150 likes | 296 Views
Bein réttaráhrif og forgangsáhrif EB-gerða í aðildarríkjum vs. samningsríkjum. Inngangur. EB-réttur getur haft bein réttaráhrif í landsrétti einstakra ríkja og þannig veitt einstaklingum og lögpersónum réttindi og lagt á þá skyldur sem dómstólar aðildarríkja verða að vernda og beita
E N D
Bein réttaráhrif og forgangsáhrif EB-gerða í aðildarríkjum vs. samningsríkjum
Inngangur • EB-réttur getur haft bein réttaráhrif í landsrétti einstakra ríkja og þannig veitt einstaklingum og lögpersónum réttindi og lagt á þá skyldur sem dómstólar aðildarríkja verða að vernda og beita • vegna meginreglunnar um forgangsáhrif gengur EB-réttur sem hefur bein réttaráhrif framar landsrétti aðildarríkjanna ef þessum réttarheimildum lýstur saman • einstaklingar sem byggja rétt á EB-rétti sem hefur bein réttaráhrif eiga rétt á að dómstóll ríkisins beiti þeim rétti • dómstólar aðildarríkja geta leitað ásjár dómstóls EB ef þeir telja óljóst hvernig beri að túlka EB-rétt og hvert gildi EB-réttur hefur í aðildarríkinu
Skilyrði fyrir beinum réttaráhrifum EB-réttar • Eru ákvæðin nægilega skýr, nákvæm og óskilyrt? Hefur ákvæðið öðlast gildi? • Mál þar sem beinum réttaráhrifum hefur verið játað: • Mál 26/62 van Gend en Loos: 12. (nú 25.) gr. EB; 10. gr. EES - tollar á innflutning og útflutning, svo og gjöld sem hafa samsvarandi áhrif • Mál 13/68 Salgoil: 28. og 30. gr. EB; 11. og 13. gr. EES - magntakmarkanir á innflutningi og undanþágur frá því • Mál 2/74 Reyners: 43. gr. EB; 31. gr. EES - staðfesturétturinn • Mál þar sem beinum réttaráhrifum hefur verið neitað: • Mál 148/78 Ratti: frestur sem ríki hefur til að hrinda tilskipun í framkvæmd ekki liðinn
Skilyrði fyrir beinum réttaráhrifum EB-réttar • ef ákvæðin eru ekki nægilega skýr, nákvæm og óskilyrt: hvaða leiðir eru aðrar færar? • þegar frestur er liðinn • Mál C-54/96 Dorsch Consult: samræmd túlkun • Mál C-2 og 9/90 Francovich: skaðabætur • þegar frestur er ekki liðinn • Mál C-129/96 Inter-Environnement Wallonie: neikvæð skylda til að hindra ekki markmið bandalagsréttar • Mál C-456/98 Centrosteel v Adipol: engin jákvæð skylda um mótsagnalausa túlkun
Hver getur byggt rétt á beinum réttaráhrifum? • Meginreglan er að aðili sem hefur einstaklingsbundinna réttinda að gæta geti byggt rétt á beinum réttaráhrifum. Einnig er aðila mögulegt að byggja rétt á beinum réttaráhrifum þó svo að um almannahagsmuni sé að ræða, sbr. mál C-72/95 Kraaijeveld, samanber á sviði umhverfisréttar.
Á hverju er mögulegt að byggja bein réttaráhrif • Ákvæði EB-samningsins • bæði loðrétt og lárétt bein réttaráhrif möguleg • Mál 127/73 BRT v SABAM: 1. og 2. mgr. 81. gr. og 82. gr. EB • Mál 43/75 Defrenne v Sabena: 141. gr. EB • Mál C-281/98 Angonese: 39. gr. EB
Á hverju er mögulegt að byggja bein réttaráhrif • Reglugerðir • 249. gr. EB • Reglugerðir geta haft bein réttaráhrif vegna eðlis þeirra og hlutverk innan bandalagsréttar; þær skapa einstaklingsbundin réttindi sem dómstólar aðildarríkjanna verða að vernda. Fyrsta málið var mál 9/70 Grad v Finanzamt Traunstein • bæði loðrétt og lárétt bein réttaráhrif möguleg • Á aðildarríkjum hvílir sú skylda að innleiða ekki reglugerðir, sbr. mál 93/71 Orsolina Leonesio og mál 39/72 Commission v Italy
Á hverju er mögulegt að byggja bein réttaráhrif • Tilskipanir • 249. gr. EB • Loðrétt bein réttaráhrif möguleg, þ.e. mögulegt er að beita tilskipun fyrir sig gegn ríki sem ekki hefur gert nauðsynlegar ráðstafanir til að hrinda tilskipun í framkvæmd, sbr. mál 41/74 Van Duyn og mál 148/78 Ratti • Lárétt bein réttaráhrif útilokuð, þ.e. ekki er mögulegt að beita tilskipun fyrir sig gegn einstaklingum og lögaðilum, sbr. mál 152/84 Marshall og mál C-91/92 Faccini Dori
Á hverju er mögulegt að byggja bein réttaráhrif • Tilskipanir • Dómstóllinn hefur þrátt fyrir þetta komið með ýmis úræði til að milda hörð áhrif þess að ekki er mögulegt að beita tilskipun fyrir sig gegn einstaklingum • hugtakið ríki • mál C-188/90 Foster v British Gas • mál 152/84 Marshall; mál 222/84 Johnston v Chief Constable of the RUC; mál 103/88 Fratelli Costanzo
Á hverju er mögulegt að byggja bein réttaráhrif • samræmd túlkun • þegar dómstóll aðildarríkis túlkar innanlandslöggjöf, hvort sem ákvæðið sem um er deilt var lögtekið fyrir eða eftir að ríki hefur hrint tilskipun í framkvæmd, skal dómstóllinn túlka ákvæði innanlandsréttar til samræmis við orðalag og markmið tilskipunarinnar svo að samræmd túlkun náist, sbr. mál 14/83 Von Colson og mál C-106/89 Marleasing
Á hverju er mögulegt að byggja bein réttaráhrif • “óhjákvæmileg röksemd” • Mál vegna tilskipun 83/189 (nú tilskipun 98/34): mál C-194/94 CIA Security International og mál C-443/98 Unilever Italia v Central Food • Mál C-441/93 Pafitis er dæmi um dóm sem ekki er hægt að rökstyðja með sömu sökum og CIA Security International og Unilever Italia. • Reynt hefur verið að skýra dóminn með “víðari” kenningum en tíðkast hefur, sbr. Lenz M., Sif Tynes d. Og Young L., “Horizontal What? Bach to Basics” 2000 25 ELRev 509 og Dougan M. “The Disguised Vertical Direct Effect of Directives?” 2000 CLJ 586
Á hverju er mögulegt að byggja bein réttaráhrif • réttur til skaðabóta eftir Francovich • ríki krafinn skaðabóta vegna tjóns sem orðið hefur vegna þess ríki hafði ekki gert nauðsynlegar ráðstafanir í tíma til að hrinda tilskipun í framkvæmd, sbr. mál C-6 og 9/90 Francovich og mál C-178-179 og 188/94 Dillenkofer • ríki verður þó að hafa framið “nægjanlega alvarlegt brot”, sbr. mál C-392/93 R v HM Treasury ex parte British Telecommunications
Á hverju er mögulegt að byggja bein réttaráhrif • Ákvarðanir • Grein 249 EB • Bindandi fyrir þá sem ákvörðuninni er beint að, sbr. mál 9/70 Franz Grad
Meginreglan um forgangsáhrif • Ef bindandi réttaráhrif eru fyrir hendi skal beita meginreglunni um forgangsáhrif EB-réttar • Grundvöllur var lagður í máli 6/64 Costa v ENEL • Meginreglan orðuð enn skýrar í máli 106/77 Simmenthal • Dómstóllinn krefst skilyrðislausra forgangsáhrifa, sbr. mál 11/70 Internationale Handelsgesellschaft og mál C-224/97 Erich Ciola
Bein réttaráhrif og forgangsáhrif EB-gerða á Íslandi? • Einsleitni á evrópska efnahagssvæðinu • Mál Erlu Maríu Sveinsbjörnsdóttur gegn íslenska ríkinu frá 10. desember 1998 • EFTA dómstóllinn taldi að EFTA ríkin bæru skaðabótaábyrgð vegna ófullnægjandi innleiðingar tilskipana, og raunar vegna hvers konar brota á EES reglum, að fullnægðum ákveðnum skilyrðum • veitti EFTA dómstóllinn EES reglum í raun beina réttarverkan og forgangsáhrif að landsrétti?