240 likes | 462 Views
Eru til fleiri réttarheimildir?. Hvað er átt við með eðli máls? . 1. Eðli mannsins og umheiminsins 2. Hvað eðlilegt sé að gera hverju sinni Fyrri fullyrðingin lýtur að staðreyndum sem við getum rannsakað með aðferðum raunvísinda
E N D
Eru til fleiri réttarheimildir? Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Hvað er átt við með eðli máls? 1. Eðli mannsins og umheiminsins 2. Hvað eðlilegt sé að gera hverju sinni • Fyrri fullyrðingin lýtur að staðreyndum sem við getum rannsakað með aðferðum raunvísinda • Síðari fullyrðingin lýtur að meginstefnu að því hvað sé réttlátt, sanngjarnt eða skynsamlegt Hver er t.d. munurinn á bonus pater familias annars vegar og homo economicus hins vegar? Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Eðli mannsins og umheimsins • Hvað er átt við með eðli í þessu sambandi? • Aristóteles (384-322 f.Kr.) • Það sem gerir eitthvað að því sem það er • Tilgangskenning um eðli hlutanna: öll hreyfing eða þróun beinist að ákveðnu marki (telos), sem ákvarðar innsta eðli hluts • E.t.v. skýrara að tala um einkenni, tilhneygingu, tilgang og hlutverk í stað "eðlis" • Hvernig getur eðli í þessum skilningi verið grundvöllur reglu eða viðmiðs? Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Það sem eðlilegt er að gera • Við getum ályktað um hvernig eðlilegt sé að fari um ákveðið tilvik eða hvernig við eigum að hegða okkur • Með öðrum orðum getum við ályktað um ákveðið viðmið eða reglu • Við mat á hvað er eðlilegt í þessu sambandi er skynsamlegt (eðlilegt) að hafa hliðsjón af eðli hlutanna í framangreindum skilningi Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Dæmi um ályktun skv. eðli máls • Börn eru minni en fullorðnir og hafa minni þörf fyrir næringu • Börn eru ólík fullorðnum eða hafa önnur einkenni í þessu sambandi • Eðlilegt er að gefa börnum minna að borða en fullorðnum • Maður ætti ekki að gefa börnum og fullorðnum jafnmikið að borða, a.m.k. ef ekki er til nægur matur handa öllum Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Orðin eðli máls og eðlilegur • Vísa stundum til eðlis hlutanna, sbr. einkenni þeirra eða eiginleika • H 1950:175 (kvísl) • Vísa stundum til ályktunar um hvernig eðlilegt sé að fari um tilvik (oft með hliðsjón af nánari einkennum þess eða eiginleikum) • Slíkar ályktanir má með einföldum kalla siðferðilegar • Sjá nánar dóma í riti Sigurðar Líndal Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Dæmi um ólíka notkun "eðli máls" Sératkvæði Magnúsar Thoroddsen í H 1983:1469 (steinsteypudómur) Enda þótt steypa verði ekki að fasteign, fyrr en hún hefur bundist og breyst í varanlegt mannvirki, þá er það ekki sjálfgefið, að hún falli undir fyrningarákvæði laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup, þar sem hún er allt annars eðlis en venjulegur verslunarvarningur, sem téð lög taka fyrst og fremst til. Það eru einkum og sér í lagi hinar ýmsu framleiðsluvörur, sem daglega ganga kaupum og sölu, svo sem skæði og klæði, tól og tæki alls konar, sem lög nr. 39/1922 taka yfir. Einkum verður munurinn milli steypu og annars lausafjár skýr, þegar kemur til gallanna og uppgötvunar þeirra [...]. Það er því með öllu ótækt að fella skaðabætur vegna steypugalla undir hinn skamma fyrningarfrest 54. gr. laga nr. 39/1922. Slíkt leiðir til ranglætis gagnvart kaupanda, gerir ábyrgð seljanda of léttvæga og stuðlar því eigi að vöruvöndun. Því þarf að skapa dómvenju á þessu sviði, er tekur sanngjarnt tillit til hagsmuna beggja aðilja, kaupanda og seljanda steypuefnis. [...] Því er eðli málsins rétt að skipa kröfu þessari undir ákvæði 4. gr., 2. mgr. [laga 141905] og miða við 10 ára fyrningarfrest. Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Erlendur réttur • Æquitas - Hugtak rómarréttar um jafnræði og réttlæti • Equity - Reglur ensks réttar, sem þróast á miðöldum samhliða Common Law á grundvelli hugmynda um réttlæti og sanngirni • Equity varð að fastskorðuðu regluverki í tímans rás á grundvelli fordæma • Sagens natur, forholdets natur, reele hensyn- Anders Sandøe Ørsted (1778-1860) Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Eðli máls sem réttarheimild • Er almennt viðurkennt að hugmyndir um hvað er eðlilegt - réttlátt, sanngjarnt eða skynsamlegt - verið grundvöllur réttarreglu? • Sjá dóma í riti Sigurðar Líndal • Að virtri íslenskri dómaframkvæmd er ljóst að slíkar hugmyndir hafa ráðið niðurstöðu í dómsmálum Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Hvernig ber að ákveða hvað sé eðlilegt? • Sú regla, sem dómari myndi setja, sem löggjafi? • 1. gr. Svissnesku borgaralögbókarinnar • Sanngjörn, réttlát og hagkvæm regla? • Niðurstaða um eðli máls óhjákvæmilega háð siðferðilegu gildismati hvers og eins að verulegu leyti Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Staða eðlis máls sem réttarheimildar • Tilvik ólögákveðið - engar aðrar réttarheimildir eru tiltækar • Ef engin lög eru til um tilvik felur það oftast í sér ákveðna niðurstöðu skv. gagnályktun • Ef engin regla mælir fyrir um að háttsemi sé refsiverð er hún það ekki (sbr. 69. gr. STS) • Ef engin réttarregla er til um að maður eigi ákveðinn rétt á maður hann ekki Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Staða eðlis máls sem réttarheimildar • Voru álitaefnin í H 1943:256, H 1980:1733 og H 1988:104 (í raun) ólögákveðin? • Vísa dómarar e.t.v. til eðlis máls þegar þeir í raun eru að leggja siðferðilega mat til grundvallar, stundum gegn því sem almennt viðurkennd niðurstaða ætti að leiða til? Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Staða eðlis máls sem réttarheimildar • Tilvik "ólögákveðið", en einhver lög hljóta að gilda um álitaefnið • Hvað þýðir að tilvik sé ólögákvæði í þessu sambandi? • Eðli máls notað við skýringu á öðrum réttarheimildum, sérstaklega settum lögum • Sjá t.d. H 1950:175, H 1954:433, H 1970:479, H 1988:104, H 1988:1326, H 1993:129, H 1995:2015 og H 1996:4067 Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Vísað til eðlis máls í settum lögum • Dómurum falið að afmarka reglu nánar með hliðsjón af því hvað þeir telja eðlilegt • Sjá dæmi í riti Sigurðar Líndal • 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála • Hvaða mál eiga ekki undir dómstóla samkvæmt eðli sínu? • Hvað er eðlilegt að dómstólar fjalli ekki um • Sjá til hliðsjónar H 1965:193 og H 1968:92 (riftun skírnarsáttmála) Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Samantekt um eðli máls • Eðli máls sem réttarheimild vísar almennt til siðferðilegs mats á því hvernig fara skuli um tilvik • Ályktun á grundvelli eðlis máls er ekki studd við einhverjar heimildir (t.d. settar réttarreglur), eins og meginreglur laga • Almennt viðurkennt að nota megi þessar hugmyndir til rökstuðnings lagalegri niðurstöðu • Hins vegar er tæplega eitthvað almennt viðurkennt um nánara inntak eðlis máls - menn greinir á um siðferði • Eðli máls sem réttarheimild er skorin mjög þröngur stakkur og kemur fyrst og fremst til greina þegar skýra þarf sett lög eða ólögfestar reglur nánar Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Réttarvitund almennings • Átt við ríkjandi skoðanir í samfélaginu á hverjum tíma á því hvernig lögin eigi að vera • Hægt að kanna réttarvitund almennings með aðferðum félagsvísinda - t.d. skoðanakönnunum Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Þýðing réttarvitundar almennings • Tengsl við réttarvenju • Ef réttarvitund helst stöðug og henni er fylgt getur hún haft þýðingu sem venja • Lög falla niður fyrir fyrningu • Venja getur vikið settum lögum • Tengsl við eðli máls • Sumir kunna að telja að sú niðurstaða sé eðlilegust sem samræmist réttarvitund almennings á hverjum tíma Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Er réttarvitund almennings réttarheimild? • Á að viðurkenna réttarvitund almennings sem réttarheimild? • Lýðræðið • Réttarríkið og aðrir hagsmunir, sem lögin eiga að þjóna • Réttarvitund almennings er ekki viðurkennd sem sjálfstæð réttarheimild og viðhlítandi rök skortir til að veita henni slíkt gildi • Sjá til hliðsjónar H 1989:1627 Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Kenningar fræðimanna • Rómarréttur • Digesta í Codex Justinianus 527 • Enskur réttur • Fræðirit ekki bindandi þótt tiltekin rit hafi áunnið sér mikla virðingu og talin til marks um það sem er alm. viðurkennt • Stundum vitnað í þessi fræðirit í dómum • Dæmi: Blackstone´s Commentaries on English Law • Franskur réttur • "La doctrine" hefur mikil áhrif í framkvæmd þótt umfjöllun fræðimanna (arrêtistes) sé ekki bindandi Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Íslenskur og norrænn réttur • Fræðirit mikið notuð í framkvæmd • Lögmenn afhenda dómurum oft ljósrit úr fræðiritum • Sjaldan eða aldrei vitnað til fræðirita í dómum • Fá eða engin fræðirit hafa svipaða stöðu og hin almennt viðurkenndu rit í Englandi • Gildi fræðirita • Geta gefið upplýsingar um það sem almennt er viðurkennt um beitingu réttarheimildar • Geta gefið upplýsingar um hvernig beri að leysa úr álitaefni þegar rétturinn er ekki skýr Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Eru kenningar fræðimanna réttarheimildir? • Kenningar fræðimanna eru ekki bindandi • Dómara er það algerlega í sjálfsvald sett hvort hann fylgir fræðimanni eða ekki • Berið t.d. saman við sett lög eða fordæmi • Kenningar fræðimanna gefa fremur upplýsingar um hverjar réttarheimildirnar séu og hvernig beri að beita þeim fremur en að þær feli sem slíkar í sér réttarreglur Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Aðrar réttarheimildir? • Þjóðaréttur • Reglur, sem byggja á réttarheimildum, sem ekki eiga uppruna sinn í íslensku samfélagi • Áður almennt talið að þjóðaréttur væri ekki réttarheimild að ísl. rétti, sbr. svokallaða tvenndarkenningu • Nánar fjallað um réttarheimildarlega stöðu þjóðaréttar í næstu tímum Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Aðrar réttarheimildir • Lögjöfnun • Rædd í tengslum við lögskýringar • Réttarheimild sem um margt svipar til meginreglna laga Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands
Enn aðrar réttarheimildir • Kjarasamningar • Réttarheimildarlegt gildi styðst við sett lög, sbr. umfjöllun um kjarasamninga • Samningar einstaklinga? • Fela ekki í sér reglur sem binda menn án tillits til vilja þeirra • Lögskýringagögn? • Áður rætt í tengslum við réttarheimildarhugtakið • Eitthvað enn annað? Skúli Magnússon, lektor Lagadeild Háskóla Íslands