260 likes | 456 Views
Ingvar Sigurgeirsson. Spjall við kennara Verzlunarskólans 18. ágúst Námsmat í deiglu. Dagskrá. Inngangur: Á litamál og hugtök Námsmat í framhaldsskólum hér á landi – ákvæði námskrár Námsmat í Verzlunarskólanum Efst á baugi: Þýðing og þáttur prófa Leiðsagnarmat
E N D
Ingvar Sigurgeirsson Spjall við kennara Verzlunarskólans18. ágúst Námsmat í deiglu
Dagskrá • Inngangur: • Álitamál og hugtök • Námsmat í framhaldsskólum hér á landi – ákvæði námskrár • Námsmat í Verzlunarskólanum • Efst á baugi: • Þýðing og þáttur prófa • Leiðsagnarmat • Óhefðbundið námsmat, stöðugt mat, einstaklingsmiðað námsmat
Vandi • Vandi að ræða námsmat í framhaldsskólum • Lítið sem ekkert er vitað (örugg vitneskja) um hvernig námsmati er háttað í framhalds-skólum hér á landi! • Raunar er sáralítið vitað um framhaldsskólann yfirleitt!!!
Bakgrunnur • Gróska í kennslu- og námsmatsfræðum – einnig hér á landi • Gerjun og deilur: Bandaríkin (prófin / óhefðbundið námsmat, England (prófin / leiðsagnarmat) • Margir grunnskólar hér á landi vinna nú skipulega að þróun námsmats: Laugalækjarskóli, Ingunnarskóli, Norðlingaskóli, Salaskóli og margir fleiri • Áhugaverðar rannsóknir á námsmatsaðferðum í grunnskólum: Ingibjörg Erna Pálsdóttir, Rúnar Sigþórsson • Engar fréttir úr framhaldsskólanum!
Allt skipulegt, formlegt, opinbert námsmat, s.s. próf, kannanir, skipulegar athuganir, skráning á árangri, formlegur vitnisburður. Samofið allri kennslu. Kennari fylgist með nemanda í dagsins önn. Allt mat sem ekki er formgert með e-m hætti. Námsmatshugtakið • Námsmat er öll öflun upplýsinga um nám nemenda og miðlun þeirra til annarra Óformlegt námsmat – formlegt námsmat
Hver eru helstu námsmatsverkin?Hversu stór hluti af starfi framhalds-skólakennara er námsmat? Hversu margir kennarar hafa ánægju af námsmati?(Hversu margir hafa gerst kennararaf áhuga á námsmati?)
Eru þetta mikilvægar spurningar? • Hvernig er námsmati í framhaldsskólum háttað? • Eru matsaðferðirnar að skila góðum árangri? • Eru þetta bestu aðferðir sem völ er á? • Er vel staðið að námsmati? Hvað þarf helst að bæta eða þróa? Hvaða leiðir koma helst til greina við að bæta námsmat? • Hvernig ber að skilja ákvæði aðalnámskrár? Á hvaða námsmatsaðferðir ber að leggja áherslu samkvæmt námskránni? • Á hverju á að byggja þróun námsmats?
Námsmat og próf í VÍ Próf eru haldin í desember (miðsvetrarpróf) og á vorin (vorpróf) auk skyndiprófa í einstökum námsgreinum. Á vorprófi er prófað úr námsefni alls vetrar nema annað sé sérstaklega tekið fram. Stúdentspróf eru í mörgum tilvikum yfirlitspróf þar sem prófað er úr námsefni síðustu tveggja til þriggja ára (fer eftir námsgreinum). Eftir miðsvetrarpróf fá nemendur skírteini þar sem fram koma einkunnir í einstökum greinum svo og meðaleinkunn, sem er vegið meðaltal allra einkunna. Vegið er með einingafjölda í einstökum greinum. Árseinkunn er byggð á skyndiprófum, verkefnum, ástundun, mætingu og miðsvetrarprófi. Vægi einstakra þátta er mismunandi eftir greinum og er gerð grein fyrir því í kafla hverrar greinar í skólanámskrá. Nemendur fá árseinkunnir afhentar í lok skólaárs áður en vorpróf hefjast. Að loknum vorprófum fá nemendur skírteini þar sem fram koma einkunnir í einstökum greinum og einnig árseinkunnir. Meðalárseinkunn er vegið meðaltal allra árseinkunna og meðalprófseinkunn er vegið meðaltal allra prófseinkunna. Aðaleinkunn er síðan reiknuð sem meðaltal meðalárseinkunnar og meðalprófseinkunnar.
Skólanámskrá VÍ • Innihaldsríkar námskeiðslýsingar • Vönduð markmið (sem um leið vekja spurningar um námsmat) • Áhugaverðar og fjölbreyttar kennsluaðferðir • Fjölbreytt námsgögn • Heldur snautlegar lýsingar á námsmati (með nokkrum áhugaverðum undantekningum – en í nokkrum tilvikum vantar þær líka alveg)!
Ákvæði Aðalnámskrár 1999 Tilgangur námsmats er að kanna að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér markmið aðalnámskrár (skólanámskrár) í viðkomandi grein. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun skóla. Umfang þess skal þó að jafnaði vera í samræmi við umfang kennslu í viðkomandi grein. Kennarar bera ábyrgð á námsmati og þeir meta úrlausnir nemenda.
Tilgangur námsmats!? Námshvatning – aðhald Upplýsingar til nemenda, foreldra, annarra Vísbendingar til kennara Greina og meta nám eða kennslu Gæðaeftirlit Gera tilgang námsins ljósari Val og flokkun á fólki
Önnur sjónarmið um tilgang námsmats (hin dulda námskrá) • Búa nemendur undir lífsbaráttuna • Halda aga • Umbuna eða refsa? • Styrkja vald kennarans? • Ógnun • Eyða tíma!?
Þegar grannt er skoðað: Hvers vegna vefst námsmat svo mikið fyrir okkur ? Þegar grannt er skoðað: Hvers vegna vefst námsmat svo mikið fyrir okkur ? • ... er flókið • það er afdrifaríkt • fyrir þróun sjálfsmyndar • fyrir starfsval og starfsframa • ... reynir mjög á sanngirni og réttlætiskennd • ... tengist ólíkum viðhorfum • ... tengist fordómum okkar • ... manneskjan er ótraust mælitæki!
Nokkur mikilvæg námsmatshugtök Greinandi mat:Til að greina námserfiðleika (Diagnostic Assessment) Stöðumat:Hvar stendur nemandinn? (Placement Assessment) Leiðsagnarmat:Til að bæta námið (Formative Assessment) Heildarmat (yfirlitsmat):Til að meta námsárangur þegar kennslu er lokið (Summative Evaluation) Símat:Stöðugt námsmat á námstíma (Continuous Assessment / Ongoing Assessment)
Leiðsagnarmat (lykilhugtak í einstaklingsmiðuðu námi) • Kjarninn í leiðsagnarmati er að nemandinn fái (stöðuga) endurgjöf um nám sitt ásamt ábendingum um það hvernig hann geti bætt sig (ráðgjöf) • Haft er fyrir satt að fjöldi rannsókna sýni fram á þýðingu vandaðs leiðsagnarmats til að bæta námsárangur • Nemendur sem standa höllum fæti virðast njóta sérstaklega góðs af leiðsagnarmati • Sjálfsmat er mikilvægur þáttur í leiðsagnarmati en meginatriði er að nemendur skilji til hvers er af þeim ætlast (skilja markmiðin) (Black og Wiliam 1998): Inside the Black Box
Endurgjöf „Endurgjöf að loknu námsmati stendur fyrst undir nafni þegar kennari ræðir eða ritar um frammistöðu nemanda; hrósar því sem vel er gert eða athyglisvert, bendir á bresti og sem flestar færar leiðir til úrbóta.“(Rowntree, 1983, 29).
Álitamál álitamálanna!Hvaða hlutkverki gegna próf í námsmati?Hvaða hlutverki eiga þau að gegna?
Dæmi um mikilvæga þætti sem erfitt er að meta með skriflegum kunnáttuprófum • Umræður, upplestur, tilraunir, • tjáning, vinnubrögð, leikni í samskiptum Leikni • Umgengni, ástundun, iðni, frumkvæði, • áræðni, úthald Vinnuvenjur Félagsleg viðhorf • Tillitssemi, umhyggja, löngun til • að stuðla að góðum samskiptum Viðhorf til þekkingar • Forvitni, opinn og spurull hugur Áhugi • Áhugi Starfsgleði • Ánægja – gleði – lífsfylling Sjálfsmynd • Virðing, geta tekið gagnrýni, • tilfinningalegt jafnvægi
Meginsjónarmið prófandstæðinga • Próf mæla aðeins lítinn hluta námsmarkmiða • Próf er einangrað skólafyrirbæri sem á sér fáar hliðstæður annars staðar í samfélaginu • Ef meginhlutverk skólans er að undirbúa nemendur undir líf og starf í lýðræðis-þjóðfélagi ætti námsmat að líkjast þeim matsaðferðum sem almennt eru notaðar í lífi og starfi • Námsmat á að vera samofið öðru skólastarfi falla að því með eðlilegum hætti
Hvað er próf? 1. Verkefni sem ætlað er að kanna þekkingu nemenda eða leikni 2. Lagt fyrir á tilteknum tíma, leyst innan tímamarka eftir ákveðnum reglum 3. Nemendur fá sömu (sambærileg) verkefni 4. Nemendur búa sig undir prófið án þess að vita nákvæmlega um hvað verður spurt 5.Verkefnið er leyst í viðurvist eftirlitsmanns sem aðeins má veita takmarkaða eða jafnvel enga aðstoð 6. Nemendur mega ekki hjálpast að 7.Yfirleitt má ekki styðjast við heimildir eða gögn
Aðrar gerðir prófa (Alternative Tests) ☺„Allir hjálpast að “- prófið ☺Tíu-prófið ☺Nemendum leyft að hafa með sér gögn / heimildir ☺Prófverkefni / spurningar gefið upp með fyrirvara ☺ Nemendur fá nokkra daga til að skila úrlausn ☺Samvinnupróf
Efst á baugi ... Ótal heiti: • Authentic Assessment: „Rauntengt“ námsmat • Alternative Assessment: Óhefðbundið námsmat • Performance-based Assessment eða Performance Assessment: Frammistöðumat • Portfolio Assessment: Námsmöppur, verkmöppur, sýnismöppur • Differentiated Asssessment: Einstaklingsmiðað námsmat, aðlagað mat • Multidimensional eða MultipleAssessment: Margþætt námsmat • Natural Assessment: Eðlilegt námsmat (?) • Holistic Assessment: Heildstætt námsmat
Hvaða orð á að nota á íslensku? • Stöðugt, alhliða ...? • Heildstætt ...? • Fjölþætt ... margþætt ...? • Símat? • Einstaklingsmiðað ...?
Einstaklingsmiðað námsmat • Gengið er út frá getu og hæfni hvers nemanda • Matið nær til allra flokka markmiða • Matið er stöðugt allan námstímann og fléttast með eðlilegum hætti inn í námið • Áhersla á uppbyggjandi endurgjöf (leiðsögn) • Námsmatsverkefnin sjálf eiga að hafa kennslufræðilegt gildi • Matið nær jafnt til aðferða og afurða • Byggt er á margvíslegum gögnum og sjónarhornum • Áhersla á virka þátttöku nemenda, sjálfsmat, jafningjamat
Helstu námsmatsaðferðir • Skipulegar athuganir • Mat á frammistöðu • Námsmöppur / sýnismöppur („Portfolio“) • Greining og mat á verkefnum / úrlausnum • Dagbækur, leiðarbækur • Sjálfstæð verkefni • Sjálfsmat nemenda • Jafningjamat • Umræður – viðtöl • Viðhorfakannanir • Próf og kannanir • Námshátíðir, upp-skeruhátíðir (Celebration of Learning, Learning Celebrations)
Heimildir um námsmatsaðferðir Kennsluaðferðavefurinn