70 likes | 294 Views
Veirur. Dreifkjörnungar skiptast í veirur og gerla. Veirur hafa sum einkenni lifandi vera en önnur ekki. Allar lífverur geta orðið fyrir barðinu á veirum Veirur ráðast inn í lifandi frumur og eru minni en frumur. Veira er sett saman úr erfðaefni og prótínhjúp.
E N D
Veirur Dreifkjörnungar skiptast í veirur og gerla. • Veirur hafa sum einkenni lifandi vera en önnur ekki. • Allar lífverur geta orðið fyrir barðinu á veirum • Veirur ráðast inn í lifandi frumur og eru minni en frumur. • Veira er sett saman úr erfðaefni og prótínhjúp. • Frumur sem veirur nýta sér til þess að fjölga sér kallast hýslar og veiran sníkill.
Veirur og menn • Veiran er alltaf til skaða fyrir frumuna sem hún tekur sér bólfestu í. • Veirur valda mjög oft sjúkdómum, misalvarlegum þó. • Mönnum hefur þó tekist að nýta sér veirur t.d. til að búa til bóluefni þar sem veiklaðar veirur eru notaðar til að mynda mótefni.
Dreifkjörnungar/gerlar • Dreifkjörnungar eru ein fruma með erfðaefni dreift um alla frumu. • Allir dreifkjörnungar eru gerlar • Gerlar eru oft nefndir bakteríur • Gerlar eru fjölmennasti flokkur lífvera. • Gerlar lifa á ólíklegustu stöðum, einar sér eða í klösum.
Gerð og bygging Gerlar hafa frumuvegg sem gefur styrk, ræður lögun og verndar önnur líffæri. Sumar tegundir hafa líka slímhjúp utan um frumuvegginn. Frumuhimna er innan við frumuvegginn og stjórnar hvaða efni fara inn og út úr frumunni. Frumuhimnan umlykur frymið sem er hlaupkennt efni. Erfðefnið (litningarnir) er dreift um frymið. Svipur eru hreyfitæki gerilsins
Starfsemi gerla • Margir gerlar • þarfnast súrefnis • geta lifað án súrefnis • drepast í súrefni • eru frumbjarga • eru ófrumbjarga og nærast á öðrum lífverum • lifa í lifandi verum • lifa á dauðum líferum og kallast sundrendur eða rotverur • Gerlar sjá um að skila mikilvægum næringarefnum aftur til jarðvega og vatns og eru mikilvægur hlekkur í lífkeðju náttúrunnar.
Fjölgun gerla • Gerlar fjölga sér með skiptingu • Gerlar geta umbreyst þegar næringu þrýtur , þurrkur sverfur að eða súrefni skortir • Þá myndast svokallað dvalgró. • Dvalgró er mjög sterkt og þolir jafnvel suðu og sterk hreinsiefni. • Þegar umhverfið er orðið hagstætt aftur breytist dvalagróið aftur í virka og eðlilega gerilfrumu.
Nýting og skaðsemi gerla • Við nýtum gerla við: • matvælaframleiðslu • framleiðslu eldsneytis • framleiðslu lyfja, sýklalyf • hreinsun á skolpi • ræktun • Gerlar • skemma matvæli • menga drykkjarvatn • raska framleiðsluferlum í iðnaði • orsaka sjúkdóma • spilla uppskeru nytjaplantna