1 / 18

Meyvant Þórólfsson lektor við Kennaraháskóla Íslands

Innra mat–Sjálfsmat „Skilaskylda skóla“ Námskeið Kirkjubæjarskóla og Víkurskóla 22. september 2003. Meyvant Þórólfsson lektor við Kennaraháskóla Íslands. Skilaskylda (accountability).

keenan
Download Presentation

Meyvant Þórólfsson lektor við Kennaraháskóla Íslands

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Innra mat–Sjálfsmat „Skilaskylda skóla“Námskeið Kirkjubæjarskóla og Víkurskóla 22. september 2003 Meyvant Þórólfsson lektor við Kennaraháskóla Íslands

  2. Skilaskylda (accountability) • Með skilaskyldu er hér átt við að skóli geri sjálfur grein fyrir stöðu sinni hvað varðar mikilvægustu þætti starfsins, s.s. stjórnun, forystu, tryggingu gæða, nám og kennslu, námskrá, árangur, starfsanda, stuðning við nemendur, nýtingu fjármagns og aðstöðu, samskipti við heimilin og fleira (Sjá t.d. Gæðagreina og gátlista mmrn.). • Viðmið: Matið sé formlegt, altækt, áreiðanlegt, samstarfsmiðað, umbótamiðað, árangursmiðað, stofnana- og einstaklingsmiðað, lýsandi, greinandi og opinbert. • Menntamálaráðuneytið, Sjálfmat skóla: http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/sjalfsmat_skola.pdf

  3. Hvert stefnum við? Áhyggjur af aukinni áherslu á skilaskyldu (accountability) skóla heyrast víða sbr. grein eftir Bryan Long í The Age (3/9/2003): • „Ég hef starfað sem grunnskólakennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri í 35 ár og tekið þátt í hverju breytingaferli skólakerfisins á fætur öðru, flestum af pólitískum rótum. • Ég tel að meginvandi skóla nú á dögum felist í því að kennarar verji orðið meiri tíma í “non-teaching activities” en í að sinna nemendum og mennta þá. • Skiffinnska, skýrslugerð, formlegt mat á nemendum og skólastarfinu, áætlanagerð, fundir og tilraunir til að lesa og skilja sérfræðinga taka of mikinn tíma.“

  4. Hvert stefnum við? Bryan Long í The Age frh: • „Menntamálaráðherra (L. Kosky) segist stefna að því að gera skólana „more accountable“ en áður. • Maður veltir fyrir sér: Getum við orðið „more accountable“ í kerfi þar sem mat (námsmat og mat á skólastarfi) hefur þegar hlotið meiri forgang en nám og kennsla? • Hvenær tekst okkur að skilja að það mikilvægasta í námi verður ekki fellt undir mælistikur eða lagt á vogarskálar? • Við þurfum breytingu sem setur þarfir barnanna og kennslunnar í forgang, treystir kennurum sem sérfræðingum og gefur þeim frið til að kenna.

  5. Er þörf á formlegu mati á skólastarfi? • Strangt til tekið eigum við fárra kosta völ. Skólinn verður að geta svarað beinni og óbeinni gagnrýni á störf sín. • Skólar hafa ævinlega verið undir smásjá, þeir hafa verið metnir hvort sem þeim líkar betur eða verr. Matið hefur ósjaldan verið byggt á veikum forsendum, tilfinningum, sögum, orðspori og órökstuddum skýringum…„X er góður skóli!“ „Y er lélegur skóli!“ • Hverjir dæma: Foreldrar, nemendur, skólanefnd, menntamálaráðherra, sérfræðingar í menntun, fjölmiðlar, kennarar …? Er líklegt að allir komist að sömu niðurstöðu? • Er munur á því að segja að „X sé góður skóli“ eða að „X skili alltaf góðum námsárangri!“

  6. Hvers vegna formlegt mat á skólastarfi? Andy Hargreaves undir yfirskriftinni “Positive politics”: • Vænlegt er fyrir kennara að nýta sér gagnrýni á starf sitt sem tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og réttlæta starf sitt undir jákvæðum formerkjum. • Kennarar þurfa ekki síður að vera í stakk búnir að skýra fyrir umheiminum á sannfærandi hátt hvað þeir eru að gera og réttlæta það, en að útskýra fyrir nemendum hvernig umheimurinn er og réttlæta það. (Samandregið úr Renewal in the Age of Paradox) http://www.ascd.org/readingroom/edlead/9504/hargreaves.html

  7. Hvers vegna formlegt mat á skólastarfi?Innri ástæður: • Vænlegasta leiðin er formlegt innra mat þar sem skólinn skoðar starf sitt og metur kerfisbundið og er þannig í stakk búinn að útskýra það og réttlæta. • Schools must speak for themselves: „Allir sem koma að stjórnun og starfi skóla ættu að fá tækifæri til að meta og gera grein fyrir frammistöðu skólans. Þar með taldir kennarar, nemendur, foreldrar og stjórnendur.“ (John Macbeath, Strathclyde Univ.) • Mat á skólastarfi er vænlegasta leiðin til að efla kennarastéttina og um leið sú einfaldasta til að auðvelda skólum að standa skil á vinnu sinni gagnvart ytra umhverfi á eigin forsendum (Steinunn Lárusdóttir).

  8. Hvers vegna formlegt mat á skólastarfi?Ytri ástæður: • Samkvæmt lögum er öllum skólum gert að stunda sjálfsmat. • Matið þarf að vera formlegt og ná til allra þátta skólastarfsins, lýsing þarf að liggja fyrir á aðferðinni og það þarf að vera byggt á markvissri upplýsingaöflun um skólastarfið. • Áhersla á upplýsingaskyldu og skilaskyldu opinberra stofnana óx til muna með tilkomu nýrra laga á síðasta áratug, sbr. stjórnsýslulög (1994), grunnskólalög (1995) og upplýsingalög (1997).

  9. Til hvers? Hvað? Hver? Hvernig? Og svo hvað? Mikilvægt er að allir íhugi: • Tilgang sjálfsmats • Hvað á að meta? • Hver á að meta? • Hvernig á að meta? • Hvernig skal setja fram niðurstöður og fyrir hverja? • Hvað svo? • Áhersla bæði ferli eða framvindu (leiðsagnarmat - formative evaluation) og afrakstur eða uppgjör (lokamat - summative evaluation)

  10. Tilgangur sjálfsmats skóla • Að meta gæði eða gildi mikilvægra þátta skólastarfs, bera niðurstöður saman við markmið, viðmið eða staðla og taka ákvarðanir er byggja á þessum niðurstöðum (Gerður G. Óskarsdóttir) • Auðveldar skólafólki að vinna að framgangi markmiða skólans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla þannig að umbótum. • Á jafnt við um markmið og áherslur í lögum, reglugerðum, uppeldisáætlun og aðalnámskrám og markmið í skólanámskrám. • Það er liður í frekari þróun skólans og eðlilegur hluti af starfs- og þróunaráætlunum hans. • Sjálfsmat á að draga fram sterkar og veikar hliðar skólans. Menntamálaráðuneytið – Sjálfsmat skóla

  11. Hvað er metið? Helstu þættir (skv. Gæðagreinum, Sjálfsmati skóla og Macbeath): • Námskrá og áætlanir (sýn og leiðarljós) • Kennsla og stuðningur við kennslu og kennara • Nám og stuðningur við nám og nemendur • Árangur • Stjórnun • Skólabragur, starfsandi (atmosphere, climate, ethos) • Bekkjarandi • Tengsl og samskipti • Nýting tíma, tækja og gagna • Jafnræði og jafnrétti • Samstarf heimila og skóla

  12. Hver á að meta? • Sjálfsmat merkir að starfsmenn skólans framkvæmi matið, samanber hugmyndina um að skólar svari fyrir störf sín sjálfir (Schools must speak for themselves). • Hverjir eru aðilar skólans? Kennarar, stjórnendur, aðrir starfsmenn, foreldrar og nemendur. • Samstarfsmiðað mat. Hlutverk hvers og eins aðila skólans skilgreint. Það er háð tímamörkum og fjármagni, verkaskiptingu, ábyrgð og aðferðum hvað hver gerir. • Ath. einnig skv. grunnskólalögum: Skólanefndir, foreldraráð og úttektaraðilar á vegum menntamálaráðuneytisins

  13. Hvernig á að meta? • Matsaðferðir endurspegla eðli og tilgang matsins. • Formlegt. Lýsing á aðferðum þarf að liggja fyrir, hvort sem notað er tilbúið sjálfmatskerfi (t.d. Gæðagreinar) eða aðlagað, tilbúið kerfi. • Altækt. Nær til allra þátta skólastarfsins og því hentugt að nota fjölbreytileg tæki (grunn): Spurningalista, gátlista, fyrirliggjandi gögn, lista yfir sterkar og veikar hliðar, viðtöl, vettvangsathuganir, samstarf o.fl. • Áreiðanlegt. Byggt á traustum gögnum og mælingum. • Umbótamiðað, Árangursmiðað, stofnana- og einstaklingsmiðað, lýsandi, greinandi og opinbert.

  14. Niðurstöður. Hvernig? Fyrir hverja? Matsskýrsla tekin saman: • Útdráttur með stuttri lýsingu á aðferð og helstu niðurstöðum • Inngangur með lýsingu á þætti (þáttum) sem metinn var, tilgangi matsins og helstu spurningum sem leitað var svara við. • Aðferð með lýsingu á leiðum, matstækjum o.s.frv. • Niðurstöður settar fram á skýran og greinandi hátt. • Umræða þar sem niðurstöður eru dregnar saman, vegnar og metnar. • Umbótaáætlun þar sem gerð er grein fyrir hvernig skólinn hyggst bregðast við niðurstöðum matsins, forgangsraða verkefnum og þar fylgi áætlun um verklag. Viðmið skilgreind um hvað bættur árangur felur í sér. • Matsskýrsla er opinbert plagg sem allir hafa aðgang að. Ath. þó meðferð trúnaðarupplýsinga.

  15. Hvað svo? • Sjálfsmat er ekki unnið í eitt skipti fyrir öll heldur þarf stöðugt að vera í gangi. • Það er langtímamiðað en ekki einangruð aðgerð. Skólar þurfa því að endurskoða áætlanir og fyrirkomulag sjálfsmats reglulega. • Úttektum á sjálfsmatsaðferðum á 5 ára fresti er ætlað að kanna hvort sjálfsmatsaðferðir uppfylli faglegar kröfur og styðji umbætur.

  16. Matskerfi notuð hérlendis • Skólarýnir – Benedikt Sigurðsson • Glerverk – Glerárskóli (þróað samhl. Skólarýni) • Gæðagreinar (Skoskt: How good is our school?) – Skólaskrifstofa Skagf. þýddi. http://www.hmie.gov.uk/documents/publication/HGIOS.pdf • Aukin gæði náms(Improving the quality of education for all - enskt) Rúnar Sigþórsson, Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannsson, Rósa Eggertsdóttir, Mel West. • Sjá einnig Skólastarf og gæðastjórnun (B. Hansen & S. Sigurðsson), Mat á skólastarfi (S. H. Lárusdóttir), Mat á skólastarfi-hvað og hvernig (Gerður G. Óskarsdóttir), Strathclyde (Kvennaskólinn) og Sjálfsmat skóla (menntamálaráðuneytið)

  17. Er til besta kerfið (leiðin) fyrir alla? Það er ólíklegt vegna þess að: • skólar eru afar ólíkir og aðstæður mismunandi • forsendur starfsfólks og kunnátta misjöfn • þarfir (forgangsatriði) á ólíkum sviðum • áhugi og kröfur um mat með ólíkum hætti Hvar (hvernig) er best að byrja? • Ná samstöðu innan skólans um þörf á mati, hvað þarf að meta og hvaða aðferðir (kerfi) er vænlegt að nota. • Æskilegt að lesa eitthvað um sjálfsmat, hafa umræðufund um það og mikilvæg hugtök. Tryggja sameiginlegan skilning á mikilvægum hugtökum.

  18. Mikilvæg hugtök • Mat á skólastarfi og skólaþróun • Megindlegt mat – eigindlegt mat • Ytra og innra mat • Formlegt og óformlegt mat • Leiðsagnarmat og lokamat • Viðmið (árangursviðmið og árangursvísbendingar) Stofnana- og einstaklingsviðmið • Altækt mat • Áreiðanleiki og réttmæti • Umbótamiðað mat • Lýsandi, greinandi og opinbert mat • Athuga einnig ýmsa þætti sem metnir eru sbr. glæru 11

More Related