1 / 37

Ytri áhrif, sameign og samgæði Kafli 18

Ytri áhrif, sameign og samgæði Kafli 18. Ytri áhrif. Fram að þessu hefur verið gert ráð fyrir að hegðun og samningar tveggja aðila hefðu engin áhrif á þriðja aðila. Í raun hefur þannig verið gert ráð fyrir að engin ytri áhrif eða utanaðkomandi áhrif (externalities) væru til staðar.

Download Presentation

Ytri áhrif, sameign og samgæði Kafli 18

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ytri áhrif, sameign og samgæðiKafli 18

  2. Ytri áhrif Fram að þessu hefur verið gert ráð fyrir að hegðun og samningar tveggja aðila hefðu engin áhrif á þriðja aðila. Í raun hefur þannig verið gert ráð fyrir að engin ytri áhrif eða utanaðkomandi áhrif (externalities) væru til staðar. Ytri áhrif: Ákvörðun (hegðun) tiltekins aðila eða samningur tveggja aðila hefur áhrif á aðra, án þess að þeir séu aðilar að ákvörðuninni eða samningnum. Tveir flokkar ytri áhrifa: • Peningaleg ytri áhrif (pecuniary externalities) • Efnisleg ytri áhrif (technical externalities)

  3. Peningaleg ytri áhrif • Þegar ákvarðanir eða samningar einstaklinga hafa áhrif á aðra í þjóðfélaginu í gegnum verðbreytingar á markaði. • Aukin eftirspurn mín leiðir til verðhækkunar fyrir ykkur, og minni eftirspurn mín leiðir til verðlækkunar fyrir ykkur. Svipað gildir um breytt framboð hjá mér. • Peningaleg ytri áhrif teljast ekki til vandamála, enda eru þau eðlileg afleiðing markaðshegðunar.

  4. Efnisleg ytri áhrif • Þegar ákvarðanir eða samningar einstaklinga hafa áhrif á aðra í þjóðfélaginu, en koma ekki (nauðsynlega) fram í gegnum verðbreytingar. • Aukaafurð í framleiðslu fyrirtækis er úrgangur sem hleypt er út í andrúmsloftið eða í sameiginlegt vatnsból. Nágranni reisir himinháa girðingu sem lokar á útsýni mitt. Ég spila á flygil allar nætur nágrönnum mínum til ama (ánægju). • Tveir flokkar: Jákvæð og neikvæð ytri áhrif.

  5. Neikvæð ytri áhrif, t.d mengun SMC P MC MB 0 Q* Q’ Q

  6. Neikvæð ytri áhrif Á glærunni hér á undan gæti sagan verið sú, að fyrirtæki framleiðir vöru sem hefur í för með sér aukaafurð. Fyrirtækið losar sig við aukaafurðina, t.d. með því að sleppa henni út í andrúmsloftið (mengar). Kostnaði fyrirtækisins við framleiðsluna er lýst með MC og eftirspurninni (ábatanum) með MB. Framleiðsla verður því í punktinum Q’. Mengunin hefur hins vegar neikvæð ytri áhrif í för með sér, þ.e. aðrir í þjóðfélaginu verða fyrir óþægindum af henni. Þessum óþægindum er lýst sem þjóðfélagslegum kostnaði, með SMC - MC. Ef fyrirtækið tæki tillit til alls kostnaðar, þ.e. kostnaðar síns og kostnaðar vegna óþæginda annarra, þá væri framleiðslan við Q*.

  7. Jákvæð ytri áhrif Á næstu glæru er jákvæðum ytri áhrifum lýst. Kostnaði framleiðandans er lýst með MC, eftirspurn (ábata) með MB og framleitt verður að Q’. Ábata þjóðfélagsins er lýst sem lækkun kostnaðar, með SMC. Ef framleiðandinn gæti tekið tillit til þessa ábata þá myndi hann framleiða að Q*. Samgæði eða almannagæði (public goods) eru undirflokkur ytri áhrifa.

  8. Jákvæð ytri áhrif, t.d. bólusetning P MC SMB MB Q’ Q* Q 0

  9. Jákvæð ytri áhrif í framleiðslu, t.d. tækniþekking P MC SMC Önnur leið við að teikna ytri áhrif MB Q’ Q* Q 0

  10. Neikvæð ytri áhrif í neyslu, t.d. óbeinar reykingar P MC Önnur leið við að teikna ytri áhrif MB SMB Q’ Q* Q 0

  11. Framleiðendaábati (upprifjun úr 9. kafla) (b) Framleiðendaábati á markaði p , Price per unit Markaðsframboð Markaðsverð p * Framleiðendaábati Breytilegur kostnaður Figure 9.3 Producer Surplus * Q , Units per year Q

  12. Áhrif af mengun Figure 18.1 Welfare Effects of Pollution in a Competitive Market

  13. Áhrif af mengun – Pigou skattur Gerið ráð fyrir jöfnum skatti á hverja einingu mengunar. Hversu hár ætti skatturinn að vera í þessu tilfelli?

  14. Mengunarskattar

  15. Ytri áhrif og Pigou-skattur Pigou lausnin gerir í raun ráð fyrir að allar upplýsingar séu fyrir hendi, • þ.e. að skattlagningaraðilinn þekki jaðarábatafallið og jaðarkostnaðarfallið og geti því áttað sig á jaðarskaðanum. Pigou lausnin gerir líka ráð fyrir að það kosti ekkert að framkvæma lausnina, þ.e. þekkingaröflun, eftirlit og sjálf innheimta skattsins sé án fyrirhafnar og kostnaðar.

  16. Ytri áhrif og markaðsfyrirkomulag

  17. (b) Mengunarkvóti Virði Framboð á mengunar mengunarkvóta V Kostnaður 0 M Mengun 2. Magnið og eftirpurnin ákvarða verðið 1. Mengunar-kvóti ákvarðar magnið Dæmi um aðgerðir ríkisvaldsins: mengunarskattur og mengunarkvóti (a) “Pigovian” skattur Virði mengunar V “Pigovian” skattur 1. Pigovian skattur er verð á mengun Kostnaður við Að losna við mengun 0 M Mengun 2. Verð á mengun ásamt spurn eftir mengun ákvarða magnið

  18. Smá innskot úr leikjafræði (ATH. Leikjafræðin er ekki til prófs) • Mikilvægt í fákeppni að glöggva sig á hugsanlegum viðbrögðum samkeppnisaðila og móta stefnu gagnvart þeim • Leikjafræði (e. game theory) fjallar um hvernig fólk hegðar sér við stefnumótun • Leikflétta (e. strategy), skipulögð áætlun um hegðun við ólíkar aðstæður

  19. Nash jafnvægi (ekki til prófs) • Formlega séð er Nash jafnvægi: Þegar enginn aðili vill breyta leikfléttu sinni að því gefnu hvað aðrir eru að gera. • Í Nash jafnvægi vill ekkert fyrirtæki breyta leikfléttu sinni vegna þess að hvert fyrirtæki notar besta viðbragð. Leikfléttan sem hámarkar hagnað að gefnum upplýsingum um mögulegar leikfléttur andstæðinga

  20. Tvíkeppni eitt tímabil (hugtök) (ekki til prófs) • Tvö fyrirtæki AA og UA • Tveir valkostir um magn • Arðfylki (e. Payoff Matrix) sýnir leikfléttur og samsvarandi arðgjöf. • Ósamvinnuþýður leikur með ófullkomnum upplýsingum um hvað gagnaðili gerir • Ráðandi leikflétta (e. dominant strategy), þegar aðili getur valið leikfléttu án tillits til aðgerða gagnaðila

  21. Tafla 13.2 Arðfylki í leik sem byggir á magnákvörðun (ekki til prófs)

  22. Arðfylki fyrir AA og UA (ekki til prófs)

  23. Niðurstaða leiks (ekki til prófs) • Fyrirtækin eru í Nash jafnvægi, þau gætu hins vegar grætt meira ef þau væru samvinnuþýð • Af hverju eru þau ekki samvinnuþýð? Vegna þess að þau treysta ekki hvort öðru • Ef þau hefðu hist fyrirfram og ákveðið lága magnið og treystu hvert öðru myndu þau græða meira á því

  24. Ytri áhrif og kennisetning Coases R. Coase hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1991 Eignarréttur Eigandi verðleggur notkun auðlindarinnar Ef enginn á auðlindina, þá er vandinn fólginn í að skilgreina eignarréttinn En hvað með mengunina? Er hægt að skilgreina eignarrétt á andrúmsloftinu?

  25. Eignarréttindi og samningar(ATH. Arðfylki koma ekki fyrir í prófinu) Table 18.2a Property Rights and Bargaining

  26. Eignarréttindi og samningar Table 18.2b Property Rights and Bargaining

  27. Eignarréttindi og samningar Table 18.2c Property Rights and Bargaining

  28. Kennisetning Coases Skilvirk lausn ytri áhrifa kemst á ef viðskiptakostnaður er enginn • þá skiptir ekki máli hvor aðilinn ber bótaskylduna samkvæmt lögum M.ö.o.: Í heimi án viðskiptakostnaðar skiptir upprunaleg úthlutun auðlinda (eignarréttinda) ekki máli, því þær munu leita þangað sem þær hafa mest virði í notkun Ef viðskiptakostnaður er til staðar, þá skiptir upprunaleg úthlutun auðlinda (eignarréttar) máli

  29. Viðskiptakostnaður Upplýsingaleit - t.d. þarf til að finna samningsaðila hversu mikill skaðinn/ábatinn er Samningar geta orðið erfiðir … …

  30. Dæmi um tvíkeppni: leikjafræðiframsetning Evrópusambandslöndin Mengunarvarnir Taka ekki þátt 120 150 Mengurnar- varnir 120 50 Bandaríkin 75 50 Taka ekki þátt 75 150

  31. Samgæði Verð er venjulega leiðarljós kaupenda og seljenda að hámörkun velferðar Vörur eða þjónusta sem hægt er að nýta sér án þess að greitt sé fyrir með hefðbundnum hætti eru því sérstakt vandamál í hagfræðinni Þau markaðsöfl sem venjulega sjá til þess að framleiðsla og dreifing hámarki velferð eru ekki til staðar.

  32. Samgæði Sérgæði hafa þá eiginleika að • samkeppni er í neyslu þeirra (þ.e. þau rýrna við neyslu) (diminishability) • útilokun frá neyslu þeirra er möguleg (esclusivity) Samgæði hafa þá eiginleika að þau eru • samkeppnislaus í neyslu (nondiminishability)

  33. Samkeppni og útilokun í neyslu Table 18.3 Rivalry and Exclusion

  34. Eftirspurn samgæða Til að finna heildareftirspurn sérgæða þá summum við við saman eftirspurnarkúrfum einstaklinga lárétt Til að finna heildareftirspurn samgæða þá summum við saman eftirspurnarkúrfum einstaklinga lóðrétt

  35. Markaður samgæða Figure 18.05 Inadequate Provision of a Public Good

  36. Markaður samgæða Table 18.4 Private Payments for a Public Good

  37. Leiðrétting markaðsbresta ogeftirspurn opinberrar þjónustu Ef markaðsbrestir eru til staðar í hagkerfinu, þá ætti að vera möguleiki að bregðast við þeim og auka þannig hagkvæmni og þjóðarframleiðslu. Það er oft talið aðalhlutverk hins opinbera að fylla í skarð markaðarins þar sem hann brestur

More Related