1 / 9

Snorra-Edda Skáldskaparmál, kaflar 24-26

Snorra-Edda Skáldskaparmál, kaflar 24-26. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Siguðardóttir. Skáldskaparmál. Kafli 24: Þór og Hrungnir Bragi heldur áfram að kenna Ægi um kenningar í skáldskap. Þór er farinn í Austurveg að berja tröll.

joanne
Download Presentation

Snorra-Edda Skáldskaparmál, kaflar 24-26

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Snorra-EddaSkáldskaparmál, kaflar 24-26 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Siguðardóttir

  2. Skáldskaparmál • Kafli 24: Þór og Hrungnir • Bragi heldur áfram að kenna Ægi um kenningar í skáldskap. • Þór er farinn í Austurveg að berja tröll. • Óðinn ríður á Sleipni til Jötunheima og hittir þar fyrir jötuninn Hrungni. • Óðinn og Hrungnir fara að metast um gæði hesta sinna. • Þeir fara í kapp og hefur Óðinn betur á Sleipni sínum. • Hrungnir er í svo miklum jötunmóð að hann hægir ekki á Gullfaxa sínum fyrr en hann er kominn inn fyrir hlið Ásgarðs. • Þar bjóða æsir Hrungni í ölveislu. • Hrungnir gerist drukkinn og stóryrtur mjög. • Ásum leiðist montið í honum og kalla því á Þór.

  3. Skáldskaparmál • Kafli 24: Þór og Hrungnir, frh. • Þór vill berjast við Hrungni en Hrungnir vill fá að ná í vopn sín fyrst. • Ákveðið er að bardagi skuli fara fram að Grjóttúnagörðum. • Jötnum er mikið í mun að Hrungnir sigri bardagann enda er hann þeirra sterkastur. • Þeir búa til risastóran mann úr leir og setja í hann hjarta úr meri. • Þennan mann kalla þeir Mökkurkálf. • Hjarta Hrungnis sjálfs er úr steini; tindótt með þremur hornum. • Höfuð hans er einnig úr steini. • Hrungnir hefur mikinn steinskjöld en vopn hans er hein (brýni). • Þór kemur til einvígisins og er Þjálfi með honum í för. • Þjálfi fellir Mökkurálf í einvígi án mikillar fyrirhafnar.

  4. Skáldskaparmál • Kafli 24: Þór og Hrungnir, frh. • Þór ber sigur úr býtum í einvíginu við Hrungni. • Hrungnir lætur lífið þegar Þór lemur með hamrinum Mjöllni í höfuð honum. • Þór særist hins vegar í bardaganum. • Hrungnir kastar heininni að Þór en þá mætir hún hamrinum Mjöllni á flugi. • Heinin klofnar í tvennt: Annar hluti hennar fellur til jarðar og af honum eru heinberg orðin til. Hinn hlutinn lendir í höfði Þórs og hann fellur við.

  5. Skáldskaparmál • Kafli 24: Þór og Hrungnir, frh. • Hrungnir fellur dauður yfir Þór og annar fótur hans liggur yfir hálsi Þórs. • Þjálfi reynir að leysa Þór en tekst ekki enda er fóturinn gríðarþungur. • Aðrir æsir reyna slíkt hið sama en enginn hefur erindi sem erfiði fyrr en Magni, sonur Þórs og Járnsöxu, kemur föður sínum til bjargar. • Þór gefur honum hestinn Gullfaxa í þakklætisskyni. • Óðinn móðgast því honum finnst að Þór hefði frekar átt að gefa sér hestinn.

  6. Skáldskaparmál • Kafli 25: Þór og Hrungnir, frh. • Þór fer heim í Þrúðvang og stendur heinin enn í höfði hans. • Völva að nafni Gróa býðst til að gala seið til að losa um heinina. • Gróa er kona Aurvandilshins frækna. • Þór vill launa Gróu greiðann með því að færa mann hennar heim úr Élivogum. • Gróa verður svo fegin að hún gleymir öllum göldrum og því stendur heinin enn í höfði Þórs. • Sagt er að maður eigi aldrei að kasta hein þvert yfir gólf því þá hreyfist heinin í höfði Þórs.

  7. Skáldskaparmál • Kafli 26: Þór og Geirröður • Eitt sinn fór Þór til Geirröðargarða án kostgripa sinna. • Þetta var Loka að kenna en hann var í för með Þór. • Loki var eitt sinn að skemmta sér í valsham Friggjar og flaug til Geirröðargarða fyrir forvitni sakir. • Þar var hann handsamaður og píndur til að lofa að koma Þór til Geirröðargarða án kostgripa sinna. • Á leið til Geirröðargarða kom Þór við hjá tröllkonu að nafni Gríður. • Hún var móðir Víðars hins þögla. • Gríður lánaði Þór megingjarðir og járngreipar sem hún átti. Einnig lánaði hún honum staf sinn, Gríðarvöl.

  8. Skáldskaparmál • Kafli 26: Þór og Geirröður, frh. • Á leið sinni til Geirröðargarða þurfti Þór að fara yfir ána Vimur. • Þá spennti hann um sig megingjörðunum og notaði stafinn Gríðarvöl til að komast undan straumnum yfir ána. • Þá varð hann var við að Gjálp, dóttir Geirröðar, stóð við ána og olli miklum vexti í henni. • Þá tók Þór steinhnullung mikinn og kastaði að Gjálp. Þar með stíflaði hann ána. • Svo náði hann taki á reyniviðarhríslu og komst þannig upp úr ánni.

  9. Skáldskaparmál • Kafli 26: Þór og Geirröður, frh. • Þegar Þór kom til Geirröðar var honum vísað til herbergis í geitahúsi. • Þar settist Þór í stól. • Brátt tók stóllinn að lyftast undir honum. • Þá stakk Þór stafnum Gríðarveli upp í þakið og lét sígast niður í stólinn. • Kom þá í ljós að dætur Geirröðar, Gjálp og Greip, höfðu verið undir stólnum og hafði Þór nú brotið bakið á þeim. • Þá lét Geirröður kalla á Þór í höllina til leika. • Hann kastaði glóandi járnmolum að Þór en Þór tók molana á lofti með járngreipunum og kastaði þeim aftur að Geirröði. • Geirröður forðaði sér undir járnsúlu en Þór kastaði járnmolunum svo fast að þeir fóru í gegnum súluna, Geirröð sjálfan, vegg salarins þar sem þeir voru staddir og í jörðina fyrir utan.

More Related