420 likes | 811 Views
7-1 Einkenni hryggleysingja (bls. 109-137). Dýraríki er skipt í: Hryggdýr: sem hafa sérstaka gerð burðarsúlu, hrygg Hryggleysingjar: án hryggjar, þróunarlega eldri en hryggdýr fjöldi fylkinga, tegunda og einstaklinga mun meiri en hjá hryggdýrum. 7-2.Svampdýr (bls.111-112).
E N D
7-1 Einkenni hryggleysingja (bls. 109-137) • Dýraríki er skipt í: • Hryggdýr: sem hafa sérstaka gerð burðarsúlu, hrygg • Hryggleysingjar: • án hryggjar, þróunarlega eldri en hryggdýr • fjöldi fylkinga, tegunda og einstaklinga mun meiri en hjá hryggdýrum
7-2.Svampdýr(bls.111-112) • Elstu fjölfruma dýr sem til eru • Frumur þeirra eru ekki samhæfðar, einu dýr sem eru ekki vefdýr • Afla sér fæðu og súrefnis úr sjó sem flæðir inn í líkamann um lítil op, úrgangur streymir út um stærri útstreymisop
7-2.Svampdýr(bls.111-112) • Fjölgun: • kynlaus æxlun: bútur losnar frá dýri og vex upp í nýtt svampdýr • kynæxlun: frjóvgun utan líkama dýrs Dæmi um nýtingu svampa: þvottasvampur
7-3.Holdýr(bls.113-117) • Eru með skálarlaga líkama og eitt op, munn, oft umlukið gripörmum með stingfrumum • Hafa geislótta líkamsgerð • lifa flest í sjó, nærast á smádýrum • Skipt í holsepa og hveljur
7-3.Holdýr(bls.113-117) Holsepar • neðri hluti líkama er festur við undirlag, munnur snýr upp
Hveljur munnur snýr niður geta synt um 7-3.Holdýr(bls.113-117)
7-3.Holdýr(bls.113-117) Fjölgun • kynlaus æxlun: með knappskoti. • kynæxlun: frjóvgun verður utan líkama dýrs. Dæmi um holdýr: kóraldýr, marglyttur,sæfíflar og armfætlur Geislóttlíkamsgerð: hægt er að draga fleiri en einn spegilás gegnum lífveru.
7-4. Ormar bls. 117-121. Flatormar • flatir • tvíkynja • sumir nærast á rotnandi leifum lífvera (iðormar) og aðrir eru sníkjudýr (bandormar). • flestir með eitt op á meltingarvegi
7-4. Ormar bls. 117-121. Þráðormar • aflangir, sívalir, mjókka til beggja enda • hafa bæði munn og saurop • lifa í jarðvegi, vatni og sjó • sumir eru sníklar
7-4. Ormar bls. 117-121. Liðormar • hafa liðskiptan líkama • tvíkynja • lifa í jarðvegi, vatni og sjó • hafa vel þroskuð meltingarfæri með sarpi og fóarni • hafa lokaða blóðrás og einfalt taugakerfi.
7-4. Ormar bls. 117-121. Nefndu dæmi um flatorm, þráðorm og liðorm sem eru sníkjudýr: Flatormur: sullaveikibandormur Þráðormur: njálgur Þekktur liðormur er: ánamaðkur
Sullaveikibandormur Lífsferill sullaveikibandorms
7-5. Lindýr bls. 121-125. • Hópur hryggleysingja með mjúkanog óliðskiptan líkama • Þunnur hjúpur sem kallast möttull umlykur líkamann. • Hjá mörgum lindýrum leggur möttullinn til efni í harða skel úr kalki. • Mörg lindýr hafa þykkan, vöðvaríkan fót sem er hreyfifæri þeirra. • Dæmi um flokka: sniglar, samlokur, smokkar
7-5. Lindýr bls. 121-125. Sniglar • hafa eina skel eða enga • skel myndar oftast kuðung • lifa í sjó, fersku vatni og á landi • hafa skráptungu • hreyfa sig með því að mjaka sér áfram á fæti
7-5. Lindýr bls. 121-125. Samlokur • Hafa tvær skeljar á hjörum sem geta hulið líkamann • Sumar nota fótinn til að grafa sig í sandbotn eða stjaka sér áfram • Aðrar skella saman skeljunum og vatnið sem þrýstist út milli þeirra knýr dýrið áfram.
7-5. Lindýr bls. 121-125. Smokkar • Skeljalausir • Fóturinn skiptist í marga arma sem þeir nota við fæðuöflun og til varnar • Sumir eru stærstu hryggleysingjar sem þekkjast.
7-5. Lindýr bls. 121-125. Nefndu dæmi um snigla: nákuðungur, brekku-snigill Hvert er hlutverk skráptungu? Notuð til að rífa vefi plantna eða dýra í litlar agnir sem snigillinn borðar. Nefndu dæmi um samlokur. Hörpuskel, kræklingur. Hvernig afla samlokur sér fæðu? Þær sía smáar fæðuagnir úr sjónum.
7-5. Lindýr bls. 121-125. Nefndu dæmi um smokka: Kolkrabbar og smokkfiskar. Til hvers nota smokkar möttulinn? Þeir þenja hann út og fylla af vatni sem þeir þrýsta út og geta þannig skotist undan. Hvernig geta smokkar varist óvinum sínum? Með felubúningi og bleki.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. • Sú fylking dýraríkisins sem hefur flestar tegundir • Lifa svo til alls staðar á jörðinni, í lofti, á landi og í fersku vatni og sjó • Eru vel aðlöguð umhverfi sínu enda hafa þau verið að þróast í 300 milljónir ára. • Hafa ytri stoðgrind, liðskiptan líkama og útlimi með liðamótum. • Fjölmargir og margbreytilegir hópar.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. Krabbadýr • hafa liðskiptan líkama með eitt par útlima á hverjum lið • Flest lifa í fersku vatni og sjó og anda með tálknum.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. Margfætlur • hafa eitt fótapar á hverjum lið líkamans • Eru rándýr sem nota eitur til að lama bráð. • Flestar hafa um 30 fætur.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. Þúsundfætlur: • hafa tvö fótapör á hverjum lið • Eru hægfara plöntuætur • Sumar erlendar þúsundfætlur verja sig með blásýru sem þær geta spýtt allt að metra frá sér. • Þrátt fyrir nafnið hafa þær mest rúmlega 400 fætur.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. Áttfætlur • sundurleitur hópur • hafa allar 8 fætur og munnlimi sem kallast klóskæri • Dæmi um áttfætlur eru kóngulær, langfætlur, mítlar og sporðdrekar.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. Skordýr • stærsti og fjölskrúðugasti hópur dýra • Líkami þeirra skiptist í: höfuð, frambol og afturbol og þau hafa 6 fætur • Þau hafa samsett augu sem eru næm á hreyfingu og opið blóðrásarkerfi þ.e. blóðið streymir ekki allt eftir æðum eins og hjá okkur.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. Skordýr • Loftæðakerfi sér um að flytja súrefni. • Á vaxtarskeiði þroskast skordýr með myndbreytingu sem er ýmist fullkomin eða ófullkomin.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. Lýstu ytri stoðgrind liðdýra: Sterk skurn úr kítín sem umlykur líkamann. Nefndu dæmi um krabbadýr: Humar, rækja, hrúðurkarlar Hver er helsta fæða margfætla? Ormar og skordýralirfur.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. Berðu saman kóngulær og langfætlur. Kóngulær hafa tvískiptan bol (mitti). Langfætlur hafa enga eiturkirtla og fætur þeirra eru lengri en búkurinn. Hvernig veiða sporðdrekar sér til matar? Þeir grípa bráð með grip-klónum og stinga hana með eitruðum halabroddi.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. • Merktu inn á myndina af engisprettu: afturbolur, frambolur, höfuð, vængir, fætur, fálmari, samsett augu.
7-6. Liðdýr bls. 125-135. • Fullkomin • myndbreyting skordýra :egg lirfa púpa fullvaxið dýr • Dæmi um félagsskordýr: Býflugur, termítar
7-6. Liðdýr bls. 125-135. • Nefndur dæmi um varnir skordýra • Broddur geitunga, felubúningur, eitraður eða illa lyktandi vökvi.
7-7. Skrápdýr bls. 136-137. • Hafa flest um sig harðan hjúp, skráp. • Eru oftast fimmgeislótt, með sjóæðakerfi sem tengist sogfótum sem þau nota til hreyfingar • Hafa mörg hæfileika til að láta sér vaxa á ný líkamshluta sem þau hafa misst.
7-7. Skrápdýr bls. 136-137. Nefndu dæmi um þrjá hópa skrápdýra: Krossfiskar, sæbjúgu, ígulker, slöngustjörnur Hvernig lífvera er þyrnikróna? krossfiskur Nefndu dæmi um fæðu hennar: kóraldýr