400 likes | 626 Views
Á gengi að vera fast eða fljóta?. Gengisskipan við frjálsar fjármagnshreyfingar. Þorvaldur Gylfason. Á gengi að vera fast eða fljóta?. Kostir og gallar fasts og fljótandi gengis við frjálsar fjármagnshreyfingar af evrópskum sjónarhóli
E N D
Á gengi að vera fast eða fljóta? Gengisskipan við frjálsar fjármagnshreyfingar Þorvaldur Gylfason
Á gengi að vera fast eða fljóta? • Kostir og gallar fasts og fljótandi gengis við frjálsar fjármagnshreyfingar af evrópskum sjónarhóli • Tengsl gengisstefnu við náttúruauðlindagnægð í Noregi og á Íslandi • Ályktanir um Suður-Ameríku
Kostir og gallar • Fast og fljótandi gengi hafa bæði kosti og galla • Ekki hægt eða hyggilegt að velja gengisskipan í eitt skipti fyrir öll • Valið fer eftir aðstæðum á hverjum stað og tíma • Tökum Ísland fyrst sem dæmi
Dæmi Íslands: Kostir • 1960-70: Skynsamlegt að fella gengið eins og gert var • Liður í rækilegri kerfisbreytingu • Aðhald var samt ekki alveg nóg til mótvægis • 1985/90- : Skynsamlegt að festa gengið eins og gert var • Liður í viðureign við verðbólgu Gengið var fellt fimm sinnum 1950-71, og 24 sinnum 1972-89.
Dæmi Íslands: Gallar • 1960-70: Gengisfellingar • Kyntu undir verðbólgu • Drógu úr sjálfsábyrgð útvegsins • Rýrðu trúverðugleika gengisins • 1985/90- : Fastgengisstefna • Hækkaði raungengi • Dró úr vexti útflutnings • Ýtti undir skuldasöfnun erlendis
Dæmi Íslands: Kerfi • Sveigjanlegt fastgengiskerfi frá stríðslokum • Flotgengiskerfi aldrei tekið upp • Umræður snerust ekki um kerfisbreytingu frá hálfföstu til blýfasts eða fljótandi gengis ... • ... ekki fyrr en eftir 1985 • Samtök fiskvinnsluhúsa um 1987 IMF flokkaði Íslandi með flotgengis-löndum um tíma 1970-90.
Dæmi Íslands: Kerfi • Fyrir 1990 • Talið útilokað að fleyta genginu vegna verðbólgunnar • Einnig talið útilokað að festa gengið í eitt skipti fyrir öll vegna ósveigjanleikans, sem af því hlytist • Skynsamleg niðurstaða • En þegar ráðizt var til atlögu gegn verðbólgunni, þá þurfti fast gengi Þegar fjármagns-flutningar urðu frjálsir eftir 1990, sköpuðust ný viðhorf; meira um þau á eftir.
Önnur dæmi: Evrópa og Ameríka • ESB • Fast gengi inn á við (evran) • Fljótandi gengi út á við • Sameinar kosti beggja kerfa • Bandaríkin • Fara eins að • Hyggilegur meðalvegur
Kostir og gallar • Kostir fastgengis • Meiri stöðugleiki • Glæðir erlend viðskipti og fjárfestingu og þá um leið hagvöxt til langs tíma litið • Minni gengisáhætta • Lægri vextir • Meiri eða minni sparnaður?
Kostir og gallar • Gallar fastgengis • Minni sveigjanleiki • Getur verið gott að geta fellt gengið • Mörg dæmi (Vestur-Afríka) • Meira atvinnuleysi • Ósveigjanlegur vinnumarkaður • Austurríki og Svíþjóð • Bandaríkin og ESB (tungumál) • Misgengi Raungengið flýtur, þótt nafngengið sé fast, en hversu hratt?
Kostir og gallar • Kostir flotgengis • Meiri hagkvæmni • Gengið er eins og hvert annað verð og ræðst af framboði og eftirspurn • Betri nýting gjaldeyris • Meira sjálfstæði í peningamálum • Ef gengið flýtur, er hægt að stýra vöxtum (eða peningamagni) • Kanada, Ástralía, Nýja-Sjáland
Kostir og gallar • Gallar flotgengis • Meiri sveiflur í gengi • Sumpart vegna spákaupmennsku • Og þó: þarf samt ekki að vera • Villandi upplýsingar • Raskar ráðstöfun framleiðsluafla • Minni agi • Dregur þrótt úr útflutningsiðnaði • Kanada og Ísland • Norðurlönd fram undir 1990
Ekki tveir valkostir, heldur margir • Ýmsar leiðir til að festa gengið • Einhliða ákvörðun (Ísland) • Gengissamstarf (Snákurinn, EMS) • Óafturkallanleg gengisfesta (evran) • Afnám eigin þjóðmyntar • Ýmsar leiðir til að fleyta genginu • Með eða án afskipta • Þrír jafnstórir hópar landa
Ekki tveir valkostir, heldur margir 1/3 1/3 1/3 Fast Meðalvegur Alfrjálst Blýfast Frjálst Eina leiðin til að tryggja þjóðmyntina er að leggja hana niður, eða réttar sagt deila henni með öðrum, sbr. Churchill. Engin afskipti: Laissez-faire
Ný viðhorf eftir 1990: Hornalausnir • Frjálsar fjármagnshreyfingar • Erfitt, jafnvel ókleift, að verjast árásum spákaupmanna • Valkostum fækkar í tvo: • Blýfast gengi, helzt með afnámi eigin gjaldmiðils • Alfrjálst gengi, helzt með sem minnstum afskiptum Valið stendur þá milli sjálfstæðrar þjóðmyntar og frjálsra fjármagns-flutninga.
Blýfast gengi • Eina leiðin til að festa gengið til lengdar, eða svo er sagt • Aðrar leiðir eru ekki trúverðugar • Þýðir afnám eigin þjóðmyntar • Dollari: Panama 1904 • Evra: 11 ESB-lönd 1999 • Myntráð: Hong Kong 1983, Argentína 1991, Eistland 1992
Alfrjálst gengi • Eina leiðin til að verjast árásum til lengdar, eða svo er sagt • Gengið ræðst á gjaldeyrismarkaði • Greiðslujafnaðarvandamál úr sögunni í eitt skipti fyrir öll • Sjálfstæð peningastefna beinist óskipt að stöðugu verðlagi • Milton Friedman (1953) Ráðgáta, hvers vegna sumir fastgengissinnar kenna flotgengisstefnu við Keynes.
Annað sjónarhorn: Tveggja kosta völ Frjálsar fjármagnshreyfingar Myntbandalag Fljótandi gengi Fast gengi Sjálfstæði í peningamálum 1945-1972
Hagfræðingum er illa við hornalausnir • Er ekki hægt að finna meðalveg? • Þar sem hægt er að festa gengið með ýmsu móti, þótt fjármagns-hreyfingar séu frjálsar • Ég held það kunni að vera hægt • Útheimtir að vísu mjög styrka stjórn ríkisfjármála, peningamála og skipulagsmála • Sbr. Hong Kong. Undantekning? Þetta virðist vera hugsun Dana, Breta, Norðmanna, Svía og Svisslendinga.
Noregur, Ísland og hollenzka veikin • Noregur og einkum Ísland bera ýmis einkenni hollenzku veikinnar • Útflutningur hefur staðið í stað miðað við landsframleiðslu um áratugabil í báðum löndum • Einstakt í iðnríkjum • Stöðnun hér heima síðan 1870
Erlendar skuldir 1980-2000 (% af VLF) Útflutningsstöðnun og skuldasöfnun eru til marks um of hátt gengi.
Noregur, Ísland og hollenzka veikin • Eitt einkenni enn: • Hagsmunir tengdir sjávarútvegi hafa komið í veg fyrir aðild að EBS og upptöku evrunnar í báðum löndum • Noregur: 1% af VLF og mannafla • Ísland: 11% af VLF og 9% af mannafla – og stefnir lægra
Að endingu • Ísland og Noregur öðlast ekki fullt frelsi til að velja milli ólíkra kosta í gengismálum fyrr en vægi sjávarútvegs í efnahagslífinu og stjórnmálum hefur minnkað enn frekar • Óbeint ríkisframfæri útvegsins hefur tafið þetta ferli • Frelsi til að ganga í EBS og taka upp evruna útheimtir vel útfært veiðigjald
Að endingu • Spurningin um aðild að ESB og evrunni er þó ekki efnahagsleg í eðli sínu nema í aðra röndina • Þetta er einnig spurning um stjórnmál • Þessi spurning er í mínum huga að ýmsu leyti skyldari spurningunni um aðild að NATO á sínum tíma en um aðild að EFTA • Eðlilegt, að hagfræðinga greini á