1 / 19

Grunnskólarnir í Fjallabyggð Þróunarverkefni / námskeið: Fjölbreytt námsmat

Grunnskólarnir í Fjallabyggð Þróunarverkefni / námskeið: Fjölbreytt námsmat. Inngangsspjall: Staðan, námskráin, álitamálin. Í hverju felst þróunarverkefni?. Markmið Skilgreindar leiðir Formlegt mat á því hvernig til tekst Skýrsla (sem aðrir geta lært af). Fjölbreytt námsmat.

jubal
Download Presentation

Grunnskólarnir í Fjallabyggð Þróunarverkefni / námskeið: Fjölbreytt námsmat

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Grunnskólarnir í FjallabyggðÞróunarverkefni / námskeið:Fjölbreytt námsmat Inngangsspjall: Staðan, námskráin, álitamálin

  2. Í hverju felst þróunarverkefni? • Markmið • Skilgreindar leiðir • Formlegt mat á því hvernig til tekst • Skýrsla (sem aðrir geta lært af)

  3. Fjölbreytt námsmat Skólaárið 2007–2008 mun starfsfólk grunnskólanna í Fjallabyggð vinna að þróun námsmatsaðferða í skólunum. Markmið verkefnisins er að skipuleggja og þróa einstaklingsmiðað námsmat þar sem byggt verður á fjölbreyttum aðferðum. Ráðgjafi við framkvæmd verkefnsins er Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Verkefnið hefst með námskeiði dagana 20.–21. ágúst (sjá dagskrá hér fyrir neðan) og lýkur í júní 2008 með þingi þar sem samstarfsteymi segja frá árangri þeirra verkefna sem þeir hafa unnið að.

  4. Verkefnið sett af staðDagskráin Mánudagur 20. ágúst 9.00–10.10 Inngangur (IS): Námsmat í deiglu. Staðan, námskráin, álitamálin 10.10–10.30 Kaffihlé 10.30–12.15 Námsmatsaðferðir (IS): Yfirlit um helstu aðferðir sem hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum 12.15–13.00 Hádegishlé 13.00–16.00 Dæmi úr skólastarfi um fjölbreyttar námsmatsaðferðir: Þróunarverkefni í Hrafnagilsskóla. Björk Sigurðardóttir og Ólöf Ása Benediktsdóttir Þriðjudagur 21. ágúst 9.00–10.10 Um vitnisburð, umsagnir og einkunnir (IS) 10.10–10.30 Kaffihlé 10.30–12.00 Hópumræður: Þátttakendur leggja mat á það efni sem verið hefur til umfjöllunar og tengja aðstæðum í skólunum 12.00–12.45 Hádegishlé 12.45–13.45 Hópar skila niðurstöðum 14.00–16.00 Hópvinna: Formleg þróunarverkefni vetrarins undirbúin.

  5. Verkefnið • Þátttakendur skipa sér í samstarfsteymi (3–5 í hverju teymi). Teymin velja sér námsmatsaðferð (-ir) til að prófa með skipulegum hætti • Teymin halda til haga upplýsingum um hvernig aðferðin gafst (formlegt mat) • Niðurstöður verða kynntar á sameiginlegum starfsdegi næsta vor

  6. Bakgrunnur: Gróska í kennslu- og námsmatsfræðum Námsmatsumræðan: Bandaríkin: Prófin / óhefðbundið námsmat (gerjun og deilur) England: Prófin / leiðsagnarmat (þróun) Hér á landi: Óhefðbundið námsmat, námsmöppur (ganga undir ýmsum nöfnum), stöðugt námsmat, einstaklingsmiðað námsmat Ágreiningur um fyrirkomulag – hlutverk samræmdra prófa (hvernig lifum við með þeim?)

  7. Allt skipulegt, formlegt, opinbert námsmat, s.s. próf, kannanir, skipulegar athuganir, skráning á árangri, formlegur vitnisburður. Samofið allri kennslu. Kennari fylgist með nemanda í dagsins önn. Allt mat sem ekki er formgert með e-m hætti. Námsmatshugtakið • Námsmat er öll öflun upplýsinga um nám nemenda og miðlun þeirra til annarra Óformlegt námsmat – formlegt námsmat

  8. Hver eru helstu námsmatsverkin?Hversu stór hluti af starfi grunnskólakennara er námsmat? Hversu margir kennarar hafa ánægju af námsmati?(Hversu margir hafa gerst kennararvegna áhuga á námsmati?)

  9. Eru þetta mikilvægar spurningar? • Hvernig er námsmati í skólanum okkar háttað? • Eru matsaðferðirnar að skila góðum árangri? • Eru þetta bestu aðferðir sem völ er á? • Er vel staðið að námsmati? Hvað þarf helst að bæta eða þróa? Hvaða leiðir koma helst til greina við að bæta námsmat? • Hvernig ber að skilja ákvæði aðalnámskrár? Á hvaða námsmatsaðferðir ber að leggja áherslu samkvæmt námskránni? • Á hverju á að byggja þróun námsmats?

  10. Þróunin hér á landi • Gróska í námsmati í kringum námskrána 1976/77 • Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar liggja námsmatsmál mikið í láginni (námsmat = vandræðamál) • Áhugi hefur farið (hratt!) vaxandi á undanförnum árum • Námskráin 1999 • Erlendir straumar • Styrkir úr þróunarsjóðum • Einstaklingsmiðunarstefnan

  11. Margir skólar hér á landi eru og hafa verið að vinna skipulega að þróun námsmats: • Vesturbæjarskóli • Grunnskólinn í Borgarnesi • Laugalækjarskóli • Ölduselsskóli • Salaskóli • Ingunnarskóli og Norðlingaskóli • Hrafnagilsskóli • Langholtsskóli • Víkurskóli • Vogaskóli • ... og margir fleiri

  12. Út á hvað ganga þessi námsmatsverkefni hér á landi? • „Naflaskoðun“ - kortlagning • Heildaráætlanir – samræming • Aukna fjölbreytni • Einstaklingsmiðað námsmat • Námsmöppur – ferilmöppur – verkmöppur • Óhefðbundin próf • Leiðarbækur, dagbækur • Nemendasamtöl • Gátlista, matslista • Sjálfsmat, jafningjamat • Þróun matsviðmiðana (e. scoring rubrics, marklistar, sóknar-kvarðar)

  13. Í raun er lítið vitað um námsmat í grunnskólum hér á landi! Þrjár rannsóknir: • Rannsókn Ernu Ingibjargar Pálsdóttur á námsmatsaðferðum (lokið) • Rannsókn Rúnars Sigþórssonar á áhrifum samræmdra prófa (ólokið) • Rannsókn Ingvars Sigurgeirssonar, Jóhönnu Karlsdóttur og Meyvants Þórólfssonar á námsmatsaðferðum í grunnskólum (ólokið)

  14. Rannsókn Ingibjargar Ernu Pálsdóttur • Spurningalisti var sendur í 23 grunnskóla skólaárið 2003–2004 þar sem spurt var um fyrirkomulag námsmats (65% heimtur) • Námsmat byggist annars vegar á skriflegum prófum (einkum á mið- og unglingastigi) og hins vegar á frammistöðu nemenda Þessar aðferðir reyndust lítið notaðar (en áhugi á þeim mikill): • Þátttaka nemenda • Umræður við nemendur • Sjálfsmat og jafningjamat • Námsmöppur (ferilmöppur, portfolio) Erna Ingibjörg Pálsdóttir (2005). Námsmat í höndum kennara. Meistaraprófsritgerð lögð fram til fullnaðar M.Ed.-gráðu í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri með áherslu á stjórnun.

  15. Ákvæði aðalnámskrár • Hver eru ákvæði aðalnámskrár um námsmat? • Hversu hugnanleg eru þessi ákvæði? • Að hvaða marki vinna skólar eftir ákvæðum námskrár – og að hvaða marki ekki?

  16. Aðalnámskrá grunnskóla 2006 • … augljóst að matsaðferðir verða að vera fjölbreytilegar • Þess er enginn kostur að meta námsgengi og framfarir eingöngu með prófum og öðrum formlegum aðferðum. • … meta verður alla þætti námsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni og láta þá vega í samræmi við áherslur í náminu. • Námsmat þarf … að fara fram jafnt og þétt á námstímanum. • Kennarar þurfa að hjálpa nemendum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum náms og hvernig miðar í átt að þeim

  17. Tilgangur námsmats!? – flóknara mál en sýnist í fyrstu Námshvatning – aðhald Upplýsingar til nemenda, foreldra, annarra Vísbendingar til kennara Greina og meta nám eða kennslu Gæðaeftirlit Gera tilgang námsins ljósari Val og flokkun á fólki

  18. Önnur sjónarmið um tilgang námsmats (hin dulda námskrá) • Búa nemendur undir lífsbaráttuna • Halda aga? • Umbuna eða refsa? • Styrkja vald kennarans? • Ógnun? • Eyða tíma!?

  19. Þegar grannt er skoðað: Hvers vegna vefst námsmat svo mikið fyrir okkur ? Þegar grannt er skoðað: Hvers vegna vefst námsmat svo mikið fyrir okkur ? • ... er flókið • það er afdrifaríkt • fyrir þróun sjálfsmyndar • fyrir starfsval og starfsframa • ... reynir mjög á sanngirni og réttlætiskennd • ... tengist ólíkum viðhorfum • ... tengist fordómum okkar • ... manneskjan er ótraust mælitæki!

More Related