1 / 30

23. Kafli: Æxlunarkerfið

23. Kafli: Æxlunarkerfið. LOL 203: Guðrún Narfadóttir. Æxlunarkerfi / Kynkerfi . Hlutverk æxlunarkerfis er fjölgun einstaklinga með kynæxlun Við kynæxlun sameinast kynfrumur við frjóvgun og mynda okfrumu sem hefur erfðaefni beggja foreldra Líffæri æxlunarkerfis eru Kynkirtlar

venetia
Download Presentation

23. Kafli: Æxlunarkerfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 23. Kafli: Æxlunarkerfið LOL 203: Guðrún Narfadóttir

  2. Æxlunarkerfi / Kynkerfi • Hlutverk æxlunarkerfis er fjölgun einstaklinga með kynæxlun • Við kynæxlun sameinast kynfrumur við frjóvgun og mynda okfrumu sem hefur erfðaefni beggja foreldra • Líffæri æxlunarkerfis eru • Kynkirtlar • eistu og eggjastokkar • Rásir • flytja og geyma kynfrumurnar • Aukakirtlar • mynda ýmis efni fyrir kynfrumurnar • Stuðningslíffæri • t.d. getnaðarlimur og leg

  3. Líffæri æxlunarkerfis karla • Eistu (testes) • Mynda sáðfrumur og karlkynhormónið testósterón • Rásir • Eistalyppur, sáðrás, sáðfallsrás, þvagrás • Flytja, geyma og þroska sáðfrumur • Aukakirtlar • Sáðblöðrur, blöðruhálskirtill, þvagrásarkirtlar • Mynda sáðvökvann • Getnaðarlimur (penis) • Hefur þvagrás sem flytur bæði þvag og sæði út úr líkamanum

  4. Pungur (scrotum) • Er úr húð, grunnum fascium og sléttum vöðva • Skiptist í tvö hólf með septum (pungskiptum) • Hlutverk pungs er að viðhalda réttu hitastigi á eistunum (34°C) • Rétt hitastig er forsenda eðlilegs sáðfrumuþroska • Eistun dragast inn í kulda en er slakað út í hita

  5. Eistu (testes) • Pöruð, egglaga, staðsett í pungholi • Myndast í kviðarholi, en fara niður um náragöng á 7. mánuði fósturlífs • Hvítt trefjahylki umlykur eistun og skiptir hvoru þeirra í 2-300 bleðla (lobuli) • Í hverjum bleðli eru 1-3 uppkrullaðar sáðpíplur (tubuli seminiferosa) sem eru myndunarstaður sáðfrumna. • Í sáðpíplum eru • Sáðmóðufrumur og sáðfrumuvísar á mismunandi þroskastigum • Sertoli frumur sem gegna margþættu hlutverki við þroskun sáðfrumna • Leydig frumur sem mynda testósterón

  6. Sáðfrumumyndun (spermatogenesis) • Við meiósuskiptingu verður ein tvílitna sáðmóðurfruma að fjórum einlitna sáðfrumum • Sáðfrumumyndun hefst við kynþroska og heldur áfram ævilangt • Frá skiptingu sáðmóðurfrumu þar til sáðfruma fer út í sáðpípluhol líða 65-75 dagar • Um 300 milljón sáðfrumur myndast á sólarhring • Þroskuð sáðfruma skiptist í • höfuð sem inniheldur kjarna og akrósóm með ensímum • miðhluta með hvatberum • hala sem fruman syndir með

  7. Hormónastjórnun eistna • Við kynþroska byrjar losun á kynstýrihomónum frá framhluta heiladinguls: • LH (lutinizing hormone / gulbússtýrihormón) • FSH (follicular stimulating hormone / eggbússtýrihormón) • LH og FSH losun er undir stjórn leysihormóns frá undirstúku (GnRH = gonadotropin releasing hormone) • LH örvar sáðmóðurfrumur til skiptinga og Leydig frumurnar til testósterónmyndunar • FSH ásamt testósteróni örvar sáðfrumumyndun • FSH örvar einnig Sertoli frumur til að mynda hömluhormónið inhibin

  8. Testósterón • Er myndað af Leydig frumum eistna • Testósterón hefur áhrif á • Fósturþroska • Örvar þroskun innri kynfæra á og flutning eistna niður í pung • Umbreyting testósteróns í estrógen hefur áhrif á heilaþroska fóstursins • Kynþroska • Stækkun kynfæra og annars stigs kyneinkenni (líkamseinkenni sem koma fram við kynþroska) • Frjósemi og kynhvöt • Próteinmyndun • Örvar vöxt beina og vöðva

  9. Aukið magn testósteróns í blóði Undirstúka Minna magn GnRH Framhluti heiladinguls Minna magn LH Leydig frumur í eistum Minna magn testósteróns í blóði

  10. Inhibin • Er hormón myndað af Sertoli frumum • Hefur hamlandi áhrif á FSH og stjórnar þannig hraða sáðfrumumyndunar

  11. Eistalyppur (epididymis) • Frá eistum til flytjast sáðfrumurnar til eistalyppna • Eistalyppur eru úr krulluðum píplum sem liggja aftan á eistunum • Í eistalyppum • verða sáðfrumur fullþroska og öðlast hreyfanleika • eru sáðfrumur geymdar í allt að mánuð • Frá eistalyppum flytjast sáðfrumur út í sáðrás (vas deferens)

  12. Sáðrás (vas deferens) • Sáðrás, blóðæðar, taugar og vessaæð mynda kólfinn (spermatic cord) sem fer upp í grindarholið um náragöng (canalis inguinalis) • Veggur sáðrásar er úr þreföldu vöðvalagi • Sáðrásin geymir sáðfrumur og flytur þær í átt að þvagrás

  13. Sáðfallsrás og þvagrás • Eftir að sáðblöðrur tæmast inn í sáðrás, heitir rásin sáðfallsrás (ductus ejaculatorius) • Frá sáðfallsrás fer sæðið út í þvagrás (urethra) sem flytur það út úr líkamanum

  14. Aukakirtlar kynkerfis mynda sáðvökvann • Sáðblöðrur (vesicula seminales) • Paraðir kirtlar sem mynda basískan seigfljótandi vökva sem inniheldur frúktósa, prostaglandín og storkuprótein (um 60% sáðvökvans) • Blöðruhálskirtill (prostata) • Stakur kirtill sem myndar súran vökva sem er nauðsynlegur fyrir hreyfanleika sáðfrumnanna (um 25% sáðvökvans) • Þvagrásarkirtlar / Cowper´s kirtlar (glandula bulbourethralis) • Mynda slímugan vökva fyrir sáðlát, sem hreinsar þvagrásina, smyr og afsýrir leggöngin

  15. Sæði (semen) • Í sæði eru sáðfrumur sem eistum mynda og sáðvökvi sem kemur frá aukakirtlunum þrem • 2.5 – 5ml sæðis eru í hverju sáðláti • 50 – 150 milljón sáðfrumur í hverjum ml • innan við 1% sáðfrumna ná að egginu • Hlutverk sáðvökvans: • Flutningsmiðill og næring fyrir sáðfrumurnar • Drepur bakteríur • Afsýrir leggöngin • umhverfið í leggöngum er of súrt fyrir sáðfrumurnar

  16. Penis • Skiptist í • reðurrót (radix penis) • reðurbol (corpus penis) • reðurhúfu (glans penis) • Reðurbolur er úr þrem bandvefsstrengjum: • Corpus spongiosum (þvagrásin liggur hér í gegn) • Corpora cavernosa (paraðir dorsolateral strengir) • Stinning á penis verður vegna vökvaþrýstings: • slagæðlingar sem flytja blóð út í penis víkka  blóðflæði út í penis eykst  þrýstingur á bláæðar eykst og þær klemmast sama  blóðið kemst ekki til baka  þrýstingur eykst og penis stinnist

  17. Líffæri æxlunarkerfis kvenna • Eggjastokkar (ovariae) • Kynkirtlar sem mynda eggfrumur og hormón (estrógen, prógesterón, relaxín og inhibin) • Eggjaleiðarar (tubae uterinae) • Flytja egg niður í leg. Ef egg frjóvgast, gerist það oftast í eggjaleiðara • Leg (uterus) • Tekur á móti frjóvguðu eggi og er bústaður fóstursins á meðgöngu • Leggöng (vagina) • Tekur á móti sæði við kynmök og er fæðingarvegur • Brjóst (mammae) • Mynda og losa mjólk sem nýburinn nærist á

  18. Eggjastokkar (overiae) • Pöruð líffæri á stærð möndlur • Staðsett sitt hvoru megin við leg, ofarlega í grindarholi • Tengjast legi með bandi • Skiptast í • Þekju • Börk (cortex) sem inniheldur eggbú, gulbú og ljósabú • Merg (medulla) með æðum og taugum

  19. Eggmyndun (oogenesis) • Hefst í eggjastokkum strax í fósturlífi, lýkur rétt eftir frjóvgun • Tvílitna eggmóðurfruma skiptist með meiósuskiptingu og myndar einlitna eggfrumu • Við fæðingu hefur stúlkubarn um 400 þús. eggmóðurfrumur í eggjastokkum sínum • við kynþroska er fjöldinn kominn niður í 40.000 • aðeins um 400 egg ná að þroskast

  20. Eggjaleiðarar (tubae uterinae) • Distal endi er trektlaga og endar í kögurstrengjum (fimbrae) sem sópa egginu inn í eggjaleiðarann • Eggið flyst niður eggjaleiðarann í átt að legi vegna bifhárahreyfinga í slímu og peristalsis í sléttum vöðvum

  21. Leg (uterus) • Sléttur, teygjanlegur, perulaga, holur vöðvi í grindarholi • Skiptist í fundus, corpus og cervix uteri • Legholið (cavum uteri) er klætt slímu (endometrium) • efsta lag slímunnar endurnýjast í hverjum mánuði • Hlutverk legs • Tekur þátt í blæðingum • Sæði fer í gegnum legið á leið til eggjaleiðara • Tekur á móti frjóvguðu eggi frá eggjaleiðurum • Er bústaður fóstursins

  22. Leggöng (vagina) • Hefur veggi úr sléttum, teygjanlegum vöðva • Klædd slímu sem breytir glýkógeni í sýru • Lágt pH drepur bakteríur • Hlutverk: • Tekur á móti penis við kynmök • Farvegur tíðablóðs frá legi • Neðsti hluti fæðingarvegar

  23. Sköp (vulva / pudentum) • Hugtakið nær yfir ytri kynfæri kvenna: • Mons pubis (munaðarhóll) • Labia majora og minora (innri og ytri skapabarmar) • Clitoris (snípur) • Vestibulum (leggangnaönd) • Op þvagrásar og leggangna • Slímmyndandi kirtlar

  24. Brjóst (mammae) • Ummyndaðir svitakirtlar staðsettir yfir musculus pectoralis major • Þroskast fyrir tilstilli estrogenes og prógesteróns • Hvort brjóst er úr bleðlum (lobuli) sem innihalda mjólkurkirtla • Mjólkin fer eftir mjólkurrásum og út um geirvörtu

  25. Æxlunarhringurinn • Með æxlunarhring er átt við mánaðarlegar sveiflur í • eggjastokkum, þar sem egg þroskast og losnar (ovarian cycle) • legi, þar sem legslíman er undirbúin fyrir móttöku á fóstri (tíðahringur / menstrual cycle) • Æxlunarhring er stjórnað af leysihormóni frá undirstúku (GnRH), en það stjórnar losun á FSH og LH frá heiladingli

  26. FSH og LH frá heiladingli • FSH (follicular stimulating hormone / eggbússtýrihormón) • örvar þroskun eggbús (follicle) • örvar eggbú til að mynda estrógen • LH (lutenizing hormone / gulbússtýrihormón) • örvar enn frekar þroskun eggbúsins og estrógenmyndun frá eggbúi..... • ..... sem leiðir til eggloss • veldur myndun og þroskun á gulbúi (corpus luteum) • örvar gulbú til að mynda estrógen og prógesterón (og relaxin og inhibin)

  27. Estrógen og prógesterón • Estrógen • Örvar vöxt, þroska og viðhald æxlunarfæra • Veldur þroska annars stigs kyneinkenna • Örvar próteinmyndun • Í meðalháum styrk hemur það losun GnRH, FSH og LH • Prógesterón • Ásamt estrógeni undirbýr það legslímuna til að taka á móti frjóvguðu eggi • Undirbýr mjókurkirtla fyrir mjólkurmyndun • Hemur losun GnRH og LH

  28. Relaxín og inhibin • Relaxín • Hemur samdrátt í þunguðu legi • Eykur eftirgefanleika í symphysis pubica og leghálsi við fæðingu • Inhibin • Hefur hemjandi áhrif á FSH losun og í minna magni á LH losun

  29. Tíðahringur • Fyrir egglos (preovulatory phase) • Nokkur eggbú í eggjastokkum taka að þroskast • Eitt eggbúanna verður ríkjandi en hin deyja • Í leginu tekur legslíman að þykkna • Estrógen er ríkjandi hormón • Egglos (ovulation) • Vegna topps í LH styrk (orsakað af háum estrógenstyrk) rofnar eggbúið og eggið fer út í grindarholið • Eftir egglos (postovulatory phase) • Rofið eggbú breytist í gulbú sem seytir estrógeni og prógesteróni í miklum styrk • Legslíman er orðin þykk og kirtlar hennar teknir til starfa • Prógesterón er ríkjandi hormón

  30. Tíðahringur frh. • Ef eggið frjóvgast ekki • Gulbú rýrnar • Gulbúið myndar estrógen, prógesterón og inhibin sem hafa hemjandi áhrif á undirstúku og heiladingul og þar með er starfsemi gulbús hamin • Styrkur prógesteróns og estrógens lækkar • Vegna hormónaskorts flagnar legslíman af • Blæðingar hefjast • Ef eggið frjóvgast • Gulbú heldur áfram að starfa og heldur uppi háum styrk prógesteróns þar til fylgjan tekur við framleiðslunni

More Related