100 likes | 230 Views
Er áhugavert fyrir lífeyrissjóði að koma með beinum hætti að íbúðamarkaði?. Fundur í velferðarnefnd ASÍ. Fjármögnun húsnæðiskerfisins. Lífeyrissjóðir fjármagnar stærstahluta íbúðalána í dag.
E N D
Er áhugavert fyrir lífeyrissjóði að koma með beinum hætti að íbúðamarkaði? Fundur í velferðarnefnd ASÍ
Fjármögnun húsnæðiskerfisins • Lífeyrissjóðir fjármagnar stærstahluta íbúðalána í dag. • Verðbréf í eigu lífeyrissjóðanna hjá Íbúðalánasjóði voru 530 milljarðar í lok árs 2010 (Fasteignaskuldir heimila Íbúðalánasjóði í október 2010 579 milljarðar) • Fasteignatryggð sjóðsfélagalán um 10% af eignasafni lífeyrissjóðanna eða rúmir 180 milljarðar í október 2010
Yfirlýsing frá desember 2010 • Í yfirlýsingu frá því í desember 2010 í tengslum við samkomulag um skuldavanda heimila lýstu lífeyrissjóðir vilja sínum til að koma að framkvæmd þeirrar húsnæðisstefnu sem starfandi nefna á vegum velferðarráðuneytisins yrði sammála um.
Hvernig verður aðkoma LL • Það er að störfum 5 manna húsnæðishópur á vegum LL ásamt framkvæmdastjóra og verkefnaráðnum starfsmanni • Hlutverk starfshópsins er að undirbúa stefnumótun /ákvörðunartöku varðandi beina aðkomu lífeyrissjóða að húsnæðiskerfinu • Tímaramminn er að niðurstaða liggi fyrir lok apríl n.k.
Vinnuskipulag • Í fyrsta lagi er verið að skoða umfjöllun um rekstur húsnæðisfélaga á Íslandi ásamt því að horft til Norðurlandanna • Í öðru lagi reyna að draga ályktun af þeim upplýsingum sem fyrir liggja og ákveða næstu skref • Í þriðja lagi ef fyrri tveir þættirnir gefa tilefni til að halda áfram að setja upp heilstæða viðskiptaáætlun
Grundvallarskilyrði • Að áhættan sé innan eðlilegra marka • Að arðsemin til lengri tíma sé viðunandi • Félagsformið sé opið • Vissa fyrir því að það sé að eiga sér stað varanleg breyting á fasteignamarkaði • Fyrir liggi vilji stjórnvalda til að stuðla að breytingum
Nokkrar staðreyndir • Þeir sem hafa efna á að kaupa húsnæði, kjósa frekar að kaupa! • Miðað við niðurstöðu leigukönnunar Neytendasamtakanna má ætla að krafa almenna leigumarkaðarins um arðsemi sé lakari en lífeyrissjóðir teldu ásættanlegt sé horft til uppgefins leiguverðs. • Félagsbústaðir virðast vera með hærra leiguverð en fram kemur í könnun Neytendasamtakanna. • Vaxtabótakerfið virðist vera íbúðarkaupendum hagstæðara en húsaleigubótakerfið • Flest starfandi fasteignafélög eru í fjárhagslegum erfiðleikum
Eru millistig í aðkomu lífeyrissjóðanna? • Rekstrarsamningur við t.d. Búseta og Félagsbústaði • Samstarf við sveitarfélög um rekstur þjónustuíbúða • Lífeyrissjóðir fjármagni íbúðarkaup í stað ILS
Það sem þarf að skoða sérstaklega • Hver er stærðarhagkvæmni fasteignarfélaga? • Hver er æskilegust samsetning eigna? • Hver verður stuðningur sveitafélaganna t.d. verð á lóðum til fasteignafélaga? • Er markaður fyrir leiguíbúðir til langtímaleigu? • Hvernig verður ungu fólki gert kleyft að kaupa húsnæði? • Hvernig verður stuðningur kaupenda og leigjenda jafnaður? • Hvernig mun skattkerfið líta út í náinni framtíð?
Samantekt • Á næstu dögum mun starfshópurinn taka afstöðu til framhaldsins með tilliti til þess hver niðurstaða er úr tveimur fyrstu efnisþáttunum • Verði tekin ákvörðun að halda áfram er gert ráð fyrir að tillögur liggi fyrir í lok apríl eða fyrir miðjan maí n.k. • Það er ekki tímabært að lýsa yfir að lífeyrissjóðir muni koma með beinni hætti að íbúðamarkaðinum en þeir hafa gert fram til þessa. • Vinnan sem er að baki kallar fram fleiri spurningar en svör og svör sem eru komin gefa tilefni til að málið sé skoðað mjög vandlega áður en við tökum ákvörðun