250 likes | 442 Views
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Réttindi og skyldur fara saman!. 14. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Lykilspurningar: Hvaða réttindi hef ég á vinnumarkaðnum? Hvaða skyldur hef ég á vinnumarkaðnum?. Heimildir. Heimildir eru úr lögum, af vef ASÍ, VR og fleiri félaga.
E N D
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði Réttindi og skyldur fara saman! Leikur að lifa
14. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði • Lykilspurningar: • Hvaða réttindi hef ég á vinnumarkaðnum? • Hvaða skyldur hef ég á vinnumarkaðnum? Leikur að lifa
Heimildir • Heimildir eru úr lögum, af vef ASÍ, VR og fleiri félaga. Leikur að lifa
Stéttarfélag/verkalýðsfélag • Félag sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna sem tengjast vinnumarkaði. • Semur um kaup og kjör, vinnutíma, orlof o.fl. • Ekki er lagaleg skylda að vera í stéttarfélagi • en til þess að njóta réttinda og þjónustu þeirra þarf að vera félagsmaður. Leikur að lifa
Aðili að stéttarfélagi • Fær þar ýmsa aðstoð: • Samið er um ýmis réttindi fyrir hann. • Ýmis réttindi eru einnig tryggð í lögum. • Hjálp ef brotið er á honum. • Hjálp er fyrirtækið sem hann vinnur hjá verður gjaldþrota. • Aðstoð vegna sjúkdóma. • Margir fá niðurgreidd orlofshús. • O.fl. Leikur að lifa
Ráðningarkjör • Ráðningarkjör fara eftir: • því sem um semst milli stéttarfélags og vinnuveitenda. • beinum samningi starfsmanns og fyrirtækis. • almennum lögum og reglum. Leikur að lifa
Ólögleg ráðningarkjör • Ekki má semja um lægri laun en samningar í viðkomandi stétt kveða á um. • Gildir líka þó að starfsmaðurinn standi utan stéttarfélagsins. • Ekki má semja um færri frí- og veikindadaga, styttri hvíldartíma og fleira slíkt. • Bannað er að mismuna fólki á grundvelli kynferðis, þjóðernis o.fl. Leikur að lifa
Réttindi og skyldur • Réttindi starfsmanns aukast eftir því sem hann vinnur lengur á sama stað. • Skyldurnar aukast líka. • Til dæmis þarf að segja upp ráðningarsamningi á báða bóga. • Uppsagnarfrestur er samningsbundinn, hann er jafnan stystur fyrst en lengist svo. Leikur að lifa
Ráðningarsamningur • Gagnkvæmt loforð – nokkur atriði: • Starfsmaðurinn ætlar að • mæta samviskusamlega í vinnuna. • vinna þau störf sem hann var ráðinn til af kostgæfni og samviskusemi, án þess að tefla sér eða öðrum í óþarfa hættu. • Vinnuveitandinn á að • greiða starfsmanninum umsamin laun á umsömdum útborgunartíma. • standa skil til viðeigandi aðila á gjöldum sem hann dregur frá laununum. • sjá starfsmönnum fyrir viðeigandi vinnuaðstöðu og vinnuumhverfi. Leikur að lifa
Vinnuvernd • Sameiginleg ábyrgð starfsmanna og atvinnurekanda. • Undir vinnuvernd fellur: • Öryggi • Hollustuhættir • Starfsaðstaða • T.d. vinnuvistvæn • Andleg líðan • T.d. einelti • O.fl. Leikur að lifa
Hvíld • Lágmark 11. klst. samfelld hvíld hverjar 24 klst. • Einn hvíldardagur í viku í beinu framhaldi af daglegri lágmarkshvíld. • 35 klst. samfelld hvíld. • Hámarksvinnutími á viku er að jafnaði 48 klst. • Frítökuréttur skapast þegar dagleg lágmarkshvíld er skert en hvíldina má ekki skerða þannig að hún verði minni en 8 klst. Leikur að lifa
Virkur vinnutími • Starfsmaður á að vera til staðar, vera tiltækur fyrir vinnuveitanda og vera við störf. • Þar inni eru ekki: • Kaffi- og matartímar. • Ferðir til og frá vinnu. • Bakvaktir, kallvaktir, gæsluvaktir. • Sérstakir frídagar. • Orlof umfram lögbundið lágmarksorlof, þ.e. umfram 24 daga. Leikur að lifa
Vinnuhlé • A.m.k. 15 mín. hlé ef vinnutími er lengri en 6 klst. Leikur að lifa
Laun og kjör • Eiga að vera lágmarkskjör, óháð • kyni, • þjóðerni • ráðningartíma • fyrir alla launamenn í tiltekinni grein. Leikur að lifa
Veikindaréttur • Á fyrsta ári á starfsmaður tvo daga fyrir hvern unninn mánuð. • Starfsmaður á rétt á einum mánuði eftir eitt ár í starfi. • Mikilvægt er að tilkynna veikindi. • Þetta eru ekki fastir frídagar. • Hvað ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir? • Stéttarfélag og/eða Tryggingastofnun greiða veikindi til lengri tíma. Leikur að lifa
Lífeyrissjóður • Skylda frá 16 ára aldri til 70 ára. • Viðkomandi ávinnur sér rétt til að fá ákveðnar greiðslur við • starfslok • skerta vinnugetu • aldur • örorka • Eftirlifandi maki eða börn fá greiðslur þegar sjóðfélagi deyr. • Greiðsla úr lífeyrissjóði er í hlutfalli við framlag. • Vinnuveitandi greiðir mótframlag. Leikur að lifa
Viðbótarlífeyrissparnaður • Val. • Markmið að búa sig undir betri lífskjör þegar starfsævi lýkur. Leikur að lifa
Tryggingastofnun ríkisins • Sér m.a. um ellilífeyri og örorkubætur. Leikur að lifa
Laun • Semdu um þau áður en þú byrjar að vinna. • Allir þurfa að fylgjast með yfirlitum frá lífeyrissjóði sínum. • Ef greiðslum sem eru dregnar af launum er ekki skilað inn gengur lífeyris-sjóðurinn sjálfur í málið. Leikur að lifa
Heildarlaun • Öll þau laun sem maður vinnur sér inn • Dagvinna • Yfirvinna • Vaktaálag • Stórhátíðavinna á sérstöku álagi • Bakvaktir o.s.frv. Leikur að lifa
Stéttarfélag • Reiknað af heildarlaunum. • Vinnuveitandi greiðir mótframlag bæði í stéttarfélag og lífeyrissjóð. Leikur að lifa
Opinber gjöld • Tekjuskattur • Prósenta sem ákveðin er af ríkissjóði og rennur í hann til að standa straum af ríkisrekstri. • Útsvar • Prósenta ákveðin af sveitarfélagi þar sem launþeginn á lögheimili, þó að reglur séu um hámark og lágmark. • Nýtt til að reka sveitarfélögin. • Tekjuskattur + útsvar = staðgreiðsla • Persónuafsláttur er dreginn af staðgreiðslunni. • Ákveðinn af yfirvöldum fyrir hvert ár og er sá sami fyrir alla frá 16 ára aldri. • Útkoman = það sem viðkomandi greiðir í opinber gjöld. Leikur að lifa
Orlof og orlofslaun • Allir sem eru launþegar eiga rétt á orlofi og orlofslaunum. • Orlof • Veitt í einu lagi frá 2. maí til 15. september. • Tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð. • Lágmarksorlof 24 virkir dagar á ári. • Orlofslaun • Orlofslaun að lágmarki 10,17% Leikur að lifa
Útborguð laun • Heildarlaun • Þar fer af: • Lífeyrissjóður (skylda). • Auka lífeyrissparnaður (val). • Staðgreiðsla • að frádregnum persónuafslætti. • Stéttarfélag (val). • => útborguð laun. Leikur að lifa
Heiðarleiki • Mikilvægur hjá vinnuveitendum og launþegum. • Sá sem ræður sig í vinnu á að mæta og leggja sig fram. • Sá sem ræður annan í vinnu þarf að gera sanngjarnar kröfur og borga laun og aðrar greiðslur undanbragðalaust. • Báðir aðilar þurfa þó að standa vörð um rétt sinn og ekki láta snuða sig. Leikur að lifa