440 likes | 687 Views
Sporðurinn. Ritstjóri: Atli Arnarson. Meðhöfundur: María Berg Guðnadóttir. Myndir: Atli Arnarson. Flokkun sporða eftir stefnu hryggjarsúlu. Þegar talað er um sporðgerðir er það yfirleitt stefna hryggjarsúlunnar sem skiptir máli en ekki ytra útlit.
E N D
Sporðurinn Ritstjóri: Atli Arnarson. Meðhöfundur: María Berg Guðnadóttir. Myndir: Atli Arnarson.
Flokkun sporða eftir stefnu hryggjarsúlu • Þegar talað er um sporðgerðir er það yfirleitt stefna hryggjarsúlunnar sem skiptir máli en ekki ytra útlit. • Einnig er hægt að flokka sporða eftir ytra útliti.
Protocercal • Frumstæð og ósérhæfð gerð sporðs. • Kjálkleysingar og lirfur flestra þróaðra fiska hafa protocercal sporð.
Heterocercal • Hryggurinn sveigist upp í efri sporðblöðku. • Brjóskfiskar og aðrir frumstæðir fiskar eins og t.d. styrjur hafa heterocercal sporð.
Dæmi um heterocercal sporð • Háfar eru gott dæmi um vanþróaða fiska sem hafa heterocercal sporð.
Hypocercal • Hryggurinn sveigist niður í neðri sporðblöðku • Engir núlifandi fiskar hafa þessa sporðgerð nema lirfur steinsugunnar. • Anapsids og Pterapsids.
Homocercal • Flestir þróaðir beinfiskar hafa homocercal sporð.
Dæmi um homocercal sporð • Urrari er þróaður beinfiskur sem hefur homocercal sporð.
Hemihomocercal • Sporðgerð þar sem hryggurinn sveigist upp í efri hluta sporðsins, eins og heterocercal sporðar, en ytri útlitseinkenni eru homocercal. • Þróunarstig á milli heterocercal og homocercal. • Einnig kallaður “abbreviated homocercal”.
Isocercal • Sporður sem myndaður er úr sporðgeislum og aftari geislum bak- og raufarugga. • Hefur hugsanlega þróast frá homocercal ástandi eftir að fiskurinn hefur misst hinn eiginlega sporð en bak- og raufarugginn hafi síðan umbreyst til að fylla í skarðið. • Þorskfiskar (Gadidae) hafa isocercal sporð.
Diphycercal (leptocercal) • Samhverfur og oddmjókkandi sporður þar sem hryggjarsúlan teygist alla leið út á enda fisksins, og skiptir sporðinum í tvo samhverfa hluta. • Hefur hugsanlega þróast frá homocercal eða heterocercal ástandi þar sem bak- og raufaruggarnir hafa fyllt í skarðið eftir að hinn eiginlegi sporður hefur horfið. • Lungnafiskar (Dipnoi) og rottuhalar (Macrouridae) hafa þessa sporðgerð.
Flokkun sporða eftir lögun Lögun sporðsins gefur oft hugmynd um lifnaðarhætti fisksins.
Greindur (forked) • Þetta er algengasta lögun sporðs hjá beinfiskum (Teleosts). • Greindur sporður gefur til kynna að fiskurinn sé hraðsyndur og lifi í opnum sjó. • Sporðgeislar eru oft stífir. • Túnfiskar og síld hafa þessa sporðlögun.
Ávalur (rounded) • Fiskar lifa á svæðum þar sem pláss er af skornum skammti. • Gefur til kynna að fiskurinn sé hægsyndur og sporðgeislar séu sveigjanlegir. • M.a. hafa Amia og flatfiskar hafa þessa sporðlögun.
Endaklipptur (truncate) • Veitir góða spyrnu. • Fiskar ná ekki að synda eins hratt og þeir sem eru með greindan sporð vegna iðustrauma. • Algengur hjá yfirborðsætum.
Hálfmánalaga (semilunar) • Afbrigði af greindum sporði. • Kemur fyrir t.d. hjá gullfiskum og túnfiskum.
Endadældóttur (emarginate) • Millistig þar sem sporður er að þróast yfir í það að verða greindur eða öfugt. • Fiskar hraðsyndir.
Oddmjókkandi (pointed) • Fiskar með oddmjókkandi sporð eru hægsyndir og synda oft álasund. • Sporðurinn veitir ekki mikla spyrnu. • Fiskar eru ílangir og synda um á þröngum stöðum eða botni. • M.a. hafa lungnafiskar (Dipnoi) þessa sporðlögun.
Epibatic • Á við um heterocercal sporða þar sem efri sporðblaðkan stendur lengra út en sú neðri. • Langflestir háfiskar hafa epibatic sporð.
Hypobatic • Á við um heterocercal eða hypocercal sporða þar sem neðri sporðblaðkan stendur lengra út en sú efri. • Hypocercal sporður er oftast einnig hypobatic.
Þortindar (neural spines) • Þortindar (liðbogar) standa upp og neðan úr hryggjarliðunum. • Kviðlægir þortindar kallast neðri þortindar (haemal arches). • Baklægir þortindar kallast efri þortindar (neural arches).
Þortindar frh. • Í sporðinum hafa þortindarnir ummyndast í styrtlubein, hypurals og epurals.
Urostyle • Urostyle kallast aftasti hryggjarliðurinn í fiskum. • Samanstendur af nokkrum smækkuðum og samvöxnum hryggjarliðum.
Hypural-bein • Eru oftast 4-9 í þróuðum fiskum. • Styðja sporðgeislana. • Þau eru ummyndaðir neðri þortindar (haemal arches). • Neðsta hypural-beinið kallast prehypural og er merkt með rauðu.
Hypural-plata • Í sumum þróuðum beinfiskum, eins og t.d. túnfiskum og flatfiskum, hafa hypural-beinin, auk annarra styrtlubeina, sameinast og myndað hypural-plötu.
Epural-bein • Epural-beinin eru umbreyttir efri þortindar (neural arches) og finnast því alltaf baklægt á sporðinum.
Epural-bein frh. • Epural-beinin styðja við sporðgeisla baklægt á sporðinum.
Uroneural bein • Umbreyttur efri þortindur líkt og epural-beinin. • Virðist ekki genga öðru hlutverki en því að styðja epural-beinin.
Sporðgeislar • Sporðgeislunum er skipti í tvo flokka, annars vegar aðalsporðgeisla (primary rays) og hinsvegar broddlaga sporðgeisla (procurrent rays).
Aðalsporðgeislar (primary caudal fin rays) • Aðalsporðgeislarnir eru studdir af hypural-beinum. • Þeir eru oft greindir og liðskiptir.
Broddlaga sporðgeislar(procurrent caudal fin rays) • Þeir sporðgeislar sem ekki eru studdir af hypural-beinum eru mun minni en aðalsporðgeislarnir og hafa epural-bein eða procurrent brjósk sem undirstöðu.
Procurrent brjósk • Procurrent brjósk gengir hlutverki sem undirstaða og festa fyrir minnstu sporðgeislana.
Virkni heterocercal sporðs • Ætla mætti að slagkraftur heterocercal sporðs lyfti aftanverðum hluta fisksins og kollsteypti honum. • Mismunandi en samhæfðar hreyfingar í neðri og efri sporðblöðkum, auk eyrugga og annarra eiginleika, gera fisknum hinsvegar kleyft að synda beint áfram.
Virkni homocercal sporðs • Homocercal gefur fisknum mikinn slagkraft og gerir honum kleyft að spyrna sér beint áfram.
Virkni homocercal sporðs frh. • Hægt er að ná mun meiri hraða, t.d. með því að sveifla báðum blöðkunum samtímis. • Þróaðir beinfiskar með homocercal sporð geta hreyft einstaka geisla í sporðinum sem hentar vel ef þeir eru kyrrir.
Fækkun styrtlubeina Styrtlubein eru mörg hjá frumstæðum fiskum en þeim fækkar og þau sameinast eftir því sem fiskurinn er þróaðri. Frumstæðir beinfiskar Þróaðir beinfiskar
Þróun úr ósamhverfum í samhverfan Brjóskfiskar og frumstæðir beinfiskar (styrjur) Þróaðir beinfiskar
Heimildir: Bardrach, Lagler; Passino, Miller – 2nd ed Ichthyology – 1977. Bond, Carl E. – Biology of Fishes – 1979. Collette, Bruce B; Facey, Douglas E. og Helfman, Gene S. The Diversity Of Fishes. Blackwell Science, Inc. USA. 2000. Gosline, William A.. Functional Morphology and classification of teleostean fishes. Hawaii. USA. 1973 Lauder, George V.. 2000 ,,Function of the Caudal Fin During Locomotion in Fishes: Kenematics, Flow Visualization, an Evolutionary Patterns”. http://www.oeb.harvard.edu/lauder/reprints_unzipped/LauderAmZoo2000.pdf. 3. október 2003.