1 / 29

Framúrstefnuhreyfingar

Framúrstefnuhreyfingar. Súrrealisminn og Sigmund Freud. Súrrealismi. Upphaf súrealismans er jafnan miðað við birtingu Stefnuyfirlýsingar súrrealismans eftir franska rithöfundinn André Breton frá árinu 1924 Þar var stefna hinnar nýju hreyfingar sett fram í löngu og ítarlegu máli

gelsey
Download Presentation

Framúrstefnuhreyfingar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Framúrstefnuhreyfingar Súrrealisminn og Sigmund Freud

  2. Súrrealismi • Upphaf súrealismans er jafnan miðað við birtingu Stefnuyfirlýsingar súrrealismans eftir franska rithöfundinn André Breton frá árinu 1924 • Þar var stefna hinnar nýju hreyfingar sett fram í löngu og ítarlegu máli • Þótt hugtakið súrrealismi hafi fyrst komið fram nokkrum árum áður, er það í ávarpi Bretons sem það öðlast þá merkingu sem það átti eftir að hafa, innan hreyfingar og utan Valdimar Stefánsson 2006

  3. Súrrealismi og dada • Líta má á súrrealismann sem afsprengi dadahreyfingarinnar þar sem André Breton og fleiri upphafsmenn stefnunnar höfðu starfað áður • Frá dadahreyfingunni þáði súrrealisminn róttæka lífsafstöðu sína og megna andúð á skynsemi og rökhyggju í listsköpun • Eigi að síður var það mun meira sem aðskildi hreyfingarnar en það sem sameinaði þær og má segja að munurinn á hreyfingunum hafi kristallast í persónu André Bretons sem frá upphafi stýrði einn allri starfsemi hreyfingarinnar Valdimar Stefánsson 2006

  4. Skilgreining á súrrealisma • Í Stefnuyfirlýsingu súrrealismans skilgreinir Breton hugtakið súrrealismi m. a. sem „skrásetningu hugsunarinnar án nokkurrar stjórnar af hálfu skynseminnar, lausa við allar fagurfræðilegar og siðferðilegar hugleiðingar“ • Hann fullyrðir einnig að súrrealismi sé: hrein sálræn sjálfvirkni þar sem menn tjá raunverulega starfsemi hugsunarinnar Valdimar Stefánsson 2006

  5. Súrrealisminn og Freud • Áherslu súrrealista á hreina starfsemi hugans má rekja til sálfræðingsins Sigmunds Freuds og kenninga hans um dulvitundina, sálgreiningu og eðli drauma enda fjallar Breton allnokkuð um hvort tveggja í ávarpi sínu • Eigi að síður er vert að gera skýran greinarmun á kenningum Freuds annars vegar, sem miða að því að koma lagi á vitundarstarfið og hins vegar kenninga súrrealista sem vinna að því að birta vitundarstarfið óbrenglað Valdimar Stefánsson 2006

  6. Súrrealísk listsköpun • Listsköpun súrrealista birtist aðallega í skáldskap annars vegar og hins vegar í myndlist • Skáldskapur þeirra byggðist fyrst og fremst á því sem þeir nefndu ósjálfráða skrift og átti að birta lesanda hugsunarstarfsemi höfundarins óspjallaða af rökhugsuninni • Myndlistin átti á sama hátt að birta einungis þær myndir sem spruttu ómeðvitað fram í huga listamannsins Valdimar Stefánsson 2006

  7. Súrrealisminn og byltingin • Augljóst er að þótt súrrealisminn hafni skynsemi og rökhyggju í listsköpun sinni, þá er hugmyndafræði og stefna hreyfingarinnar fullkomlega rökrétt, svo sem nákvæmar skilgreiningar Bretons sýna • Einnig tók róttækni þeirra á sig hefðbundnari mynd eftir að Breton sveigði æ meir í átt til kommúnismans, sem varð brátt einn af hornsteinum stefnunnar • Þannig breyttist nafnið á tímariti hreyfingarinnar árið 1929 úr „Hin súrrealíska bylting“ í „Súrrealisminn í þágu byltingarinnar“ Valdimar Stefánsson 2006

  8. Endurnýjun í súrrealistahreyfingunni • Eftir að súrrealisminn gekk til liðs við kommúnismann varð stjórn Bretons enn gerræðislegri og tók hann nú að reka menn úr hreyfingunni ef honum líkaði ekki áherslur þeirra • Þrátt fyrir það lifði hreyfingin áfram, fyrst og fremst vegna nýrra listamanna sem gengu til fylgis við hana • Þannig urðu tveir þekktustu myndlistarmenn síðustu aldar, þeir Joan Miro og Salvador Dali, meðlimir súrrealistahreyfingarinnar á fjórða tug aldarinnar Valdimar Stefánsson 2006

  9. Miró: Hinn plægði akur (1924)

  10. Miró: Kyrralíf með gömlum skó (1937)

  11. Miró: Næturgalasöngurinn á miðnætti og morgunregnið (1940)

  12. Dali: Upplýst ánægja (1929)

  13. Dali: Þrjóska minnisins (1931)

  14. Dali: Upplausn þrjósku minnisins (1954)

  15. Dali: Mjúk uppbygging með soðnum baunum; Hugboð um borgarastríð (1936)

  16. Dali: Draumur, sem flug býflugu um granatepli veldur, sekúndu fyrir vöknun (1944)

  17. Dali: Freisting heilags Antóníusar (1938)

  18. Lok súrrealismans • Hreyfingin leystist upp á stríðsárunum er flestir fylgismenn hennar flúðu land • André Breton fór til Bandaríkjanna en sneri aftur til Frakklands að stríði loknu og safnaði súrrealistum að sér að nýju • Á þessu síðari tímabili hreyfingarinnar náði hún engan veginn sambærilegum ítökum og áður • Í lokin varð hún að sætta sig við harða gagnrýni nýrra framúrstefnuhópa þótt þeir hefðu oftar en ekki þegið fjölmargt frá hinni öldnu hreyfingu Valdimar Stefánsson 2006

  19. Sigmund Freud • Austurríski sálgreinandinn Sigmund Freud (1856 – 1939) er einn af áhrifamestu hugsuðum 20. aldarinnar • Hann er upphafsmaður svonefndrar sálgreiningar sem er kenning um sálina og um leið aðferð til að lækna sálsýki • Þessi kenning hefur einnig gagnast sem tæki til að greina og túlka menningu og samfélag, og hefur orðið mikilvirk aðferð við bókmenntarýni Valdimar Stefánsson 2006

  20. Freud og bókmenntirnar • Freud sjálfur var mikill bókmenntaunnandi og notaði gjarnan dæmi úr skáldskap til að útskýra einkenni sjúklinga • Þannig er Ödípusarkomplexinn, eitt þekktasta hugtak Freuds, fenginn að láni úr grísku goðafræðinni en þangað sótti sálgreinandinn mikið • Af yngir skáldum taldi hann að þeir Goethe og Shakespear hefðu veitt sér hvað mesta innsýn í sálarlíf mannsins Valdimar Stefánsson 2006

  21. Lögmál Freuds • Ein grundvallarkenning Freuds felst í átökum ánægjulögmálsins og raunveruleikalögmálsins • Ánægjulögmálið gengur út á að sækjast fyrst og fremst eftir því að uppfylla langanir okkar, þrár og nautnir • Raunveruleikalögmálið fellst m. a. í viðurkenningu á því að það þarf að vinna til að hafa í sig og á • Kynhvötin er að mati Freuds, langsterkasta hvöt mannsins og það sem löngun hans snýst um Valdimar Stefánsson 2006

  22. Upphafning löngunarinnar • Samkvæmt kenningunni knýr raunveruleikalögmálið okkur til að bæla niður það sem við þráum og getur sú bæling gert okkur sjúk; taugaveikluð • En einnig getum við beint óuppfylltri þrá að einhverju sem hefur meira samfélagslegt gildi • Með þessari upphafningu á löngunum okkar verður siðmenningin til; rætur menningarinnar liggja í því þegar menn beina dýrslegu eðli sínu inn á samfélagslega jákvæðar brautir Valdimar Stefánsson 2006

  23. Þrískipting sjálfsins • Samkvæmt líkani Freuds af vitundarlífi mannsins veldur bæling hvatalífsins því að sjálfið skiptist í þrjá hluta: forvitund, meðvitund og dulvitund • Meðvitundinni er stýrt af rökhugsuninni og þar eru þær athafnir sem við erum fyllilega meðvituð um • Um forvitundina erum við ómeðvituð en getum kallað kallað það fram sem í henni felst með meðvituðum hætti Valdimar Stefánsson 2006

  24. Dulvitundin • Dulvitundin er okkur fullkomlega ómeðvituð, eins og nafnið gefur til kynna er hún okkur dulin • Takmarkaður aðgangur að henni fæst helst í gegnum drauma, en einnig spaugsemi, mismæli og annað í tungumálinu • Þessi aðgangur er þó ekki aðeins takmarkaður, heldur einnig torræður mjög og því ekki hægt að komast af án túlkunar • Túlkun á skilaboðum dulvitundarinnar er sérsvið sálgreinandans og helsta starf hans Valdimar Stefánsson 2006

  25. Dulvitundin og draumar • Rétt eins og raunveruleikalögmálið er einrátt í röklegri meðvitund okkar þannig er ánægjulögmálið einrátt í óröklegri dulvitundinni • Í draumum fullnægja menn ómeðvituðum löngunum sínum á táknrænan hátt • Draumar birtast í vitundinni á táknrænu formi, að öðrum kosti hefðu þeir svo truflandi áhrif á okkur að við myndum sífellt vera að vakna Valdimar Stefánsson 2006

  26. Dulvitundin og draumar • Þannig klæðir vitundin dulvitund okkar í táknrænan búning í draumunum • Draumar eru þess vegna í skilningi Freuds táknrænn texti sem þarf að túlka til að ráða í merkingu hans • Það sama gildir um annan aðgang að dulvitundinni: mismæli (Freudian slips), spaugsemi og orðaleiki • Til að geta lesið skilaboð dulvitundarinnar þarf að sjá í gegnum þennan táknræna búning Valdimar Stefánsson 2006

  27. Dulvitundin og tungumálið • Kenningar Freuds um tengsl tungumálsins og dulvitundarinnar áttu sér upphaf í samstarfi hans við lækninn Josef Breuer • Breuer beitti svonefndri samræðuaðferð til lækninga og tók eftir að sálsýkiseinkenni hurfu ef sjúklingum var leyft að tala um sjúkdómseinkenni sín • Freud tók að beita þeirri einföldu aðferð að leyfa sjúklingum að ræða að vild um það sem þeim lysti og þannig varð sálgreiningin til Valdimar Stefánsson 2006

  28. Sálgreiningin • Með sálgreiningu komst Freud að því að fólk gat rifjað upp löngu gleymd atvik úr eigin fortíð eða barnæsku • Honum þótti ljóst að þessi atvik hefðu haft mótandi áhrif á líf þessa einstaklinga þótt þeir hefðu gleymt þeim fyrir löngu • Þannig mótaðist kenning hans um bælinguna og þrískiptingu sjálfsins í starfi hans sem sálgreinanda Valdimar Stefánsson 2006

  29. Kenningar Freuds fá hljómgrunn • Í upphafi nutu kenningar Freuds lítils fylgis meðal fagmanna og enn minni athygli meðal almennings • Árið 1902 stofnaði hann við annan mann félag um sálgreiningu og nokkru síðar bættust fleiri læknar og sálfræðingar í félagið • Tveir þekktustu samstarfsmenn Freuds á þessum árum voru þeir Otto Rank og Carl Gustav Jung sem síðar varð þekktur fyrir kenninguna um sameiginlega dulvitund mannkyns Valdimar Stefánsson 2006

More Related