110 likes | 279 Views
Stærðfræðinám í grunnskóla- um áherslur og leiðir. Spjall við foreldra á Opnu húsi í Dalvíkurskóla 15 . mars 2012. Hvað segir Aðalnámskrá Grunnskóla-stærðfræði frá 2007. Inntak stærðfæðinnar. Tölur G óður skilningur á stórum sem smáum tölum, tugakerfinu og sætiskerfinu
E N D
Stærðfræðinám í grunnskóla- um áherslur og leiðir Spjall við foreldra á Opnu húsi í Dalvíkurskóla 15. mars 2012 Dóróþea G. Reimarsdóttir
Inntak stærðfæðinnar • Tölur • Góður skilningur á stórum sem smáum tölum, tugakerfinu og sætiskerfinu • Reikniaðferðir, reiknikunnátta og mat • Góð færni í reikningi, geta til að velja viðeigandi reikniaðferðir og að leggja mat á niðurstöður • Góð færni í hugarreikningi og námundunarreikningi • Hlutföll og prósentur • Góð færni í prósentureikningi og öðrum hlutfallareikningi
Efnisflokkar frh. • Mynstur og algebra • Geti fundið og sett fram almennar reglur með því að nota bókstafi og kunni undirstöðu bókstafareiknings • Rúmfræði • Hafi skynjun á tíma og rúmi, geti mælt og breytt milli mælieininga • Geti beitt útreikningum og fundið lengd, flöt og rúmtak • Tölfræði og líkindafræði • Kunni að setja töluleg gögn fram á myndrænan hátt og að lesa úr myndritum • Kunni að reikna út einfaldar líkur
Markmið um vinnubrögð • Stærðfræði og tungumál -Lesi sér til gagns töluleg gögn og stærðfræðilegan texta -Séu viðræðuhæf um stræðfræðitengt efni og noti til þess viðeigandi orðaforða • Lausnir verkefna og þrauta • Hafi færni í að takast skipulega á við verkefni þar sem leið til lausnar liggur ekki í augum uppi • Röksamhengi og röksemdafærslur • Hafi færni í einföldum röksemdafærslum og orðaforða til að tjá þær • Tengsl stærðfræði við daglegt líf og önnur svið • Átti sig á hvernig stærðfræði er samofin öllu okkar daglega lífi
Helstu áherslur • Að byggt sé á skilningi barnsins, minna á utanbókarnámi á reglum • Það sem máli skiptir er að nemandinn geti fundið leið til að leysa stærðfræðileg viðfangsefni, best er að það sé á sem fljótvirkastan hátt en mikilvægast að finna einhverja leið • Að efla hugarreikning • Mikilvægt að læra utan bókar ákveðnar staðreyndir um tölur, s.s. hvað kemur út þegar tvær tölur minni en 10 eru lagðar saman (2. bekkur) og margföldunartöfluna (4. bekkur) • Skipuleg og vönduð vinnubrögð • Að nemendur sjái skólastærðfræðina og stærðfræði hins daglega lífs sem samofna fléttu
Mikilvæg undirstaða stærðfræðináms • Færni í að telja bæði áfram og til baka um 1, 10 og 100 og frá hvaða tölu sem er • Geta talið í hópum, t.d. 5 og 10 • Flokkun • Að skynja lengd cm, m, km, magn í dl, l og hve þungt g og kg er • Að skynja form og þrívíða hluti • Rökhugsun • Þrautseigja • Trú á eigin getu
Hvers vegna að spila við börn? • Þjálfar rökhugusn • Þjálfar talningu • Spil í venjulegum spilastokki þjálfa tengingu tölustafa og fjölda • Þjálfar fjöldaskilning • Þjálfar utanbókarnám á samlagningarstaðreyndum og margföldunartöflu • Þjálfar hugarreikning • Stigaútreikningar þjálfa samlagningu
Auk þess …… • þjálfar það börn í félagslegum samskiptum • þjálfa það börn í að fara eftir reglum • þjálfar það börn í að taka bæði sigri og tapi • býður það upp á gæðastundir fyrir fjölskylduna • eru venjuleg spil ódýr afþreying • síðast en ekki síst þá er bara svo gaman að spila !!!
Hvernig get ég best hjálpað barninu mínu heima? • Vertu jákvæð/ur í garð stærðfræðinnar • Þó þú kunnir ekki geturðu hjálpað með því að spyrja: „Hvernig heldur´ðu að þú getir farið að?“ • Hvetja barnið til að skrá lausnaleiðir sínar skipulega og halda vinnubókum í góðu horfi • Nota t.d. tímann í bílnum til að þjálfa margföldunartöfluna, samlagningu o.fl.
Lausn orðadæma • Um hvað er spurt? (lesa spurninguna) • Hvað veit ég? (lesa dæmið og skrá mikilvægar upplýsingar) 3. Hvað á ég að gera? (nota hluti, teikna, reikna, setja í töflu o.s.frv) • Hvert er svarið? (Meta svarið og svara með setningu og/eða strika undir lokasvar)