180 likes | 378 Views
Einkenni lífvera. 5.kafli. Vistfræði og vistkerfi. Vistfræði fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Einnig um ýmsar breytingar sem eiga sér stað í umhverfinu, ástæður þeirra og áhrif.
E N D
Einkenni lífvera 5.kafli 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Vistfræði og vistkerfi • Vistfræði fjallar um samskipti lífvera innbyrðis og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Einnig um ýmsar breytingar sem eiga sér stað í umhverfinu, ástæður þeirra og áhrif. • Lifandi umhverfi er skipt í einingar eða heildir sem ná til allra lífvera og umhverfis þeirra. Hver slík eining kallast vistkerfi. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Líffélög og stofnar • Allar þær fjölmörgu og margvíslegu lífverur sem lifa á hinu tiltekna svæði kallast einu nafni líffélag. • Stofn er hópur lífvera af sömu tegund sem lifir á afmörkuðu svæði. Hin ýmsu vistkerfi framfleyta mismunandi stofnum. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Kjörbýli og sess • Sá staður sem lífvera á að heimkynnum sínum kallast kjörbýli eða búsvæði. Þar finna lífverurnar fæðu og skjól. • Hver tegund lífvera gegnir tilteknu hlutverki í líffélagi svæðisins. • Sessfelur í sér öll umsvif lífverunnar og allt sem hún þarfnast innan kjörbýlis síns. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Kjörbýli og sess frh. • Lífverur sem lifa saman í vistkerfi geta deilt með sér kjörbýlum án nokkurra vandkvæða, en mismunandi tegundir geta ekki haft sama sess ! 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
5-2 • Flokka má lífverur í þrjá megin hópa eftir því hvernig þær afla sér orku: 1. Frumframleiðendur • Plöntur og þörungar sem framleiða eigin fæðu. Þessar lífverur eru síðan étnar af öðrum lífverum. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
2. Neytendur • Lífverur sem nærast beint eða óbeint á frumframleiðendum. • Neytendur eru ófrumbjarga þar sem þeir geta ekki verið sjálfir sér nægir um fæðu. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
3. Sundrendur • Þegar plöntur og dýr deyja nýta lífverur sem nefnast sundrendur (rotverur) líkama þeirra sér til viðurværis. • Sundrendur eru yfirleitt agnarsmáar lífverur t.d. gerlar og sveppir. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Fæðukeðjur • Fæðukeðja lýsir því hvernig mismunandi lífveruhópar afla sér fæðu, hver á annarri í “einfaldri” röð þannig að hver tegund verður hlekkur í fæðukeðjunni. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Fæðuvefur • Fæðuvefur er gerður úr öllum fæðukeðjum sem finna má í hverju vistkerfi og tengjast saman. • Með fæðuvef má sjá innbyrðis tengsl lífveranna í vistkerfinu. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Fæðuhjallar - Orkupýramídi • Fæðuhlekkirnir eru gjarnan settir upp á mynd þannig að breidd hlekksins endurspeglar orkuna sem í honum býr. • Mest af orkunni er neðst, en með hverju þrepi tapast nokkuð af orkunni. Lífverur sem eru efst í pýramídanum þurfa að éta orkumeiri fæðu en þeir sem eru neðar. Sjá mynd bls. 100 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Fæðuhlekkir • Fæðuhlekkur segir til um stöðu lífveru í fæðukeðjunni. • Plöntur eða þörungar eru fyrstar í fæðu-hlekk hverrar fæðukeðju. • Plöntuætur eru í hlekk númer tvö. • Kjötætur eru í þriðja hlekknum. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
5-3 tengsl í vistkerfi • Samkeppni eru tengsl þar sem lífverur keppa hver við aðra um takmörkuð lífsgæði (auðlind) sem þau þurfa til þess að lifa. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Ránlíf • Lífverur sem veiða og drepa aðrar lífverur sér til matar lifa ránlífi. Yfirleitt er um að ræða rándýr. • Lífverurnar sem rándýrin veiða kallast bráð. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
Samlíf • Í stað þess að keppa hvert við annað komast sumir lífveruhópar vel af með því að lifa með hvor öðrum og jafnvel hjálpast að ! • Til eru þrjár gerðir samlífis og er munurinn einkum fólginn í því hver hefur hag af samlífinu: 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
1. Gistilíf • Gistilíf er dæmi um samlíf tveggja lífverutegunda þar sem annar aðilinn hagnast af samlífinu en hinn hvorki hagnast né hlýtur skaða af. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
2. Samhjálp • Þegar samlífi tveggja tegunda er lífsnauð-synlegt fyrir báða aðila, er talað um samhjálp. • Yfirleitt snýst hagur beggja um fæðu og vernd. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra
3. Sníkjulíf • Samlífið felst í því að annar aðilinn hefur hag af því en hinn ber skaða af. • Sú lífvera sem hagnast, kallast sníkill en sú sem skaðast, kallast hýsill. 5-1 Lífverur og umhverfi þeirra