140 likes | 413 Views
Íslenska tvö Kafli 6, bls. 299-310. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Samningar sviknir. Snorra-Edda er augljóslega hluti af karlahefð bókmenntanna. Mest áhersla er lögð á lýsingu karlpersóna og átök á milli þeirra.
E N D
Íslenska tvöKafli 6, bls. 299-310 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Samningar sviknir • Snorra-Edda er augljóslega hluti af karlahefð bókmenntanna. • Mest áhersla er lögð á lýsingu karlpersóna og átök á milli þeirra. • Kvenpersónur eru aðallega í aukahlutverkum og þeim er lýst út frá sjónarhóli karla. • Heimur ása er karlaheimur og meðan þeir fá að vera í friði ríkir gullöld. • Friðurinn spillist svo með tilkomu kvenna úr jötunheimum. • Þá ruku æsir upp til handa og fóta og reyndu að auka á öryggi sitt með því að treysta varnir sínar.
Úr Gylfaginningu • Borgarsmiðurinn • Þegar byggð goðanna er ung kemur smiður nokkur til þeirra og býðst til að byggja varnarmúr í kringum byggðina á þremur misserum. • Varnarmúrinn á að vera svo sterkur að hann standist ágang bergrisa og hrímþursa. • Sem laun fyrir verk sitt vill smiðurinn fá Freyju, sól og mána. • Æsir ganga að þessum samningi að því tilskyldu að ef eitthvað vanti upp á að múrinn sé fullgerður hinn fyrsta dag sumars fái smiðurinn ekki kaup sitt. • Smiðurinn biður um að fá að nota hestinn Svaðilfara við verk sitt. • Loki ræður því að smiðnum er leyft þetta.
Úr Gylfaginningu • Borgarsmiðurinn, frh. • Hinn fyrsta vetrardag tekur smiðurinn til við bygginguna. • Hann notar hestinn til að draga grjót og vinnur hesturinn hálfu meira þrekvirki en smiðurinn sjálfur. • Bygging varnarmúrsins gengur vel og farnar eru að renna tvær grímur á æsi. • Þegar 3 dagar eru til sumars ganga æsir á fund Loka og hótar honum öllu illu ef hann kemur ekki í veg fyrir að smiðurinn nái að klára verkið á settum tíma.
Úr Gylfaginningu • Borgarsmiðurinn, frh. • Loki bregður sér þá í líki merar og tælir Svaðilfara inn í skóg. • Á meðan getur smiðurinn ekki unnið. • Hann reiðist mjög og færist í jötunmóð. • Æsir kalla á Þór sem drepur jötuninn með hamrinum Mjöllni. • Nokkru síðar kastar Loki folaldi. • Það er grátt og hefur átta fætur. • Sá hestur er nefndur Sleipnir.
Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs • Baldur dreymir að líf hans sé í hættu og segir ásum frá því. • Frigg fer á stúfana og tekur grið af öllum hlutum sem henni dettur í hug að gætu grandað Baldri. • Eftir þetta gera æsir sér að leik að skjóta alls konar hlutum að Baldri enda bítur ekkert á hann. • Loka Laufeyjarsyni leiðist þetta mjög. • Hann bregður sér í líki konu og spyr Frigg hvort það sé virkilega ekkert sem geti grandað Baldri. • Frigg segir að það eina sem hún hafi ekki beðið um grið handa Baldri hafi verið mistilteinn sem vex vestur af Valhöll. • Henni hafi þótt jurtin of ung til að vinna slík heit.
Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs, frh. • Loki fer þá af stað, slítur upp mistilteininn og setur hann í hendur Heði hinum blinda. • Hann segir honum að taka þátt í leiknum og skjóta á Baldur. • Höður gerir þetta og Baldur dettur samstundis dauður niður. • Nú verður mikil sorg meðal ása. • Þau biðja Hermóð hinn hvata, son Óðins, að fara til Heljar og biðjast lausnar fyrir Baldur. • Hermóður leggur af stað á Sleipni en á meðan er útför Baldurs gerð.
Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs, frh. • Til stendur að flytja lík Baldurs til sjávar á skipi hans, Hringhorna. • Þegar ekki tekst að koma skipinu á flot er sent eftir tröllkonu úr Jötunheimum að nafni Hyrrokkin. • Hún kemur ríðandi á úlfi og hefur snák fyrir taum. • Hún getur komið skipinu á flot. • Þegar lík Baldurs er borið í skipið springur eiginkona hans, Nanna Nepsdóttir, af harmi. • Hún er borin á bál.
Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs, frh. • Að þessari brennu koma margar verur: • Óðinn kemur ásamt Frigg, valkyrjum sínum og hröfnum. • Freyr kemur akandi í kerru sem gölturinn Gullinbursti dregur. • Freyja kemur akandi í kerru sem kettir hennar draga. • Hrímþursar og bergrisar koma einnig. • Óðinn leggur á bálið gullhringinn Draupni sem er þeirrar náttúru að níundu hverja nótt verða til af honum átta jafnþungir hringir.
Úr Gylfaginningu • Dauði Baldurs, frh. • Hermóður kemur nú til Heljar og biður um að Baldur fái að snúa aftur frá Helheimi. • Hel svarar því til að ef allir hlutir, dauðir og lifandi, fáist til að gráta Baldur, muni hann fá leyfi til að snúa til baka. • Hermóður ber ásum skilaboðin frá Hel og sendimenn ása biðja alla hluti um að gráta Baldur. • Tröllkonan Þökk neitar hins vegar að gráta Baldur. • Svo er sagt að Loki Laufeyjarson sé sá sem mest hafi gert illt meðal ása.
Úr Gylfaginningu • Refsing Loka • Goðin verða nú Loka mjög reið. • Loki felur sig í húsi uppi á fjalli nokkru en á dagin bregður hann sér í laxlíki og heldur þar til í fossi sem heitir Fránangursfoss. • Goðin verða vör við þetta og búa sér til net. • Þór nær að fanga Loka með því að grípa um aftari hluta hans og nemur höndin staðar við sporðinn. • Er þetta ástæðan fyrir því að laxinn er afturmjór. • Goðin fara með Loka í helli nokkurn.
Úr Gylfaginningu • Refsing Loka, frh. • Synir Loka, Váli og Nari/Narfi, eru einnig teknir höndum. • Þau bregða Vála í úlfslíki og láta hann tæta bróður sinn í sig. • Síðan búa þau til fjötra úr þörmum Narfa og binda Loka með þeim yfir þremur eggsteinum. • Stendur einn eggsteinninn undir herðum Loka, annar undir mjöðmum hans en hinn þriðji undir hnjánum á honum. • Þessir fjötrar verða svo að járni.
Úr Gylfaginningu • Refsing Loka, frh. • Skaði, kona Njarðar, festir eiturorm yfir Loka svo að eitrið úr honum drýpur í andlit hans. • Sigyn, kona Loka, situr svo með skál yfir manni sínum og drýpur eitrið úr orminum í hana. • Þegar skálin fyllist þarf Sigyn hins vegar að skvetta úr henni og þá drýpur eitur í andlit Loka. • Hann engist svo mikið um þegar þetta gerist að það verður jarðskjálfti.
Verkefni í kennslustund • 1. Lesið „Í helli Loka“ eftir Hannes Pétursson á bls. 309 í kennslubók. • Hver er ávörpuð í 5. línu ljóðsins? • Gerið grein fyrir vísunum í Snorra-Eddu í ljóðinu. • Túlkið ljóðið í ljósi vísananna í Snorra-Eddu með hliðsjón af nútímanum. • 2. Lesið „Svo fátt eitt sé nefnt“ etir Þórarin Eldjárn á bls. 310 í kennslubók. • Gerið grein fyrir vísunum í Snorra-Eddu í ljóðinu. • Merkið við ljóðstafi. • Gerið grein fyrir formi ljóðsins og bragarhætti. Að hvaða leyti sker formið sig frá formi ljóðsins eftir Hannes Pétursson? • Að hvaða leyti kemur fram önnur afstaða til yrkisefnisins í ljóðinu en fram kemur í Snorra-Eddu?