfja • Merkingar sem koma fram í Sérlyfjaskrá - afgreiðslutilhögun: • R = lyfseðilskylt lyf • L = lausasölulyf • S = sjúkrahúslyf • Z = lyf sem einungis sérfræðingar mega ávísa © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Þátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í lyfjakostnaði Tákn sem gefa til kynna greiðsluþátttöku: • * = Lyfið er greitt að fullu af SÍ • B = Sjúkratryggður greiðir fyrstu 2.200 kr. af smásöluverði lyfsins - Af smásöluverði lyfsins umfram 2.200 kr. greiðir sjúkratryggður 65%, en þó aldrei meira en 4.200 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar (og börn undir 18 ára) skulu greiða mest 1.350 kr. • E = Sjúkratryggður greiðir fyrstu 2.200 kr. af smásölu- verði… og mest 6.200 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða mest 1.700 kr. C = Sjúkratryggður greiðir fyrstu 850 kr. af smásölu- verði... og mest 2.100 kr. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða mest 570 kr. • 0 = SÍ tekur ekki þátt í kostnaði (sjúklingur greiðir allt) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Geymsla og fyrning lyfja • Í lyfjaverðskrá, í dálki G, eru notuð ákveðin tákn sem gefa til kynna geymsluþol lyfja; • S Lyf geymd í svala (8-15°C) • K Lyf geymd á köldum stað (2-8°C) • H Lyf geymd í frosti (≤ -5°C) • Ef dálkurinn er auður, er átt við stofuhita • Í sama dálki má sjá fyrningu lyfja • Ef ákveðin tala er í dálkinum, sýnir hún mesta geymsluþol lyfsins í árum • Ef engin tala er í dálkinum, er miðað við fyrningu á pakkningu lyfs © Bryndís Þóra Þórsdóttir
ATC-kerfið • Lyf eru flokkuð eftir því í hvaða líffærakerfi þeim er aðallega ætlað að hafa áhrif • A: Meltingarfæra- og efnaskiptalyf(Alimentarytract and metabolism) • B: Blóðlyf (Blood and blood forming organs) • C: Hjarta-ogæðasjúkdómalyf (Cardiovascularsystem) • D: Húðlyf (Dermatologicals) • G: Þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar (Gentiourinarysystem and sex hormones) • H: Hormónalyf, önnur en kynhormónar (System hormonal preparationsexcluding sex hormones) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
ATC-kerfið • J: Sýkingalyf (Generalantiinfectives, systemic) • L: Krabbameinslyf og lyf til ónæmishindrunar eða ónæmisörvunar (Antineoplastic and immuno- modulatingagents) • M: Vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf (Musculo- skeletal system) • N: Tauga- og geðlyf (Centralnervoussystem) • P: Sníklalyf (Antiparasitica) • R: Öndunarfæralyf (Respiratorysystem) • S: Augn- og eyrnalyf (Sensory organs) • V: Ýmis lyf (Various) • Q: Dýralyf (Veterinaria) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
ATC-kerfið • Hver flokkur getur haft marga undirflokka • Undirflokkar geta síðan haft enn fleiri undirflokka! • Hver flokkur heitir sínu nafni • Dæmi: • Flokkur N: Tauga- og geðlyf • Flokkur N04: Lyf við parkinsonssjúkdómi • Flokkur N04A: Andkólínvirk lyf • Flokkur N04AA: Tertíer amín með kolefniskeðju • Flokkur N04AA02: Bíperíden (samheiti) og svo AKINETON (sérheiti) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skilgreiningar sem tengjast lyfjafræði • Lyf: • Efni eða blanda efna sem ætlað er fólki eða dýrum til að fyrirbyggja, greina, lina, meðhöndla eða lækna sjúkdóma, sjúkdómseinkenni og verki eða til að hafa áhrif á líkamsstarfsemi • Lyfjafræðigreinin: • Fjallar um uppruna lyfja, framleiðslu þeirra, eðlis- og efnafræðilega eiginleika, geymslu, afgreiðslu, skömmtun, umbreytingar í líkamanum og verkun á hann • Lyfjafræði skiptist í: - Lyfhrifafræði (farmakodynamik) - Lyfhvarfafræði (farmakokinetik) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skilgreiningar sem tengjast lyfjafræði • Lyfjahvarfafræði (farmakokinetik): • Sú fræðigrein sem fjallar um það hvað verður um lyfin í líkamanum - eða hvernig líkaminn hefur áhrif á lyfið • Lyfjahvarfafræði fjallar um þau ferli sem lyfið gengur í gegnum í líkamanum á leið sinni frá inntökustað til útskilnaðarstaðar, þ.e. frásog, dreifingu og útskilnað • Lyfhrifafræði (farmakodynamik): • Sú fræðigrein sem fjallar um það hvernig lyf hefur áhrif á líkamann, þ.e. verkun þess á líkamann • Lyfhrifafræði er þannig um þau efnahvörf sem verða í líffærum, vefjum eða frumum eftir lyfjagjöf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skilgreiningar sem tengjast lyfjafræði • Skilyrði fyrir því að lyf nái að verka eftir inntöku (lyfjagjöf), er að það komist í snertingu við þær frumur eða vef, sem það á að verka á • Verkun er annað hvort almenn eða staðbundin • Almenn verkun: • Lyfið er fyrst tekið upp í blóði, áður en það getur náð til þess staðar sem það á að verka á • Lyfið dreifist með blóði um allan líkamann • Staðbundin verkun: • Lyfið verkar beint á þann stað sem það er notað á, eða aðeins í litlum hluta líkamans © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skilgreiningar sem tengjast lyfjafræði • Frásog: • Flutningur lyfs gegnum slímhimnur maga, þarma, húðar, lugna eða gegnum hornhimnu augna, út í blóðrásina • Aðgengi lyfja (bioavailability): • Hversu mikið af óumbreyttu lyfi (hinu virka efni þess), kemst út í blóðrásina • Aðgengið er yfirleitt mælt í % og er oftast á bilinu 50-100 % af inngefnum skammti • Aðgengi er fasti (konstant) fyrir hvert lyf • Ef aðgengi er lítið, þarf að gefa hlutfallslega stærri skammt af lyfinu © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skilgreiningar sem tengjast lyfjafræði • „First – pass” áhrif: • Lyf brotnar niður í fyrstu umferð sinni í gegnum lifur og nær því ekki allt út í blóðrásina • Sum lyf umbreytast hratt í óvirk efnasambönd svo að aðeins lítill hluti þeirra (eða alls ekkert) fer óbreytt út í líkamann • Eiga við um lyf sem frásogast frá maga og/eða þörmum (peroral lyf) • Ef notuð eru parenteral lyf og sublingual (undir tungu), og útvortis lyfjaform, er komist hjá „first pass” áhrifum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skilgreiningar sem tengjast lyfjafræði • Helmingunartími (T½): • Mælikvarði sem notaður er yfir það hversu hratt lyf hverfur úr líkamanum, þ.e.a.s. sá tími sem það tekur styrk lyfsins að helmingast í blóði • Er háður ummyndun og niðurbroti í lifrinni og útskilnaði um nýrun • Er mjög mismunandi milli lyfja • Því minni sem helmingunartíminn er, því fyrr útskiljast lyfin • Er einstaklingsbundinn, þar sem útskilnaður er mishraður í fólki og háður aldri © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Skilgreiningar sem tengjast lyfjafræði • Lækningalegur stuðull (therapeutic index): • Bilið á milli æskilegrar verkunar og eiturverkunar • Lyf hafa breiðan lækningalegan stuðul, ef bilið á milli æskilegrar verkunar og eiturverkunar er stórt, og er þá hættan á ofskömmtun lítil • Hins vegar eru svo líka til lyf sem hafa þröngan lækninga- legan stuðul • Þá er bilið milli æskilegrar verkunar og eiturverkana lítið © Bryndís Þóra Þórsdóttir