440 likes | 1.11k Views
Almenn sálfræði hugur, heili og hátterni. Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson. 4. Kafli Nám.
E N D
Almenn sálfræðihugur, heili og hátterni Höf: Aldís Guðmundsdóttir Jörgen Pind Kennari: Þórður Sigurðsson
4. KafliNám Nám er rétt eins og minni lykilhugtak í sálfræði. Nám tengist rannsóknum sem falla undir atferlisstefnuna ekki ólíkt því hlutverki sem minnisrannsóknir gegna í hugrænni sálfræði. Í þessum kafla er fjallað um grunnhugtök námssálarfræðinnar Nám er ... tiltölulega varanleg breytingsem leiðir af þjálfun (eða fyrri reynslu)vitundarbreytingmarkar spor á taugakerfið Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Hornsteinar atferlisstefnu Í stuttu máli byggði hugmyndafræði atferilsstefnunnar á eftirfarandi atriðum: Öll hegðun er lærðUmhverfið er allsráðandi um mótun hegðunarSálfræðingum er einlægast að finna þau lögmál sem hegðun lýturÞar sem atferli skapast alfarið af umhverfisáhrifum er frjáls vilji tálsýn einSálfræðingar eiga að einbeita sér að rannsóknum á sýnilegu/áþreifanlegu atferli.Stefna ber að því að gera sálfræðina að raunvísindagreinEinungis skal beita vísindalegum rannsóknaraðferðum í sálfræði Frumkvöðlar atferlisstefnunnar voru: Pavlov, Watson, Thorndike og Skinner Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Tengslanám Tengslanám (associative learning); myndun nýrra tengsla eða sambands milli atburða í umhverfinu. Tvær tegundir tengslanáms: • Viðbragðs- eða Pavlovsk skilyrðing. • Virk skilyrðing Tengslahyggjan er undirstaða hugtengslakenningar Aristótelesar og reynsluhyggjunnar. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Pavlov skilgreindi fyrstur viðbragðsskilyrðingu Pavlov hafði veitt því eftirtekt í rannsóknum sínum á meltingarstarfsemi hunda að þeir tóku oft að slefa áður en þeir byrjuðu að éta. Oft nægði þeim að sjá matinn eða aðstoðarmann Pavlovs Pavlov velti fyrir sér eftirfarandi: Það er óærð, ásköpuð svörun hjá hundi að slefa þegar kjötbita er stungið upp í hann. Það er hundinum ekki áskapað að slefa þegar hann sér kjöt eða gæslumann. Hér hlaut nám að koma til. Hundurinn tengdi greinilega kjötið og gæslumanninn athöfninni að éta. Pavlov hagaði tilraunum sínum á eftirfarandi hátt: Hundi var komið fyrir í sérstökum búnaði. Í kjálka hans er leidd slanga sem tengd er sérstöku tæki sem mælir slefrennsli hundsins. Gefið er hljóðmerki, t.d. bjölluhringing, og skömmu síðar er hundinum fært æti.Þetta er endurtekið nokkrum sinnum og kemur þá að því að hundurinn fer að slefa þegar bjöllunni er hringt, þ.e. áður en ætið birtist. Hér er búið að tengja áður hlutlaust áreiti (hljóðmerki) við æti. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Viðbragðsskilyrðing • Lota: Sérhver pörun á skilyrta áreitinu og óskilyrta áreitinu kallast lota • Festingarskeið: Tíminn sem lífveran er að læra tengslin á milli áreitanna tveggja kallast festingarskeið • Slokknun: Ef hið skilyrta atferli er ekki styrkt, þ.e. ef óskilyrta áreitinu er sleppt aftur og aftur, þá minnkar skilyrta svörunin smátt og smátt. • Sjálfkvæm endurheimt: Slokknun er ekki gleymska eins og ætla mætti við fyrstu sýn. Þetta má marka af því að sé gert hlé á tilraun eftir að slokknun lýkur (til dæmis yfir nótt) þá verður styrkur svörunar þegar tilraunir hefjast aftur meiri en hann var fyrir hlé. Þetta kallast sjálfkvæm endurheimt. Pavlov gerði ráð fyrir að tengsl mynduðust í miðtaugakerfinu milli SÁ og ÓÁ þegar skilyrðing ætti sér stað Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Viðbragðsskilyrðing Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Viðbragðsskilyrðing Óskilyrt áreiti (ÓÁ) er áreiti sem vekur áskapaða svörun, oft ósjálfrátt viðbragð, áður en skilyrðing á sér stað (í þessu tilviki ætið). Óskilyrt svörun (ÓS) er svörun við óskilyrta áreitinu, notuð sem grunnlína til að meta styrk skilyrtrar svörunar við áður hlutlausu áreiti (í þessu tilviki slef). Skilyrt áreiti (SÁ) er áður hlutlaust áreiti (þ.e. vekur ekki skilyrtu svörunina) sem vekur skilyrta svörun eftir að hafa verið parað við óskilyrta áreitið (í þessu tilviki hljóðmerkið þegar búið er að para það við ætið). Skilyrt viðbragð (SV) er lærð eða áunnin svörun svið áreiti sem upphaflega vakti ekki þessa svörun (í þessu tilviki slef við skilyrta áreitinu, þ.e. hljóðmerkinu) Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Viðbragðsskilyrðing • Alhæfing • Þegar skilyrt svörun hefur verið tengd ákveðnu áreiti, vekja svipuð áreiti einnig sömu svörun • Sundurgreining • Ferli sem er andsætt alhæfingu • Alhæfing eru viðbrögð við líkum fyrirbærum, en sundurgreining viðbrögð við mismun, þ.e. lífveran greinir á milli áreita Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Raðskilyrðingar skýrir frekar hegðun manna. Alhæfing getur skýrt fyrir okkur hvernig lík áreiti vekja líka svörun. Í viðbragsskilyrðingu vekur tiltekið SÁ væntingu um tiltekið ÓÁ eftir að áreitin hafa verið pöruð saman. Pavlov skilyrti hund til að slefa við hljóð í taktmæli en hann notaði kjötduft sem ÓÁ. Þegar hljóðið í taktmælinum (SÁ1) var farið að vekja trausta slefsvörun eitt sér breytti hann aðstæðum þannig að á undan hljóðinu sýndi hann dýrinu svartan ferning (SÁ2), en gaf því engan mat. Eftir að ferningurinn og hljóðið höfðu verið pöruð saman nokkrum sinnnum kom að því að ferningurinn einn sér kallaði fram slefsvörun. Þetta kallast raðskilyrðing . Það sem gerist er að feringurinn einn skapar væntingu um hljóðið sem aftur skapar væntingu um mat. Raðskilyrðing eykur verulega skýringargildi viðbragðsskilyrðingar, einkum hvað fólk varðar, enda geta menn geymt í minni sér langar raðir merkingartengdra atburða. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Hægt er að skilyrða óttaviðbrögð Hægt er að skilyrða tilfinningaleg viðbrögð. Pavlov tókst óafvitandi að kalla fram taugaveiklunarviðbrögð í hundi. Ef rottur eru lokaðar í búri og rafstraumur leiddur í botngrindina er hægt að kalla fram óttaviðbrögð hjá þeim án rafstraums.Þetta er gert með því að kveikja ljós (SÁ) rétt áður en rafstraumnum (ÓÁ)er hleypt á. Eftir nokkrar slíkar paranir nægir ljósið eitt sér til að kalla fram viðbrögð sem benda til þess að dýrið sé óttaslegið. Fælni getur skapast hjá fólki (einkum börnum) með viðbragðsskilyrðingu. Þekktasta dæmið um skilyrt hræðsluviðbragð er tilraun sem Watson og Reyner gerðu á Alberti litla. Markmið þessarar tilraunar var að sýna fram á með vísindalegum hætti að hægt væri að skilyrða hræðsluviðbrögð barna án þess að vísa þurfti til nokkurra innri þátta. Þetta tókst og var Albert logandi hræddur við hvíta rottu (SÁ) Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Viðbragðsskilyrðing • Albert litli: ÓÁ: Hávaði ÓS: Hræðsla við hávaða SÁ: Rotta SS: Hræðsla við rottur Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Viðbragðsskilyrðing • Albert litli: Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Virk skilyrðing • B.F. Skinner kom fyrstur fram með hugtakið virk skilyrðing. Edward Lee Thorndike gerði athuganir sínar á svipuðum tíma og Skinner. Rannsóknir Thorndikes marka upphaf rannsókna á virkri skilyrðingu. • Virk skilyrðing: • Skilyrðing þar sem atferli lífveru er mótað af breytingum á umhverfi sem verða í kjölfar atferlisins Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Virk skilyrðing • Um leið og eitthvað atferli hefur átt sér stað eru líkurnar á því að það verði endurtekið háðar því hverjar afleiðingar þessi hegðun hefur • Virk skilyrðing eykur því líkur á tiltekinni hegðun ef styrking fylgir í kjölfar hennar • Víxlverkun atferlis og umhverfis Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Virk skilyrðing • Skinnerbúr • Búr sem inniheldur matardall, slá þar fyrir ofan og litla ljósaperu Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Virk skilyrðing • Styrking: Þegar ákveðnu atferli fylgja afleiðingar sem auka líkur á því að atferlið verði endurtekið • Skipta má styrkingu niður í jákvæða styrkingu og neikvæða styrkingu Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Atferlismótun Með virkri skilyrðingu er hægt að móta aftferli. Kenna t.d. dýrum flókna hluti. Við styrkjum hverja þá svörun hjá dýri sem líkist lokamarkmiði hegðunar. Atferlismótun gengur þannig fyrir sig að við styrkjum með umbun (t.d. matargjöf) sérhverja svörun sem færir dýr nær takmarkinu. Atferlissinnar hafa lagt mikla áherslu á vísindaleg vinnubrögð og nákvæma skráningu á atferli dýrsins meðan á tilraun stendur. Algengast er að mæla hvenær og hversu oft rottan ýtir á slána í tilvikum sem þessum. Hægt er að tengja við búrið sírita sem virkar þannig að í hvert sinn sem ýtt er á slána kemur strik á pappír sem hreyfist með jöfnum hraða framhjá penna síritans. Þar eð hraði pappírsins er stöðugur má auðveldlega mæla þann tíma sem líður milli svarana með því að mæla fjarlægðina milli pennastrikanna. Venja er að birta niðurstöður úr tilraunum á virkri skilyrðingu með þessum hætti. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Fjögur meginafbrigði virkrar skilyrðingar Í grófum dráttum getum við flokkað umhverfisáreitin í tvo flokka: Sumt veitir okkur ánægju og við sækjumst eftir því. Annað veitir okkur vanlíðan og við forðumst það. Fyrri umhverfisáhrifin eru jákvæð áreiti en hin síðari neikvæð. Svaranir geta ýmist orðið til þess að kalla fram áreiti eða til að fjarlægja það. Þannig má greina fjögur meginafbrigði virkrar skilyrðingar Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Jákvæð styrking Svörun dýrs leiðir til umbunar, það er dýrið er verðlaunað fyrir réttar svaranir. Þetta leiðir yfirleitt til þess að tíðni þessara svara eykst. Í dæminu um virka skilyrðingu (bls. 164), varð matargjöfin til þess að rottan lærði að ýta á slána. Jákvæð styrking er víða að verki í mannlegu samfélagi. Dæmi: Laun fyrir vinnuframlag, góðar einkunnir í skóla fyrir vel unnið verk, punktakerfi við atferlismeðferð, hrós fyrir að taka til í herberginu sínu. Styrking er notað um það ferli þegar tíðni tiltekinnar svörunar hjá dýri er aukin. Áreiti sem leiðir til aukinnar tíðni svörunar nefnast hins vegar styrkir. Styrkir, rétt eins og styrkingin, getur verið ýmist jákvæður eða neikvæður. Í fyrra tilvikinu er um einskonar verðlaun að ræða en í hinu síðara hvimleitt áreiti sem hægt er að losna undan. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Refsing Refsing leiðir til lægri svörunartíðni, svörun verður til þess að neikvætt óþægilegt áreiti birtist. Til dæmis mætti koma því þannig fyrir að í stað þess að umbuna rottunni fyrir að ýta á slána (með mat) getum við refsað henni (t.d. með því að leiða rafstraum í botngrindina). Refsingin leiðir til færri svarana. Dæmi um refsingu í mannlegu samfélagi eru fjölmörg. Mönnum er refsað með frelsissviptingu ef þeir brjóta gegn lögum. Lágar einkunnir í skóla vegna slælegra vinnubragða, fjarvistarstig vegna skróps, útgöngubann vegna brota á útivistarreglum. Skinner taldi styrking mun öflugri við að móta hegðun en refsingu Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Neikvæð styrking Verður þegar svörun dýrs leiðir til þess að neikvætt eða óþægilegt áreiti birtist ekki. Dæmi: komu rottu fyrir í Skinnerbúri, kveikjum ljós og gefum henni raflost 5 sek. Síðar. Rottan lærir fljótlega að ljósið veit á raflost. Ef búrið er opið, stekkur rottan úr búrinu þegar kviknar á ljósinu. Þannig tekst henni að forðast raflostið. Þetta kallast neikvæð styrking. Ljósið er neikvæður styrkir. Dæmi um neikvæða styrkingu er þegar foreldri hættir að skamma ungling þegar hann hefur tekið til í herberginu sínu. Skammir eru neikvæður styrkir á tiltektarhegðun. Foreldri leyfir barni aftur að koma og horfa á sjónvarp eftir að óþekktarkasti er lokið. Fjarvistarkerfi í skólum er neikvæð styrking á að mæta í tíma. Nemendur geta komist hjá því að fá fjarvistarstig með því að sýna æskilegu hegðunina, þ.e. mæta í tíma. Mikilvægt að átta sig á muninum á refsingu og neikvæðri styrkingu. Refsing dregur úr svörunum vegna þess að það er refsað fyrir þær. Neikvæð styrking eykur líkurnar á svörunum vegna þess að hún gerir lífverunni kleift að forðast eða flýja óþægilegt áreiti. Skinner taldi að refsing bældi hegðunina aðeins tímabundið, meða styrking hefur varanleg áhrif. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Brottnámsskilyrðing Verður þegar svörun leiðir til þess að jákvætt áreiti er fjarlægt. Dæmi: Matarskálin í búrinu er full og rottan svöng. Ýti rottan á slána er lokað fyrir skálina stutta stund og hið jákvæða áreiti er fjarlægt. Við þetta dregur úr svörunum dýrsins. Dæmi um brottnámsskilyrðingu er að mæta of seint í próf (og missa þannig af því) eftir að hafa lesið vel undir það (góð kunnátta á prófi er jákvætt áreiti sem viðkomandi missir af). Unglingur fær ekki lánaðan heimilisbílinn eftir að hafa komið of seint heim. Í báðum tilvikum má búast við að viðkomandi forðist að sýna þessa hegðun aftur af ótta við að missa af þeirri umbun sem var í boði Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Hvað er líkt og ólíkt með skilyrðingunum tveimur? Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Virk skilyrðing • Samfelld styrking • Þegar styrkir fylgir ákveðinni hegðun í hvert skipti sem hún er framkvæmd • Skert styrking • Ákveðin hegðun er aðeins styrkt stundum. Í hin skiptin er hegðunin látin afskiptalaus • Til eru 4 tegundir skertra styrkingarhátta Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Styrkingarhættir Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Virk skilyrðing • Skert styrking: Reglulegur hlutfallsháttur (RH) • Styrking verður eftir ákveðinn fjölda af óskilyrtum svörunum • Rotta fær t.d. alltaf matarbita eftir að hafa ýtt tíu sinnum á slána • Akkorð Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Virk skilyrðing • Skert styrking: • Reglulegur tímaháttur (RT) • Fyrsta svörun er styrkt að ákveðnum tíma liðnum frá því að síðast var styrkt • Rotta fær t.d. alltaf matarbita á einnar mínútu fresti • Pósturinn Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Virk skilyrðing • Skert styrking: • Óreglulegur hlutfallssháttur (ÓH) • Styrkt er eftir ákveðinn fjölda óskilyrtra svarana, en fjöldi svarana er breytilegur frá einni styrkingu til annarrar • Tíu ýtingar “líða” að meðaltali á milli þess sem rottan fær matarbita. Getur þó verið á bilinu 2 til 20 skipti • Rauðakrosskassar Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Virk skilyrðing • Skert styrking: • Óreglulegur tímaháttur (ÓT) • Styrkt er eftir ákveðið tímabil sem er breytilegt frá einni styrkingu til annarrar • Mínúta líður t.d. að meðaltali milli matarbita. Tíminn getur þó rokkað frá 10 sek. til 2ja mínútna • Laxveiði Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Lært úrræðaleysi og flótti og forðun Lært úrræðaleysi rannsökuðu menn í svokölluðum flóttabúrum. Búrið er þannig að því er skipt í tvo jafnstóra helminga með hindrun. Hægt er að hleypa rafstraumi á gólfflöt annars helmingsins í einu. Flótti: Ef dýr stekkur yfir vegg eftir að rafstraumi er hleypt á. Forðun: Ef dýr stekkur áður en rafstraumi er hleypt á (t.d. ef það kveikt ljós/tónn). Þannig getur dýrið losnað við raflost. Lært úrræðaleysi var sett fram til að skýra þá óvæntu hegðun dýra að reyna ekki að koma sér unda óþægilegu áreiti eftir að hafa orðið fyrir viðbragðsskilyrðingu þar sem raflost var notað sem ÓÁ. LÆRT ÚRRÆÐALEYSI HJÁ HUNDUM ER HLIÐSTÆTT ÞUNGLYNDI HJÁ MÖNNUM Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Samanburður á lærðu úrræðaleysi og þunglyndi (Seligman, 1975/1991) Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Atferlismeðferð hefur mörg andlit Hugtakið atferlismeðferð er notað sem yfirheiti yfir þau meðferðarform sem byggja á hugmyndafræði atferlisstefnunnar og eru notuð í klínískri sálfræði Meginatriðin í hugmyndafræði atferlismeðferðar er að nauðsynlegt sé að skilgreina þá hegðun sem hefur farið aflaga, eða finna grunnlínu hennar, og ákveða síðan hver hin eiginlega markhegðun er. Síðan er gengið kerfisbundið til verks í að breyta hegðuninni eða móta hana í æskilegan farveg. Í hugrænni atferlismeðferð er gengið út frá að hugsun, tilfinningar og atferli séu ætíð nátengd og því verður að taka tillit til allra þessara þátta. Byggir á vísindahyggju. Forsvarsmenn, Aron T Beck og Albert Ellis. Atferlismeðferð má í grófum dráttum skipta í tvennt eftir því hvort hún byggir á lögmálum viðbragðsskilyrðingar eða virkrar skilyrðingar. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Kerfisbundin ónæming Er kennd við geðlækninn Joseph Wolpe. Hefur verið notuð til að lækna fólk af alls kyns fælni. Markmið meðferðar er að slökkva á hinni óæskilegu svörun og laða smám saman fram aðra jákvæðari svörun gagnvart áreitinu sem fælnin beinist að. Þetta er yfirleitt gerð með því að: • Sálfræðingur og skjólstæðingur búa saman til eins konar þrepalíkan fyrir ógnvekjandi aðstæður, frá þeim minnst ógnvekjandi og í þær aðstæður sem viðkomandi óttast mest af öllu. • Þjálfa skjólstæðing í að slaka á. • Fá skjólstæðing til að fikra sig upp þrepalíkanið og læra að slaka á í hverju þrepi fyrir sig, fyrst þar sem óttinn er minnstur, og ekki er farið upp um þrep fyrr en viðkomandi er orðinn fyllilega rólegur á fyrra þrepi HEFUR VIRKAÐ ÁGÆTLEGA AÐ LÆKNA FÓLK AF HRÆÐSLU VIÐ DÝR Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Kvíðaflæði Fólk er smám saman látið nálgast hinar kvíðavænlegu aðstæður og er grunnhugmyndin sú sama, að slökkva á kvíðasvöruninni. Tvær leiðir sem eru notaðar. 1. Fólk er látið ímynda sér aðstæðurnar þrep fyrir þrep 2. Fólk er raunverulega látið kljást við aðstæður Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Óbeitarmeðferð Byggir á lögmáli óbeitarskilyrðingar. Mest notað við áfengissýki, eiturlyfjanotkun og afbrigðilega kynhegðun. Meðferð gengur út á að tengja fíkniefnið við uppsölulyf eða annan ógleðivekjandi efni. Alment er talið að þessi meðferð virki í um 50% tilvika. Hún var mikið notuð með Anabusi (lyf) sem vekur ógleði þegar það er tekið inn með áfengi Uppsölulyf => ógleðiÁfengi + uppsölulyf => ógleðiÁfengi => ógleði Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Rannsóknir Kamins (1969) og Rescorla (1967) • Þeir drógu í efa að tímaþáttur skipti öllu máli í viðbragðsskilyrðingu. • Kamin paraði hljóðmerki (SÁ1) við raflost ÓÁ. Paraði ljós (SÁ2) við hljóðmerki (og ÓÁ). Rannsókn Kamins var ætlað að kanna hvort upplýsingagildi SÁ1 hefði áhrif á mátt skilyrðingarinnar. Kom í ljós að ljósmerkið skilyrtist ekki við hljóðmerkið. Ef styrkleiki raflosts var aukinn, um leið og ljósmerkið var parað við hin áreitin, á skilyrðing sér stað. • Rescorla athugaði tímaþáttinn. Komst að því að SÁ sem hafa upplýsingagildi fyrir dýr, vega þyngra á metunum en tímaþátturinn. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Herminám Herminám er nám sem felst í því að apa eftir hegðun annarra. Bandaríski sálfræðingurinn Albert Bandura stóð fyrir tímamótarannsóknum á þessu sviði. Bandura athugaði árásarhneigð barna eftir að þau höfðu horft á ofbeldismynd. Árásarhneigð metið út frá viðbrögðum barna við dúkkuna Bóbó. Vekur upp spurningar varðandi ofbeldisefni í fjölmiðlum Dúkkan Bóbó í rannsókn Bandura Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Innsæi Köhlers Köhler notaði apann Soldán í rannsóknum á innsæi. Hann vildi athuga hvort apar gætu nýtt sér einföld tól og tæki til að leysa ákveðnar þrautir. Þrautirnar fólust í því að ávöxtum var komið fyrir utan búr, dýrin áttu að reyna að krækja í ávextina með tólum. Innsæishegðun er að mörgu leyti frábrugðin tengslanámi. Þegar dýr beitir innsæi við nám er það sjálft virkur aðili að náminu. Aparnir sýndu frumstæð merki þess að búa yfir hugsun og vera færir um æðra nám. Apinn Soldán, hugarfóstur Köhlers Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Hugarkort Tolmans Völundarhús Tolmans Tolman taldi líka að rottur sem þurftu að læra á völundarhús til að næla sér í fæðu,sýndu merki um annað og meira en einbert tengslanám. Þær voru að hans mati færar um að búa til hugarkort af aðstæðunum. Með hugarkorti átti hann við ein konar hugræna táknmynd af umhverfinu ekki ósvipað þeirri sem leigubílstjórar þurfa að haa til að rata um bæinn. Dýr eru fær um flóknara nám en tengslanám. Það kemur heim og saman við kenningu Darwins um að æðri hugsun manna sé afsprengi þóunar vitsmuna hjá einfaldari lífverum. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Hugtök eru forsenda hugsunar og æðra náms Hugtök eru grunneiningar hugsunar og taka til ákveðinna flokka staka sem undir þau falla. Hugtök eru með öðrum orðum mengi þeirra eiginleika sem við tengjum við ákveðinn flokk. Hugtök erum misskýr (hundur – leikur). Hugtök eru forsenda allrar hugsunar því án þeirra gætu menn og dýr ekki áttað sig á samhengi þeirra hluta og fyrirbæra sem þeir rekast á í daglegu lífi. Hugtök lýsa flokkun. Hugtök og orð eru ekki sama fyrirbærið þó samsvörun sé þar á milli. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla
Hugtakanám Tvær rannsóknir: Clark HullNotaði kínversk rittákn í rannsókn sinni. Reyndi að sýna fram á að hugtök mætti læra líkt og hundur lærir að slefa við bjölluhljóm Jerome BrunerEinn helsti talsmaður þess að ítroðsla sé lítt vænleg til að efla þroska, þekkingu eða skilning nemenda. Markmið með tilraun Bruners var að kanna hvernig fólk lýsir eiginleikum hugtaka. Fjölbrautaskólinn v/Ármúla