1 / 10

Íslenska tvö, Kafli 4, bls. 188-197

Íslenska tvö, Kafli 4, bls. 188-197. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Kafli 4: Fjölmenning og ferðalög. Sumar frásagnir Snorra-Eddu minna fremur á þjóðsögur og ævintýri en goðsagnir. Þjóðsaga : Frásögn sem varðveist hefur í munnmælum. Fáar persónur.

aliya
Download Presentation

Íslenska tvö, Kafli 4, bls. 188-197

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenska tvö,Kafli 4, bls. 188-197 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 203 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Kafli 4:Fjölmenning og ferðalög • Sumar frásagnir Snorra-Eddu minna fremur á þjóðsögur og ævintýri en goðsagnir. • Þjóðsaga: • Frásögn sem varðveist hefur í munnmælum. • Fáar persónur. • Aðalpersónan á í samskiptum eða átökum við framandi verur eða yfirvöld. • Hinar framandi verur eru ýmist vinveittar eða óvinveittar. • Í íslenskum þjóðsögum eru þetta oft álfar, tröll og huldufólk. • Frásagnarhátturinn er einfaldur og skipulegur. • Mikið um endurtekningar, gjarnan þrítekningu.

  3. Úr Gylfaginningu • För Þórs til Útgarða-Loka • Eitt sinn fer Þór í ökuferð með hafra sína ásamt Loka. • Að kvöldi koma þeir til bónda nokkurs og fá hjá honum gistingu. • Bóndi á börnin Þjálfa og Röskvu. • Þór slátrar höfrum sínum og býður heimilisfólki að eta með sér. • Þegar fólkið er orðið satt biður þór það um að henda beinum hafranna á hafurskinnin. • Þjálfi brýtur hins vegar lærlegg hafursins áður en hann skilar honum. • Morguninn eftir tekur Þór eftir því að lærleggur annars hafursins er brotinn. • Hann reiðist mjög og fólkið á bænum verður afar hrætt. • Þór tekur Þjálfa og Röskvu sem sáttargjöf og þau fylgja honum alla tíð síðan.

  4. Úr Gylfaginningu • Viðureign Þórs og Skrýmis • Þór heldur til Jötunheima ásamt Þjálfa og Röskvu. • Þau koma að miklum skógi. • Þegar myrkur skellur á leitar samferðafólkið sér náttstaðar í skála nokkrum miklum. • Um nóttina verður mikill jarðskjálfti. • Þór og föruneyti hans leitar skjóls í afhúsi í skálanum. • Næsta dag sér Þór hvar tröllvaxinn maður liggur sofandi. • Þór spennir um sig megingjörðunum svo honum vex ásmegin.

  5. Úr Gylfaginningu • Viðureign Þórs og Skrýmis, frh. • Þegar risinn vaknar segist hann heita Skrýmir og spyr Þór hvort hann hafi séð hanskann sinn. • Þá uppgötvar Þór að skálinn sem hann gisti í um nóttina er hanski Skrýmis en afhúsið er þumall hanskans. • Skrýmir spyr Þór hvort hann vilji samfylgd hans og Þór þiggur það. • Skrýmir býður Þór upp á að þeir deili með sér nesti. • Þegar allir hafa matast bindur Skrýmir matinn í bagga og leggur á bak sér. • Um kvöldið leggst Skrýmir til svefns en Þór vill opna nestisbaggann og fá sér að borða.

  6. Úr Gylfaginningu • Viðureign Þórs og Skrýmis, frh. • Þór tekst ekki með nokkru móti að opna baggann. • Þá reiðist hann mjög og lemur í höfuð Skrýmis með hamrinum Mjöllni. • Skrýmir vaknar og spyr hvort laufblað hafi fallið á höfuð sér. • Þegar Skrýmir er aftur sofnaður lemur Þór hann enn með hamrinum. • Skrýmir vaknar og spyr hvort akarn hafi fallið á höfuð sér. • Enn sofnar Skrýmir og Þór lemur hann í höfuðið í þriðja sinn. • Skrýmir vaknar og spyr hvort fuglar séu trénu fyrir ofan sig; hann gruni að þeir hafi látið kvisti falla á vanga sinn. • Nú fara Skrýmir og Þór á fætur og ferðbúast. • Skrýmir ráðleggur Þór að hafa hægt um sig í Útgörðum því menn Útgarða-Loka muni ekki þola háðsyrði frá smástrákum á borð við Þór.

  7. Úr Gylfaginningu • Keppni Þórs og félaga í íþróttum • Þór kemur ásamt föruneyti sínu til Útgarða. • Útgarða-Loki tekur á móti samferðafólkinu í höll sinni. • Hann býður Þór og liði hans að reyna sig við hans menn í íþróttum. • Loki úr liði Þórs reynir sig í kappáti við Loga úr liði Útgarða-Loka. • Þá er Þjálfa boðið að keppa á móti Huga úr liði Útgarða-Loka. • Þrjár atrennur eru háðar og tapar Þjálfi þeim öllum.

  8. Úr Gylfaginningu • Keppni Þórs og félaga í íþróttum, frh. • Að lokum er Þór boðið að keppa. • Hann fær það verkefni að klára að drekkar úr drykkjarhorni nokkru. • Þór gerir þrjár tilraunir til að klára úr horninu en tekst það ekki. • Þá biður Útgarða-Loki Þór um að reyna að lyfta ketti sínum. • Þetta getur Þór ekki, hvernig sem hann reynir. Hann nær aðeins að lyfta einum fæti kattarins frá jörðu. • Að lokum er Þór boðið að reyna sig í glímu. Andstæðingur hans er fóstra Útgarða-Loka að nafni Elli. • Eftir miklar sviptingar nær kerling að koma Þór niður á annað hnéð.

  9. Úr Gylfaginningu • Skilnaður Þórs og Útgarða-Loka • Næsta morgun býst Þór og föruneyti hans til brottfarar. • Þór er ekki ánægður og finnst hann hafa farið mikla sneypuför. • Þá segir Útgarða-Loki honum hið sanna um hvernig í öllu liggi. • Hann segist hafa gert Þór og félögum miklar sjónhverfingar. • Hann segist sjálfur hafa verið Skrýmir. • Þegar Þór reyndi að leysa nestisbagga Skrýmis hafði Útgarða-Loki bundið hann með járnbandi, Þór hafi bara ekki fundið festinguna á því. • Þegar Þór barði Skrými í hausinn með Mjöllni hafði hann í rauninni barið í setberg. Úr þeim höggum urðu miklir dalir.

  10. Úr Gylfaginningu • Skilnaður Þórs og Útgarða-Loka, frh. • Logi, sem Loki háði kappát við, var í raun villieldur sem brenndi bæði trogið sem etið var úr og matinn í því. • Hugi, sem Þjálfi atti kapphlaup við, var hugur Útgarða-Loka. • Þegar Þór var boðið að drekka úr drykkjarhorninu sá hann ekki að annar endi hornsins var úti í sjó. Þór náði að drekka svo mikið af sjónum að til urðu fjörur. • Kötturinn sem Þór reyndi að lyfta var Miðgarðsormur og náði Þór að hefja hann mjög hátt upp. • Þegar Þór glímdi við gömlu kerlinguna var hann í raun að glíma við elli. Hún fellir alla að lokum en náði aðeins að koma Þór niður á annað hnéð. • Þegar Þór heyrir þetta reiðist hann mjög og bregður hamrinum á loft. • Þá hverfur hins vegar Útgarða-Loki og allt ríki hans fyrir sjónum Þórs.

More Related