1 / 23

Farmvernd Hlutverk tollgæslunnar samkvæmt frumvarpi til laga um siglingavernd

Farmvernd Hlutverk tollgæslunnar samkvæmt frumvarpi til laga um siglingavernd. Morgunfundur Samtaka atvinnulífsins Þriðjudaginn 10 febrúar 2004. Sigurður Skúli Bergsson Forstöðumaður tollgæslusviðs tollstjórans í Reykjavík. Efnistök. Skilgreining farmverndar

Download Presentation

Farmvernd Hlutverk tollgæslunnar samkvæmt frumvarpi til laga um siglingavernd

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Farmvernd Hlutverk tollgæslunnar samkvæmt frumvarpi til laga um siglingavernd Morgunfundur Samtaka atvinnulífsins Þriðjudaginn 10 febrúar 2004 Sigurður Skúli Bergsson Forstöðumaður tollgæslusviðs tollstjórans í Reykjavík

  2. Efnistök • Skilgreining farmverndar • Aðdragandinn að hugmyndinni um aðkomu tollgæslunnar að farmvernd • Ákvæði um farmvernd í frumvarpi til laga um siglingavernd • Uppbygging og innleiðingu farmverndar • Hvaða ráðstafanir felast í farmvernd • Áhrif innleiðingar farmverndar • Framtíðin

  3. Hvað er farmvernd ? • Hugtakið farmvernd er nýyrði sem varð til í vinnu stýrihóps sem samgönguráðherra setti á fót í maí 2003 til að vinna að innleiðingu siglingaverndar á Íslandi • Farmvernd er í frumvarpi til laga um siglinavernd skilgreind sem fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar farms gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum

  4. Til hvaða farms tekur farmvernd ? • Um er að ræða allan farm, hvort sem hann er fluttur með gámum eða öðrum hætti frá útflytjanda til útflutningshafnar þar sem hann er lestaður í skip sem siglir með hann til útlanda

  5. Hvaða öryggi á farmvernd að tryggja ? • Tryggja á öryggi alls samfélagsins, manna og mannvirkja • Tryggja á að í farmi sé ekkert sem kann að vera ætlað til nota við hryðjuverk eða aðrar ólögmætar aðgerðir, svo sem sprengjur, skotvopn, sýklavopn, efnavopn, geislavirk efni eða hlutir sem ætlaðir eru til framleiðslu á vopnum eða öðru til nota í þessu sambandi • Tryggja á að ekkert annað sé í farmi en það sem þar á að vera samkvæmt útflutningsskýrslum

  6. Hver er aðdragandinn að hugmyndinni um aðkomu tollgæslunnar að farmvernd ? (1) • Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 • Aðgerðir Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO • Gámaáætlun Bandaríkjamanna CSI (Container Security Initiativ)

  7. Gámaáætlun Bandaríkjamanna CSI (Container Security Initiativ)

  8. Gámaáætlun Bandaríkjamanna CSI (Container Security Initiativ)

  9. Hver er aðdragandinn að hugmyndinni um aðkomu tollgæslunnar að farmvernd ? (2) • Aðgerðir Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO - Breyting á alþjóðasamykkt um öryggi mannslífa á hafinu (Safety Of Life At Sea SOLAS) í desember 2002 - Nýr viðauki við SOLAS samþykktina. Alþjóðakóði um skipa og hafnarvernd (International Ship and Port Facility Security Code ISPS Code) Gildistaka 1. júlí 2004

  10. Hver er aðdragandinn að hugmyndinni um aðkomu tollgæslunnar að farmvernd ? (3) • Samstarfsyfirlýsing (Memerandum Of Understanding MOU) milli Alþjóðatollastofnunarinnar WCO og Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO • Ályktun WCO um öryggi á heimsvísu í öllum flutningum (Supply Chain Security SCS) • Aðgerðir Evrópubandalagsins ESB • Aðgerðir einstakara landa

  11. Hver er aðdragandinn að hugmyndinni um aðkomu tollgæslunnar að farmvernd ? (4) • Tillaga stýrihóps, um innleiðingu siglingaverndar, í skýrslu um siglingavernd • Ákvæði í frumvarpi til laga um siglingavernd

  12. Ákvæði um farmvernd í frumvarpi til laga um siglingavernd (1) • 2. mgr. 2. gr. “Markmið þessara laga er að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega, farms, og hafnaraðstöðu fyrir hvers kyns ógn af hryðjuverkum og öðrum ólögmætum aðgerðum” • C liður 1. mgr. 3. gr. “farmvernd: fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar farms gegn hverskyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum”

  13. Ákvæði um farmvernd í frumvarpi til laga um siglingavernd (2) • 6. mgr. 4. gr. “Tollstjórinn í Reykjavík setur reglur um farmvernd. Tollstjórar annast, í samráði við viðkomandi hafnaryfirvöld og Siglingastofnun Íslands, framkvæmd og eftirlit með farmvernd og setja reglur þar að lútandi” • 1. mgr. 7. gr. “Tollstjórinn í Reykjavík skal setja reglur um farmvernd. Tollstjórar hafa eftirlit og umsjón með framkvæmd verndarráðstafana, þ.m.t. eftirlit með farmi sem flytja á úr landi, eftir því sem kveðið er á um í reglum tollstjórans í Reykjavík”

  14. Ákvæði um farmvernd í frumvarpi til laga um siglingavernd (3) • 2. mgr. 7. gr. “Tollstjórinn í Reykjavík skal upplýsa og leiðbeina hafnaryfirvöldum um kröfur farmverndar við gerð áhættumats og verndaráætlunar hafnar” • 2. mgr. 8. gr. “Tollstjórinn í Reykjavík skal setja reglur um leit í farmi, á farþegum og í farangri þeirra. Tollstjórar annast framkvæmd leitar”

  15. Ákvæði um farmvernd í frumvarpi til laga um siglingavernd (4) • 6. mgr. 9. gr. “Þegar beiðni um aukna þjónustu við framkvæmd siglingaverndar, t.d. aukin löggæsla, aukin vakt í skipi o.s.frv., kemur fram, er þeim sem beiðnin beinist að heimilt að innheimta útlagðan kostnað samkvæmt reikningi hverju sinni”

  16. Hvernig verður staðið að uppbyggingu og innleiðingu farmverndar ? • Fjármálaráðuneytið hetur skipað stýrihóp til þess að vinna að uppbyggingu og innleiðingu farmverndar í landinu • Tollstjórinn í Reykjavík hefur skipað vinnuhóp til þess að standa að málinu • Tollstjórinn í Reykjavík mun setja verklagsreglur um framkvæmd farmverndar á landsvísu. • Tollstjórinn í Reykjavík mun leiðbeina hafnaryfirvöldum um kröfur farmverndar við gerð áhættumats og verndaráætlunar hafnar • Tollstjórar munu annast framkvæmd farmverndar hver í sínu umdæmi í samráði við viðkomandi hafnaryfirvöld og Siglinastofnun Íslands og setja reglur þar að lútandi • Tollstjórinn í Reykjavík mun setja reglur um leit í farmi, á farþegum og í farangri þeirra. Tollstjórar munu annast framkvæmd leitar • Tollverðir munu fá leiðbeiningar og þjálfun

  17. Hvaða ráðstafanir felast í farmvernd ? (1) • Ráðstafanir sem uppfylla lágmarkskröfur samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum Íslands um farmvernd • Almennt eftirlit með farmi til útflutnings með skipum • Öll gögn varðandi útflutning verða að vera tilbúin og aðgengileg í tiltekin tíma áður en vara er flutt inn á hafnarsvæði til útflutnings • Lestun farms hjá útflytjanda verður að fara fram samkvæmt ákveðnum reglum • Gámar verða innsiglaðir samkvæmt ákveðnum reglum • Flutningur farms frá lestunarstað til útflutningshafnar verður að vera samkvæmt ákveðnum reglum

  18. Hvaða ráðstafanir felast í farmvernd ? (2) • Varsla farms í höfnum verður að vera með ákveðnum hætti • Vottun fyrirtækja og tiltekinna starfsmanna sem sjá um hleðslu farms í fyrirtækjum útflytjenda • Vottun aðila sem sjá um flutning farms frá útflytjendum til útflutningshafnar • Gert er ráð fyrir að eftirlit með útflutningi óvottaðra aðila verði meira en hjá hinum vottuðu • Framkvæmt verður stikkprufu eftirlit

  19. Mun innleiðing farmverndar hafa í för með sér tafir á útflutningi ? • Farmvernd hefur í för með sér aukið eftirlit með útflutningi frá því sem nú er • Eitt af markmiðum tollstjórans í Reykjavík er að tryggja góða þjónustu og samskipti við viðskiptavini sína • Uppbygging og framkvæmd trúverðugrar farmverndar á Íslandi mun væntanlega hafa í för með sér að minni líkur verða á töfum í innflutningi íslenskra vara erlendis • Skilningur og samvinna allra aðila sem að málinu koma mun stuðla að áframhaldandi greiðum útflutningi frá landinu

  20. Hvað kostar farmvernd ? • Innleiðing og framkvæmd farmverndar mun kosta fé en ekki er á þessari stundu unnt að segja hve mikið • Leitast verður við að uppfylla lágmarks kröfur um farmvernd með lágmarks tilkostnaði

  21. Hver mun greiða kostnaðinn við farmverndina ? • Ríkissjóður (skattgreiðendur) ? • Hafnarsjóðir ? • Farmflytjendur ? • Útflytjendur ? • Innflytjendur ? • Aðrir ?

  22. Hvenær eiga reglur um farmvernd að taka gildi ? • Reglur um farmvernd koma til framkvæmda 1. júlí 2004 á sama tíma og lög um siglingavernd

  23. Hvernig verður framtíðin ? • Verða óbreyttar öryggiskröfur ? • Eiga öryggiskröfur eftir að minnka ? • Eiga öryggiskröfur eftir að aukast ?

More Related