260 likes | 406 Views
17. febrúar 2004. Viðskiptasiðfræði: Félagslegar skyldur viðskiptalífsins eða markaðslegar skyldur. Rök gegn málflutningi Friedmans og með. Ritgerðasmíð: Framsetning Skýringar Rökstuðningur. Rök gegn Friedman I.
E N D
17. febrúar 2004 • Viðskiptasiðfræði: Félagslegar skyldur viðskiptalífsins eða markaðslegar skyldur. • Rök gegn málflutningi Friedmans og með. • Ritgerðasmíð: • Framsetning • Skýringar • Rökstuðningur
Rök gegn Friedman I • Friedman dregur ekki upp rétta mynd af stjórnandanum sem axlar félagslega ábyrgð. • Stjórnandinn getur aðhafst þannig að það stríði ekki gegn hagsmunum eigenda en sé þó til marks um félagslega ábyrgð. • Skilgreina athafnasvið stjórnandans – hin þrönga skilgreining Friedmans er ekki nauðsynleg.
Rök gegn Friedman I frh. • Stjórnendur fyrirtækis einskonar framkvæmdavald fyrirtækis á meðan eigendur eða stjórn eru löggjafinn. • Markmið fyrirtækja miklu flóknari og semsettari en Friedman virðist halda.
Rök gegn Friedman II • Friedman dregur upp of einhæfa mynd af fyrirtækjum sem annars vegar hafa eingöngu það markmið að auka hagnað, hins vegar eingöngu það markmið að vinna að tilteknum góðgerðamálum.
Rök gegn Friedman III • Um afleiðingar: Friedman bendir á að stjórnandinn sé ekki sérfræðingur um neitt annað en rekstur fyrirtækisins. Hann sér ekki fyrir afleiðingar einhverra titekinna pólitískra afthafna, þess vegna á hann ekki að vera í aðstöðu til að taka slíkar ákvarðanir.
Rök gegn Friedman III frh. • En pólitískar ákvarðanir eru að þessu leyti ekki ólíkar öðrum ákvörðunum. • Allt sem varðar framtíðarskipulagningu er háð að minnsta kosti ákveðinni lágmarksóvissu. • Nálgun á einmitt að vera „business-like“ jafnt í pólitík sem viðskiptum: Tilraun til að beita tiltækum ráðum til að áhætta sé sem minnst.
Rök gegn Friedman IV • Félagsleg ábyrgð og sósíalismi. • Stjórnandinn hagar sér ekki nauðsynlega eins og embættismaður þó að hann axli félagslega ábyrgð. • Hann er ekki nauðsynlega að skattleggja með því að hafa áhrif á hvernig peningum er varið. • Friedman skilgreinir hugtakið sósíalismi of vítt, það á í raun við um alla valdstjórn.
Rök gegn Friedman V • Á endandum er greining Friedmans sjálfs mótuð af siðferðilegri afstöðu: • Viðskipti eiga að snúast um opna og frjálsa samkeppni án blekkinga og svika. • Einnig: Öll röksemdafærslan byggð á hugmynd um félagsleg tengsl sem skilgreinir ábyrgð. • Þjóðfélagið samanstendur af einstaklingum og frjálsum samtökum þeirra OG réttindi og skyldur einstaklinganna mótast af því hvaða samtök þeir hafa gengist undir sjálfviljugir og án þvingunar.
Meira um grein Friedmans • Bill Shaw reynir að verja afstöðu Friedmans á eftirfarandi forsendum: • Það getur vel verið að í einstökum atriðum fari Friedman yfir strikið eða hafi rangt fyrir sér. En grundvallarsjónarmiðið varðar verkaskiptingu og ólíkar skyldur markaðar og hins opinbera og það stendur.
Hvenær mega fyrirtæki vinna að félagslegum markmiðum? • Þegar þörfin er brýn og greinileg til dæmis vegna náttúruhamfara eða þegar fjöldi fólks líður fyrir ofbeldi eða stríð. • Úrræði: Leggja fé til hjálparstofnana.
Hvenær mega fyrirtæki vinna að félagslegum markmiðum? • Þegar fyrirtækinu er greinilega efnahagslegur ávinningur í því að leggja samfélaginu til fé. • Fyrirtæki eru oft fær um að „látið gott af sér leiða“ án þess að fórna efnahagslegum hagsmunum sínum og þá mega þau gera það.
Hvenær mega fyrirtæki vinna að félagslegum markmiðum? • Nálægð: Það er ekki einhlítur mælikvarði á skyldur fyrirtækis að þörfin sé nálæg. Sú spurningin hvort fyrirtæki eigi að koma til hjálpar varðar bæði þörfina sjálfa og vitneskju um hana. • Það er ekki sjálfgefið að fyrirtæki láti sig tiltekna þörf varða.
Hvenær mega fyrirtæki vinna að félagslegum markmiðum? • Síðasta hálmstráið: Í sumum tilvikum er hjálp fyrirtækja neyðarúrræði. Þetta verður að meta þó að jafnframt þurfi að huga að því hvort tiltekið verk eða framlag hæfi ekki stofnun eða samtökum betur. En á endanum er sú réttlæting gild að „enginn annar“ ráði við verkið.
Kjarninn í rökum Friedmans/Shaws • Það er nauðsynlegt að gera greinarmun á viðskiptalífi, á markaði, og öðrum stofnunum þjóðfélagsins. • Bill Shaw gerir tilraun til þess að orða afstöðu Friedmans á hófsamari hátt án þess að fórna grundvallarsjónarmiðinu.
Siðferðisafstaða að baki • Að baki rökum Friedmans er sú afstaða að ábyrgðarlaust framferði sé mesta syndin. • Ábyrgðarlaust framferði er þá fólgið í þessu: • Að eyða fé sem maður á ekki sjálfur til að vinna að markmiðum sem eru ekki í hag þeim sem eiga féð. • Taka þátt í vafasamri félagslegri áætlanagerð sem er alveg jafn líkleg til að vera til ills eins og til góðs.
Ritgerðasmíð • Rannsóknaritgerðir • Heimildaritgerðir • Yfirlitsritgerðir • Rökstuðningsritgerðir • Osfrv...
Ritgerðasmíð • Uppbygging ritgerðar þar sem ætlunin er að skýra og greina afstöðu og meta hvort hún er á góðum rökum reist eða ekki og hvort hún felur í sér möguleika á að greina aðstæður og leysa úr vandamáli.
Ritgerðasmíð • Hvar á að byrja? Þetta getur reynst erfiðasta spurningin og sú sem lengstan tíma tekur að svara. Ekki láta hana tefja ykkur svo lengi að á endanum hafið þið ekki tíma til að skrifa ritgerðina.
Ritgerðasmíð • Tillaga Athuga hvort hægt er í einni setningu eða málsgrein að endurorða afstöðu Friedmans, gera úr henni eins konar boðorð. Því næst skýra hana: Hvers vegna er hún sett fram, hvaða vanda leysir hún?
Ritgerðasmíð • Niðurstaða: • Þið gætuð viljað verja afstöðu Friedmans í því formi sem hann setur hana fram. • Þið gætuð viljað verja afstöðu sem er skyld afstöðu Friedmans en hófsamari. • Þið gætuð viljað hafna afstöðu Friedmans og halda því fram að fyrirtæki hafi réttnefndar félagslegar skyldur. • Hvað sem þið gerið: Gætið þess vel að afstaða ykkar til málflutnings Friedmans sé skýr og rökstudd.
Að samþykkja báðar skoðanir • Algengt er að nemendur samþykki afstöðu beggja deiluaðila að hluta eða nokkru leyti. Dæmi: • „Báðir hafa þeir nokkuð til síns máls...“ • „Ég er sammála Friedman en það er líka mikið vit í því sem Mulligan segir...“ • „Báðir hafa rétt fyrir sér...“
Að samþykkja báðar skoðanir • Oft er slík afstaða vísbending um að höfundur er ekki búinn að kryfja málin til mergjar og taka afstöðu. • Slík tilhneiging (að samþykkja málflutning beggja deiluaðila) er oft mjög bagaleg, sérstaklega þegar um andstæðar skoðanir er að ræða eða alhæfingar. Ef einhver segir: „Allir hrafnar eru svartir“, er tæpast hægt að segja: „Ég er sammála honum að hluta.“
Að samþykkja báðar skoðanir • Ef tveir höfundar eru á öndverðum meiði er ekki hægt að samþykkja skoðanir beggja og vera sjálfum sér samkvæmur.
Að samþykkja báðar skoðanir • En stundum er maður auðvitað sammála báðum aðilum að hluta til. • Í slíkum tilvikum er mikilvægt að vera nákvæmur og reyna að orða að hvaða leyti maður er sammála hvorum höfundi um sig.
Rök, skilgreiningar, boðorð og dæmi • Varist að rugla þessu saman. • Munið að dæmi eru EKKI rök. Dæmi eru notuð til að skýra rök og styrkja þau en ein og sér merkja þau ekki neitt. • Boð eða skipun er ekki rök heldur. En boðorð getur verið niðurstaða raka. • Skilgreiningar eru góðar til síns brúks en munið að þær eru aldrei algildar.
Skilgreiningar • Athugið að í ritgerð eins og þeirri sem þið þurfið að skrifa nú þurfið þið oft að velta fyrir ykkur merkingu einstakra orða og hugtaka. • Það er gott að nota skilgreiningar. Varið ykkur þá á villandi eða röngum skilgreiningum því að þær geta eyðilagt fyrir ykkur ritgerðina.