110 likes | 430 Views
Lifandi veröld. 1. kafli. Yfirlit um bókina. 1.Kafli: Flokkunarfræði 2.Kafli: Veirur og dreifkjörnungar 3.Kafli: Frumverur 4.Kafli: Sveppir 5.Kafli: Þörungar, mosar og byrkingar 6.Kafli: Fræplöntur 7.Kafli: Hryggleysingjar 8.Kafli: Hryggdýr. 1-1 Saga flokkunarfræðinnar.
E N D
Lifandi veröld 1. kafli
Yfirlit um bókina 1.Kafli: Flokkunarfræði 2.Kafli: Veirur og dreifkjörnungar 3.Kafli: Frumverur 4.Kafli: Sveppir 5.Kafli: Þörungar, mosar og byrkingar 6.Kafli: Fræplöntur 7.Kafli: Hryggleysingjar 8.Kafli: Hryggdýr
1-1 Saga flokkunarfræðinnar • Elsta flokkunarkerfið setti gríski heimspekingurinn Aristoteles fram. • Hann skipaði öllum dýrum í þrjá hópa eftir því hvernig þau hreyfðu sig: fleyg dýr, synd dýr og dýr sem gengu. • Þrátt fyrir vankanta var stuðst við þetta flokkunarkerfi í yfir 2000 ár eða fram á miðja 20. öldina
1-1 Saga flokkunarfræðinnar frh. • Flokkunarkerfið sem stuðst er við í dag gerði sænskur náttúrufræðingur og læknir, Carl von Linné. • Hann skipaði öllum lífverum í tvö ríki: • ríki planta • dýra • síðan í smærri flokkunareiningar þar sem stuðst er við sameiginleg einkenni í gerð og líkamsbyggingu.
1-1 Tvínafnakerfið • Tvínafnakerfið: Nafnakerfi Linnés byggist á því að hver tegund hlýtur tvö heiti. • Hið fyrra er heiti þeirrar ættkvíslar sem viðkomandi tegund tilheyrir, hið seinna er viðurnafn tegundarinnar • Dæmi: Homo sapiens Felis domesticus Canis familiaris
1-1 Tvínafnakerfið Sama ættkvísl, ólíkar tegundir: Canis familiaris (heimilishundur) Canis lupus (úlfur) Canis latrans (sléttuúlfur)
1-2 Núverandi flokkunarkerfi • Kerfið er byggt upp af 7 þrepum: • Ríki: 5 ríki • Fylking: hverju ríki skipt í fáa hópa eftir áberandi líkamseinkennum. T.d. er dýraríki skipt í hryggdýr og hryggleysingja • Flokkur: • Ættbálkur: • Ætt: • Ættkvísl: • Tegund: til sömu tegundar teljast lífverur sem eru mjög líkar að gerð og geta átt frjó afkvæmi saman.
1-3 Ríkin fimm Allar lífverur skiptast í 5 ríki: • Gerla • Frumverur • Sveppi • Plöntur • Dýr
1-3 Ríkin 5 1. Ríki dreifkjörnunga (gerla, bakteria): • Einfrumungar • Bæði frumbjarga og ófrumbjarga • Hafa ekki afmarkaðan kjarna heldur er erfðaefnið dreift um allan frumulíkamann 2. Ríki frumvera: • Einfrumungar (langflestar) • Bæði frumbjarga og ófrumbjarga • Hafa afmarkaðan kjarna og önnur frumulíffæri
1-3 Ríkin 5 frh. 3. Ríki sveppa: • Fjölfruma (langflestir) • Ófrumbjarga • Hafa sérhæfðan frumuvegg 4. Ríki plantna: • Fjölfruma • Frumbjarga (hafa grænukorn og geta ljóstillífað) • Hafa sérhæfðar frumur og vefi • Rótfastar
1-3 Ríkin 5 frh. 2 5. Ríki dýra: • Fjölfruma • Ófrumbjarga • Hafa sérhæfðar frumur og vefi • Langflest dýr eru mjög hreyfanleg