1 / 19

Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið

Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið. Hvers vegna á verkalýðshreyfingin að láta sig loftslagsmál varða? Umhverfisstefna tryggir lífsgildi okkar og barna okkar.

jace
Download Presentation

Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Hvers vegna á verkalýðshreyfingin að láta sig loftslagsmál varða? Umhverfisstefna tryggir lífsgildi okkar og barna okkar. Öllum ber skylda til að láta að sér kveða við að draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það mun valdi gífurlegu álagi á fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Ef vinnustaðir okkar aðlaga sig ekki í tíma munu íslensk fyrirtæki ekki hafa þann nýja tæknibúnað sem tryggir sjálfbærni til frambúðar og vera samkeppnishæf

  2. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Græn stefna mun haft gríðarleg áhrif á atvinnuþróun. Norræn og evrópsk verkalýðshreyfing hefur mikið látið til sín taka í loftslagsumræðunni á vegum Sameinuðu þjóðanna með áherslum á samtvinnaða áætlun um sókn í atvinnumálum á grundvelli sjálfbærni og grænna starfa. Loftslagsvandinn krefst víðtækra aðgerða, magn gróðurhúsaloftegunda sem losað er um heim allan er það sem ræður úrslitum um hlýnun jarðar í framtíðinni.

  3. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Stefnt er að orkunotkun í Evrópu minnki um allt að 20% á næstu 4 árum. Hætta á raforkuframleiðslu með jarðefnum og auka framleiðslu með endurnýjanlegri orku. Orkuverð mun því snarhækka á komandi árum. Aðlögun á framleiðslu og orkukerfi að „þjóðfélagi lága koldíoxíðsins“ á ýmislegt skylt með endurskipulagningu fyrri tíma. Norrænn vinnumarkaður einkennist af góðu skipulagi, það auðveldar aðgerðir til að mæta grænum viðhorfum

  4. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Fleiri stórvirkjanir á hinum Norðurlöndunum eru ekki á borðinu vegna náttúruverndarsjónarmiða. Hér á Íslandi nálgumst við sömu stöðu. Það eru ekki margir stórvirkjunarmöguleikar eftir, þ.e.a.s. Ef það á að gera á það í sátt. En reisa má fjölmargar smærri virkjanir víða um land. Stjórnmálamenn tala um stækkun og fjölgun álvera, sem kallar á tvöföldun orkuframleiðslu. Auk þess að byggja nokkrar aðrar verksmiðjur og gagnaver. Á sama tíma er rætt um að rafvæða drjúgan hluta bílaflotans og spara með því gríðarlega fjárhæðir í erlendum gjaldeyri.

  5. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Ef ræða á flutning orku um sæstreng er ástæða að benda á örfá grundvallaratriði. Gríðarlegt tap verður á raforku á leið um strengi. Strengir eru gríðarlega dýrir. Þessi orka nýtist ekki til atvinnuuppbyggingar hér á landi. Ef menn ætla sér að fara í þessi viðskipti þarf gríðarlegt orkumagn til þess að það borgi sig. Djúpholur með nánast óendanlegri orku eru líklega fjarlægur draumur, kannski algjörlega óraunsær. Gufuaflsvirkjanir valda jafnvel enn meiri umhverfismengun en vatnsaflið.

  6. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Verkalýðshreyfingin er hagsmunasamtök og ber að hagnýta þau tækifæri sem gefast til að skapa ný störf og ryðja nýjar brautir á þeim sviðum þar sem breytingar eru fyrirsjáanlegar. Fjöldi grænna starfa munu verða til á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Orkustefna er grundvöllur þessa. Tryggja þarf öruggar og umhverfisvænar orkubirgðir á viðráðanlegu verði.

  7. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Sífellt eru gerðar meiri kröfur til aukinnar hagkvæmni og arðsemi. Undantekningalaust á að ganga að lægsta tilboði. Þegar John Glenn geimfari var settur upp í eldflaug og skjóta átti honum út fyrir gufuhvolfið og í kringum jörðina töluðu allir starfsmenn um að nú ætti að sína öðrum jarðarbúum mikið tækniafrek. Glenn sagði aftur á móti að það sem efst hefði verið í huga hans ” Ó góði Guð verndaðu mig. Hér sit ég á ólaður niður á haug af lægstu tilboðum.”

  8. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Blind hagkvæmni hefur um of ráðið ákvarðanatöku. Það hefur komið okkur í þá stöðu að hafa um of eitrað og ofhitað plánetu okkar. Við höfum misnotað vatn, og jarðveg í miklum mæli og troðið um tær þúsundir dýra og plöntutegunda sem aldrei eiga afturkvæmt. Ýmislegt sem aldrei verður hægt að færa í samt lag. Það verður að taka fleiri atriði með í reikninginn þegar hagkvæmni er metin. Hvar við berum niður í vali á virkjanakostum eða hvernig við byggjum eða hvar við tökum efni til þess að leggja vegi og þannig mætti lengi telja.

  9. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Grænn hugsunarháttur er ekki afturhvarf til fortíðar og atvinnuleysi eins og margir halda fram í umræðu um þessi mál. Grænn byggingariðnaður gengur mjög vel í Bandaríkjunum núna þó hefðbundin sé nánast stopp. Nokkrir af þeim sem fremstir eru í þessum flokki komu hingað síðasta haust á vegum Bjarkar og lýstu því yfir að ef við færum inn á þessa braut, þyrftum við ekki að óttast fjármagnsskort. Fjárfestar á þessu sviði væru á meðal þeirra öflugustu í heiminum.

  10. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Það eru nánast óendanlegir möguleikar á hinu svokallaða græna sviði sem á sér ört vaxandi stuðning í heiminum í dag. Gríðarlegir möguleikar á sviði lífefnaiðnaðar. Uppgangur er á þessu sviði hér á landi, en gæti verið töluvert meiri. Það er hagkvæmt að framleiða ákveðnar tegundir af grænmeti hér á landi með vistvænni raforku. Setja þarf fjöldatakmarkanir á viðkvæmum landssvæðum. Viljum við fá eina milljón ferðamenn? Ísland býr yfir einstökum tækifærum til að friðlýsa stór svæði. En það kallar á miklar fjárfestingar við endurgerð stíga og uppbyggingu til þess að stemma stigu við eyðileggingu stjórnlausrar notkunar.

  11. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Við höfum gríðarleg tækifæri um samkeppnisforskot í hreinum matvælaiðnaði með því að vera græn í fiskveiðum og fiskvinnslu. Íslenskur landbúnaður framleiðir hreinar náttúruafurðir. Við getum orðið mun öflugri matvælaframleiðendur sem byggjum á forsendum sjálfbærni og grænnar framleiðslu. Þá þurfum við að tryggja aðgang okkar að umheiminum og opna landamærin fyrir útflutningi matvæla. Það gerum við best með fullri aðild að Evrópusamvinnunni fyrir sjávarútveg og landbúnað – þar sem skilningur á sjálfbærni er til staðar og mikill áhugi fyrir okkar afurðum.

  12. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið 20. öldin var öld olíunnar og plastsins. Veröld án plasts verður raunin þegar olíuna þrýtur, ekki skiptir máli hvort hún endist í 50 eða 100 ár. Áhrifa af þverrandi olíuframboði mun gæta miklu fyrr. Sama gildir um önnur jarðefni sem nýtt eru til orkuframleiðslu. Víða um heim eru í gangi víðtækar rannsóknir á sviði nýrrar efnistækni hvort heldur efni til að taka við af stáli og þó síðar verði áli sem efnum sem leysa munu plastefnin af hólmi í framtíðinni eins og t.d. koltrefjar. Hér kemur til spennandi samspil á nýtingu varma sem afgangsstærðar við raforkuframleiðslu með jarðhita og hagnýtingu á hverskonar lífmassa. Þessi varmi getur í framtíðinni lagt grundvöll að víðtækum lífrænum efnaiðnaði hér á landi. Í sumum tilfellum fara um 85% orku út í loftið í gufuaflsvirkjunum.

  13. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Við erum að framleiða ál hér á landi með sjálfbærri orku. Álið má ekki verða of stór þáttur í útflutningstekjum okkar Of fá egg í körfunni, eins og t.d. fiskurinn eða stóra bankaeggið hafa reynst okkur erfið. Mörg fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að koma hingað með framleiðslu á borð við sólarrafhlöður og aflþynnur. Koltrefjaverksmiðja er áhugaverður kostur. Við eigum að sameina framsækna orkustefnu við sjálfbæra og græna iðnaðar- og atvinnustefnu.

  14. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Það er hröð þróun í rafgeymum og rafbílar munu taka við. Það er ekki ólíklegt að eftir 10 ár verði raforka a.m.k. helmingur þeirrar orku sem íslenskur bílafloti nýtir. Það kallar á orku úr raforkukerfinu sem samsvarar framleiðslu Kárahnjúkavirkjunar. Að þessu þarf að huga við gerð framvirkra samninga til erlendra auðhringa um stórfelda orkusölu til margra áratuga.

  15. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Miklir möguleikar eru fyrir minni orkuframleiðendur eins og t.d. bændur sem eru að byrja að virkja minni ár í eigin landi. Við getum með þeim hætti framleitt mikla orku vítt og dreift um landið og með því reist vistvænar verksmiðjur af heppilegri stærð. Með góðri skipulagningu væri ekki um að ræða kollsteypuuppbyggingu. Jafn stígandi mun leiða til stöðugleika, lægri verðbólgu og vaxta.

  16. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Ef takast á að draga nægilega úr losuninni er brýnt að ná víðtæku samkomulagi um loftslagsmál . Átján prósent jarðarbúa eiga heimkynni í OECD-ríkjunum, en eru hins vegar ábyrg fyrir 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Losun mun aukast mest í framtíðinni í þróunarríkjunum og rísandi hagkerfum. Losun á koldíoxíði vegna framleiðslu og orkuneyslu er um tveir þriðju af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Orkugeirinn mun áfram verða fyrirferðarmikill í losun gróðurhúsalofttegunda. Orkusparnaður er mikilvægt tæki í baráttunni við loftslagsbreytingar. Skipta verður um eldsneyti. Breytt neyslumynstur og framleiðsluhættir er nauðsynlegt til að sigrast á loftslagsvandanum.

  17. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Það er hægt að koma á endurskipulagningu án þess að tapa störfum. Miðað við hefðir ættu íslendingar að vera vel í stakk búnir til þess að takast á við þetta. Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn í desember mun fjalla um minnkun, aðlögun og fjármögnun. Fjármögnum er mesti vandinn og forsenda framfara á öðrum sviðum. Ná þarf samkomulagi um aðlögunarsjóð til að hjálpa fátækustu ríkjunum til að gera nauðsynlegar aðlögun mögulega og flytja tækni til þróunarríkjanna til að styðja umhverfisvæn verkefni.

  18. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Við erum að tala um miklar pólitískar ákvarðanir. Sú umræða einkennist um of af rakalausum upphrópunum fólks og innistæðulausum væntingum. Það eru umtalsverðar líkur ár að orkan verði svo eftirsótt og svo dýr að íslendingar standist ekki þá freistingu að virkja hér á landi allt sem hönd á festir, kannski líka Gullfoss. En svo er hin hliðin, kannski verðum við búinn að selja frá okkur öll yfirráð á orkunni og hún verði í höndum örfárra auðjöfra sem búa í skattaparadísum.

  19. Ársfundur ASÍ 2009 Umhverfið Við höfum hagað okkur eins og við ættum aðra jörð til vara. Á 100 árum erum við búinn að eyða orku sem tók náttúruna 200 millj. ár að framleiða. Ísland hefur allt til að bera til að geta orðið grænt samfélag, ekki bara á nokkrum sviðum heldur allt samfélagið og við eigum að hafa forystu um að stíga það skref.

More Related