240 likes | 385 Views
Kennaramenntun í deiglu. Hugmyndafræðileg átök í mótun kennaramenntunar Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs, jtj@hi.is Erindi í fundaröð Menntavísindasviðs um menntun kennara 26. apríl 2010 Sjá erindið á http://www3.hi.is/~jtj/ eða á http://vefir.hi.is/kennaramenntun. Baksvið.
E N D
Kennaramenntun í deiglu Hugmyndafræðileg átök í mótun kennaramenntunar Jón Torfi Jónasson forseti Menntavísindasviðs, jtj@hi.is Erindi í fundaröð Menntavísindasviðs um menntun kennara26. apríl 2010 Sjá erindið á http://www3.hi.is/~jtj/ eða á http://vefir.hi.is/kennaramenntun
Baksvið • Skýrsla í smíðum
Sjónarhorn • Umfang kennaramenntunar • Breidd verkefnisins. Hverjir eru kennarar? • Inntak kennaramenntunar • Hlutverk skólanna • Í hverju felst fagmennska kennara? • Hverjir mennta kennara? • Mótun fagmanns, fagmennsku • Samhengið og samstilling
Umfang kennaramenntunar, þrjár víddir: • Staðan í menntakerfinu Leik-, grunn-, framhalds-, tækni- og háskóli; fullorðinsfræðsla, menntun í atvinnulífi og tómstundum • Starfsævin, 30 –40 ár, grunnmenntun aðeins lítill hluti, starfsþróun best í vinnunni • Tilflutningur í starfi, almennur kennari (aðeins hluti starfa), litróf verkefna Flestir staldra við einhvern einn punkt í þessari þrívídd
Breidd kennaramenntunar Tvær spurningar: Hver er samsetning faghópa í skólastarfi eða menntageiranum (ætti að slá þessu saman)? (Myndir svara sp. en aðeins að mjög takmörkuðu leyti.) Hver ætti að vera samsetning fagmennsku í skólastarfi eða í menntageiranum? Hver ætti að ákveða það? Eða forgangsraða verkefnum? (Alls kyns hugmyndabankar og athuganir gætu svarað því.)
Breidd kennaramenntunar Seinni spurningin: Hver ætti að vera samsetning fagmennsku í skólastarfi eða í menntageiranum? Ýmsar leiðir til að finna það út • Framtíðarskýrsla félaganna þriggja, grunnskólakennara, skólastjóra og SÍS • Talis niðurstöðurnar • Samræmd eða alþjóðleg próf, TIMSS, PISA • Umræða um skólakerfið • Rannsóknir á skólakerfinu, afstaða sérfræðinga • Áhersla stjórnvalda Kortlagning byggð á slíkum gögnum er afar mikilvæg og verður að vera stöðug og sýnileg.
Inntak kennaramenntunar, fjórar spurningar • Til hvers er skólinn, hvers ætlumst við til? • Hvað ætti starfsfólk, kennarar að geta? • Hverjir ættu að kenna kennurum? Hvaðan ætti þekkingin að koma? • Hvernig ætti að skipuleggja kennaranámið? Starfsþróunina?
Inntak kennaramenntunar 1 • Hvert er verkefni kennara í skólum landsins? Eða skólans sem stofnunar? Eða uppalandans eða fræðarans? Undir hvaða verkefni þarf að undirbúa fagfólk menntakerfisins þegar þetta er haft í huga? Hvaða breytingar má sjá fyrir eða er samkomulag um að ýta undir? Hver gæti verið munur á verkefni skólans sem samstilltrar stofnunar og verkefni hvers einstaks starfsmanns? • Samfélagið, atvinnulífið, einstaklingurinn • Færni eða gildi
Inntak kennaramenntunar 2 • Í ljósi þessa, hvað á hver einstakur kennari eða starfsmaður að kunna? Geta? Vita? Hvað ætti að vera öllum sameiginlegt? Hvaða sérfræði væri gagnleg í menntakerfinu? Í einstökum skólum? Hver gæti verið munur á fagmennsku einstakra starfsmanna og skólans sem stofnunar?
Inntak kennaramenntunar • Menntunarfræði • Skólafræði • Fagmennska • Almenn kennslufræði • Fagið • Fagið sem kennslugrein • Kennslufræði fagsins • Vettvangsnám • Almenn kunnátta
Inntak kennaramenntunar – áhersluþættir • Menntunarfræði: Innan þess ramma er ítarleg umræða um gildi menntunar, hlutverk skóla, þróun skólakerfis: um hvað menntun og skólakerfi snúast. Rækileg umfjöllun um lykilhugtök menntunar, svo sem fjölmenningu, lýðræði, borgaravitund, skapandi starf, læsi og sjálfbærni og hvernig þau koma menntun við. Mikilvægt er að kennarar þekki umræðu um kröfur til þjóðfélagsþegna næstu áratugina. Jafnframt er fjallað um nemandann sem einstakling og félagsveru; um þroska, einstaklingsmun og erfiðleika í hegðun, námi og umhverfi. • Skólafræði: Hér er lögð áhersla á skólann sem stofnun og það hlutverk sem hann leikur, að sumu leyti með skýrri verkaskiptingu starfsfólks. Skoða hver er munurinn á ábyrgð skólans og einstakra kennara eða annarra starfsmanna og hvernig þetta spilar saman. Lykilviðfangsefnin eru námskrá og námskrárfræði, en einnig sjálfsmatsfræði, þróun skólastarfs, stofnanafræði, teymisvinna, leiðtogastarf, jafnréttismál innan veggja skólans, skóli og lýðræði, eineltismál, tengsl við foreldra og umræða um hvernig skuli glímt við erfið mál. • Fagmennska: Innan þessa ramma fellur siðfræði kennarans og skólastarfs. Einnig krafan um skilning á því hvernig fagmennska er ræktuð hjá kennaranum, bæði sem einstaklingi og hluta af liðsheild, en einnig meðal nemenda. Inn í þetta fléttast hugmyndir um nám, æfingu, þjálfun og þróun fagmannsins. Það verður að vera kennaranemanum fullkomlega ljóst að hann nær ekki valdi á neinum þeirra þátta sem hér er fjallað um nema með öguðu starfsnámi sem nær yfir langan tíma. Hann verður m.a. að átta sig á mikilvægi þess að móta og taka þátt í menningu vinnustaðar síns, hvort heldur það er stofnunin sem menntar hann í upphafi eða vinnustaður hans. Rík áhersla er lögð á það í öllu starfi allan námstíma kennaranemans að hann stefni að því að verða rannsakandi á eigin verki, virkur í skólaþróun og endurmenntun.
Inntak kennaramenntunar – áhersluþættir • Almenn kennslufræði: Notkun fjölþætts námsmats, kennsla í gerð námsefnis, almennar hugmyndir um skipulag kennslu, m.a. fjarkennslu eða kennslu með öðrum leiðum með tilstyrk stafrænnar tækni. Ítarlega fjallað um kennslu sem skal miðuð við hvern einstakan nemanda (einstaklingsmiðuð kennsla). Notkun og áhrif tækni á líf fólks, nám, menntun og skólastarf, er einnig brýnt umfjöllunarefni og hvernig þessi tækni hefur áhrif eða speglast í skólastarfinu. • Fagið: Hefðbundin þekking á faginu, miðað þó við að viðkomandi muni kenna það (val á námskeiðum). Hér þarf að hafa í huga á hvaða stigi flestir nemendur eru bæði í grunnskóla og framhaldsskóla. Það er ágreiningslaust, að því er ég tel, að enginn verður sjálfstæður í kennarastarfinu nema hann hafi gott vald á viðfangsefni sínu, kennslugreininni. En sú spurning er samt sem áður áleitin; hvernig nær maður góðu valdi á henni þannig að það nýtist í kennslu í grunnskóla eða framhaldsskóla. • Fagið sem kennslugrein: Djúp þekking á efni sem hentar til kennslu í skólum. Skilningur á því hvað vefst fyrir nemendum þegar tiltekin hugtök eða aðferðir tengdar faginu eru kenndar. Hugmyndir um tengsl greina og þverfaglega nálgun. Hvernig skuli í kennslu fagsins tekið á almennum kröfum um rækt við móðurmálið, læsi, námstækni, skapandi starfi og jafnrétti. Þegar rætt er um áherslu á fagið í námskrá kennaranema í erlendri umræðu þá eru það ekki síður þessir þættir, en hefðbundnir fræðilegri þættir fagsins sem vísað er til. • Kennslufræði fagsins: Þekking á því hvernig skynsamlegt sé að stýra hópi nemenda og kenna fagið við tilteknar aðstæður og kunnátta til að beita þessari þekkingu. T.d. hvernig megi skipuleggja og notfæra sér vettvangsferðir eða útikennslu, verklegar æfingar, lausnamiðað nám, samræður nemenda, vefinn, kennsluforrit eða nýtingu tölvunnar að öðru leyti sem námstæki, skrifleg eða munnleg verkefni, tungumálaver eða jafningjamat. Margt af þessu getur verið mjög áhrifmikið í kennslu en hætt er við að margt af því snúist upp í andhverfu sína ef ekki er staðgóð þekking á þessum aðferðum og útfærslum sem miða við tiltekin efnivið eða aðstæður.
Inntak kennaramenntunar – áhersluþættir • Vettvangsnám: Námið samofið vettvangi skv. hugmyndum um kynningu, öflun efniviðar, prófun, aðlögun en ekki starfsþjálfun. Þetta er þáttur sem verður að vera ofinn inn í nám og starf allan starfstímann, ef vel á að vera. Um þetta vantar mjög skýra hugmyndafræði. • Almenn kunnátta: Það verður að gera ráð fyrir að flestir kennarar búi yfir almennri færni sem tilheyrir hvorki fagi hans né öðrum þáttum sem hér hafa verið nefndir. Innan þessa ramma er fjölbreytt notkun móðurmálsins, umfjöllun um læsi, rækileg kennsla um viðeigandi rannsóknaraðferðir. Fjallað um notkun tölvutækni í skólastarfi. Þessir þættir falla sennilega hvorki undir fag né kennslufræði.
Inntak kennaramenntunar 3 • Hverjir mennta kennara? Hvaða stofnanir koma þar við sögu? Hvaða skilyrði þurfa þær að uppfylla? Hvað væri æskilegt að þeir sem kenndu kennurum vissu eða gætu? Í hverju felst fagmennska þeirra sem mennta kennara? • Kennaraháskóli, háskóli, vettvangur menntunar • Fagmennska þeirra sem mennta kennara • Mikilvægi rannsókna, sem verkfæri og fyrirmynd
Inntak kennaramenntunar 4 • Starfshættir, hvernig mótast fagmaður? Hvernig ætti eða öllu heldur mætti skipuleggja menntun kennara þannig að ríkum metnaði sé fullnægt? • Grunnnám, tengsl við vettvang • Starfsþróun, tengsl við vettvang
Samhengið og samstilling: • Hver á að sjá um hvað? Hver ber ábyrgð á samræmi og tryggir heildarsýn í kennaramenntun? Hver sér um að mikilvæg verkefni verði ekki útundan? Hvert er sambandið á milli stefnumótunar og framkvæmdar, allt frá ráðuneyti mennta- og menningarmála til einstakra kennslustunda í skóla. • Samvinna stofnana • Samvinna allra sem gæta hagsmuna
Í lokin • Lokaorð úr grein