481 likes | 1.24k Views
LYF 103. Kafli 6 Öndunarfæralyf. Efnisyfirlit. 1. Hósta- og kveflyf 2. Ofnæmislyf 3. Astmalyf. 1. Hósta- og kveflyf. Kvef er einn algengasti sjúkdómur heims er hvimleiður en tiltölulega meinlaus sjúkdómur stendur að meðaltali yfir í 7-10 daga
E N D
LYF 103 Kafli 6 Öndunarfæralyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Efnisyfirlit • 1. Hósta- og kveflyf • 2.Ofnæmislyf • 3.Astmalyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
1. Hósta- og kveflyf Kvef • er einn algengasti sjúkdómur heims • er hvimleiður en tiltölulega meinlaus sjúkdómur • stendur að meðaltali yfir í 7-10 daga • er ólæknanlegt, en hægt er að meðhöndla einkennin • Er vírussýking sem smitast með úðasmiti/snertismiti • Til eru yfir 100 mismunandi tegundir af kvefi • Einkenni koma fram 48-72 klst. eftir smit: • Særindi og kláða í hálsi, hnerrar og hósti • Höfuðverkur, slappleiki, stíflað nef, hæsi o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Meðferð kvefs • Engin lækning er til við kvefi og hæpið að það takist að framleiða bóluefni gegn því í nánustu framtíð • Meðferð við kvefi byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum og að minnka einkenni og þau óþægindi sem þau valda © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Fylgikvillar kvefs • Síðkomnar bakteríusýkingar sem valda þá gjarnanberkjubólgu, skútabólgu (sinusitis), eyrnabólgu, augnsýkingum og jafnvel lungna- bólgu • Þá fylgir gjarnan hiti og bólgnir eitlar og mikilvægt er að leita læknis til að fá viðeigandi meðferð með sýklalyfjum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Hósti • Venjulega myndast 10-20 ml af berkjuslími á dag • Lungun, með hjálp bifhára, hreinsa sig af þessu slími og öðrum óhreinindum - án þess að hósta þurfi til • Hósti er eðlileg svörun líkamans og þjónar þeim tilgangi að fjarlægja aðskotaefni í öndunarveg-inum • Hóstaáreitið getar stafað af ýmsum orökum; • líkamlegu áreiti (slími) • aðskotaefnum (t.d. tóbaksreyk) • hitabreytingum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Kíghósti (pertussis) • er bakteríusýking sem veldur slæmum langvarandi hósta • er bráðsmitandi og hvorki bólusetning nésjúkdómurinn sjálfur gefur varanlegt ónæmi Einkenni: • Fyrstu einkenni eru allt að tveggja vikna langt kvef með vægumhósta • Eftir það hefst hinn dæmigerði kíghósti (í 6-8 vikur) • Endurteknar hóstakviður, sem standa þar til lungun eru tæmd af lofti • Þá kemur djúp innöndun með hvæsandi soghljóðum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Kvashósti (croup) • er samnefni yfir margar sýkingar sem lýsa sér á svipaðan hátt (gengur yfir á 3-4 dögum) • um er að ræða þrengingu í efri hluta öndunar-færa vegna bráðrar bólgu í koki, barkakýli eða barka hjá börnum • Bólgan er oftast tilkomin vegna veirusýkingar • Einkenni: • Hrjúfur og geltandi hósti • Sogandi andardráttur og hæsi • Einkenni um þrengingu í öndunvegi • Hiti, en sjaldnast hár © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Flokkun hósta 1.Slímhósti með ríkulegu lausu slími… 2. Slímhósti með þurru, seigu slími… 3. Þurr hósti án aukinnar slímmyndunar Flokkun hóstalyfja samkv. Sérlyfjaskrá: a) Slímlosandi lyf b) Hóstastillandi lyf © Bryndís Þóra Þórsdóttir
a) Slímlosandi lyf • Expectorant = slímlosandi • Slímlosandi mixtúra er talin hjálpa öndunar-færunum við að hósta upp þykku slími, m.þ.a. minnka seigju slímsins... • Kítlhósta er hægt að hemja með heitum drykk • Flokkun: • i) Slímlosandi lyf (nema slímþynnir): Tússól® • ii) Slímþynnir: Acetylcystein Mylan® Pulmozyme® © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Tússól® • Inniheldur guaifenesín, ammóníumklóríð og lakkrís • Guaifenesín og ammóníumklóríð eru slímlosandi • Lakkrísinn hjálpar til…. • Etanólstyrkur er 7,5 % • Lakkrís og timjan bragð © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Acetylcystein Mylan® • Inniheldur acetýlcystein og er notað við lang-vinnri berkjubólgu • Eru freyðitöflur • Ca. 30% sjúklinga getur búist við að fá auka-verkanir frá meltingarvegi; ógleði og niðurgangur © Bryndís Þóra Þórsdóttir
b) Hóstastillandi lyf i) Ópíumalkalóíðar og afbrigði • Kódein og noskapín eru áhrifamikil hóstastillandi lyf, en eru lyfseðilsskyld • Kódein veldur ávana og fíkn, ekki noskapín • Noskapín hefur hóstastillandi áhrif (hemur hósta-miðstöð), hvort sem um slímhósta eða þurran hósta er að ræða • Noskapín víkkar líka eitthvað berkjurnar • Kódein og noskapín eru ekki í skráðum hósta-mixtúrum, heldur forskriftarlyfjum • Til er SEM mixtúra og Mixtúra ÓBH með noskapíni (?) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
i) Ópíumalkalóíðar og afbrigði Kódein (Kodein Recip, töflur) Dextrómetorfan (Dexomet, mixtúra) Dexomet • er efnafræðilega skylt morfíni… • þykir ná meiri hóstastillingu en noskapín, svipaða verkun og kódein, en er ekki ávanabindandi • virkar beint á hóstastöðvar í heila • er notað við hósta sem stafar af minni háttar ertingu í hálsi eða berkjum og er án uppgangs © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Dexomet • Ábendingar: • Hósti án uppgangs • Frábendingar: • Einstaklingar með ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins • Konur með barn á brjósti • Ekki skaðlegt á meðgöngu • Ekki ætlað börnum yngri en 6 ára • Aukaverkanir: • Útbrot, ógleði og uppköst, þreyta, svimi, ofskynjanir, hjartsláttur © Bryndís Þóra Þórsdóttir
ii) Önnur hóstastillandi lyf • Blöndur (Pektólín, mixtúra) • Inniheldur dífenhýdramín, ammoníumklóríð o.fl. • Ábendingar: • Hósti og ofnæmi • Aukaverkanir: • Róandi verkun, syfja og munnþurrkur • Milliverkanir: • Eykur verkun róandi lyfja, svefnlyfja og alkóhóls • Frábendingar: • Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif á fóstur af völdum lyfsins © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ráð til sjúklinga • Óþarfi er að nota hóstastillandi lyf við léttum hósta með miklum slímuppgangi • Ekki nota hóstalyf handa börnum yngri en 1 árs nema í samráði við lækni • Ekki nota hóstalyf handa eldra rúmliggjandi fólki nema samkvæmt læknisráði • Sykursjúkir mega fá hóstalyf sem innihalda sorbitól • Ef hóstinn er langvarandi (2-3 vikur) þá ber að leita læknis © Bryndís Þóra Þórsdóttir
2. Ofnæmislyf • Tíðni ofnæmis fer stöðugt vaxandi • Talið er að um 10-20% almennings þjáist af einhvers konar ofnæmi • Orsökin eru ekki þekkt, en vitað er að erfðir og umhverfi skipta máli © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ofnæmisviðbrögð • Ofnæmisviðbrögð eru mjög flókin fyrirbæri en sem mikla einföldun má segja að ákveðnar frumur í líkamanum losi boðefni sem kallast histamín þegar þær komast í snertingu við ofnæmisvald eins og t.d. frjókorn eða dýrahár • Sjá mynd • Histamín veldur flestum einkennum ofnæmis • Andhistamín (ofnæmislyf) hindra áhrif histamíns í líkamanum (blokka H1-viðtaka) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Histamín • víkkar æðar • dregur saman slétta vöðva (m.a. í lungnaberkjum => e.t.v. astmakast) • eykurgegnumstreymi á próteinum sem eru í blóðinu…. prótein draga til sín vökva og útkoman er vökvasöfnun (bólga eða bjúgur) • hefur áhrif á slímhimnur og slímmyndun eykst • leiðir til mikilskláða © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ónæmiskerfið • Ónæmiskerfið ver líkamann gegn utanaðkomandi efnum sem komast inn í hann • Bakteríur, veirur, sveppi eða önnur prótein... • Efni sem hafa aðra efnafræðilega samsetningu en líkaminn, myndar hann mótefni (antibody) gegn • Framandi efni sem hvetja til mótefnamyndunar kallast mótefnavakar eða ofnæmisvakar (antigen): • Frjókorn, mygla, rykmaurar, loðdýr o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Hvað er ofnæmi? • Ofnæmi (allergi) þýðir breytt viðbrögð • Ofnæmi er of mikið næmi í ónæmiskerfinu • Þegar svörun milli mótefnavaka og mótefna líkamans verða til skaða fyrir líkamann => ofnæmisviðbrögð koma fram • Til ofnæmisviðbragða teljast; • kláði í augum og nefi, aukin táramyndun og nefstífla • e.t.v. óþægindi í neðri öndunarvegum • o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ofnæmislost • Hægt er að fá ofnæmislost eftir inntöku fæðu og lyfja • Sjúklingar með alvarlegt ofnæmi eiga að hafa s.k. adrenalínpenna (EpiPen®) á sér og nota strax ef grunur er um byrjandi ofnæmissvörun © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ofnæmislyf • Ofnæmislyf eru til á ýmsum lyfjaformum; • t.d. töflur, freyðitöflur, mixtúrur, nefúðar og augndropar • Ofnæmislyf sem fást í lausasölu miðast fyrst og fremst við ofnæmisviðbrögð í öndunarfærunum • Helstu einkenni ofnæmis í öndunarfærum eru mikið nefrennsli, hnerri, kláði í öndunarfærum og kláði í augum • Þau geta einnig virkað ágætlega gegn ofnæmis-útbrotum í húð, eins og t.d. skordýrabiti • Andhistamínlyf verka best ef þau eru tekin fyrir-byggjandi © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ofnæmislyf • Helsta aukaverkun andhistamínlyfja er sljóleiki, en það er þó mjög mismunandi eftir lyfjum • Aðrar aukaverkanir geta verið t.d. munnþurrkur, þvagtregða og hægða- tregða © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ferðaveiki - veltiveiki • Veltiveiki er samheiti yfir allar tegundir ferðaveiki; sjóveiki, flugveiki og bílveiki • Orsök: Jafnvægisleysi vegna viðbragða frá ósjálfráða taugakerfinu • Veltiveikilyf eru s.k. fyrstu kynslóðar ofnæmislyf • Þau eru ofnæmisbælandi, kláðastillandi og hóstastillandi og hafa áhrif á ógleði • Lyfin komast í gegnum blóðheilahemil og verka þar á ákveðna viðtaka • Önnur ofnæmislyf komast ekki inn í miðtaugakerfið… • Skráð lyf: Postafen © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ýmiss ofnæmislyf • Meklózín (Postafen, töflur) • Alímemazín (Vallergan, mixtúra) • Prómetazín (Phenergan, töflur) • Lóratadín (Clarityn, Lóritín, töflur o.fl.) • Cetrizín (Histasín, töflur) • Ebastín (Kestine, töflur) • Fexófenadín (Telfast, Nefoxef, töflur o.fl.) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Clarityn • Lyfið hefur kröftuga og langvarandi histamínverkun • Er R/L-lyf • Verkun kemur fram eftir u.þ.b. 1 klst. og nær hámarki eftir um 8 klst. og varir í 1-2 sólarhringa • Lyfið hefur þann kost að það er mjög lítið sljóvgandi og róandi © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Clarityn • Ábendingar: • Ofnæmi, ofnæmisbólgur í nefi, útbrot og kláði • Meðganga og brjóstagjöf: • Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota lyfið, nema í samráði við lækni og lyfið skilst út í brjóstamjólk... • Skammtastærðir: • 1 tafla á dag (fullorðnir og börn þyngri en 30 kg) • Börn 2ja ára og eldri mega taka inn lyfið... © Bryndís Þóra Þórsdóttir
3. Astmalyf • Astmi(asthma bronchiale) • Algengi á Vesturlöndum er um 5-15%... • Hérlendis er talið að 6-7% hafi astma • Astmi er yfirleitt krónískur sjúkdómur • Astmi er algengasti langvarandi sjúkdómurinn hjá börnum • Fólk á öllum aldri getur fengið astma • Orsök astma eru óþekkt, en erfðir skipta máli • Astmi og ofnæmi tengist oft © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Hvað er astmi? • Einkenni sem benda til astma... • Hósti eða andþrengsli við áreynslu • Þrálátur hósti eða kvef • Hósti eða andþrengsli trufla nætursvefn • Viðkomandi fær oft lungnakvilla • Helstu einkenni astma: • Hósti, andþrengsli og jafnvel andnauð, hávær andardráttur (píp, surg), þyngsli fyrir brjósti og öndunarerfiðleikar (einkum útöndun) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Astmi • Astmi getur verið mjög misalvarlegur, frá smá mæði við áreynslu og upp í lagningu inn á bráðamóttöku • Einkenni astma stafa af því að lungnaberkjurnar eru óvenju þröngar, vegnabólgu og aukinnar slímmyndunar • Þannig verður minna pláss fyrir loft í loftgöngunum og andardráttur þyngist © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Helstu áhrifaþættir við astma • Almennir þættir (ósérhæfðir áhrifaþættir) • Tóbaksreykur, kuldi, sterk lykt og líkamleg áreynsla • Ofnæmisvaldandi þættir; • Frjókorn • Rykmaurar • Dýrahár o.fl. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Bráðaastmi • Astmakast sem ekki er hægt að slá á með venjulegri lyfjagjöf, eða þegar eitt kast líður ekki hjá áður en annað byrjar • Einkennin geta verið mismunandi milli einstaklinga • Getur verið lífshættulegur • Meðferð • Nota fljótvirkan úða og endurtaka ef þarf • Ef enginn árangur => hafa samband við lækni © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Meðferð astma • Astmi er oftast meðhöndlaður með lyfjum sem hafa staðbundin áhrif í öndunarfærum • Kostir þess að nota innúðalyf eða -duft: • Þá virkar lyfið svo til eingöngu í lungunum • Minni skammta er þörf • Minni aukaverkanir • Nú eru aðallega notuð tvenns konar lyf við astma; • Berkjuvíkkandi lyf • Bólgueyðandi lyf – barksterar © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Astmalyf a) Berkjuvíkkandi lyf (adrenvirk lyf – úðar) b) Sykurhrífandi barksterar (úðar) o.fl. c) Berkjuvíkkandi lyf og barksterar í blöndu d) Önnur astmalyf með almenna verkun © Bryndís Þóra Þórsdóttir
a) Berkjuvíkkandi lyf (úðar) • Salbútamól (Ventolin, Ventolin Discuso.fl.) • Terbútalín (BricanylTurbuhaler) • Salmeteról(Serevent, Serevent Discus) • Formóteról(OxisTurbuhaler) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Berkjuvíkkandi lyf • Örva ß2-viðtaka í berkjum og valda berkjuvíkkun • Salbútamól og terbútalín eru stuttverkandi og verka í um 4 klst. • Eru oftast notuð eftir þörfum • Eru einnig notuð um 20 mín. fyrir áreynslu eða þegar sjúklingur þarf að fara út í kulda eða inn í reykmettað loft • Salmeteról og formeteról eru langverkandi berkjuvíkkandi lyf, verka í 12 klst. © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Ventolin(salbútamól) • Ábendingar: • Astmi • Langvinn berkjubólga(með eða án lungnaþembu). • Aukaverkanir: • Skjálfti, hraðari hjartsláttur, höfuðverkur hjart-sláttartruflanir, ofnæmi, ofvirkni hjá börnum hefur einstaka sinnum komið fram, ofsakláði og útbrot © Bryndís Þóra Þórsdóttir
b) Sykurhrífandi barksterar • Búdesóníð (Pulmicort, Pulmicort Turbuhaler) • Flútíkasón (Flixotide, Flixotide Discus) • Mometasón (Asmanex Twisthaler) • Barksterar; • eru notaðir fyrirbyggjandi við astma • byrja að virka eftir 1-7 daga og full verkun næst eftir ca. 2 vikur • eru venjulega notaðir 2svar á dag • Barksterar hafa bólgueyðandi verkun © Bryndís Þóra Þórsdóttir
b) Sykurhrífandi barksterar • Innöndunarsterar í stórum skömmtum frásogast að stórum hluta um meltingarveg og geta því haft almenn áhrif á líkamann: • Hamlað starfsemi nýrnahettubarkar • Valdið beinþynningu • Hamlað vaxtarhormón o.fl. • Með stöðugri aðgæslu næst að meðhöndla astma með sem lægstum stera-skömmtum og þar af leiðandi minnstum auka-verkunum © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Pulmicort(búdesóníð) • Barksteri með bólgueyðandi verkun • Litlar almennar steraverkanir • Ábendingar • Astmi • Meðganga og brjóstagjöf • Í lagi á meðgöngu… • Aukaverkanir • Sveppasýkingar í munni og koki • Erting í hálsi, hósti, hæsi • Ofsakláði,útbrot • Taugaveiklun, órói og þunglyndi © Bryndís Þóra Þórsdóttir
c) Berkjuvíkkandi lyf og barksterar í blöndu • Salmeteról og flútíkasón í blöndu (Seretide, Seretide Discuso.fl.) • Formeteról og búdenósíð í blöndu (Symbicort mite Turbuhaler, Symbicort forte Turbuhalero.fl.) • Kostur að gefa saman berkjuvíkkandi lyf og bólgu- eyðandi lyf í staðinn fyrir að auka steraskammta © Bryndís Þóra Þórsdóttir
d) Önnur astmalyf með almenna verkun i) Leukotríen viðtakablokkar • Montelúkast(Singulair, töflur, tuggutöflur o.fl.) © Bryndís Þóra Þórsdóttir
i) Leukotríen viðtakablokkar • Montelúkast (Singulair) • Þetta lyf var fyrstu “nýja” astmalyfið í 25 ár! • Ásamt zafírlúkast (afskráð lyf…) • Þegar um astma er að ræða eykst m.a. framleiðsla á s.k. leukótríenum, sem eru öflug bólguvaldandi efni • Leukótríen bindast leukótríenviðtökum og valda þá berkjusamdrætti, bjúg í öndunarfærum o.fl. • Lyfin blokka þessi efni (bindst viðtökunum) og hindra þannig verkun þeirra © Bryndís Þóra Þórsdóttir
Singulair(montelúkast) • Ábending • Til að fyrirbyggja astma og sem viðhaldsmeðferð við astma, m.a. við áreynsluastma • Milliverkanir • Lyfið má nota með öðrum lyfjum sem venjulega eru notuð við astma ogofnæmi • Aukaverkanir • Lyfið þolist vel - höfuðverkur og meltingaróþægindi (væg) • Skammtastærðir • 1 tafla 2svar á dag, lyfið er tekið samfellt © Bryndís Þóra Þórsdóttir