320 likes | 740 Views
Jarðsaga Íslands Tertíer. Hitastig. Það hlýnaði aftur þar til fyrir 18 milljónum ára. Eftir það fór jafnt og þétt kólnandi og fyrir 1,65 milljónum ára var komin mikil ísöld á jörðinni.
E N D
Hitastig • Það hlýnaði aftur þar til fyrir 18 milljónum ára. • Eftir það fór jafnt og þétt kólnandi og fyrir 1,65 milljónum ára var komin mikil ísöld á jörðinni. • Skipting nýlífsaldar í tímabilin Tertíer og Kvarter miðast við þessi tímamörk. Ísöldin á kvarter var síðan mjög sveiflukennd og skiptust á hlýskeið og kuldaskeið. • Á kuldaskeiðunum var fimbulkuldi en á hlýskeiðum var jafnvel hlýrra en er í dag.
Skipting Tertíer í tímabil • Plíósen 1,8M - 5M • Míósen 5 M - 23M • Ólígósen 23M – 34M • Eósen 34M – 55M • Paleósen 55M – 65M
Míósen 5 M - 23M • Á Míósen hlýnar aftur, og loftlag verður heitt og þurrt. • Nýjar fellingahrynur byrja að láta á sér kræla. Panamaeyðið verður til sem myndar skil milli Norður og Mið Ameríku. • Graslendi, túndrur, gresjur og eyðimerkur koma fram. • Nýjar tegundir spendýra og fugla. • Í hafinu mynduðust útbreiddir þangskógar, sem varð grunnur að blómlegu dýralífi hafsins. • Í lok Míocen voru komnar fram 95% þeirra tegunda sem lifðu síðan af ísöldina.
Plíósen 1,8M - 5M • Á Plíósen kólnaði um alla jörð, og jöklar mynduðust á pólunum. • Mikil aukning í gresjum og steppum, sem var blómatími fyrir sebradýr, hesta og önnur “gresjudýr”. • Fyrstu tegundir mannapa (ausralopithecins) • Panamaeyðið lokaðist sem gaf dýrategundum möguleika á að komast milli Norður og Suður Ameríku.
Túlkun jarðlaga • Nútíminn er lykill fortíðarinnar (Lyell) • Efra jarðlag er ávallt yngra en það sem undir liggur (Stenó 1669) • Mislagieru eyður í jarðlagastaflanum • Einkennislag er lag með mikla útbreiðslu og hefur einkenni sem auðvellt er að rekja • Einkennissteingervingur er steingerðar leifar lífveru sem náði mikilli útbreiðslu á stuttu skeiði jarðsögunnar • Áflæði þegar sjávarstaða hækkar • Afflæði verður þegar sjávarstaða lækkar
Aldursákvarðanir • Til að finna raunverulegan aldur bergs er venjulega byggt á mælingum á geislavirkum samsætum í bergi eða steingervingum. Við þekkjum þann tíma sem tekur að breyta einni samsætu frumefnis í annan. • Við skilgreinum þann tíma sem tekur að brjóta niður helming geislavirku samsætunnar sem helmingunartíma. • Það geislavirka efni sem brotnar niður er kallað móðurefni, það sem myndast er dótturefni.
Helmingunartími nokkurra samsæta. Geislavirkar Helmingunartími(ár) Dótturefni Mælisvið (ár) samsætur Rúbidín 874,86 · 1010 Strontín 87 Þórín 2321,4 · 1010 Blý 208 Kalín 401,3 · 109 Argon 40 1·105 - 4,86 - 1010 Úran 2384,5 · 109 Blý 206 Úran 2357,10 · 108 Blý 207 Kolefni 145730 Nitur 14100 - 50.000
Kalíum –Argon aðferð • Geislavirk samsæta kalíums 40 (40K) klofnar og breytist í eðallofttegundina argon 40 (40Ar). Við það myndast örlitlar argonloftbólur í berginu, sem geta lokast varanlega inni í kristalgrindinni. • Með því að bræða bergið losnar argonið og hægt er að mæla það. • Með nákvæmum massagreini er hægt að finna magn 40K í berginu. Með því að bera þetta saman og bera saman við helmingunartíman, fæst nákvæm aldursgreining á berginu.
Geislakolsaferð • Til að hægt sé að nota þessa aðferð þarf að finna lífrænar leifar sem eru yngri en 40.000 ára. Þessi aðferð er því aðeins notuð til að aldursgreina jarðlög frá síðasta hluta nútíma. • Helmingunartíma 14C er 5730 ár. • 14C myndast í háloftunum við geimgeislun, og er síðan safna af jurtum við ljóstillífun. Magn 14C er þekkt í lofthjúpnum. 14C brotnar síðan í Nitur og hlutfall þessara efna segir til um aldurinn.
Verkefni í Jarðsögu • Aldursákvarðanir • Vestfirðir 12-15 Milljón ár • Austfirðir 10 – 13 Milljón ár • Vesturland 7 – 12 Milljón ár • Suðurland 3 – 5 milljón ár • Tjörnes • Höfuðborgarsvæðið • Síðasta jökulskeið (og lok þess) • Eldvirkni á nútíma • Veðurfarsbreytingar á nútíma
Segulkvarðinn • Vissar bergtegundir, einkum seguljárnsteinn, segulmagnast þegar bergið storknar úr bergkviku. Þetta stafar af segulsviði jarðar, en gerð þess á hverjum tíma er þá föst í jarlögum. • Á nokkur hundruð þúsund ára fresti umpólast jörðin, þannig að suðurskaut verður norðurskaut og öfugt. Með því að rekja sögu umpólunar með aldursgreiningum fæst segulkvarði sem hægt er að nota til stuðnings við aldursgreiningar í bergi.
10.3 Jarðsaga Íslands í hnotskurn • Fyrir 10 milljónum ára var meðalárshitinn að jafnaði 5 – 10 °C heitari en hann er í dag. • Á kuldaskeiðum var meðalárshitinn að jafnaði 5 – 10 °C kaldari en hann er í dag. • Veðurfar kólnaði á síðari hluta Tertíertímans • Við finnum ummerki eftir 30 kuldaskeið, og hlýskeið á milli þeirra • Fyrstu ummerki eftir kuldaskeið voru fyrir 5 Milljónum ára • Fyrir 1,65 milljónum ára tekur við kaldara loftslag • Síðustu 800.000 árin hafa kuldaskeið verið ráðandi • Nútíminn með núverandi hlýskeiði hófst fyrir 10.000 árum
Jarðlög • Mikil eldvirkni veldur því að gosefni hafa hlaðist upp, ásamt því að rek jarðskorpufleka veldur skriði út frá miðju landsins • Jöklar hafa rofið ofan af jarðlagastaflanum og grafið firði og flóa. Upphleðsla og rof hafa haldist í hendur. • Jarðsaga Íslands er skráð í jarðlögin, og hægt er að rekja sig niður í jarðlagastaflanum til að lesa jarðsögu Íslands.
10.4 Tertíer • Elsta berg á Íslandi er frá Míósen, 15 – 16 milljón ára gamalt. Talað er um Tertíer berggrunnin á Íslandi sem er byggður upp á hraunlögum frá eldstöðvakerfum og dyngjum. • Regluleg klettabelti frá Tertíer benda til að landið hafi verið allt hálent. Rauð millilög eru ummyndaður jarðvegur frá hlýskeiðum, og stafar af okuðu járni.
Setlög • Milli hraunlaga eru setlög og surtarbrandslög, en þau benda á að goshlé hafi orðið á viðkomandi svæði. • Surtarbrendur eru leifar mómýra og skóga sem hafa lent undir hraunfargi og kolast. Heilleg koluð tré hafa verið notuð í byggingar. Surtarbrandur er fremur slæmt eldsneyti, vegna þess hve mikil gosaska er í honum vegna mikillar eldvirkni á Íslandi. • Steingerðar jurtaleyfar eru algengar í surtarbrandinum, sem gefur möguleika á að rekja loftslag á þeim tíma sem leifarnar mynduðust. • Lítið er um dýrasteingervinga, þá yfirleitt skordýr, en bein úr hjartardýri hefur vakið spurningar um dýralíf á Íslandi á þessum tíma. Hármý
Setlög og rauðu millilögin Hengifoss í Fljótsdal
Vestfirðir • Elsta berg landsins er að finna á Vestfjörðum, 15 – 16 milljón ára gamalt. • Nokkar virkar megineldstöðvar voru þar frá 14 – 8 milljónum ára, sú yngsta kennd við Króksfjarðaeldstöðina
Surtarbrandsgil við Brjánslæk • Best varðveittu plöntusteingervingar sem finnast á Íslandi eru í Surtarbrandsgili við Brjánslæk. Þau eru 12 milljón ára gömul
Vestfirðir hásléttan mikla • Flest fjöll á Vestfjörðum eru í svipaðri hæð, og jarðlagastaflinn reglulega hlaðinn upp. • Þetta bendir til þess að landslagið hafi verið háslétta, tilbreytingarsnauð, þar sem hvert hraunlagið eða setlagið hlóðst ofan á annað. • Þegar ísöld gekk í garð rauf Ísaldarjökullinn djúpa dali inn í landslagið
Tjörnes • Á Tjörnesi hafa fundist merkileg jarðlög frá lokum Tertíer og byrjun Kvarter. • Þetta eru setlög mynduð á landi eða í sjó við breytilega sjávarstöðu. • Fyrir 4 milljónum ára var sjávarhiti 5°C hærri en hann er nú. Skeljategundir sem lifðu þá lifðu í hlýju loftslagi. • Fyrir nálægt 3 milljónum ára fækkaði skeljategundum sem þoldu illa kulda fækkaði en í staðinn komu tegundir sem lifa við svipaðan sjávarhita og er við landið í dag. Á landi koma barrtré í stað lauftrjáa. • Fyrir 2,2 milljónum ára skreið jökull í fyrsta skipti í sjó fram á Tjörnesi. Jökulskeið sem koma fram á Tjörnesi eru alvöru kuldaskeið. • Eftir þetta koma fram stöðugar sveiflur á milli hlýskeiða og kuldaskeiða. Ísöldin er gengin í garð.