1 / 11

Stærðfræðinám í grunnskóla- um áherslur og leiðir

Stærðfræðinám í grunnskóla- um áherslur og leiðir. Spjall við foreldra á Opnu húsi í Dalvíkurskóla 15 . mars 2012. Hvað segir Aðalnámskrá Grunnskóla-stærðfræði frá 2007. Inntak stærðfæðinnar. Tölur G óður skilningur á stórum sem smáum tölum, tugakerfinu og sætiskerfinu

inez
Download Presentation

Stærðfræðinám í grunnskóla- um áherslur og leiðir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Stærðfræðinám í grunnskóla- um áherslur og leiðir Spjall við foreldra á Opnu húsi í Dalvíkurskóla 15. mars 2012 Dóróþea G. Reimarsdóttir

  2. Hvað segir Aðalnámskrá Grunnskóla-stærðfræði frá 2007

  3. Inntak stærðfæðinnar • Tölur • Góður skilningur á stórum sem smáum tölum, tugakerfinu og sætiskerfinu • Reikniaðferðir, reiknikunnátta og mat • Góð færni í reikningi, geta til að velja viðeigandi reikniaðferðir og að leggja mat á niðurstöður • Góð færni í hugarreikningi og námundunarreikningi • Hlutföll og prósentur • Góð færni í prósentureikningi og öðrum hlutfallareikningi

  4. Efnisflokkar frh. • Mynstur og algebra • Geti fundið og sett fram almennar reglur með því að nota bókstafi og kunni undirstöðu bókstafareiknings • Rúmfræði • Hafi skynjun á tíma og rúmi, geti mælt og breytt milli mælieininga • Geti beitt útreikningum og fundið lengd, flöt og rúmtak • Tölfræði og líkindafræði • Kunni að setja töluleg gögn fram á myndrænan hátt og að lesa úr myndritum • Kunni að reikna út einfaldar líkur

  5. Markmið um vinnubrögð • Stærðfræði og tungumál -Lesi sér til gagns töluleg gögn og stærðfræðilegan texta -Séu viðræðuhæf um stræðfræðitengt efni og noti til þess viðeigandi orðaforða • Lausnir verkefna og þrauta • Hafi færni í að takast skipulega á við verkefni þar sem leið til lausnar liggur ekki í augum uppi • Röksamhengi og röksemdafærslur • Hafi færni í einföldum röksemdafærslum og orðaforða til að tjá þær • Tengsl stærðfræði við daglegt líf og önnur svið • Átti sig á hvernig stærðfræði er samofin öllu okkar daglega lífi

  6. Helstu áherslur • Að byggt sé á skilningi barnsins, minna á utanbókarnámi á reglum • Það sem máli skiptir er að nemandinn geti fundið leið til að leysa stærðfræðileg viðfangsefni, best er að það sé á sem fljótvirkastan hátt en mikilvægast að finna einhverja leið • Að efla hugarreikning • Mikilvægt að læra utan bókar ákveðnar staðreyndir um tölur, s.s. hvað kemur út þegar tvær tölur minni en 10 eru lagðar saman (2. bekkur) og margföldunartöfluna (4. bekkur) • Skipuleg og vönduð vinnubrögð • Að nemendur sjái skólastærðfræðina og stærðfræði hins daglega lífs sem samofna fléttu

  7. Mikilvæg undirstaða stærðfræðináms • Færni í að telja bæði áfram og til baka um 1, 10 og 100 og frá hvaða tölu sem er • Geta talið í hópum, t.d. 5 og 10 • Flokkun • Að skynja lengd cm, m, km, magn í dl, l og hve þungt g og kg er • Að skynja form og þrívíða hluti • Rökhugsun • Þrautseigja • Trú á eigin getu

  8. Hvers vegna að spila við börn? • Þjálfar rökhugusn • Þjálfar talningu • Spil í venjulegum spilastokki þjálfa tengingu tölustafa og fjölda • Þjálfar fjöldaskilning • Þjálfar utanbókarnám á samlagningarstaðreyndum og margföldunartöflu • Þjálfar hugarreikning • Stigaútreikningar þjálfa samlagningu

  9. Auk þess …… • þjálfar það börn í félagslegum samskiptum • þjálfa það börn í að fara eftir reglum • þjálfar það börn í að taka bæði sigri og tapi • býður það upp á gæðastundir fyrir fjölskylduna • eru venjuleg spil ódýr afþreying • síðast en ekki síst þá er bara svo gaman að spila !!!

  10. Hvernig get ég best hjálpað barninu mínu heima? • Vertu jákvæð/ur í garð stærðfræðinnar • Þó þú kunnir ekki geturðu hjálpað með því að spyrja: „Hvernig heldur´ðu að þú getir farið að?“ • Hvetja barnið til að skrá lausnaleiðir sínar skipulega og halda vinnubókum í góðu horfi • Nota t.d. tímann í bílnum til að þjálfa margföldunartöfluna, samlagningu o.fl.

  11. Lausn orðadæma • Um hvað er spurt? (lesa spurninguna) • Hvað veit ég? (lesa dæmið og skrá mikilvægar upplýsingar) 3. Hvað á ég að gera? (nota hluti, teikna, reikna, setja í töflu o.s.frv) • Hvert er svarið? (Meta svarið og svara með setningu og/eða strika undir lokasvar)

More Related