100 likes | 199 Views
Merki þess sem er með kynningu. Yfirlit yfir þjónustu Nýsköpunarmiðstöðvar. Handleiðsla og upplýsingagjöf Námskeið og stuðningsverkefni Átak til atvinnusköpunar Frumkvöðlasetur Samstarf um tækniþróun Eurostars Sókn í norrænt samstarf Enterprise Europe Network www.nmi.is.
E N D
Merki þess sem er með kynningu Yfirlit yfir þjónustu Nýsköpunarmiðstöðvar • Handleiðsla og upplýsingagjöf • Námskeið og stuðningsverkefni • Átak til atvinnusköpunar • Frumkvöðlasetur • Samstarf um tækniþróun • Eurostars • Sókn í norrænt samstarf • Enterprise Europe Network • www.nmi.is
Merki þess sem er með kynningu Handleiðsla og upplýsingagjöf • Markmið: Að veita einstaklingum endurgjaldslausa leiðsögn við þróun viðskiptahugmynda, gerð viðskiptaáætlana og stofnun og rekstur fyrirtækis. Að vera fyrsti viðkomustaður einstaklinga með viðskiptahugmyndir og beina fólki í réttar áttir í stuðningsumhverfinu. • Markhópur: Einstaklingar með viðskiptahugmyndir og starfandi fyrirtæki sem vilja innleiða nýjungar eða huga að endurbótum í rekstri. • Lýsing: • Hægt er að panta tíma í handleiðslu og fá persónulega ráðgjöf. Á ári hverju veitir Nýsköpunarmiðstöð um 6000 slík viðtöl. • Upplýsingabrunnur um stofnun og rekstur fyrirtækis á www.nmi.is • Reiknilíkön í Excel fyrir áætlanagerð • Vefnám um rekstrarform fyrirtækja • Listi yfir algeng leyfi sem þarf til atvinnurekstrar • O. fl. • Umfang: Handleiðsla er persónulegt viðtal og ráðgjöf í allt að klukkustund í senn. Hægt er að koma oftar en einu sinni. Tegund stuðningsþjónustu
Námskeið og stuðningsverkefni • Markmið: Að bjóða upp á námskeið og stuðningsverkefni fyrir þá sem hafa hug á að stofna fyrirtæki eða innleiða nýjungar í rekstri. • Markhópur: Einstaklingar með viðskiptahugmyndir og lítil fyrirtæki í rekstri. • Lýsing: • Stofnun og rekstur smáfyrirtækja – kennt á höfuðborgarsvæðinu, 35 klst. • Sóknarbraut – kennt á landsbyggðinni, 40 klst. • Brautargengi – námskeið fyrir konur sem vilja vinna að viðskiptahugmynd, 75 klst. • Virkjum hugmyndir til framkvæmda – fyrir þá sem eru ekki með fastmótaða hugmynd, 25 klst. • O. fl. • Umfang/fjármögnun: Námskeiðin eru allt frá tveimur dögum upp í 75 klst. Á lengri námskeiðum (t.d. Brautargengi og Sóknarbraut) vinna þátttakendur að viðskiptaáætlun fyrir eigin viðskiptahugmyndir. Sum námskeiðanna eru einungis í boði á landsbyggðinni. Tegund stuðningsþjónustu
Merki þess sem er með kynningu Átak til atvinnusköpunar • Markmið: Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum. • Markhópur: Einstaklingar með nýsköpunarhugmyndir og starfandi fyrirtæki í nýsköpun. Lýsing: Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins en Nýsköpunarmiðstöð hefur umsjón með umsóknarferlinu. Opið er fyrir umsóknir tvisvar á ári; snemma á haustin og í ársbyrjun. Þeir sem fá styrk frá Átaki til atvinnusköpunar þurfa að skila áfangaskýrslu og lokaskýrslu til Nýsköpunarmiðstöðvar. Umfang/fjármögnun: Styrkupphæðir eru oftast frá 500.000 kr. upp í 1.000.000 kr. en geta verið hærri. Athugið að Nýsköpunarmiðstöð hefur einnig umsjón með öðrum styrkjum sem í boði eru á landsbyggðinni, t.d. Framtaki, Skrefi framar og Frumkvöðlastuðningi. Tegund stuðningsþjónustu
Merki þess sem er með kynningu Frumkvöðlasetur • Markmið: Að veita einstaklingum og hópum aðstöðu og stuðning til að hrinda viðskiptahugmyndum sínum í framkvæmd. • Markhópur: Einstaklingar með viðskiptahugmyndir og sprotafyrirtæki. • Lýsing: • FrumkvöðlaseturNýsköpunarmiðstöðvarhentabæðieinstaklingumsemeruaðstígafyrstuskrefin í stofnunfyrirtækisogsprotafyrirtækjumsemerulengrakomin. Frumkvöðlasetrineru sex talsins, fjögur á höfuðborgarsvæðinu (Keldnaholt, Kím – Medical Park, KveikjanogKvosin) ogtvö á landsbyggðinni (FrumaogEyrin). EinnigkemurNýsköpunarmiðstöðaðrekstrifrumkvöðlaseturs í Ásbrú, Reykjanesbæ. • Skrifstofuaðstaðagegnvægugjaldi • FaglegurstuðningurstarfsmannaNýsköpunarmiðstöðvar • Skapandiumhverfiogöflugttengslanet • Umfang: Hægt er að dvelja á frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár ef þörf krefur en leigugjald hækkar í takt við þróun og rekstrarárangur fyrirtækjanna. Tegund stuðningsþjónustu
Samstarf um tækniþróun • Markmið: Að auka nýsköpun í íslenskum framleiðsluiðnaði og stuðla að þróun nýrra afurða. • Markhópur: Framleiðslufyrirtæki með yfir 10 starfsmenn • Lýsing: • Fyrirtækið leggur fram hugmynd um framtíðarafurð • Fyrirtækið mótar með Nýsköpunarmiðstöð sýn á hvernig hún er þróuð í samstarfi við aðra • Nýsköpunarmiðstöð stýrir umsóknarskrifum í innlenda eða erlenda sjóði • Aðilar þróa síðan afurðina saman, oftast í samvinnu við fleiri aðila. • Umfang/fjármögnun: • Styrkir Tækniþróunarsjóðs geta verið frá nokkrum milljónum og upp í 30 milljónir. Umfang verkefnis er a.m.k. tvöfaldur styrkurinn. • Evrópustyrkir eru tífalt stærri. Umfang verkefnis er 30% hærra en styrkurinn. Tegund stuðningsþjónustu
Merki þess sem er með kynningu Markmið: Að stuðla að uppbyggingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem stunda sjálf rannsóknir og þróun á öllum sviðum og efla þannig samvinnu og samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar í Evrópu og bæta samkeppnishæfni álfunnar. Markhópur: Sprotafyrirtæki sem stunda sjálf rannsóknar- og þróunarstarfsemi, oftast þróun á nýrri vöru, ferli eða þjónustu nálægt markaði. Lýsing: Eurostars er áætlun sem Evreka og Evrópusambandið standa að. Eurostars-verkefni eru samstarfsverkefni milli a.m.k. tveggja lögaðila frá tveimur Eurostars-löndum sem taka virkan þátt í áætluninni. Aðalumsækjandi í verkefninu er lítið eða meðalstórt fyrirtæki sem stundar sjálft rannsóknir og þróun. Stærstur hluti fjármögnunar verkefnanna kemur frá Eurostars löndunum 38, á Íslandi frá Tækniþróunarsjóði, en ESB leggur til viðbótar- fjármagn. Umsóknarfrestur er opinn en umsóknum er safnað saman tvisvar á ári, næst 30. september 2010. Umfang/fjármögnun: Hámarksstuðningur til íslensks hluta Eurostars verkefnis getur orðið 10 m.kr. við 1 árs verkefni, 20 m.kr. við 2ja ára verkefni og 30 m.kr. við 3ja ára verkefni. http://www.nmi.is/nyskopunarmidstod/eurostars/ Tegund stuðningsþjónustu
Sókn í norrænt samstarf Markmið: Að upplýsa og auka möguleika íslenskra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga að sækja í norræna styrkja- og stuðningsmöguleika. • Markhópur: Fyrirtæki, háskólar og rannsóknastofnanir. Í vissum tilfellum geta einstaklingar og félagasamtök einnig sótt um styrki. Lýsing: Undir Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði eru fjölmargar ráðherra- og embættismannanefndir, vinnuhópar, stofnanir og áætlanir sem bjóða upp á ýmsa styrkjamöguleika. Verkefnisstjóri á Nýsköpunarmiðstöð veitir ráðgjöf og stuðning varðandi fjármögnunarleiðir og leiðbeinir m.a. við umsóknarskrif og við myndun tengslaneta. Umfang/fjármögnun: Á heimasíðunni www.norraentsamstarf.is er yfirlit yfir þá möguleika sem standa Íslendingum til boða á sviði atvinnumála, auðlinda-, orku- og umhverfismála, byggðamála, félags- og heilbrigðismála, mennta- og menningarmála og rannsókna-, vísinda- og nýsköpunarmála. Tegund stuðningsþjónustu
Merki þess sem er með kynningu Enterprise Europe Network • Markmið: Að efla samkeppnishæfni og hvetja til nýsköpunar • Markhópur: Lítil og meðalstór fyrirtæki, rannsóknaaðilar og háskólar • Lýsing: • Aðstoð við að koma íslenskri tækni og vörum á framfæri í Evrópu • Aðstoð við að finna nýja tækni í Evrópu sem nýtist íslenskum aðilum • Leit að samstarfsaðilum í viðskiptum og rannsóknum • Komum á fyrirtækjastefnumótum í Evrópu í ýmsum atvinnugreinum • Upplýsingar um styrki og rannsóknaverkefni ESB Tegund stuðningsþjónustu
FabLab smiðja • Markmið: Að veita einstaklingum og fyrirtækjum aðstöðu til þess að þróa hugmyndir að vörum, auka þekkingu á stafrænum framleiðsluaðferðum og stuðla að þróun nýrra afurða. • Markhópur: Einstaklingar með hugmyndir að vörum, fyrirtæki í vöruþróun og nemendur. Lýsing: FabLab (FabricationLaboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Í smiðjunni eru m.a. tölvustýrðar fræsivélar, laserskurðartæki, þrívíddarskanni og vinylskeri. FabLab smiðjan er hluti af neti FabLab smiðja um víðs vegar um heiminn í Evrópu, Asíu, Ameríku og Afríku. Í smiðjunni er viðskiptavinum boðin aðstaða við þróun frumgerða og aðstoð við notkun á búnaði smiðjunnar. • Umfang/fjármögnun: • Fyrirtæki og einstaklingar geta komið í smiðjuna og stundað sína vöruþróun. Viðskiptavinir greiða fyrir efnisnotkun og fá persónulega leiðsögn í notkun á búnaði FabLab smiðjunnar. • FabLab smiðjur Nýsköpunarmiðstöðvar eru í Vestmannaeyjum og á Sauðarkróki en einnig er FabLab smiðja á Akranesi. • Nánari upplýsingar www.fablab.is Tegund stuðningsþjónustu