1 / 14

Íslenska tvö Kafli 6, bls. 299-310

Íslenska tvö Kafli 6, bls. 299-310. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Samningar sviknir. Snorra-Edda er augljóslega hluti af karlahefð bókmenntanna. Mest áhersla er lögð á lýsingu karlpersóna og átök á milli þeirra.

latif
Download Presentation

Íslenska tvö Kafli 6, bls. 299-310

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvöKafli 6, bls. 299-310 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Samningar sviknir • Snorra-Edda er augljóslega hluti af karlahefð bókmenntanna. • Mest áhersla er lögð á lýsingu karlpersóna og átök á milli þeirra. • Kvenpersónur eru aðallega í aukahlutverkum og þeim er lýst út frá sjónarhóli karla. • Heimur ása er karlaheimur og meðan þeir fá að vera í friði ríkir gullöld. • Friðurinn spillist svo með tilkomu kvenna úr jötunheimum. • Þá ruku æsir upp til handa og fóta og reyndu að auka á öryggi sitt með því að treysta varnir sínar.

  3. Úr Gylfaginningu • Borgarsmiðurinn • Þegar byggð goðanna er ung kemur smiður nokkur til þeirra og býðst til að byggja varnarmúr í kringum byggðina á þremur misserum. • Varnarmúrinn á að vera svo sterkur að hann standist ágang bergrisa og hrímþursa. • Sem laun fyrir verk sitt vill smiðurinn fá Freyju, sól og mána. • Æsir ganga að þessum samningi að því tilskyldu að ef eitthvað vanti upp á að múrinn sé fullgerður hinn fyrsta dag sumars fái smiðurinn ekki kaup sitt. • Smiðurinn biður um að fá að nota hestinn Svaðilfara við verk sitt. • Loki ræður því að smiðnum er leyft þetta.

  4. Úr Gylfaginningu • Borgarsmiðurinn, frh. • Hinn fyrsta vetrardag tekur smiðurinn til við bygginguna. • Hann notar hestinn til að draga grjót og vinnur hesturinn hálfu meira þrekvirki en smiðurinn sjálfur. • Bygging varnarmúrsins gengur vel og farnar eru að renna tvær grímur á æsi. • Þegar 3 dagar eru til sumars ganga æsir á fund Loka og hótar honum öllu illu ef hann kemur ekki í veg fyrir að smiðurinn nái að klára verkið á settum tíma.

  5. Úr Gylfaginningu • Borgarsmiðurinn, frh. • Loki bregður sér þá í líki merar og tælir Svaðilfara inn í skóg. • Á meðan getur smiðurinn ekki unnið. • Hann reiðist mjög og færist í jötunmóð. • Æsir kalla á Þór sem drepur jötuninn með hamrinum Mjöllni. • Nokkru síðar kastar Loki folaldi. • Það er grátt og hefur átta fætur. • Sá hestur er nefndur Sleipnir.

  6. Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs • Baldur dreymir að líf hans sé í hættu og segir ásum frá því. • Frigg fer á stúfana og tekur grið af öllum hlutum sem henni dettur í hug að gætu grandað Baldri. • Eftir þetta gera æsir sér að leik að skjóta alls konar hlutum að Baldri enda bítur ekkert á hann. • Loka Laufeyjarsyni leiðist þetta mjög. • Hann bregður sér í líki konu og spyr Frigg hvort það sé virkilega ekkert sem geti grandað Baldri. • Frigg segir að það eina sem hún hafi ekki beðið um grið handa Baldri hafi verið mistilteinn sem vex vestur af Valhöll. • Henni hafi þótt jurtin of ung til að vinna slík heit.

  7. Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs, frh. • Loki fer þá af stað, slítur upp mistilteininn og setur hann í hendur Heði hinum blinda. • Hann segir honum að taka þátt í leiknum og skjóta á Baldur. • Höður gerir þetta og Baldur dettur samstundis dauður niður. • Nú verður mikil sorg meðal ása. • Þau biðja Hermóð hinn hvata, son Óðins, að fara til Heljar og biðjast lausnar fyrir Baldur. • Hermóður leggur af stað á Sleipni en á meðan er útför Baldurs gerð.

  8. Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs, frh. • Til stendur að flytja lík Baldurs til sjávar á skipi hans, Hringhorna. • Þegar ekki tekst að koma skipinu á flot er sent eftir tröllkonu úr Jötunheimum að nafni Hyrrokkin. • Hún kemur ríðandi á úlfi og hefur snák fyrir taum. • Hún getur komið skipinu á flot. • Þegar lík Baldurs er borið í skipið springur eiginkona hans, Nanna Nepsdóttir, af harmi. • Hún er borin á bál.

  9. Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs, frh. • Að þessari brennu koma margar verur: • Óðinn kemur ásamt Frigg, valkyrjum sínum og hröfnum. • Freyr kemur akandi í kerru sem gölturinn Gullinbursti dregur. • Freyja kemur akandi í kerru sem kettir hennar draga. • Hrímþursar og bergrisar koma einnig. • Óðinn leggur á bálið gullhringinn Draupni sem er þeirrar náttúru að níundu hverja nótt verða til af honum átta jafnþungir hringir.

  10. Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs, frh. • Hermóður kemur nú til Heljar og biður um að Baldur fái að snúa aftur frá Helheimi. • Hel svarar því til að ef allir hlutir, dauðir og lifandi, fáist til að gráta Baldur, muni hann fá leyfi til að snúa til baka. • Hermóður ber ásum skilaboðin frá Hel og sendimenn ása biðja alla hluti um að gráta Baldur. • Tröllkonan Þökk neitar hins vegar að gráta Baldur. • Svo er sagt að Loki Laufeyjarson sé sá sem mest hafi gert illt meðal ása.

  11. Úr Gylfaginningu • Refsing Loka • Goðin verða nú Loka mjög reið. • Loki felur sig í húsi uppi á fjalli nokkru en á dagin bregður hann sér í laxlíki og heldur þar til í fossi sem heitir Fránangursfoss. • Goðin verða vör við þetta og búa sér til net. • Þór nær að fanga Loka með því að grípa um aftari hluta hans og nemur höndin staðar við sporðinn. • Er þetta ástæðan fyrir því að laxinn er afturmjór. • Goðin fara með Loka í helli nokkurn.

  12. Úr Gylfaginningu • Refsing Loka, frh. • Synir Loka, Váli og Nari/Narfi, eru einnig teknir höndum. • Þau bregða Vála í úlfslíki og láta hann tæta bróður sinn í sig. • Síðan búa þau til fjötra úr þörmum Narfa og binda Loka með þeim yfir þremur eggsteinum. • Stendur einn eggsteinninn undir herðum Loka, annar undir mjöðmum hans en hinn þriðji undir hnjánum á honum. • Þessir fjötrar verða svo að járni.

  13. Úr Gylfaginningu • Refsing Loka, frh. • Skaði, kona Njarðar, festir eiturorm yfir Loka svo að eitrið úr honum drýpur í andlit hans. • Sigyn, kona Loka, situr svo með skál yfir manni sínum og drýpur eitrið úr orminum í hana. • Þegar skálin fyllist þarf Sigyn hins vegar að skvetta úr henni og þá drýpur eitur í andlit Loka. • Hann engist svo mikið um þegar þetta gerist að það verður jarðskjálfti.

  14. Verkefni í kennslustund • 1. Lesið „Í helli Loka“ eftir Hannes Pétursson á bls. 309 í kennslubók. • Hver er ávörpuð í 5. línu ljóðsins? • Gerið grein fyrir vísunum í Snorra-Eddu í ljóðinu. • Túlkið ljóðið í ljósi vísananna í Snorra-Eddu með hliðsjón af nútímanum. • 2. Lesið „Svo fátt eitt sé nefnt“ etir Þórarin Eldjárn á bls. 310 í kennslubók. • Gerið grein fyrir vísunum í Snorra-Eddu í ljóðinu. • Merkið við ljóðstafi. • Gerið grein fyrir formi ljóðsins og bragarhætti. Að hvaða leyti sker formið sig frá formi ljóðsins eftir Hannes Pétursson? • Að hvaða leyti kemur fram önnur afstaða til yrkisefnisins í ljóðinu en fram kemur í Snorra-Eddu?

More Related