120 likes | 271 Views
Aldurstengd hrörnun í augnbotnum. Fræðslufundur á Grand Hóteli 19. m aí 2014. Dagskrá fundarins 19. maí 2014. Umfjöllun um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð. Sigríður Másdóttir augnlæknir, augnlæknir, yfirlæknir Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Aldurstengd augnbotnahrörnun – yfirlit.
E N D
Aldurstengdhrörnun í augnbotnum Fræðslufundur á Grand Hóteli 19. maí 2014
Dagskrá fundarins 19. maí 2014 • Umfjöllun um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð. • Sigríður Másdóttir augnlæknir, augnlæknir, yfirlæknir Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. • Aldurstengd augnbotnahrörnun – yfirlit. • Sigríður Þórisdóttir augnlæknir Landspítala Háskólasjúkrahúss. • Meðferð við aldurstengdri augnbotnahrörnun og eftirfylgni. • Óskar Jónsson augnlæknir Landspítala Háskólasjúkrahúss. • Einkenni aldurstengdrar augnbotnahrörnunar og sjónhjálpartæki. • Estella Björnsson sjónfræðingur Þjónustu – og þekkingarmiðstöðvar. • Ráðgjöf og hjálpartæki í daglegu lífi. • Vala Jóna Garðarsdóttir ráðgjafi Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. • Sýning á hjálpartækjum.
Þjónustu- ogþekkingarmiðstöð • Er ríkisstofnun, sem tók til starfa 1. janúar 2009 og heyrir undir Velferðarráðuneytið. • Er til húsa í Hamrahlíð 17 í Reykjavík. • Er fyrst og fremst þjónustu-, endurhæfingar og ráðgjafarstöð. • Öll þjónusta við notendur er endurgjaldslaus. • Veitir þjónustu blindum, sjónskertum og daufblindum einstaklingum.
Miðstöðin veitir þjónustu • Sjónskertum, þar sem læknisfræðileg greining sýnir sjón minni en 30% á betra auga, með venjulegum sjónglerjum og sjónsvið innan við 20 gráður, eða ef starfrænt mat sýnir erfiðleika vegna sjónskerðingar, t.d. við lestur 10 punkta leturs með venjulegum sjónglerjum, og við athafnir dagslegs lífs og umferli.
Miðstöðin veitir þjónustu • Blindum, þar sem læknisfræðileg greining sýnir að sjón er minni en 5%, með venjulegum sjónglerjum, og innan við 10 gráðu sjónsvið. • Lögblindumörk á Íslandi eru 10% sjón.
Miðstöðin veitir þjónustu • Daufblindum, þar sem saman fer sjón- og heyrnarskerðing sem takmarkar athafnasemi og hamlar þátttöku í samfélaginu í slíkum mæli að þörf er á sértækri þjónustu, laga þarf umhverfi að þörfum viðkomandi eða nýta þarf sérstakan tæknibúnað til að mæta þörfum hans.
Markmið Miðstöðvarinnar • Að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku. Í því skyni sinnir Miðstöðin ráðgjöf, hæfingu og endurhæfingu.
Hvernig kemur fólk til okkar? • Tilvísun frá augnlækni; algengast með eldra fólk, því er vísað til okkar frá sínum augnlækni. • Fyrirspurnir frá notendum, ættingjum, dvalarheimilum, skólum, svæðisskrifstofum og sveitarfélögum. • Tilvísun frá öðrum stofnunum s.s. Augndeild Landspítala, Greiningarstöð ríkisins (þegar börn eru annars vegar), Heyrnar- og tal, og Samskiptamiðstöð.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð • Á skrá hjá Miðstöðinni eru tæplega 1500 manns eða um 0.5% þjóðarinnar sem er sambærilegt við aðrar vestrænar þjóðir. • 73% skjólstæðinga Miðstöðvarinnar eru 67 ára eða eldri og af þeim eru langflestir með aldurstengda augnbotnahrörnun. • Árlega berast um 150-200 nýjar tilvísanir og af þeim eru um 70% vegna aldurstengdrar hrörnunar í augnbotnum. • Konur eru í miklum meirihluta meðal notenda Miðstöðvarinnar.
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð • Algengi aldurstengdrar augnbotnahrörnunar eykst með hækkandi aldri. • Í aldurshópnum 60-65 ára er algengið aðeins um 2,4%, 27% í hópnum 75-80 ára en yfir 50% hjá þeim sem komnir eru yfir 80 ára. • AMD er helsta ástæða lögblindu í Evrópu, Ástralíu og USA. • Hér á landi voru árið 2000 ríflega 54% skráðra blindra með sjúkdóminn, en nú 2014 er hlutfallið lægra eða 46%. Hugsanlega áhrif nýrrar lyfjameðferðar? • Samkvæmt mannfjöldaspá Hagtíðinda mun fjöldi þeirra sem ná ellilífeyrisaldri nær tvöfaldast frá 2013 til 2060, vegna fólksfjölgunar og lengri meðalævi.
Aldurstengd hrörnun í augnbotnum • Samtök einstaklinga með aldurstengda hrörnun í augnbotnum?