1 / 67

100 ára afmæli Háskóla Íslands

100 ára afmæli Háskóla Íslands. Framtíð menntunar næstu 25-30 árin 2010-2040 Jón Torfi Jónasson Menntavísindasviði HÍ jtj @ hi.is http://www3.hi.is/~jtj/. Umfjöllunarefnin. Baksvið Spá um framtíðina, tregðuspá Hugleiðingar um tilefni meiri breytinga

verity
Download Presentation

100 ára afmæli Háskóla Íslands

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 100 ára afmæli Háskóla Íslands Framtíð menntunar næstu 25-30 árin 2010-2040 Jón Torfi Jónasson Menntavísindasviði HÍ jtj@hi.is http://www3.hi.is/~jtj/ Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  2. Umfjöllunarefnin • Baksvið • Spá um framtíðina, tregðuspá • Hugleiðingar um tilefni meiri breytinga • Form eða skipulag menntunar: skóli? • Nokkur umhugsunarefni Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  3. Baksvið • Horft til baka, sett í samhengi Jón Torfi Jónasson. (1990). Menntun á Íslandi í 25 ár, 1985 - 2010. Reykjavík: Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun. [143 síður] • Menntun – skólakerfi, skólastarf • Grunnstigið (leik-, grunn-, framhalds- og háskólar) og símenntunin • Dómur um skólastarf eða menntun nútímans? Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  4. Staðan tekin Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  5. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  6. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  7. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  8. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  9. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  10. Hvernig lítur kerfið út? Hverju mætti breyta? Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  11. Framtíðin • Spár um framtíðina; klisjan • Spár, a.m.k. tvenns konar spár • Laissezfair (afskiptaleysis) spá, eða öllu heldur tregðuspá, þar sem hefð og eldri gildi ráða ferðinni; af þessari ætt er sú spá sem ég gerði fyrr og ætti sennilega að setja fram nú. • Spá eða framtíðarsýn byggð á virkri tilraun til framþróunar. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  12. Er hægt að spá? Já og nei, en í mikilvægum efnum já, tökum dæmi Allt dæmi um veldisvöxt! (Albert Bartlett) Hverjir í “kerfinu” eru að fylgjast með slíkum breytingum með það í huga endurnýja menntunina? • Fjölgun nemenda í skólakerfinu ― en ekki endilega hvað þeir velja • Notkun hráefna ― en ekki endilega verðlag þeirra • Framþróun tiltekinnar tækni, sbr. lögmál Moores ― en ekki endilega til hvers hún er notuð Það sem sýnt er hér sýnir mikinn stöðugleika, ekki aðeins í 25 ár heldur nær því í 125 ár. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  13. Háskólamenntun: íslenskir stúdentar 1911-1970 Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  14. Háskólamenntun: íslenskir stúdentar 1911-1970-2010 Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  15. Higher education: enrolment in the US 1900-2008 NLS meeting Reykjavík 29. September 2011

  16. Higher education: enrolment in the US 1900-2008 NLS meeting Reykjavík 29. September 2011

  17. Higher education: enrolment in the US 1900-2008 NLS meeting Reykjavík 29. September 2011

  18. Eilífur veldisvöxtur?Frá Kristínu Völu og Haraldi Sverdrup Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  19. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  20. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  21. Tregðuspá Menntakerfi breytast mjög hægt; það er deginum ljósara þegar saga þeirra er skoðuð, þetta snertir bæði ramma þeirra, inntak og verklag. Áhyggjuefni og draumar frumkvöðla í menntamálum voru í mörgum höfuð-atriðum þau sömu við lok 19. aldar og við lok þeirrar 20. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  22. Hvers vegna tregða; fyrir henni eru nokkrar megin ástæður. Hefðir og íhaldssöm viðhorf og verklag halda menntakerfum í viðjum gamals tíma. Hefðirnar eru sterkar, sömuleiðis íhaldsöflin, og þau koma úr mörgum áttum. Þetta tengist að verulegu leyti gömlum gildum, gömlu inntaki og gömlu verklagi. Sumt gamalt ber að halda í heiðri en annað síður. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  23. Hvers vegna tregða; fyrir henni eru nokkrar megin ástæður. Ástæða 1 Íhaldssöm umræða og hugmyndir fjölmargra hagsmunaaðila bæði innan, en að mestu utan, menntakerfisins sem eðlilega ráða ferðinni að talsverðu leyti. Hér er m.a. vísað í afstöðu foreldra og stjórnmálamanna; íhaldssamar (en að vísu óljósar) kröfur atvinnulífsins um að menntun eigi að þjóna því; kennaramenntun – bæði hvað varðar inntak og skipulag, sem tengist einnig tímanum síðan þeir útskrifuðust; fornum hugmyndum háskóla um menntun ungs fólks, almennt fornfálegum hugmyndum um inntak og mögulega nýtingu nýrrar tækni og nýrrar þekkingar almennt. Hér koma einnig við sögu of sterk ítök mælikvarða (prófa) sem viðhalda fornum áherslum. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  24. Hvers vegna tregða; fyrir henni eru nokkrar megin ástæður. Önnur ástæða Önnur mikilvæg ástæða fyrir hægri framvindu er oft óljósar hugmyndir um það nýja sem ætti að koma í staðinn fyrir það sem fyrir er. Sumar eru heldur ekkert mjög góðar. Þetta á t.d. við um nýja starfshætti sem einkenndu flestar “nýjar” hugmyndir 20. aldarinnar; auk hugmynda um að efla sköpun, listrænt starf og styrkja siðferði; þetta á við um hugmyndir um “nýja færni “ sem hafa verið reifaðar undanfarin 20-30 ár og mun sennilega eiga við um nýja færni mrn og átta “keycompetencies” Evrópusambandsins. Þetta gæti orðið fótakefli nýrra námskrárhugmynda menntamálaráðuneytisins. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  25. Hvers vegna tregða; fyrir henni eru nokkrar megin ástæður. Þriðja ástæða Þriðja mikilvæga ástæðan fyrir því að erfitt er að vinna nýjum hugmyndum brautargengi er að það sem fyrir er var hvorki óskynsamlegt né gagnslítið og alls ekki metnaðarlítið, þótt rök séu sett fram um að það skuli nú víkja. Margir geta vitaskuld ekki sætt sig við þau rök; þetta er að hluta til gamlingjavandi, en hann háir mörgum þeirra sem yngri eru, ekki síst ef þeir hafa spjarað sig vel í hinu hefðbundna umhverfi. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  26. Hvers vegna tregða; fyrir henni eru nokkrar megin ástæður. Fjórða ástæða Þótt nýjum hugmyndum sé ekki skipt út fyrir gamlar þá gerist ekkert slæmt, þrátt fyrir allt. Það gerist ekkert. Þetta er fjórða ástæðan fyrir því að erfitt er að vinna nýjum hugmyndum brautargengi. Helsti vandinn er að ungu fólki eru fyrir bragðið ekki gefin margvísleg tækifæri til þess að taka frumkvæði í lífi sínu sem það gæti betur ef ný tækifæri hefðu verið gefin; en vitanlega mun margt af því spjara sig. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  27. Hvers vegna tregða; fyrir henni eru nokkrar megin ástæður. Fimmta ástæða. Jafnframt þarf nýjabrumsfólkið að gera sér grein fyrir því að nýjar hugmyndir, ný viðfangsefni kunna að ógna verulega hagsmunum þeirra og hugsjónum sem fyrir eru; í þessu kann að felast erfiðasti mótbyrinn. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  28. Hvers vegna tregða; fyrir henni eru nokkrar megin ástæður. Sjötta ástæða Sjötta ástæðan fyrir því að erfitt er að vinna nýjum hugmyndum brautargengi er hve fáir hafa yfirsýn yfir hin fjölmörgu tilefni til breytinga. Mjög margir þeirra sem véla um menntun og skólastarf fylgjast mjög takmarkað með rannsóknum á umhverfi sínu eða tækni- og þjóðfélags-byltingum samtímans og átta sig ekki á þeim möguleikum eða kröfum sem þetta hefur í för með sér. Sjónarhorn okkar er iðulega mjög þröngt. Alltof þröngt. Hér hef nefnt sex ástæður þess að sennilega ætti ég að spá frekar rólegri þróun skólakerfisins; vitanlega er og verður stöðug framþróun og endurnýjun; ég hef gefið til kynna að margt verði til þess að gæta þess að kerfið fari ekki fram úr sér. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  29. Spá byggð á endursköpun, virkri tilraun til framþróunar Saga menntunar og skólamála segir frá aragrúa tilrauna til þess að endurskapa bæði verklag og inntak menntunar. Eftirtekjurnar hafa orðið mun minni en efni og hugur stóðu til. Samt er ótrúlega langt síðan síðast var gerð yfirveguð tilraun til þess að umbylta úreltu kennsluefni og verklagi. Þetta er að mínu mati furðuleg staða. Hugsanlega hræða sporin í því efni. En spurningin er, ætti að prófa enn á ný að breyta inntaki og starfsháttum? Ég tel stjórnvöld raunar standa að ágætri viðleitni í þessu efni með námskránni. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  30. Ætti að prófa aftur að breyta inntaki og starfsháttum? Já það ætti að gera það, það ætti að vera sameiginlegt átak margra hagsmunaaðila að taka saman höndum (ekki endilega stilla saman strengi) og gera tiltölulega miklar breytingar, þótt þær gerist ekki samstundis. Ég nefni hér 10 atriði, þrjú þeirra dregin sérstaklega út úr íslenskri umræðu. Hvert þeirra fyrir sig krefjast ítarlegrar og alvarlegrar umræðu, en hér er aðeins minnst á þau. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  31. Hvers vegna ætti að gera slíka tilraun? • Íslensk lög um menntun krefjast þess. • Umræða undanfarinna ára krefst þess; m.a. tilmæli um að menntakerfið sinni mun betur siðvæddu uppeldi. • Möguleg umsköpun íslensks þjóðfélags og atvinnulífs krefst þess; við vitum að hluta til hvað er að gerast – það eru miklar breytingar og að talsverðu leyti getum við ráðið því hvað verður, eða haft á það áhrif. Sjá t.d. Rit Ágústar Einarssonar um mikilvægi tónlistar og kvikmyndalistar fyrir íslenskt menningar- og efnahagslíf. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  32. Lög um grunnskóla. Lög nr. 91 12. júní 2008.2. gr. Markmið. Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.     Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  33. Lög um grunnskóla. Lög nr. 91 12. júní 2008.24. gr. Aðalnámskrá Ráðherra setur grunnskólum aðalnámskrá sem er endurskoðuð reglulega. Í henni er m.a. kveðið nánar á um uppeldishlutverk grunnskólans og meginstefnu í kennslu og kennsluskipan í samræmi við hlutverk grunnskólans, sbr. 2. gr. Í aðalnámskrá skal m.a. leggja áherslu á: Í aðalnámskrá og við skipulagningu náms og kennslu og við gerð og val námsgagna skal þess sérstaklega gætt að allir nemendur fái jöfn tækifæri til náms og eigi þess kost að velja sér viðfangsefni og nálgun í eigin námi. Markmið náms og kennslu og starfshættir grunnskóla skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, kynhneigðar, búsetu, stéttar, trúarbragða, heilsufars, fötlunar eða stöðu að öðru leyti.     Í öllu skólastarfi skal stuðla að heilbrigðum lífsháttum og taka mið af persónugerð, þroska, hæfileikum, getu og áhugasviðum hvers og eins. a. sjálfsvitund, siðgæðisvitund, félagsvitund og vitund nemenda um borgaralega ábyrgð og skyldur, b. líkamlega og andlega velferð, heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi, c. þjálfun í íslensku í öllu námi, • leikræna og listræna tjáningu, • hæfni nemenda til að skilja orsakasamhengi og draga rökréttar ályktanir, • skilning og frjótt og skapandi starf, nýsköpun og frumkvöðlanám, • jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms, • leik barna sem náms- og þroskaleið, • nám sem nýtist nemendum í daglegu lífi og við frekara nám og starf, • undirbúning beggja kynja jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi, • margvíslegar leiðir við öflun þekkingar með notkun tæknimiðla, upplýsingatækni og safna- og heimildavinnu, • náms- og starfsfræðslu og kynningu á atvinnulífi og námsleiðum til undirbúnings náms- og starfsvali.       Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  34. Lög um grunnskóla. Lög nr. 91 12. júní 2008.25. gr. Markmið náms  Í aðalnámskrá skal kveðið á um meginmarkmið náms og kennslu, uppbyggingu og skipan náms, svo og hlutfallslega skiptingu tíma milli námssviða og námsgreina í grunnskóla. Þess skal gætt að námið verði sem heildstæðast, en hver grunnskóli ákveði hvort námsgreinar og námssvið eru kennd aðgreind eða samþætt. Í aðalnámskrá skal skilgreina þekkingar- og hæfniþætti á hverju námssviði. Nemendur skulu eiga þess kost að uppfylla námsmarkmið einstakra námsgreina og námssviða með mismunandi hætti. Í aðalnámskrá skal setja árangursviðmið um það hvenær nemandi telst hafa lokið einstökum námsgreinum eða námssviðum. Einnig skal setja viðmið vegna nemenda sem ljúka grunnskólanámi á skemmri tíma en tíu árum. Í aðalnámskrá skal gera grein fyrir samstarfi grunnskóla við leikskóla og framhaldsskóla og hvernig skuli staðið að aðlögun og flutningi milli skólastiga.      Í aðalnámskrá skal setja ákvæði um inntak og skipulag náms í íslensku, íslensku sem öðru tungumáli eða íslensku táknmáli, stærðfræði, ensku, dönsku eða öðru Norðurlandamáli, list- og verkgreinum, náttúrugreinum, skólaíþróttum, samfélagsgreinum, jafnréttismálum, trúarbragðafræði, lífsleikni og upplýsinga- og tæknimennt. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  35. Tilraun til þess að setja markmiðsgreinar grunnskólalaga fram á mynd Aðalnámskrá 24. gr. Grunnþættirnir Markmið grunnskólans 2. gr Markmið náms 25. gr. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  36. Hvers vegna ætti að gera slíka tilraun? • Breytingar í umheiminum krefjast þess, m.a. hreyfanleiki innan menningarsvæða og á vinnumarkaði Hreyfing vinnuafls á milli svæða og landa; hreyfing á milli starfa, auk þess sem störfin sjálf breytast hratt. Landslagið er þegar gjörbreytt frá því sem það var fyrir 10 árum. • II. Ofnýting auðlinda krefst þess og almennt krafan um sjálfbæran heim Sjálfbærni, nýting auðlinda, orkuframleiðsla; sjá t.d. UNESCO verkefnið Teaching and Learning for a Sustainable Future. • III. Þróun vísindalegrar og tæknilegrar þekkingar kallar á gagngera endurskoðun námsefnis í fjölmörgum greinum; sennilega þó enn frekar á algjörlega ný viðfangsefni Tvöföldunartími þekkingar er eru örfá ár í fjölmörgum greinum (í öðrum lengri); verklag breytist stöðugt, en gæti breyst meira. Það eru miklu meiri breytingar að ég tel en flestir gera sér grein fyrir; samt er engin grundvallar endurskoðun í gangi. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  37. Hvers vegna ætti að gera slíka tilraun? • Tækniþróun leyfir algjöra byltingu í verklagi á fjölmörgum sviðum Tvöföldunartími þekkingar og þróunar í þessum geira eru iðulega tvö ár, sbr. reiknigetuna; 30 faldast á 10 árum; við vitum ekki hvaða möguleikar opnast með þessari auknu reiknigetu, en vitum að þeir margfaldast líka og þar með möguleg nýting tækninnar. Temjum ungu fólki t.d. að nota verkfæri. • V. Umbylting samskiptatækninnar kallar á breytingar Nýtt vefumhverfi stundum, kallað Web 2.0, og horft fram á 3.0 (semanticweb) , 4.0 (symbioticweb) og sv. frv. Þróun farsíma og tafla (tablets) síðastliðin ár undirstrikar að þar eru undanfarar verkfæra sem 10-12 ára börn nú munu telja algjörlega úrelt þegar þau koma á tvítugsaldurinn. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  38. Hvers vegna ætti að gera slíka tilraun? • Krafan um nýja færni í þágu kviks atvinnulífs og breytts samfélags er sterk. Þetta er umræða sem kannski er í senn komin lengst og styst. Það eru yfir 20 ár síðan farið var að gera kröfu um færni 21stu aldarinnar (21st centuryskills), en lítið hefur gerst þar til nú að komnir eru fram grunnþættir aðalnámskrár mennta- og menningarmálaráðuneytisins. VII. Aragrúi rannsókna á menntun, kennslu og skólastarfi býður upp á gjörbreytta starfshætti og inntak. Þúsundir rannsókna eru birtar árlega á mörgum sviðum uppeldis- og menntamála; en hvernig finna þær sér farveg inn í menntastarfið? Það er óljóst og það gerist mjög hægt. En þær bjóða upp eða kalla á talsverðar breytingar á skólastarfi. En látum rannsóknir á því sem er ekki taka öld völd, heldur láta þær sá fræum nýrra hugmynda; og þær eru margar sjá t.d. Menntakviku á morgun. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  39. Efnisatriði sem verður að gera hátt undir höfði í námskrá nýrrar aldar • Ný færni? Newskills, 21stcenturyskills • http://ec.europa.eu/dgs/education_culture/publ/pdf/ll-learning/keycomp_en.pdf • http://www.p21.org/ • http://www3.hi.is/~jtj/greinar/JTJ%20DISCUSSION%20PAPER%20May%2031-2010.pdf Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  40. En hvað með skólann sem stofnun? Mun hann lifa þessar breytingar allar? Hlýtur hann að breytast? Vandasamt að setja allt skólakerfið undir einn hatt í þessu efni. Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  41. Menntun, fræðsla: Hvers vegna skóli? • Grunnskólar í nágrenninu • Framhaldsskólar með heimavist • Háskólar í öðrum löndum • Öldungadeildir, fullorðinsfræðsla • Sjónvarp • Framhaldsskólar í nágrenni • Fjarkennsla • Háskólar í nágrenni • Netið • Símenntunarmiðstöðvar Kerfið vex, margvíslegir möguleikar aðrir, skólarnir halda velli, þeim vex ásmegin þegar maður gæti haldið að hallaði undan fæti, eða hvað? • Kynslóðirnar kenna • Sófistar, kennarar fyrri alda • Prestar fræða • Sjálfsnám • Nám hjá meistara • Upplýsingin, bækur, tímarit • Lestrarfélög • Heimafræðsla • Einkakennsla • Farskólar • Útvarpið • Skólar í nágrenninu • Heimavistarskólar Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  42. Nokkrar ástæður fyrir því að hafa skóla yfirleitt • Hagkvæmni stærðarinnar, sbr. t.d. einstaklingskennslu yfirstétta fyrri alda • Sérhæfing kennara; sérfræði ― þeir fylgist með c) Sérstök aðstaða til kennslu (einkum þegar bekkir eru stórir, en einnig í ýmsum greinum svo sem smíði, líffræði og leikfimi o.fl. o.fl. d) Félagsmótun barna og unglinga; skapa menningarumhverfi e) Umönnunar- og uppeldishlutverk skóla, að sumu leyti barnagæsluhlutverk þeirra f) Kennsluhlutverk, það er það hlutverk sem felst í útskýringu og leiðsögn g) Skóli sem stofnun, sem veit hvað á að gera skv. óskum eða kröfum samfélagsins, sér til þess að allt gangi eftir, læri af öðrum, fylgist með, hafi burði til þess að framkvæma allt sem á að gerast; tryggir eftir því sem kostur er að öllum sé sinnt h) Ögunar og verkstjórnarhlutverk skólanna (skipulagshlutverk) þ.e. það sérhæfða verkefni að stýra námi, hafa eftirlit með námi, sjá til þess að námskrá sé fylgt, sjá til þess að þeir fái aðstoð sem þurfi, þegar þeir þurfi o.fl. • Hvað vantar? Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  43. Nokkrar ástæður fyrir því að hafa skóla yfirleitt • -500 ár -50 ár Framtíðin • Fyrir löngu Áður Nú Næst Fjær • a) Hagkvæmni X X ? ? • b) Sérfræði X XX ? ? • c) Aðstaða X X ? ? • d) Félagsmótun X XX ? ? • e) Umönnun X ? ? • f) Kennsluhlutverk X XX ? ? • g) Stofnanahlutverk X ? ? • h) Skipulagshlutverk X X? ? Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  44. Nokkrar ástæður fyrir því að hafa skóla yfirleitt • -500 ár -50 ár Framtíðin • Fyrir löngu Áður Nú Næst Fjær • a) Hagkvæmni X XX? • b) Sérfræði X XXX? • c) Aðstaða X XX? • d) Félagsmótun X XXX? • e) Umönnun XX? • f) Kennsluhlutverk X XXX? • g) Stofnanahlutverk XX? • h) Skipulagshlutverk X XX? Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  45. Nokkrar ástæður fyrir því að hafa skóla yfirleitt • -500 ár -50 ár Framtíðin • Fyrir löngu Áður Nú Næst Fjær • a) Hagkvæmni X XX • b) Sérfræði X XXX • c) Aðstaða X XX • d) Félagsmótun X XXX • e) Umönnun XX • f) Kennsluhlutverk X XXX • g) Stofnanahlutverk XX • h) Skipulagshlutverk X XX Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  46. Nokkrar ástæður fyrir því að hafa skóla yfirleitt • -500 ár -50 ár Framtíðin • Fyrir löngu Áður Nú Næst Fjær • a) Hagkvæmni X XXX • b) Sérfræði X XXX • c) Aðstaða X XX • d) Félagsmótun X XXX • e) Umönnun XX • f) Kennsluhlutverk X XXX • g) Stofnanahlutverk XX • h) Skipulagshlutverk X XX Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  47. Nokkrar ástæður fyrir því að hafa skóla yfirleitt • -500 ár -50 ár Framtíðin • Fyrir löngu Áður Nú Næst Fjær • a) Hagkvæmni X XXX • b) Sérfræði X XXXX • c) Aðstaða X XX • d) Félagsmótun X XXX • e) Umönnun XX • f) Kennsluhlutverk X XXX • g) Stofnanahlutverk XX • h) Skipulagshlutverk X XX Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  48. Nokkrar ástæður fyrir því að hafa skóla yfirleitt • -500 ár -50 ár Framtíðin • Fyrir löngu Áður Nú Næst Fjær • a) Hagkvæmni X XXX • b) Sérfræði X XXXX • c) Aðstaða X XXX • d) Félagsmótun X XXX • e) Umönnun XX • f) Kennsluhlutverk X XXX • g) Stofnanahlutverk XX • h) Skipulagshlutverk X XX Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  49. Nokkrar ástæður fyrir því að hafa skóla yfirleitt • -500 ár -50 ár Framtíðin • Fyrir löngu Áður Nú Næst Fjær • a) Hagkvæmni X XXX • b) Sérfræði X XXXX • c) Aðstaða X XXX • d) Félagsmótun X XXXX • e) Umönnun XX • f) Kennsluhlutverk X XXX • g) Stofnanahlutverk XX • h) Skipulagshlutverk X XX Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

  50. Nokkrar ástæður fyrir því að hafa skóla yfirleitt • -500 ár -50 ár Framtíðin • Fyrir löngu Áður Nú Næst Fjær • a) Hagkvæmni X XXX • b) Sérfræði X XXXX • c) Aðstaða X XXX • d) Félagsmótun X XXXX • e) Umönnun XXX • f) Kennsluhlutverk X XXX • g) Stofnanahlutverk XX • h) Skipulagshlutverk X XX Framtíð menntunar 2010-2040 JTJ

More Related