210 likes | 553 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bókmenntir 1550-1750, bls. 47-53. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Galdrar. Á 17. öld var mikið um ofsóknir á hendur mönnum vegna galdra , jafnt á Íslandi sem annars staðar í Evrópu.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Bókmenntir 1550-1750, bls. 47-53 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Galdrar • Á 17. öld var mikið um ofsóknir á hendur mönnum vegna galdra, jafnt á Íslandi sem annars staðar í Evrópu. • Erlendis beindust ofsóknirnar einkum að konum en hér á landi var þessu öfugt farið. • Tala þeirra sem brenndir voru hér á landi vegna galdra er á reiki. • Þó er talið að 20-24 karlmenn hafi verið teknir af lífi hér á landi vegna galdra auk einnar konu. • Sá fyrsti var tekinn af lífi 1625 en hin á árunum 1654-85.
Á snærum djöfulsins? • Með siðaskiptunum jókst áherslan á helvíti. • Því var trúað að menn gætu haft samskipti við djöfulinn og stundað galdra með hans fulltingi (svartagaldur). • Líklega hefur galdur alltaf verið stundaður að einhverju marki, oftast til varnar (hvítagaldur). • Á 17. öld var galdur hins vegar tengdur fjandanum. • Með því að brenna galdramenn var reynt að draga úr þeim refsingum sem þeir áttu í vændum eftir dauðann.
Viðbrögð? • Misjafnt var hvernig kirkjunnar menn tóku á galdramálum. • Séra Páll Björnsson prestur í Selárdal var einn þeirra sem gengu hvað harðast fram í galdramálum á Vestfjörðum. • Hann var einn lærðasti guðfræðingur síns tíma. • Hann gaf út fræðirit um galdra undir nafninu Kennimark Kölska. • Auk þess var hann vel að sér í náttúrufræði og tungumálum. T.d. reiknaði hann út hnattstöðu Bjargtanga og skrifaði um náttúru Íslands í ensk rit.
Viðbrögð? • Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti var hins vegar á móti ofsóknum á hendur galdramönnum. • Hann gerði lítið úr þeim galdramálum sem upp komu í biskupsdæmi hans. • Hann virðist ekki hafa verið eins sannfærður og ýmsir aðrir um mátt djöfulsins; hafði meiri trú á að kristilegt líferni væri besta svarið gegn áhrifum djöfulsins.
Spretta einhverjar bókmenntir af þessu? • Árið 1655 veiktist séra Jón Magnússon (1610-1696) prestur að Eyri við Skutilsfjörð (þar sem nú er Ísafjarðarkaupstaður). • Sjúkdómur hans lýsti sér í miklum kvölum á sál og líkama. • Heimilisfólkið varð einnig fyrir svipuðum hremmingum. • Jón taldi að um galdur væri að ræða og kenndi feðgum á bæ í nágrenninu um að ásækja sig með galdri.
Spretta einhverjar bókmenntir af þessu?, frh. • Feðgarnir gátu ekki varið sig; játuðu reyndar ýmsa smágaldra, og svo fór að þeir voru brenndir 1656. • Jóni batnaði þó ekki alveg við þetta og taldi að að dóttirin á bænum héldi ofsóknum á hendur sér áfram. • Hún kærði Jón fyrir ofsóknir og illmæli. • Árin 1658-59 skrifaði Jón frásögn af þeim „hræðilegu plágum og píslum“ sem yfir hann höfðu gengið. • Ritið er af hálfu Jóns varnarskjal í málinu gegn dótturinni og ákæra á hendur henni. • Þar réttlætir hann eigin verk og skammar yfirvaldið fyrir dugleysi í þessum málum.
Spretta einhverjar bókmenntir af þessu?, frh. • Jón er stílfimur og frásögn hans kyngimögnuð. • Hann lýsir þjáningum sínum nákvæmlega og dregur ekkert undan. • Píslarsaga Jóns Magnússonar var skrifuð á 17. öld en ekki gefin út fyrr en á þeirri 20. • Skáldsagan Dauðamenn eftir Njörð P. Njarðvík fjallar um feðgana sem voru brenndir.
Jón lærði • Jón Guðmundsson (1574-1658) er einn fárra manna sem hlotið hefur viðurnefnið „lærði“. • Hann ólst upp norður á Ströndum, var mjög fróður en að öllu leyti sjálfmenntaður. • Hann ólst upp á þeim tíma þar sem hvítagaldur þótti ekki alslæmur. • Sjálfur taldi Jón að hvítagaldur væri fullkomlega réttlætanlegur en svartagaldur taldi hann óhæfan.
Jón lærði, frh. • Jón velti m.a. fyrir sér eðli landsins og gruflaði í læknisfræði sem ásamt meðferð lyfja nálgaðist það að teljast hvítagaldur. • Auk þess var Jón góður smiður, málari, skrifari og oft var hann fenginn tila ð koma fyrir draugum. • Jón orti kvæðið Fjandafælu um reimleika á Snæfjallaströnd við norðanvert Ísafjarðardjúp en hann er talinn hafa losað byggðina við reimleika.
Jón lærði, frh. • Á árunum 1615-16 stunduðu Spánverjar hvalveiðar fyrir vestan land. • Í apríl 1615 var samþykkt á alþingi að allir Spánverjar og aðrir útlendingar sem færu meðn ránum um landið væru réttdræpir. • Sumarið 1615 brotnaði spánskt skip vestur á fjörðum og komust skipverjar í land. • Sýslumaður Vestfirðinga, Ari Magnússon í Ögri, lét fara á eftir þeim og fór svo að allir Spánverjarnir voru drepnir.
Jón lærði, frh. • Jón lærði taldi þetta mikið níðingsverk. • Hann hafði kynnst Spánverjunum og hjálpað þeim og samdi rit þar sem samúðin lá hjá Spánverjunum. • Eftir þetta var Jóni ólíft á Vestfjörðum. • Það sem eftir lifði ævi hans hraktist hann ásamt konu sinni um landið með viðkomu í Kaupmannahöfn.
Jón lærði, frh. • Jón var ákaflega fróðleiksþyrstur maður. • Hann viðaði að sér öllum fróðleik sem hann komst yfir, jafnt í fornum íslenskum fræðum sem náttúrufræði. • Hann skrifaði um ættfræði, útilegumenn og álfa, um Spánverjavígin, orti ævidrápu og ákvæðavísur, samdi orða- og skáldskaparskýringar og skrifaði fyrsta ritið á íslensku um náttúru landsins: • Um Íslands aðskiljanlegar náttúrur.
Heimsádeilur – heimsósómar • Á 17. öldinni voru heimsádeilur, eða heimsósómar, mjög vinsæll kveðskapur. • Eins og nafnið bendir til er þar deilt á ástandið í heiminum og bent á ósómann sem ríkir. • Heimurinn var ekki eins og hann átti að vera.
Hver var fyrstur? • Fyrsta heimsádeilan sem vitað er um hérlendis er Heimsósómi eftir Skáld-Svein. • Guðbrandur biskup Þorláksson birti hana í Vísnabók sinni. • Ekkert er vitað um höfundinn Skáld-Svein en kvæðið er frá seinni hluta 15. aldar. • Þar er deilt harkalega á spillingu höfðingja og ranglæti. • Sjá erindi á bls. 50.
Á hvað var deilt? • Í heimsádeilum er gerðar strangar siðakröfur og er gagnrýninni mjög gjarnan beint að: • ágirnd • mútum • leti • óhófi • Stundum er allt samfélagið tekið fyrir og það borið saman við fyrri tíma. • Stundum er einn löstur tekinn fyrir. • Stundum beinist ádeilan að stéttum: Allir valdsmenn sakaðir um græðgi og eiginhagsmunapot eða þá almúgi um leti.
En var ekki allt betra í gamla daga? • Þegar samtíminn var borinn saman við fyrri tíma var niðurstaðan yfirleitt sú að flestu hefði hrakað. • Í Aldarhætti bar Hallgrímur Pétursson samtíð sína saman við þann tíma „þá allt stóð í blóma“ og Ísland átti „völ manna“. • Aldarháttur er eitt merkasta ádeilukvæði lærdómsaldar enda er það langþekktast þeirra. • Í kvæðinu er þjóðleg heimsádeila; ekki kristileg. • Bragarháttur kvæðisins er hexametur (hetjuljóð): • Hver braglína er sex bragliðir. • Þessi bragarháttur er á Hómerskviðu. • Sjá ádeilu á ungdóm landsins á bls. 51.
Hvað með aðrar breytingar? • Önnur athyglisverð heimsádeila þar sem tvennir tímar eru bornir saman er Aldasöngur eftir Bjarna Borgfirðingaskáld (um 1560-1640). • Þar er tíminn eftir siðaskipti borinn saman við kaþólskan tíma og er niðurstaðan sú að öllu hafi heldur hrakað. • Þessi niðurstaða er með ólíkindum af því að kvæðið er ort á tímum lúthersk rétttrúnaðar.
Hvað með aðrar breytingar?, frh. • Aldarsöngur er þannig byggður: • Fyrst lýsir skáldið yfir trú á Jesúm. • Svo lýsir skáldið bágu ástandi samtímans. • Að því loknu er því lýst yfir að þessu hafi verið öðruvísi farið á kaþólskum tíma (sjá bls. 52). • Að lokum er aftur horfið til samtímans og lýsing á slæmu ástandi hefst (sjá bls. 52)
Voru menn nokkuð gráðugir í gamla daga? • Tveimur orðum bregður fyrir aftur og aftur í ádeilum: • ágirnd • mútur • Sjá erindi úr Heimsósóma, Ágirnd og aurasafni og Passíusálmum á bls. 53.
En var fólk ekki duglegt að vinna’ • Stundum var í heimsádeilum ort um almúgann (vinnuhjú, kotunga og húsgang) sem engu nennti, var heimtufrekur, latur, fullur af hégóma, hortugur og óforsjáll. • Sjá bls. 53. • Svo vill til að þessi tegund ádeilu var mest áberandi hjá „ausfirsku skáldunum“ svokölluðu sem flest voru afkomendur sr. Einars Sigurðssonar í Heydölum. • Nánar fjallað um austfirsku skáldin í næsta tíma!