130 likes | 349 Views
Heilsa, heilbrigði og hollusta. Rannsóknaþing 2006. Eiríkur Steingrímsson Ingibjörg Harðardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir á heilbrigðissviði. Öflugar á mörgum sviðum heilbrigðis- og lífvísinda Klínískar rannsóknir, grunnrannsóknir
E N D
Heilsa, heilbrigði og hollusta Rannsóknaþing 2006 Eiríkur Steingrímsson Ingibjörg Harðardóttir Lífefna- og sameindalíffræðistofa Læknadeild Háskóla Íslands
Rannsóknir á heilbrigðissviði • Öflugar á mörgum sviðum heilbrigðis- og lífvísinda • Klínískar rannsóknir, grunnrannsóknir • Hagstæðar aðstæður • Gagnagrunnar, sýnasöfn, gott aðgengi að sjúklingum/þátttakendum • Faglegur metnaður, áræðni • Innlent og erlent samstarf • Fjármagnað úr innlendum og erlendum samkeppnissjóðum • Stofnanir og fyrirtæki • HÍ, LSH, KÍ, Hjartavernd, Keldur ofl. • Decode, Nimblegen, Orf, Wicell, Lindgen, Lífeind ofl. • Samstarf mikið og vaxandi milli stofnana og fyrirtækja • Mikilvægt fræðasvið • Örar breytingar • 454LifeSciences raðgreindi erfðamengi Jim Watsons á innan við 2 mánuðum fyrir minna en 1 milljón US $ • Fyrsta erfðamengi mannsins tók 13 ár og kostaði milljarða • Verðum að fylgjast með og stunda rannsóknir á þessu sviði
Breytingar síðustu 10 ára • Skipulagsbreytingar, Vísinda- og tækniráð • Hafa gefist mjög vel • Áhugi stjórnvalda meiri • Meiri umræða í þjóðfélaginu um vísindi og rannsóknir • Fagráðin gegna áfram mikilvægu hlutverki við faglegt mat á styrkjum • Aukið fjármagn • Rannsóknasjóður er nú um 600 milljónir • Forveri hans, Vísindasjóður var um 100 milljónir fyrir tíu árum • Styrkir til rannsókna í heilbrigðis- og lífvísindum úr innlendum samkeppnissjóðum samtals 360 milljónir árið 2005 (allir sjóðir samtals) • Aukning um 80% frá 2003 • Markáætlun um erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni • 111,3 milljónir úthlutað árið 2005 • Stærri styrkir • Öndvegisstyrkir, markáætlanir • Aukin sókn í erlenda styrki • Stofnanir hafa sett sér skýra og metnaðarfulla stefnu um árangur í vísindarannsóknum • HÍ, LSH, ofl. • Ótrúlegur framgangur fyrirtækja
Næstu 10 ár • Erfitt að spá • Spáði einhver rétt fyrir 10-20 árum um hver yrðu helstu hátæknifyrirtæki á Íslandi árið 2007? • Össur, Actavis, Decode, Nimblegen • Áhrif hins óvænta • Óvæntar nýjungar koma upp sem hafa meiri eða önnur áhrif en við var búist • Dæmi: RNA inngrip (RNAi) • Betra að tryggja gott umhverfi en að veðja á tiltekin verkefni • Gott umhverfi tryggir árangur góðra verkefna • Vitum hins vegar ekki hvaða verkefni hafa mest áhrif í framtíðinni • Nauðsynlegt að efla rannsóknir á sviði heilbrigðis og lífvísinda enn frekar
Tryggjum gott umhverfi Stuðla ber að öflugum rannsóknum og nýsköpun með því að skapa góð skilyrði. • Fimmfalda þarf samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs • Fjölga þarf tegundum styrkja • Hvetja þarf stofnanir og fyrirtæki til rannsóknastarfs með því að greiða meðlag með styrkjum til stofnunar/fyrirtækis • í stað þess að krefjast mótframlags • Afnema þarf VSK af rannsóknavörum og tækjum • Efla þarf stoðþjónustu rannsókna
Staða opinberra samkeppnissjóða • Íslendingar verja umtalsverðu fjármagni í rannsóknir og þróun (R&Þ) • Erum meðal efstu þjóða á þessu sviði í heiminum • Af heildarfjármunum hins opinbera til R&Þ fara um 12% í gegnum opinbera samkeppnissjóði • 88% renna til stofnanna / háskóla í formi beinna fjárveitinga • Þetta hlutfall (12 %) er mjög lágt
Hlutfallsleg skipting opinberra fjárframlaga til rannsókna á Norðurlöndum
Eflum samkeppnissjóðina • Fimmfalda þarf sjóði Vísinda- og tækniráðs • Rannsóknasjóður verði 3 milljarðar • Stækka þarf styrkina í heilbrigðis og lífvísindum • Meðalstyrkir í heilbrigðis og lífvísindum verði 15 milljónir í stað 3.3 milljóna nú • Meðalstyrkir frá National Institutes of Health eru 23 milljónir (360.000 US$ - sjá http://grants.nih.gov/grants/award/research/RGAVG06.htm) • Mikil vinna að sækja um styrki • Mikil vinna að halda utan um hvern styrk • Slagkraftur stærri styrkja er meiri • Meiri ábyrgð, meiri árangur, meiri möguleikar á að taka þátt í samstarfi • Rannsóknir á þessu sviði eru dýrar • Nýjar aðferðir og ný tækni eru dýr • Dæmi: (DNA örflögur kosta ~1000$ stk) • Tækjasjóður taki fullan þátt í kostnaði við tæki • Viðgerða- og viðhaldssjóður nauðsynlegur • Oft erfitt að fjármagna viðgerðir á dýrum tækjum • Öflugir vísindastyrkir eru forsenda fyrir því að laða öfluga vísindamenn til Íslands • Styrkjaumhverfið er það fyrsta sem menn líta á
Fjölga þarf tegundum styrkja • Verkefnastyrkir • Verði 15 milljónir á ári að meðaltali (a.m.k. í heilbrigðis- og lífvísindum) • Styrki einstök verkefni vísindamanna • Verði notaðir m.a. til að greiða laun meistara- og doktorsnema • Tvíverknaður að sækja um sérstaklega til rannsóknanámssjóðs • Öndvegisstyrkir • Verði 40-80 milljónir á ári að meðaltali • Styrkir til að efla samstarf innanlands eða við erlenda hópa • Nýliðunarstyrkir/Stöðustyrkir • Ráðning sérfræðings til stofnana/fyrirtækja • Stöður nýdoktora, lektora, dósenta, prófessora • Tímabundnar (3-5 ára) ráðningar til að efla ákveðin svið • Rannsóknasetrastyrkir • Styrkir til að koma á rannsóknasetrum/öndvegissetrum • Fleiri en einn rannsóknahópur, alþjóðlega þekktir og samkeppnisfærir • Finnsk fyrirmynd • 100 milljónir á ári?
Taka þarf upp meðlag til stofnana • Úthlutunarreglur í USA og á Íslandi • NIH • 100% fjármögnun vísindaverkefnis • 30-60% bætt ofan á styrk sem fer til stofnunar vísindamannsins (overhead) • Dæmi: 250.000 US$ verkefnastyrkur til Harvard + 51% meðlag = 377.500 US$ samtals á ári í 4 ár. • Vísinda- og tækniráð • Krafist er 50% mótframlags frá stofnun vísindamannsins • Enginn fastakostnaður greiddur til stofnunar • Afleiðing • Vísindamenn eru fjárhagsleg byrði á sinni stofnun í réttu hlutfalli við árangur í öflun vísindastyrkja • Hindrar hvata til nýliðunar • Hvetur ekki til styrkjasóknar • Vísindahópar geta ekki vaxið umfram mótframlag • Hindrar vöxt þeirra hópa sem skara fram úr
Afnema þarf VSK af rannsóknavörum • Rannsóknastofur við HÍ og stofnanir þurfa að greiða VSK af öllum aðföngum og tækjum • Nema ef tækin eru keypt fyrir styrk úr utanaðkomandi sjóði þá fæst endurgreiðsla fyrir þann hlut • Ójafnræði, þungt ferli • Aðföng eru allt að 30% dýrari fyrir okkur en samkeppnisaðila okkar á Vesturlöndum • EKKI er heimilt að nota styrki frá EU eða NIH til að greiða VSK • Hvaðan á þá að fá fé til þess? • Einstaka aðilar hafa fengið undanþágu • Þekkist hvergi á Vesturlöndum að stofnanir/háskólar þurfi að greiða VSK • Ekki gert í Skandinavíu, Bretlandi eða USA • Hlýtur að vera einfalt mál að lagfæra • Varla mikið tap fyrir ríkissjóð en mikil áhrif á nýtingu rannsóknastyrkja
Efla þarf stoðþjónustu rannsókna • Stofnanir í Evrópu hafa flestar komið sér upp öflugri stoðþjónustu rannsókna • Aðstoð við að finna tækifæri til styrkjasóknar • Aðstoð við umsóknarferli • Þekkja ferlin, umsóknareyðublöðin, skilyrðin • Aðstoða við að skrifa hluta umsóknanna • Siðfræði, dýratilraunir, budget, “european dimension” EU umsókna osfrv. • Eru meðumsækjendur í EU umsóknum • Sjá um stjórnunarhluta verkefnisins og fá fé til þess ef styrkur er veittur • Nauðsynlegt að hafa sambærilega þjónustu hér • Er til að hluta hér en er of dreifð (Rannsóknaþjónusta HÍ, Rannís, Impra) • Sérfræðiþekkingu og reynslu má efla að mun
Framtíðarsýn 2020 • Ef skilyrðin eru bætt: • Ný fyrirtæki á sviði heilbrigðis- og lífvísinda verða til • Erfitt að spá fyrir um hver þau verða • Ný tækifæri skapast í rannsóknum • Öflugri og stærri rannsóknahópar • Samkeppnisstaðan betri • Þátttaka mikil í stórum alþjóðlegum verkefnum • Aukinn fjöldi erlendra nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi • Framúrskarandi menntun • Heilsa, heilbrigði og hollusta í fyrirrúmi