170 likes | 553 Views
Íslenska tvö Kafli 3, bls. 137-147. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. sigurðardóttir. Rannsóknarritgerð. Tilvitnanir og tilvísanir í ritgerðum Notkun góðra heimilda eykur gildi og trúverðugleik ritsmíðar.
E N D
Íslenska tvöKafli 3, bls. 137-147 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. sigurðardóttir
Rannsóknarritgerð • Tilvitnanir og tilvísanir í ritgerðum • Notkun góðra heimilda eykur gildi og trúverðugleik ritsmíðar. • Tilvitnanir í hugmyndir eða verk annarra varpa ljósi á hugmyndir þess sem skrifar ritgerðina og skýra rök hans. • Höfundar hugmyndarinnar eða verksins eru látnir njóta verka sinna. • Því verður skýrt og skipulega að koma fram í rannsóknarritgerð hvað eru eigin hugmyndir og hvað er þegið frá öðrum.
Rannsóknarritgerð • Tilvitnanir og tilvísanir í ritgerðum • Hvenær ber að vísa til heimilda? • Ekki þarf að geta heimilda sérstaklega þegar um almenna vitneskju er að ræða. • Stundum reynist þó erfitt að ákvarða hvað er almenn vitneskja og hvað ekki. • Í slíkum tilfellum verður nemandi að treysta á eigin dómgreind. • Sé nemandi í vafa er betra að vísa oftar til heimilda en sjaldnar. Þá er ekki hætta á að viðkomandi gerist sekur um ritstuld!
Rannsóknarritgerð • Tilvitnanir og tilvísanir í ritgerðum • Rétt er að stilla orðréttum tilvísunum í hóf en vísa fremur efnislega í hugmyndir annarra. • Ágæt þumalputtaregla er sú að beinar tilvitnanir séu ekki stærri hluti af ritgerð en sem nemur 10%. • Vísað er á sama hátt til heimilda hvort sem vitnað er beint eða óbeint í þær. • Best er að temja sér þau vinnubrögð að strax í uppkasti komi skýrt fram hvað sé þegið frá öðrum og hvað séu manns eigin hugmyndir.
Rannsóknarritgerð • Tilvitnanir og tilvísanir í ritgerðum • Algengustu aðferðir við að vísa til heimilda: • 1. svigatilvísanir í texta • 2. neðanmálstilvísanir • 3. aftanmálstilvísanir • Ekki skiptir máli hvaða aðferð er notuð – aðeins að nemandi haldi sig við sömu aðferðina út í gegnum ritgerðina. • Í heimildaskrá aftast í ritgerðinni eru svo fyllri upplýsingar um hverja heimild.
Rannsóknarritgerð • Tilvísanir í heimildir • Tvær aðferðir má nota: • 1. Nafn höfundar ártal: blaðsíðutal • Baldur Ragnarsson 1992:17 • 2. Nafn höfundar: Titill, bls. • Baldur Ragnarsson: Mál og málsaga, bls. 17 • Baldur Ragnarsson: Mál og málsaga, 17
Rannsóknarritgerð • Beinar tilvitnanir • Bein tilvitnun er hluti úr heimild tekinn orðréttur upp. • Beinar tilvitnanir verða að hafa tilgang; þær verða að draga fram aðalatriði eða segja eitthvað sem ritari treystir sér ekki til að endursegja. • Beinar tilvitnanir í heimild skal taka orðrétt og stafrétt upp úr texta. • Greinarmerkjasetningu verður líka að taka nákvæmlega upp og gæta þess að greinarskil haldi sér ef um þau er að ræða. • Öll frávik í stafsetningu, s.s. notkun z, verða að koma fram. • Beinar tilvitnanir skal nota í hófi!
Rannsóknarritgerð • Stutt bein tilvitnun: • Stutt bein tilvitnun (ein til þrjár línur) er felld inn í meginmál innan tilvitnunarmerkja eða gæsalappa ásamt þeim greinarmerkjum sem tilvitnuninni fylgja. • Nota ber íslenskar gæsalappir ef þess er nokkur kostur. • „Ef því er þannig farið að menning fjölskyldu sé sú sama og skólamenningin heldur menningarnám og máltaka barnsins yfirleitt áfram án erfiðleika eða árekstra” (Elsa Sigríður Jónsdóttir 2000:101).
Rannsóknarritgerð • Löng bein tilvitnun: • Langar samfelldar tilvitnanir er betra að draga inn, þ.e.a hafa breiðari spássíu beggja vegna eða vinstra megin. • Þá eru gæsalappir óþarfar og því ekki notaðar. • Inndregin tilvitnun er oft höfð með smærra letri og/eða minna línubili til að hún skeri sig enn betur úr.
Rannsóknarritgerð • Löng bein tilvitnun, frh. • Milli inndreginnar tilvitnunar og meginmáls er gjarnan haft lengra línubil en er í meginmáli: Súrrealistar leggja ekkert upp úr röklegu samhengi þeir smá allar reglur um málfræði og listform, leggja áherslu á óheftan leik hugsunarinnar og trúa á almætti draumsins þannig að mörkin milli hans og raunveruleikans virðast numin brott (Eysteinn Þorvaldsson 1980:34-35). • Ef greinaskil eru í inndreginni tilvitnun eiga þau að halda sér, hvort sem er í upphafi tilvitnunarinnar eða inni í henni.
Rannsóknarritgerð • Eftirfarandi upplýsingar um heimildarrit þarf að skrá (því er sleppt sem ekki á við hverju sinni): • 1. Nafn höfundar og ritstjóra greinasafns. • 2. Útgáfuár • 3. Bókarheiti / greinarheiti og tímaritsheiti • 4. Hvar í ritröð / tölublað tímarits og árang • 5. Útgáfufyrirtæki • 6. Útgáfustaður • 7. Blaðsíðutal sem sýnir hvaða blaðsíður í tímaritshefti eða safnriti sú grein spannar sem vísað er í. • 8. Nafn þýðanda.
RannsóknarritgerðDæmi um heimildaskrá Crystal, David. 2000. Language Death. Cambridge University Press, Cambridge. Fromkin, Victoria og Robert Rodman. 1993. An Introduction to Language. 5. útg. Holt, Rinehart and Winston, New York. Hreinn Benediktsson. 1964. Upptök íslenzks máls. Þættir um íslenzkt mál eftir nokkra íslenzka málfræðinga, bls. 9-28. Ritstj. Halldór Halldórsson. Almenna bókafélagið, Reykjavík. Ingvar Gíslason. 1999. Litróf kennsluaðferðanna: Handbók fyrir kennara og kennaraefni. Æskan, Reykjavík. Ívar Benediktsson. 2001. Einar og Kári í jötunmóð. Morgunblaðið, 22. maí. Íþróttir. Sótt í gagnasafn Morgunblaðsins 14. mars 2005 af http://mbl.is/mm/gagnasafn Kristján Árnason. 1981a. Um merkingu viðtengingarháttar í íslensku. Afmæliskveðja til Halldórs Halldórssonar 13. júlí 1981, bls. 154-172. Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík. _____. 1981b. Ritdómur um bókina On Complementation in Icelandic eftir Höskuld Þráinsson. Íslenskt mál 3:176-195. Laxdæla saga. 1984. Njörður P. Njarðvík annaðist útgáfuna. 3. útgáfa. Íslensk úrvalsrit 6. Iðunn, Reykjavík. Lieber, Oleg. 2005. Learning objects: conditions for viability. Journal of Computer Assisted Learning 21 (5):366-373. Sótt 28. september 2005 af http://www.blackwell-synergy.com/toc/jca/21/5 Rowntree, Derek. 1983. Matsatriði: Námsmat og áhrif þess. Stefán Jökulsson íslenskaði. Námsgagnastofnun, Reykjavík. Trausti Valsson og Albert Jónsson. 1995. Við aldahvörf: Staða Íslands í breyttum heimi. Fjölvaútgáfan, Reykjavík.
Rannsóknarritgerð • Uppsetning ritgerða • Þegar gengið er frá ritgerð þarf að gæta þess að hlutar hennar komi í eðlilegri röð: • 1. Titilsíða • 2. Efnisyfirlit • 3. Ritgerðin sjálf • 4. Viðaukar • 5. Heimildaskrá • 6. Atriðisorðaskrá • Á eftir titilsíðu er haft autt blað til þess að texti ritgerðar sjáist ekki í gegn. • Vani er að hafa auða síðu einnig aftast í ritgerðinni.
Rannsóknarritgerð • Letur • Varast ber að nota of margar leturgerðir og -stærðir í sömu ritgerðinni. • Eðlilegast er að nota ekki fleiri en 2-3 stærðir og gerðir í sama texta. • Í venjulegum texta er vanalega notað 12 eða 14 punkta letur. • Oft er nokkuð stærra letur notað í fyrirsögnum. • Sumir nota líka aðra leturgerð í fyrirsögnum. • Í bókatitlum sem koma fyrir í texta er venjan að nota skáletur til auðkenningar.
Rannsóknarritgerð • Línubil • Í skólaritgerðum er vanalega haft 1 ½ - 2 línubil. • Ef einfalt línubil er haft er erfiðara fyrir þann sem les að koma að athugasemdum og leiðréttingum. • Einfalt línubil er þó notað í skólaritgerðum til að afmarka langa beina tilvitnun. Einnig er það notað í heimildaskrá.
Rannsóknarritgerð • Titilsíður • Þær upplýsingar sem fram eiga að koma á titilsíðu eru eftirfarandi: • Heiti ritsmíðar (og undirtitill ef um hann er að ræða) • Nafn höfundar (eða höfunda) • Staður • Dagsetning (mánuður / önn) • Nafn kennara • Nafn áfanga • Nafn skóla
Rannsóknarritgerð • Nánar um uppsetningu heimildaskrár: • Íslenska tvö, bls. 141-145. • Kafli 10 í Handbók um ritun og frágang.