1 / 11

Gott að vita um . . . bragfræði og myndmál útskýringar, dæmi og verkefni Svanhildur Kr. Sverrisdóttir

Gott að vita um . . . bragfræði og myndmál útskýringar, dæmi og verkefni Svanhildur Kr. Sverrisdóttir. Eitt helsta sérkenni íslenskrar ljóðagerðar er ljóðstafasetning. Ljóðstafasetning felst í því að endurtaka sama bókstaf þrisvar sinnum í tveimur ljóðlínum.

jacob
Download Presentation

Gott að vita um . . . bragfræði og myndmál útskýringar, dæmi og verkefni Svanhildur Kr. Sverrisdóttir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Gott að vita um . . . bragfræði og myndmál útskýringar, dæmi og verkefni Svanhildur Kr. Sverrisdóttir

  2. Eitt helsta sérkenni íslenskrar ljóðagerðar er ljóðstafasetning. Ljóðstafasetning felst í því að endurtaka sama bókstaf þrisvar sinnum í tveimur ljóðlínum. Yfirleitt standa tveir saman í fyrri línu og nefnast stuðlar. Höfuðstafur er einn fremst í þeirri næstu, á fyrsta áhersluatkvæði í línunni. Stuðlar og höfuðstafir eru kallaðir einu nafni ljóðstafir. Til eru nákvæmar reglur um notkun ljóðstafa. Þú getur kynnt þér þær í ýmsum bókum og á Netinu. Ferskeytla Fljúga hvítu fiðrildin fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga. (Sveinbjörn Egilsson) Bragfræði og myndmálLjóðstafasetning höfuðstafir stuðlar • Sérhljóð stuðla hvert við annað.

  3. Verkefni 1 Finndu ljóðstafina í vísunni. Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu-Hjálmar) Verkefni 2 Finndu ljóðstafina í vísunni. Listræn mjög og lagin ertu, leikur allt í höndum þér. Þetta sýna sokkaplöggin sem þú prjónar handa mér. (Jónas Árnason) Bragfræði og myndmálLjóðstafasetning

  4. Bragfræði og myndmálRím Eitt af einkennum hefðbundinna ljóða er rím. Rím getur verið margs konar og er það flokkað eftir einkennum: • Þegar rímorðin eru eitt atkvæði kallast rímið karlrím eða einrím. Dæmi: hús – mús • Þegar rímorðin eru tvö atkvæði kallast rímið kvenrím eða tvírím. Dæmi: kon•a – svon•a • Þegar rímorðin eru þrjú atkvæði kallast rímið þrírím. Dæmi: verð•in•u – sverð•in•u • Þegar sérhljóð og samhljóð ríma saman nefnist rímið alrím. Dæmi: langa – ganga • Þegar aðeins samhljóðarnir eru eins nefnist rímið hálfrím. Dæmi: stund – land

  5. Bragfræði og myndmálRím Verkefni 3: Rímið í þessu erindi er táknað með bókstöfum. Getur þú útskýrt merkingu þeirra? Frjálst er í fjallasal, a fagurt í skógardal, a heilnæmt er heiðloftið tæra. B Hátt yfir hamrakór c himinninn blár og stór c lyftist með ljóshvolfið skæra. B Steingrímur Thorsteinsson

  6. Bragfræði og myndmálRím Endarím getur bæði verið víxlrím og runurím. • Víxlrím nefnist það þegar 1. og 3. lína ríma saman og 2. og 4. lína (abab). • Runurím nefnist það þegar t.d. 1. og 2. lína ríma saman og 3. og 4. lína (aabb). Dæmi um runurím Þegar hnígur húm að þorra, A oft ég hygg til feðra vorra, A og þá fyrst og fremst til Snorra A sem framdi Háttatal. b Hannes Hafstein Dæmi um víxlrím Er sumarið kom yfir sæinn A og sólskinið ljómaði’ um bæinn A og vafði sér heiminn að hjarta B ég hitti þig, ástin mín bjarta. B ók. höf.

  7. Bragfræði og myndmálRím Innrím birtist inni í braglínunum. Það er einnig algengt í málsháttum. Innrím er líka kallað miðrím. Skoðaðu vel eftirfarandi dæmi. Dó á fjöllum geislaglit, glóir mjöll á dröngum. Skógarhöll með haustsins lit hló þar öll af söngvum. Guðmundur Böðvarsson Margur er knár þótt hann sé smár. Morgunstund gefur gull í mund. Ofan gefur snjó á snjó, snjóum vefur flóa tó, tóa grefur móa mjó, mjóan hefur skó á kló. Bólu-Hjálmar Láttu smátt en hyggðu hátt, heilsa kátt ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt. Einar Benediktsson

  8. Bragfræði og myndmálLíking Líking er samanburður tveggja ólíkra hluta eða fyrirbæra sem tengdir eru saman með orðunum eins og, sem, líkt og o.fl. Dæmi: Hárið á henni hvítt sem mjöll. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Þegar líking er skoðuð þarf að hafa í huga: • Hverju er verið að lýsa? • Við hvað er því líkt? • Hvert er líkingin sótt?

  9. Bragfræði og myndmálMyndhverfing Myndhverfing er ein tegund myndmáls. Hún felst í samanburði tveggja ólíkra hluta án þess að nota hjálparorðin sem, eins og, líkt o.fl. Myndhverfing er algeng í daglegu tali. Hún getur verið eitt orð eða heil setning. Dæmi:Sótsvartur, bálreiður, dúnmjúkur. Augu þín eru stjörnurnar mínar. Brosið þitt er sólskinið mitt.

  10. Bragfræði og myndmálPersónugerving Persónugerving er ein tegund myndmáls. Hún er mjög algeng í málinu, ekki síst í ljóðagerð. Ýmis fyrirbæri náttúrunnar, hugmyndir og dauðir hlutir eru persónugerðir og fá mannlega eiginleika. Dæmi: • dagarnir lyfta höfði • laufblöðin hlaupa undan vindinum • fjallið stingur höfðinu upp úr þykkninu • sólin skimar í kringum sig • steinninn er þungt hugsi • skipið læðist út fjörðinn

  11. Bragfræði og myndmálHugblær Hugblær ljóðs tengist þeim tilfinningum sem ljóðið vekur hjá lesandanum. • Nokkrar leiðir til að finna hugblæ ljóðs: • Hvaða tilfinningu vekur ljóðið? • Hvað er það í ljóðinu sem vekur tilfinninguna; umfjöllunarefnið, orðavalið, einstök orð, útlit ljóðsins, hrynjandin, myndmálið eða eitthvað annað? • Hvaða orð eða orðasambönd í ljóðinu styrkja þessa tilfinningu? • Hvaða spurningar vakna við lestur ljóðsins? • Hvaða erindi á skáldið við lesandann? • Með hvernig raddblæ ætti að lesa ljóðið?

More Related