160 likes | 315 Views
Fundur um atvinnuleysistryggingamál 7. maí 2004. Bótaréttur sjálfstætt starfandi einstaklinga og einstaklinga sem starfa hjá eigin ehf. Hverjir falla undir reglugerð 316/2003 um bótarétt sjálfstætt starfandi einstaklinga?.
E N D
Fundur um atvinnuleysistryggingamál7. maí 2004 Bótaréttur sjálfstætt starfandi einstaklinga og einstaklinga sem starfa hjá eigin ehf.
Hverjir falla undir reglugerð 316/2003 um bótarétt sjálfstætt starfandi einstaklinga? • Samkvæmt reglugerðinni tekur hún til einstaklinga sem starfa við eigin rekstur, í eigin nafni eða í sameignarfélagi sem ekki er sjálfstæður skattaðili í því umfangi að honum eða félagi er gert að standa reglulega skil á tryggingagjaldi. • Þetta eru einstaklingar sem þurfa að reikna sér mánaðarlegt endurgjald
Hvaða einstaklingar þurfa að reikna sér endurgjald fyrir vinnu sína? Reglur fjármálaráðherra um reiknað endurgjald eru til viðmiðunar fyrir reiknað endurgjald fyrir vinnu manns sem vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eða starfar á vegum sameignarfélags, einkahlutafélags eða hlutafélags þar sem hann hefur ráðandi stöðu vegna eignar- eða stjórnunaraðildar.
Hvað með einstaklinga sem vinna hjá eigin einkahlutafélagi (ehf.)? • Þessir einstaklingar falla samkvæmt orðanna hljóðan ekki undir reglugerð 316/2003 og teljast launþegar. • Þeir þurfa þó að reikna sér endurgjald samkvæmt reglum fjármálaráðherra. • Sömu reglur gilda því um útreikning bótaréttar þessara einstaklinga og þeirra sem teljast sjálfstætt starfandi samkvæmt reglugerðinni.
Gögn sem einstaklingar skila sjálfir inn v/umsókna um atvinnuleysisbætur • Vinnuveitandavottorð ef umsækjandi hefur samhliða sjálfstæðri starfsemi verið launþegi hjá öðrum. Vinnuveitandavottorði þarf ekki að skila ef umsækjandi hefur eingöngu verið sjálfstætt starfandi eða starfað hjá eigin ehf. 2. Yfirlýsing frá umsækjanda eða endurskoðanda að starfsemi hafi verið stöðvuð eða að um samdrátt sé að ræða í starfsemi.
Gögn frá skattstjóra sem einstaklingur skilar sjálfur inn 1. Staðfesting skattstjóra á heimild til lækkunar viðmiðunarfjárhæðar reiknaðs endurgjalds, ef um það er að ræða. Eyðublað RSK 5.11 eða RSK 5.21. 2. Staðfestar upplýsingar skattstjóra um til hvaða flokks starfsemi umsækjanda tilheyrir varðandi viðmiðunarfjárhæðir reiknaðs endurgjalds. Eyðublað RSK 5.11 eða RSK 5.21. 3. Staðfesting viðkomandi skattstjóra um að starfsemi hafi verið stöðvuð og/eða viðkomandi afskráður af launagreiðendaskrá. Eyðublað Rsk 5.02.
Gögn sem svæðisvinnumiðlanir panta hjá Vinnumálastofnun 1. Yfirlit yfir að tryggingargjald og staðgreiðsla sé í skilum (útprentun hjá VMST). 2. Staðfesting á greiddu reiknuðu endurgjaldi skv. reglum um reiknað endurgjald (yfirlit yfir greidd laun og staðgreiðslu frá RSK,mynd 75). 3. Ef um ársmann er að ræða skal einstaklingur hafa greitt tryggingagjald vegna rekstarársins á undan
Útreikningur bótaréttar • Bótaréttur umsækjanda er reiknaður hlutfallslega út frá reglum fjármálaráðuneytisins um viðmiðunarfjárhæð reiknaðs endurgjalds vegna sambærilegrar starfsemi og hvað einstaklingurinn reiknar sér raunverulega í endurgjald miðað við greitt tryggingargjald.
5. gr. rgl. 316/2003 um útreikning bótaréttar – Fullt starf Samkvæmt 5. gr. reglugerðar um rétt sjálfstætt starfandi einstaklinga telst einungis sá einstaklingur sem greitt hefur síðustu 12 mánuði fyrir stöðvun rekstrar staðgreiðsluskatt og tryggingagjald af reiknuðu endurgjaldi samkvæmt viðmiðunarfjárhæð fjármálaráðherra um viðkomandi starfsgrein hafa áunnið sér fullan bótarétt
6. gr. rgl. 316/2003 um útreikning bótaréttar – Hlutastarf Samkvæmt 6. gr. reglugerðar um rétt sjálfstætt starfandi einstaklinga telst sá einstaklingur sem fær leyfi skattstjóra til að reikna sér lægra endurgjald en viðmiðunarfjárhæðir fjármálaráðherra segja til um fyrir viðkomandi starfsgrein vera í hlutastarfi. Ef einstaklingurinn fær heimild til að reikna sér helming viðmiðunarfjárhæðar starfsgreinarinnar í endurgjald þá er hann einungis að vinna sér inn 50% bótarétt þá mánuði.
Launavinna og sjálfstæð starfsemi samhliða, 9. gr. rgl. • Ef einstaklingurinn er samhliða í sjálfstæðum rekstri og launavinnu er starfshlutfallið lagt saman, annars vegar samkvæmt hlutfalli reiknaðs endurgjalds, og hins vegar samkvæmt starfshlutfalli uppgefnu á vottorði vinnuveitanda. Hlutfallið getur þó að sjálfsögðu aldrei reiknast hærra en 100% fyrir hvern mánuð.
Starfshlutfall • Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta aldrei átt hærri bótarétt en sem svarar til þess starfshlutfalls sem þeir eru reiðubúnir til að ráða sig í. Það sama gildir um launamenn.
Hlutabætur á móti hlutavinnu. • Sjálfstætt starfandi geta eins og launamenn átt rétt á hlutabótum á móti hlutavinnu í sjálfstæðum rekstri, þ.e.a.s. ef bótarétturinn er hærri en starfshlutfallið. Þá þurfa þeir að sýna fram á leyfi skattstjóra til lækkunar á reiknuðu endurgjaldi og starfshlutfallið reiknast samkvæmt 6. gr. rgl.
Stöðvun rekstrar • Ekki er lengur gerð krafa um að einstaklingur hafi lokað virðisaukaskattnúmeri sínu eða framselt fyrirtæki sitt eins og fyrri reglugerð kvað á um, nægilegt er að hann hafi afskráð sig af launagreiðendaskrá ríkisskattstjóra og tilkynnt stöðvun allrar starfsemi. • Heimilt að líta til hreyfinga í virðisaukaskattskrá til að kanna hvort rekstur hafi raunverulega verið stöðvaður.
Skólanám, 10. gr. rgl. • Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta eins og launamenn átt rétt á að fá skólanám metið til ávinnslu bótaréttar í allt að 13 vikur. Gerð er krafa um a.m.k. 6 mánaða nám á síðustu 12 mánuðum. • Í reglugerð um bótarétt sjálfstætt starfandi er gerð krafa um 75-100% nám og að viðunandi árangri hafi verið náð.
Lífeyrisgreiðslur • Að lokum skal áréttað að starfsfólk svæðisvinnumiðlana fylgist með því að einstaklingar sem byrja að þiggja lífeyrisgreiðslur upplýsi vinnumiðlun um það. Mikill misskilningur virðist vera í gangi varðandi þetta atriði. Auðvelt ætti að vera að fylgjast með því hvenær lífeyrisaldur nálgast og ítreka þá að þessar greiðslur skuli gefa upp hjá vinnumiðlun eins og hverjar aðrar tekjur.