350 likes | 567 Views
“Konur á Íslandi eiga mikið inni”. Erindi á fundi Samfylkingarinnar 20/5 2005 Þorgerður Einarsdóttir. Nýir tímar. “Fráfarandi ríkisstjórn hefur brugðist konum með aðgerðaleysi gegn kynbundnum launamun og rýrum hlut kvenna í stjórnkerfi ríkisins...
E N D
“Konur á Íslandi eiga mikið inni” Erindi á fundi Samfylkingarinnar 20/5 2005 Þorgerður Einarsdóttir
Nýirtímar “Fráfarandi ríkisstjórn hefur brugðist konum með aðgerðaleysi gegn kynbundnum launamun og rýrum hlut kvenna í stjórnkerfi ríkisins... Jafnrétti kynja snýst um lífsgæði allra og er ein af grundvallarstoðum lýðræðis.” “Samfylkingin mun beita sér af alefli fyrir því að jafna hlut kvenna og karla í stjórnunarstöðum hjá ríkinu, tryggja framkvæmd jafnréttisáætlana í ráðuneytum og stofnunum og láta verkin tala í jöfnun launamunar kvenna og karla í sambærilegum, störfum m.a. með samþættingu atvinnu- og einkalífs.” “Gerð verði rannsókn á launamun kvenna og karla í opinberum störfum og atvinnulífi og samþykkt framkvæmdaáætlun með tímasettum markmiðum um jöfnun á kynbundnum launamun”. “Konur á Íslandi eiga mikið inni” Úr “Nýir tímar” Kosningastefna Samfylkingarinnar vorið 2003
Hvað eiga konur inni á vinnumarkaðnum? Hvernig er staðan?
Vinnumarkaðurinn • Atvinnuþátttaka og vinnutími kvenna með því hæsta sem gerist • Atvinnuþátttaka og menntun kynja nánast jöfn • Launamunur kynja allt að 17%, stendur í stað • Heimild: Þorgerður Einarsdóttir og K. Stella Blöndal (2004) • Menntun skilar körlum lengra en konum • Heimild: Launakönnun Jafnréttisráðs (1995) o.fl. • Kynjaskipting starfa mikil á Íslandi og fer vaxandi • Heimild: Lilja Mósesdóttir (2004)
Glerþakið • Konur • 18% framkvæmdastjóra fyrirtækja • 4% framkvæmdastjóra stórfyrirtækja • 19% forstöðumenn ríkisstofnana og ráðuneyta • Heimild: Nefnd um efnahagsleg völd kvenna (2004) • Minna aðgengi að fjármagni en karlar, fá minni skilning hjá bönkum og opinberum sjóðum • Fara þó sjaldnar í gjaldþrot • Heimild: Sigríður Þórðardóttir (2004) Athafnafólk – skiptir kynferði máli. MA-ritgerð HÍ
Hver er jafnréttisskilningur ríkisstjórnarinnar? • “Kyn skiptir ekki máli fyrir efnisatriði nefndarinnar...” “Gervimál” • Geir Haarde á Alþingi við gagnrýni Katrínar Júlíusdóttur um skipun framkvæmdanefndar um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins (18/10 2004) • “Aukin sókn kvenna í menntun mun skila þeim algjöru jafnrétti á næstu 20 árum [...] brýnasta mál jafnréttisbaráttunnar í dag er að konur sjálfar sannfærist um að kynferði þeirra skipti ekki máli fyrir laun þeirra” • Davíð Oddsson (18-fréttir Rúv og 22-fréttir Sjónvarps 17/3 2004) • “Að ræða jafnréttismál á þeirri forsendu, að höfuðmáli skipti, hve margar konur skipi stjórnunarstöður innan ríkiskerfisins eða stjórnarráðsins, er til marks um gamaldags skammsýni” • Björn Bjarnason (Mbl 3/5 2003) • "Við munum að sjálfsögðu sakna hennar...“ • Halldór Ásgrímsson um brotthvarf Sivjar úr ríkisstjórn (Mbl 20/8 2004) • Afrek HÁ sem utanríkisráðherra: konur 14% í nefndum, minnkandi hlutur kvenna í friðargæslunni, karlar 97% sendiherra
“Konum sjálfum að kenna?” • Jafn margar konur og karlar á vinnumarkaði hafa sóst eftir launahækkun (36%) • Heimild: Viðhorfskönnun Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum o.fl. 2004 • Konur sækjast jafnmikið eftir aukinni ábyrgð í starfi og karlar (30%) Heimild: Viðhorfskönnun Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum o.fl. 2004 • Stjórnendur telja að konur sækist ekki eftir stjórnendastörfum (56%) Heimild: Könnun Samtaka Atvinnulífsins 2003 meðal stjórnenda
Hver er staðan á 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna? • Kynjahlutföll • Alþingi 70:30 • Ríkisstjórn 75:25 • Sveitastjórnir 69:31 • Sveitar/bæjar/borgarstjórar 81:19 • Oddvitar/forsetar sveitar/bæjar/borgarstjórna 78:22 • Heimild: Félagsmálaráðuneyti nóv. 2002 • Pólitískir leiðtogar? • Er ‘kynjaskipting’ eða ‘verkaskipting’ í stjórnmálum milli karla og kvenna? • Glerþak? • Konum sjálfum að kenna?
Árslok 1999: 4 konur í ríkisstjórn Eina skiptið í Íslandssögunni sem konur hafa verið fjórar í ríkisstjórn. Nokkrum mánuðum seinna fækkaði þeim í þrjár og þær voru tvær eftir kosningarnar 2003.
Hlutfall kvenna í framboði er alltaf hærra en það hlutfall sem nær kjöri Skortir konur vilja?
Frambjóðendur og kjörnir í Alþingiskosningum 1963 - 2003 Úr Konur og karlar 2004
Formenn stjórnmálaflokka • Þjóðvaki: Jóhanna Sigurðardóttir (1995- ) • Alþýðubandalag: Margrét Frímannsdóttir (1995-1999) • Konur á Íslandi hafa víðtæka reynslu af forystu í stjórnmálum í sérstökum kvennalistum • Kvennalistarnir hafa þó ekki haft formenn
Konur varaformenn • Alþýðubandalag: • Adda Bára Sigfúsdóttir (1968 – 1977) • Vilborg Harðardóttir (1983 – 1985) • Kristín Ágústa Ólafsdóttir (1985 – 1987) • Svanfríður Jónasdóttir (1987 – 1989) • Alþýðuflokkur • Jóhanna Sigurðardóttir (1983 – 1993) • Rannveig Guðmundsdóttir (1993 – 1994) • Ásta B. Þorsteinsdóttir (1996 – 1998) • Þjóðvaki • Svanfríður Jónasdóttir (1995 – ) • Vinstri Grænir • Svanhildur Kaaber (1999 – 2003) • Katrín Jakobsdóttir (2003 – ) • Samfylking • Margrét Frímannsdóttir (1999 – 2003) • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (2003 – 2005)
Alþýðubandalag • Konur á varaformannsbekk í um 30 ár • Varaformannsembættið ekki tengt þingmennsku • Kjartan Ólafsson undantekning – embætti dugði honum til þingmennsku • Hefðin rofin 1989 þegar Steingrímur J. Sigfússon (sitjandi ráðherra) bauð sig fram gegn Svanfríði Jónasdóttur, varamanni sínum • Steingrímur aftók að flokkurinn myndi klofna við kjörið • “Þetta verður þó að koma í ljós en auðvitað fer það eftir því hvaða þroska flokksmenn hafa til að fylkja sér um þessa niðurstöðu" (Mbl. 21/11 1989) • Konur í Alþýðubandalaginu voru þó engan veginn öruggar í varaformannsembættinu • Ef karlar þurfa að gera upp sakirnar sín á milli eða mæla styrkleika sinn hver gagnvart öðrum þá víkja konurnar • (sbr. Steingrímur J – Ólafur Ragnar 1987)
Konur keppa um varaformennsku • Alþýðubandalag 1989 • Svanfríður Jónasdóttir – Steingrímur Sigfússon • (Steingrímur vann) • Framsókn 1998 • Sif Friðleifsdóttir – Finnur Ingólfsson • (Finnur vann 62,8%) • Sjálfstæðisflokkur 1999 • Sólveig Pétursdóttir – Geir Haarde • (Geir vann 74,2%) • Vinstri Grænir 2003 • Katrín Jakobsdóttir – Steingrímur Ólafsson • (Katrín vann 80%)
Alþýðuflokkur – Vinstri grænir • Alþýðuflokkurinn seinni en Alþýðubandalagið að treysta konum fyrir varaformannsembætti EN embættið þyngra á metunum og tengt þingmennsku • Samanber Jóhanna og Rannveig • Aðeins Ásta B. var varaþingmaður • Vinstri grænir fylgja hefð Alþýðubandalagsins um varaformannsembætti ótengt þingsetu • Í flokki mannsins (SJS) sem einmitt braut þá hefði í Alþýðubandalaginu • Konur hafa átt greiðan aðgang að varaformannsembætti VG • Tilviljanir?
Framsókn - Sjálfstæðisflokkur • Kvennapólitískt mikilvægt að konur hafa sóst eftir varaformannsembætti og sýnt metnað og vilja til forystu • Orðræða um að fólk “stimpli sig inn” og auki pólitískt auðmagn sitt (Bourdieu 1990) með metnaði í varaformannsembætti • Samanber ummæli um Ágúst Ólaf Ágústsson vorið 2005 • Finnur og Geir stimpluðu sig inn en stimpluðu Siv og Sólveig sig út? • Pólitísk vegsemd beggja hefur minnkað og hvorug ráðherra lengur • Tilviljun? • Kannski, en engin kona hefur lagt í slaginn síðan
Konur keppa um formennsku/forystu • Alþýðubandalag 1987: • Sigríður Stefánsdóttir – Ólafur Ragnar Grímsson (60%) • Alþýðuflokkur 1994: • Jóhanna Sigurðardóttir – Jón Baldvin Hannibalsson (60,3%) • Alþýðubandalag 1995: • Margrét Frímannsdóttir – Steingrímur Sigfússon (53,5%) • Sjálfstæðisflokkur 2002: • [Inga Jóna Þórðardóttir – Björn Bjarnason ?!!]
Konur hafa metnað til forystu • Kvennapólitískt mikilvægi framboðanna • Sigríður 1987: fyrst kvenna að sækjast eftir formennsku • Jóhanna 1994: fyrst kvenna gegn sitjandi formanni • Margir karlar hafa gert það áður • Margrét 1995: fyrst kvenna að sigra karl í formannskjöri • Eftirbragðið reyndist klofningur (VG) • Sá sem 6 árum fyrr brýndi menn til þess þroska að fylkja sér um niðurstöðu varaformannskjörs - stofnaði flokk 4 árum síðar • Afdrif Björns Bjarnasonar umhugsunarverð • Úr ráðherraembætti, tap í borgarstjórnarkosningum 2002, ári síðar orðinn ráðherra aftur
Leiðtogahugtakið - leiðtogahæfileikar • Leiðtogahugtakið vísar til athafna en ekki persónueinkenna • Enginn er alltaf leiðtogi. Við vissar aðstæður tekst einstaklingum að virkja aðra en ekki við aðrar aðstæður • Hugmyndin um meðfædda leiðtogahæfileika elur á sjálfsblekkingu og óábyrgri hegðun • Ásdís Halla Bragadóttir (2000) Í hlutverki leiðtogans • Við fæðumst ekki frjáls heldur inn í ákveðin valdatengsl – aukið frelsi fáum við einungis með andófi gegn því hvernig við erum skilgreind, flokkuð og njörvuð í staðalmyndir og hugtakaklafa • Foucault (1979)
Orðræða unglinga um leiðtogahæfileika • Kynbundnar hugmyndir um verðleika, greind, virðingu, leiðtogahæfni • Borgarstjórnarkosningar í tveimur 10. bekkjum • Báðir bekkir völdu stráka sem borgarstjóraefni. Annar bekkurinn beðinn að endurskoða val sitt • Ástæður sem stelpurnar nefndu: • Hópurinn okkar á meiri möguleika með strák í fararbroddi • Ótti við að vera stimpluð athyglissjúk • Búin að vera svo áberandi upp á síðkastið • Aðrir þurfa að fá að spreyta sig • Það þýðir ekkert að hafa stelpu í forsvari • Ég er ekki eins háfleyg og hef ekki eins mikið vit á stjórnmálum • Karlmennska og hugmyndir um leiðtoga virðast enn samofnar Berglind Rós Magnúsdóttir (2003) Orðræður um kyngervi, völd og virðingu í unglingabekk. MA-ritgerð, Háskóli Íslands
Áhrif orðræðunnar á virkni og leiðtogamennsku • Stelpur héldu aftur af sér af ótti við neikvæða stimpla • Dæmi: • Heimsk • Athyglissjúk • Frek • Hávær • Hóra • Vond stelpa • Notað um stelpurnar, sjálfslýsingar, lýsingar á öðrum stelpum, það sem stelpurnar héldu að sagt væri um sig Berglind Rós Magnúsdóttir (2003) Orðræður um kyngervi, völd og virðingu í unglingabekk. MA-ritgerð, Háskóli Íslands
Niðurstöður Berglindar • Þær sem eru virkastar í bekknum og hafa sig mest í frammi (þjálfa virkni og leiðtogamennsku) fá á sig neikvæða stimpla og viðbrögð öfugt við virka stráka • Það sem skilgreint var sem mikilvæg þekking og hæfni bæði af stelpum og strákum var gjarnan meira tengt karlmennskuorðræðum • Unglingsstúlkur sem vilja tengja sig karlmennskuorðræðu ná ekki að nýta sér það til vinsælda og valda í sama mæli og strákar. Sama taktík er mismunandi áhrifarík eftir kyni
Gæti misst völdin í hendur karlsViðhorfsgrein Örnu Schram Mbl. 19/3 2003 • “Lipponen gæti misst völdin í hendur konu“ (fyrirsögn DV) • "Svo kann að fara að kona verði forsætisráðherra Finnlands eftir þingkosningarnar á sunnudag“ [í frétt DV] • "Mowlan þótti litrík á ráðherraferli sínum... Hún þótti einnig hirða lítið um útlit sitt." • "Það er útbreidd skoðun innan Framsóknarflokksins að eftir á að hyggja hafi hin fagra [feitletrun blaðamanns] Siv Friðleifsdóttir sem féll fyrir Finni í formannskjöri því trúlega verið betri kostur fyrir flokkinn." • “...vandi steðjar að Halldóri Ásgrímssyni, en hann er sá að halda hinni sykursætu [feitletrun blaðamanns] Siv Friðleifsdóttur utan ríkisstjórnarinnar en hún lætur að sögn illa að stjórn." • “Hin glæsilega" "hið álitlega adamsrif" "hin unga ferska meðvitaða kona“ “á rauðum pinnahælum” • "Þegar á heildina er litið finnst mér jafnrétti ekki vera náð fyrr en fjallað er um konur af sömu virðingu og karla"
Kosningabaráttan snýst um menn • Einstaklingar eru mikilvægir því meirihluti þjóðarinnar telur kosningabaráttu snúast frekar um menn en málefni • Tæp 62% telja hana snúast um menn • 14%: menn og málefni • Tæp 13%: málefni • Flestir hinna nefndu þras, skítkast og ómálefnalega baráttu • Samanburður við fyrri Alþingiskosningar: • 1999: 57% um menn • 1995: 48% um menn • Þjóðarpúls Gallup apríl 2003
Störf nokkurra þekktra Íslendinga Úr Þjóðarpúlsi Gallup apríl 2001
Borgarstjóri - 2002 • Tæp 39% ánægð með störf meirihlutans í RVK tæp 30% ánægð með störf minnihlutans • 62% ánægð ISG borgarstjóra, tæp 22% óánægð “Mun meiri ánægja mælist með störf borgarstjóra en R-listans í borgarstjórn og þykir sýnt að Ingibjörg Sólrún nýtur meira hylli en meirihluti borgarstjórnar” • Þjóðarpúls Gallup febrúar 2002 (spurt í desember 2001)
Viðhorf til stjórnmálamanna sem forsætisráðherraefna 2003 Úr Þjóðarpúlsi Gallup apríl 2003
Úr kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarsonar eftir kosningar 2003 Unnið af Einari Mar Þórðarsyni stjórnmálafræðingi, birt með góðfúslegu leyfi Ó.Þ.H.
Úr kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarsonar eftir kosningar 2003 Unnið af Einari Mar Þórðarsyni stjórnmálafræðingi, birt með góðfúslegu leyfi Ó.Þ.H.
Orðræða í leiðtogakjöri 2005 • Fegurðarsamkeppni – stjörnuleit • Hin fagra, hin glæsilega, hin sykursæta Sif – á rauðum pinnahælum... (Arna Schram 2003) • “Nú get ég”, “Nú getur Ingibjörg” • (Litla gula hænan fann fræ) • Athyglissjúk, frek, hávær... (Berglind Rós 2003) • Karlinn í brúnni fiskar vel • (Hvað er hún að vilja upp á dekk?) • Það þýðir ekkert að hafa stelpu í forsvari (Berglind Rós 2003) • Engan kvennalista • “Lipponen gæti misst völdin í hendur konu“ (Arna Schram 2003) • (“Stemning fyrir að kjósa konu”)
Hvernig sem kjörið fer... ...eiga konur á Íslandi það inni að metnaður þeirra, hæfni, verðleikar og leiðtogahæfileikar fái að njóta sín og að þær verði metnar til jafns við karla