120 likes | 331 Views
Íslenskar bókmenntir til 1550 Bls. 49-51 Sagnaritunaröld (1100-1350). Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Sagnabókmenntir.
E N D
Íslenskar bókmenntir til 1550Bls. 49-51Sagnaritunaröld (1100-1350) Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Sagnabókmenntir • Orðið saga kemur ekki fyrir í Fyrstu málfræðiritgerðinni en í formála að Hungurvöku (um 1210) er orðið notað í sömu merkingu og það hefur síðan haft í íslenskri bókmenntasögu.
Sagnabókmenntir • Á miðöldum í Evrópu voru bókmenntir skrifaðar á latínu. • Menningin var rómversk-kaþólsk. • Lítil rækt var lögð við þjóðtungur. • Hvers vegna eignuðust Íslendingar þá bókmenntir á móðurmáli sínu?
Sagnabókmenntir • Skýring 1: • Framan af virðist kaþólsk kirkja hafa verið þjóðlegri hér á landi en víða annars staðar. • Stjórn hennar var í höndum helstu höfðingaætta fyrstu tvær aldirnar. • Bilið á milli lærðra og leikra var því ekki breitt. • Líklega hefur verið gefinn gaumur að þjóðlegum fræðum í skólasetrunum í Haukadal og Odda ólíkt venjulegum latínuskólum undir beinni stjórn kirkjunnar.
Sagnabókmenntir • Skýring 2: • Benda má á erlendar fyrirmyndir: • Írar og Frakkar rituðu auk Íslendinga á móðurmáli sínu. • Sumir hafa reynt að benda á keltnesk (írsk) áhrif í íslenskum sagnaritum. • Það var a.m.k. ekki einsdæmi á miðöldum að þjóðir rituðu á móðurmáli sínu. Menntaðir Íslendingar geta hafa haft veður af slíku. • Á þjóðveldisöld var einangrun Íslendinga minni en löngum síðar. • Eftir að kristni festist í sessi varð Róm nokkurs konar höfuðborg Íslendinga eins og annarra kaþólskra þjóða. Suðurgöngur voru því tíðar meðal Íslendinga.
Sagnabókmenntir • Íslendingar stóðu heimafyrir á gömlum merg: Völuspá, Hávamál, Atlakviða o.s.frv. • Áhrif þessara fornu kvæða eru auðsæ í sagnabókmenntum þjóðarinnar. • Sagnaskemmtun virðist frá fornu fari í heiðri höfð. • Sagnabókmenntir Íslendinga eru því líklega orðnar til vegna frjórra erlendra áhrifa á trausta íslenska hefð.
Sagnabókmenntir • Skipting sagnabókmennta í flokka eftir efni: • Heilagramannasögur • Konungasögur • Biskupasögur • Íslendingasögur • Veraldlegar samtímasögur • Fornaldarsögur • Riddarasögur
Heilagramannasögur • Fyrsta málfræðiritgerðin getur um „þýðingar helgar“. • Heilagramannasögur munu vera með elstu bókmenntum á Íslandi. • Óljóst er hvort með „þýðingum helgum“ sé átt við hómilíur (predikanir) eða sögur heilagra manna og postula en líklegast er að hvort tveggja sé.
Heilagramannasögur • Sögur postula og heilagra manna hafa vafalaust snemma verið þýddar úr latínu. • Elstu handrit slíkra sagna eru frá síðari hluta 12. aldar.
Heilagramannasögur • Kaþólska kirkjan notaði sögur til að uppfræða menn og styrkja þá í trúnni. • Þýðendur fóru oft aðeins lauslega eftir frumtextanum og sumar sögurnar munu m.a.s. frumsamdar á íslensku að meira eða minna leyti, einkum er tímar liðu.
Heilagramannasögur • Frásagnarmáti heilagramannasagna er allfrábrugðinn hinum raunsæja íslenska sagnastíl enda er markmiðið að höfða meira til tilfinninga en skynsemi. • Hugtakið „klerklegur mærðarstíll“ er oft notað til að lýsa yfirbragði þessara sagna. • Þrátt fyrir þetta er líklegt að þær hafi orðið Íslendingum nokkur fyrirmynd er þeir hófu sagnagerð.
Heilagramannasögur • Einstakar sögur: • Skarðsbók (rituð um 1360) geymir: • Postulasögur (sögur nokkurra postula) • Maríusögu (eignuð Kygri-Birni d. 1238) • Sögur Tómasar erkibiskups