120 likes | 272 Views
Opið hús í MA 3. júní 2006. Almenn bóknámsbraut Hraðlína. Af hverju hraðlína?. Koma til móts við mismunandi þarfir nemenda Því fleiri valmöguleikar sem standa nemendum til boða þeim mun meiri líkur á að þeir finni eitthvað við sitt hæfi Góð reynsla í vetur. Hraðlína hentar nemendum sem;.
E N D
Opið hús í MA3. júní 2006 Almenn bóknámsbraut Hraðlína
Af hverju hraðlína? • Koma til móts við mismunandi þarfir nemenda • Því fleiri valmöguleikar sem standa nemendum til boða þeim mun meiri líkur á að þeir finni eitthvað við sitt hæfi • Góð reynsla í vetur Alma Oddgeirsdóttir
Hraðlína hentar nemendum sem; • hafa áhuga á bóklegu námi • standa vel að vígi í bóklegu námi • vilja takast á við krefjandi verkefni og eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná góðum árangri • vilja stytta nám sitt til stúdentsprófs um eitt ár Alma Oddgeirsdóttir
Námsefni • Sömu áfangar og í 1. bekk en hver námseining inniheldur meira efni þar sem námsefni 10. bekkjar er fléttað saman við innihald hvers áfanga. Mismunandi eftir námsgreinum hvernig markmið 10. bekkjar og 1. bekkjar í MA “passa saman” • Námsgreinar eru; danska, enska, félagsfræði, lífsleikni, íslenska, íþróttir, náttúrufræði, stærðfræði, þýska/franska og upplýsingatækni Alma Oddgeirsdóttir
Námsskipulag/kennsluhættir • Stuðst er við einstaklingsmiðaða kennsluhætti þar sem því verður viðkomið • Viðfangsefni sem höfða til áhuga nemenda • Mikið símat og verkefnavinna – áhersla lögð á sköpun og tjáningu • Fjölbreyttar kennsluaðferðir • Tvær námslotur á hvorri önn sem lýkur með þemadögum þar sem námsgreinar eru samþættar Alma Oddgeirsdóttir
Námsmat/námsframvinda • Símat og verkefnavinna • Miðannarmat í byrjun nóvember sem gefur vísbendingar um stöðu nemenda • Formleg próf í janúar og maí/júní og annirnar þá gerðar upp • Til að komast á milli námsára þarf nem. að standast alla áfanga sem eiga sér eftirfara síðar á námsferlinum • Ef að nem. hefur lokið almennri braut getur hann sest í venjulegan 2. bekk Alma Oddgeirsdóttir
Önnur hagnýt atriði • Aðstoð við heimanám Heimanámstímar inn á stundaskrá nemenda • 36-38 kennslustundir á viku • Skólinn útvegar nemendum námsefni 10. bekkjar, annað kaupa þeir sjálfir • Skóli er settur 13. september og skólaslit eru 17. júní • 17-20 nemendur fá skólavist Alma Oddgeirsdóttir
Umsjón með nemendum • Meiri umsjón með nemendum en venja er til í 1. bekk • Hlutverk umsjónarkennara að veita nemendum aðhald og stuðning og hafa samband við heimilin • Umsjónarkennari aðstoðar nemendur við að setja sér markmið og gera sér vinnuáætlanir • Umsjónarkennari fer með nemendur í skálaferða að hausti með það að markmiði að hrista nemenda-hópinn saman Alma Oddgeirsdóttir
Tengsl við foreldra • Foreldrar koma með börnum sínum í viðtal í inntökuferlinu • Kynningar- og samráðfundur foreldrahópsins að hausti • Foreldraviðtöl í nóvember og janúar. • Fréttabréf • Umsjónarkennari er tengiliður Alma Oddgeirsdóttir
Áhersluatriði - samantekt • Krefjandi og skemmtilegt nám • Áhugasamir kennarar • Öflug umsjón með nemendum og mikil samskipti við foreldra • Markvisst unnið að því að nemendur aðlagist vel í skólanum • Einstaklingsmiðað nám • Fjölbreyttir kennsluhættir og verkefni • Unnið út frá áhugasviði nemenda • Áhersla lögð á lífsleikni og námsráðgjöf Alma Oddgeirsdóttir
Inntökuskilyrði • Meðaleinkunn í 9. bekk sé hærri en átta • Umsögn frá grunnskóla þar sem lagt er mat á hvort hraðlínan sé raunhæfur kostur fyrir viðkomandi nem. m.t.t náms- og félagslegrar stöðu hans • Bréf frá umsækjanda þar sem hann gerir grein fyrir hvernig hann telur sig vera undirbúinn fyrir að setjast í framhaldsskóla (náms- og félagslega) • Viðtöl við nemendur og forráðamenn þeirra • Ef umsóknir verða fleiri en hægt er að verða við velur skólinn þá nemendur sem hann telur hæfasta hverju sinni Alma Oddgeirsdóttir
Reynslan í vetur • Námsárangur afar góður • Vinnuandi í bekknum mjög góður, nemendur kappsfullir og áhugasamir • Nemendur hafa aðlagast skólalífinu vel og eru eins og hverjir aðrir 1. bekkingar • Enginn “nördastimpill” – stundum talað um krílin! • Bæði nemendum og kennurum finnst gaman að takast á við þetta krefjandi en skemmtilega verkefni sem hraðlínan er Alma Oddgeirsdóttir