160 likes | 352 Views
Íslenska – til hvers?. Málræktarþing 12. nóvember 2011 Æska í ólestri – mál okkar allra Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir lektor HÍ. Íslenska til alls. Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu samþykktar á Alþingi 12. mars 2009
E N D
Íslenska – til hvers? Málræktarþing 12. nóvember 2011 Æska í ólestri – mál okkar allra Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir lektor HÍ
Íslenska til alls Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu samþykktar á Alþingi 12. mars 2009 • Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu. • Alþingi lýsir yfir stuðningi við það meginmarkmið tillagna Íslenskrar málnefndar að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags.
Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls (Lög nr. 61/2011) • 1. gr. Þjóðtunga – opinbert mál. Íslenska er þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. • 2. gr. Íslenskt mál. Þjóðtungan er sameiginlegt mál landsmanna. Stjórnvöld skulu tryggja að unnt verði að nota hana á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. Allir sem eru búsettir hér á landi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku til almennrar þátttöku í íslensku þjóðlífi svo sem nánar er mælt fyrir um í sérlögum.
Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls • 5. gr. Málstefna. Ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og skulu sjá til þess að hún sé notuð. Um málstefnu og stöðu íslenskrar tungu skal leitað samvinnu við Íslenska málnefnd, sbr. 6. gr. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fylgist með því hvernig lögum þessum er framfylgt og getur krafið einstakar stjórnsýslustofnanir um skýrslur þar að lútandi.
Skýrsla um málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólum • Skýrslan var samin vorið 2011 á grundvelli þriggja ára áætlunar mennta- og menningarmálaráðuneytisins um ytra mat í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem gildir frá 2010 til 2012 og samkvæmt 20. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008. • Verkefnið fólst í því að afla upplýsinga um málumhverfi og lestrarnám leikskólabarna á Íslandi. • Einn leikskólastjóri hafði kynnt sér Íslensku til alls.
Lög um leikskóla (nr. 90/2008) • 2. gr. Markmið. Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla skulu vera: • b. að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku, • f. að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta.
Aðalnámskrá leikskóla (2011) • „Læsi í víðum skilningi þess orðs er mikilvægur þáttur samskipta. Læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt“ (bls. 29). • „Í leikskóla á að nýta þau tækifæri sem gefast í daglegum samskiptum til að efla íslenska málvitund þar sem börn læra ný orð og hugtök og þróa tungumálið“ (bls. 25). • Minnt er á að leikskólabörn þurfi að „Kynnast tungumálinu og möguleikum þess“ (bls. 30).
Móðurmálskennsla í viðmiðunar-stundarskrám Norðurlanda 2009 • Danmörk 28,7% • Færeyjar 25,0% • Noregur 23,0% • Svíþjóð 22,4% • Finnland 18,9% • Ísland 16,1% (2011: 18,08%)
Breytingar á kennaranámi 2007 • Íslenska tekin út úr kjarna kennaranáms. • 10 eininga námskeið í fræðilegri ritun og framsögn fyrir alla. • 5 einingar í íslensku á yngri barna sviði, 1.-5. bekk. • 2,5 einingar í barnabókmenntum á yngri barna sviði og á leikskólabraut.
Breytingar á kennaranámi 2008-2010 Lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008. • Einingum fjölgað á kjörsviði í 80 einingar. • Nemendur hafa val um að taka eitt 80 eininga kjörsvið eða tvö 40 eininga kjörsvið. • Flestir nemendur taka tvö 40 eininga kjörsvið.
Nýjustu hræringar í kennaranámi • Deildarfundur í kennaradeild samþykkti 20. des. 2010 að setja 5 eininga skyldunámskeið í íslensku og í kjarna. • Deildarfundur samþykkti tillögu deildarforseta 20. janúar 2011 að fresta framkvæmd tillögunnar, sem samþykkt var 20. des. 2010, um eitt ár, til haustsins 2012. • Deildarforseti lagði fram „miðlunartillögu“ við desembertillöguna, sem samþykkt var 2010, og gerir tillagan ráð fyrir bundnu vali á milli 5 eininga námskeiða í íslensku og stærðfræði. • Tillaga frá námsnefnd grunnskólabrautar liggur nú fyrir deildarráði og gerir ráð fyrir samþættu 10 eininga námskeiði í íslensku og stærðfræði.
Barátta íslenskukennara á Menntavísindasviði • Fundur með ráðherra mennta- og menningarmála í lok desember 2010. • Ráðherra skrifaði forseta Menntavísindasviðs bréf 5. janúar 2011 og minnti á Íslensku til alls. • Bréf til rektors Háskóla Íslands og forseta Menntavísindasviðs, sent 12. september 2011. • Minnt á ýmislegt sem styrkir málstaðinn um íslenskukennslu í kennaranámi. • Svars er beðið.
Staða móðurmáls í kennaranámi á Norðurlöndum • Skipulag kennaranáms á Norðurlöndum er mismunandi. • Staða móðurmálskennslu í kennaranámi á Norðurlöndum er misjöfn, en hvergi jafn rýr eins og á Íslandi. • Í Háskólanum á Akureyri eru þrjú 6 eininga skyldunámskeið í íslensku fyrir alla nemendur í leik- og grunnskólakennaranámi.
Barnabókmenntir í kennaranámi • Barnabókmenntir eru einn þriðji hluti af einu 10 eininga námskeiði á námsbrautinni menntun ungra barna í leik- og grunnskóla. • Skylda fyrir leikskólakennaranema. • Val fyrir grunnskólakennaranema.
Íslenska til alls – eða hvað? • Svo virðist sem stjórnvöld í Háskóla Íslands hafi ekki enn séð ástæðu til að taka alvarlega málstefnu Alþingis, ályktun Íslenskrar málnefndar og lög um íslenska tungu, að minnsta kosti ekki í kennaranámi.
Æska í ólestri – mál okkar allra • Við þurfum kennara sem geta kennt ungum börnum að lesa og örvað áhuga leik- og grunnskólabarna á ljóðum og sögum. • Við þurfum kennara sem geta vakið áhuga á íslensku máli og ræktað málið með nemendum sínum. • Íslenskt mál er ekki einungis nauðsynlegt tæki til náms, tjáningar og samskipta, það er líka tæki til sköpunar og uppspretta mikillar ánægju.